Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 6
seint ufn hausfið’1625, er þann yetur í Kaupmannahöfn , en fer heim til íslands um vorið 1626, eftir rúmlega 10 ára úti- vist. Gerist síðan bóndi á íslandi, en er kallaður til Bessastaða 1627 sem ráðgjafí um varnir, eftir Tyrkjaránið. Er í Vest- mannaeyjum sem „konstabel“ 1639—40. Býr síðast 30 ár í Eyrardal. Deyr 2. maí 1679, nærri því 86 ára að aldri. Frægur fyrir Ævisögu sína eða Reisubók, sem hann skrifaði á gamals aldri 1661. Ljóðið sem ég ætla að gera gengur út frá íslenska sveitamanninum sem fer út í heim, horfir á allt og drekkur það í sig, og leggur hinn íslenska mælikvarða á allt sem hann sér: Hann er alltaf að hugsa heim til íslands og bera það sem hann sér saman við eitthvað hér heima. Eða hann hugsar til þess að ættingjar hans fengju líka að sjá það sem hann sér. Flest það sem hann upp- lifir gæti verið það sem á nútímamáli yrði sennilega kallað „kúltúrsjokk“. Allar ferðir hans eru eitt stanslaust kúltúrsjokk, bæði fyrir augað, en ekki síður eyrað: Oft verður þess vart að músík hrífur hann. Má þar nefna lúðrablástur, trumbu- slátt og hljóðpípuleik í Krónborgarkastala, sem hann lýsir hvað eftir annað. Klukkna- spilum í kirkjum lýsir hann líka af mikilli hrifningu. Þetta er ekki undarlegt, maðurinn kemur út í hinn stóra heim úr nær hljóð- færalausu landi. Dæmi: „Á plássinu hófst upp mikill glaumur, þar kóngsins popelslagari sló upp á ketiltrumb- umar, og þeir 24 trómetarar blésu til borðs. Síðan básúneruðu 4 instmmentister í slots- tuminum." „ ... og þeim ijórum trómeturum, þeir er básúnur, krúmhorn og skalmeyjar blésu og upp á lúth léku og þessi sín fjögur hljóð- færi tempmðu þeir upp á fjögur hljóð með meistaralegri list.“ Á Indlandi lýsir hann líka dansi og hljóð- færaslætti hofgyðja guðsins Shiva. Kallar hann það afguðadýrkun og hofgyðjurnar kallar hann kirkjuhómr: „Presturinn, sem oftast situr fyrir kirkju- dymm og kallast brameni, gengur einnig út guðunum að fagna með stórri auðmýkt og lotningu. Og síðan urðu þeir af þremur þeim útvöldustu þeirra á meðal, sem vom synir prestsins, virðulega inn boðnir með miklum bumbuslætti og básúnistanna skörpum blæstri og hljóðfæraslætti, item kirkjuhóranna danslátum ...“ Ég vona að þetta verði þér til einhverrar glöggvunar meðan þitt myndverk er að mótast. Ég bið þig vel að lifa og óska þér alls hins besta. Bestu kveðjur, Þórarinn Eldjám. ÞÓRARINN ELDJÁRN Jón Ólafsson slysast . . . og hugðist að steyta en í stykkinu leyndist þá glóð er stimplinum renndi ég þétt inn um hlaupið á eftir þeim útmældu pokum púðurs sem plagast, en fann að það kviknaði, svalg í sig fjálglega funann með fuðrandi magni og ég skyldi því aftra með stimplinum, stappaði í stálið og vildi honum halda gegn úthlaupi þessu er hann BANG! molaðist sundur og mínum styrku fingrum minna beggja handa ýrði um lofið, mennleg kúla ég sveif eina sextíu faðma, sortnaði fyrir eyrum með skellum og smellum sem lét mér ótal eyrnafíkjur ríða ósýnilegur og blóðhlaupinn refsandi drottinn á haf út sem rauðklæddur selur í brotum og brunninn blóðstokkinn færðist á kaf og fingurnir horfnir og þykkir sem bananar lesnir úr klasa, sem kytur hengdar við kirkjuhóranna guðlausu indíasöngva sem blandast úr landi þeim grátandi trega í ákalli minna móður sem mín væri á ný að hefjast af Vestfjörðum reisa . . . Nú þýtur í básúnum bumbur ákaft knúðar blásið á trómet og klukkur að spila þar kristján minn fjórði og kristófer bogi minn kaptugi grátandi tárum ekkasog tempruð upp á fjögur hljóð ymja í hendingskasti sem enskir á bátum í bláturn mig sækja er bartskerinn tekinn að raða mér saman . . . Hvort raðast minn hugur þar heima ég heyri að ég spyr en ei svar þar til svo mælir á portúgalísku ein papegöja: ef partamir stemma . . . ef partamir stemma . . . PÁLL P. PÁLSSON Jón stendur álengdar og hlýð- ir dolfallin á herlúðraköllin Hugvekja Þórarins Eldjáms varð til þess að ég áttaði mig á því að ég er sjálfur einskonar Indíafari, eða öllu heldur íslandsfari. Við Jón Indíafari kvöddum æskuslóðir rúmlega tvítugir að aldri og leituðum á vit ævintýra í ókunnum löndum; hann sigldi í suður, ég í norður. Raunir hans og hetjudáðir era að sjálfsögðu meiri en mínar, en við eigum þó eitt og annað sameiginlegt. Báðir höfum við tals- vert af lúðrablæstri að segja og hrífumst af honum, hann um borð í herskipum Dana- konungs og í herliði hans, ég á vettvangi lúðrasveita í Reykjavík. Báðir ieitum við átthaganna á ný, hann fer til íslands en ég til Austurríkis, en í seinni tíða hefír mig dreymt um að geta notið elliár til skiptist heima á íslandi og heima í Austurríki. Við sjáum í tvo heima, höfum margt lært og frá mörgu að segja. Fallbyssan springur í höndum hans og þeyttir honum út á haf. Eitt og annað hefur líka spmngið í mínum höndum. En við lifum báðir! Það lá beint við að semja verkið fyrir blásturshljóðfæri. Ég fagna því sérstaklega að Þorkeli, Ásgeiri og Oddi skuli falið að framflylja það. Eins langar mig til að þakka Guðmundi Emilssyni að falast eftir verkinu. Þeir em allir á meðal glæstustu tónlistar- manna íslands. Ég hefði sjálfsagt getað fylgt ljóði Þórarins nákvæmar, eða þá sagt sögu Jóns Indíafara með bókstaflegri hætti. En ég kaus aðra leið. Hugur minn reikaði heim til Austurríkis, heim á fornar slóðir, svo sem eins og heyra má í klarinettuein- leiknum í öðmm kafla verksins. Þar örlar á þjóðlagsstúf ef grannt er hlustað. Eins hefði ég getað haft eina hressilega spreng- ingu í verkinu, eitt stórt „BANG“, eins og Þórarinn orðar það, en ég læt nægja að LEIFUR BREIÐFJÖRÐ Túlkun verksins er tilfinn- ingaatriði hvers og eins Hugmyndin að þessari útfærslu á ljóðinu fæddist eiginlega strax eftir að ég las ljóð Þórarins. Ég minnist tilefnislausrar eldri hugmyndar um að gerð verks er lýsti skipsflaki í sandi. Ég sá fyr- ir mér stórt, tjargað og illa útlítandi stefni, eða skipsskrokk; borðin ísett gráu gleri og blýi, mig hefur alltaf langað til að leiða saman gler, tré og skúlptúr. Nú lét ég verða af þessu, þótt hugmyndin hafi breyst talsvert í meðföram. í stað flaks útbjó ég ímynd skipsins sem Jón Indíafari siglir á um heimshöf, ímynd Perlunnar, en svo hét herskip Danakonungs. Ég sá fyrir mér heljarmikil tréborð og planka, já, eiginlega lest Perlunnar. Og svo fannst mér að þetta yrði að geta vaggað líkt og skip á rúmsjó. Hugmyndin að Perlunni var annars tals- vert flóknari í upphafí og viðameiri en lo- kaútfærsla myndarinnar ber með sér. Hún einfaldaðist í meðföram, varð mun hnitmið- aðri. I raun krefst slík einföldun talsverðs sjálfsaga, því tilhneigingin er alltaf sú að fylla út í eyðumar. Eg reyndi að tryggja, að skipsformið nyti sín til fulls. Ég held mér hafí tekist að koma í veg fyrir að kraðak smáhugmynda flæktust fyrir heild- aráhrifum verksins. Glermyndirnar urðu færri. í upphafi hafði ég hugsað mér þær níu talsins, en þær urðu fimm, og þar af aðeins tvær sem fyllt er út í allan mynd- flötinn. Glermynd af fallbyssu Perlunnar var látin víkja, og svo um fleiri atriði, sem mér fannst trafla þegar til kastanna kom. Lúðurinn sem trónir efst í forgranni er tákn sem gengur líkt og rauður þráður í gegnum Ijóð Þórarins og tónverk Páls. Sjálfur hef ég haft sérstakt dálæti á form- um lúðra og annarra blásturshljóðfæra og notað þau oft í verkum mínum. Lúður Jóns Indíafara kom eiginlega af sjálfum sér. Neðri glermyndin sýnir höfuð Jóns Indía- fara á blóðrauðum bakgrunni, þar sem hann þýtur útí í geiminn í kjölfar spreng- ingarinnar miklu um borð í Perlunni. Kol- útgáfa er sjálfsagt miklu algengari og auð- fundnari. Síðan hefur það þó gerst að ég fékk hugljómun og grannhugmynd að ljóðinu: Ég geng út frá einu ákveðnu atviki í sögu Jóns: Hann er að hlaða fallbyssu um borð í Perlunni úti fyrir ströndum Indíalands þegar ægilegt slys verður þar sem byssan allt að því springur í höndum hans og þeyt- ir honum lengst út á sjó og stórslasar hann. Skömmu síðar hefst heimferð hans til Dan- merkur og loks íslands. í ljóðinu er reynt að lýsa hugsunum Jóns meðan hann flýgur gegnum loftið um leið og gegnum vitund hans renna tætlur úr ýmissi reynslu reynslu hans þessi 10 útivistarár. Hugurinn endar heima á íslandi, þangað kemst hann ef til vill ef brotin ná að raðast rétt saman. Þetta verður klárlega svo sem beinagrindin í ljóð- inu og læt ég því fylgja hér með uppkast sem gefur góða hugmynd um hvað ég er að fara, en bið þig þó að athuga vel að ég á eftir að lagfæra þetta mikið og breyta orðalagi og hnika hugsunum til og frá. MINNISPUNKTAR UM JÓN Ólafsson Indíafara Hann var fæddur 4.11. 1593 á Svart- hamri í Álftafirði, Norður-ísafjarðarsýslu. Af ævintýraþrá sigldi hann burt frá íslandi með ensku fískiskipi sumarið 1615. Var þá um sumarið á Englandi, meðal annars í London, en kemur til Kaupmannahafnar með dönsku skipi um haustið. Gekk í her- þjónustu sem byssuskytta. Árin 1616—1622 er hann ýmist í flota Kristjáns flórða eða við Krónborgarkastala. Á þessum áram sigl- ir hann víða um Norðurhöf, kemur þá víða við í Noregi, einnig til Færeyja og Spits- bergen. 8. október 1622 heldur hann af stað með kaupskipaflota til Indlands. Leiðin liggur suður fyrir syðsta odda Afríku, komið er við á Madagaskar og Ceylon og fleiri stöð- um. Hann dvelst síðan sem byssuskytta í Dansborgarkastala í nýlendu Dana, Tranke- bar, þangað til í september 1624. Þá verður hann fyrir hræðilegu slysi, þegar fallbyssa springur í höndunum á honum um borð í herskipi. Skömmu síðar heldur hann til baka til Danmerkur, mikið slasaður. Á leiðinni lendir skipið í miklum hrakningum og haf- villum, en kemst þó loks til staðar sem reyn- ist vera Youghal á írlandi í júní 1625. Það- an kemst Jón til Noregs og Danmerkur Páll P. Pálsson lýsa aðdraganda sprengjunnar undir lok þriðja þáttar. Menn verða bara gera sér hvellinn í hugarlund. Annars svífur andi hermennskunnar yfir verkinu í heild, ekki síst fyrsta kaflanum. Menn gætu þess vegna verið staddir á viðhafnarmikilli hersýningu í Kaupmannahöfn. Jón stendur álengdar og hlýðir dolfallinn á herlúðraköllin. Og kannski minnir upphaf verksins á öldugjálfur; öldur sem sleiktu vestfirska steina í eina tíð og lokkuðu ungan mann til síns. Og í þriðja þættinum heyrist í trambum; trambum sem fyrst era knúðar hljóðlega, síðan ákaflega. Stundin nálgast. . . Leifúr Breiðfjörð græna línan efst á myndinni er tákn hafs- ins. Loftbólumar, eða perlumar, sem gang niður eftir myndinni miðri, geta líka tákn- að einskonar akkeriskeðju, sem speglast í neðri fletinum og gefur þannig til kynna hafdjúpið sem Indíafárinn sekkur í. Spegl- ar neðri myndflatarins gefa myndinni óvenjulega þrívíddardýpt. Strektir stálvír- arnir, sem halda myndflötunum saman minna á harðræði sjómennskunnar. Annars er túlkun verksins tilfinningatriði hvers og eins. Verkið er ekki fullyrðing heldur frem- ur einskonar tilvísun eða hugleiðsla um sérstakan mann og mjög sérstætt atvik í lífi hans. Ljóð Þórarins riðar á mörkum tragedíu og komedíu. Líkt má segja um myndverk mitt, það veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga; það veit ekki alveg hvort vaggar eða stendur kjurrt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.