Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 4
Nyrstu rætur íslenskrar þjóðar Löngum hefur furðu mikið þótt til þess koma að obbinn af landnámsmönnum virðist hafa sótt hingað úr fornum byggðum sem liggja sunnar en ættjörð okkar. Verulegur hluti norskra land- nema átti forðum heima á Rogalandi, Hörða- „Svo fínnst ritað í fornum bókum að Jötunheimar voru kallaðir norður um Gandvík, en fyrir sunnan Ýmisland. En áður Tyrkjar og Asíumenn komu á Norðurlönd, byggðu norðurálfurnar risar og sumt hálfrisar; gjörðist þá mikið sambland þjóðanna. Risar fengu sér kvenna úr Mannheimum, en sumir giftu þangað dætur sínar.“ Eftir HERMANN PÁLSSON landi, Sogni og Fjörðum, en öll þessi fylki liggja dijúgum sunnar en ísland, og eins- ætt er að frá Suðureyjum og írlandi var haldið langan spöl norður á vit í leit að nýju landi. Vestmannaeyjar og Niðarós eru að heita má á sama þverbaugi, svo að lega íslands í heild er sambærileg við syðsta hluta Háiogalands, Naumdælafylki og nyrsta hluta Þrændalaga og Norðmæris. Sá heimskautsbaugur sem liggur um Grímsey og nyrsta oddann á Melrakkasléttu skiptir Hálogalandi í tvo hluta, og er hinn nyrðri miklu lengri en hinn syðri. Háloga- land teygist langt norður fyrir Lófót uns það mætir Finnmerkurströndum og Dumbs- hafí sjálfu. Háleygskir landnámsmenn hér um slóðir voru ekki ýkja margir talsins, en þó er þar um býsna merkilegan hóþ að ræða, enda er ærin ástæða til að gera sér nokkra grein fyrir þeim sem voru svo langt að komnir úr norðri. Margt mætti segja um þetta sóma- fólk sem flýði skammdegi Hálogalands og ofríki Haralds hárfagra um leið og tók sér bólfestu á svo suðlægum slóðum að þar sést til sólar á hveiju heiðbjörtu nóni árið um kring að undanskildum Forsæludal og öðrum byggðum í fjallskugga. Fornir fræði- menn töldu að valdataka Haralds hárfagra og einnig skortur á góðu jarðnæði hafí eink- um knúið landnámsmenn til að flýja Noreg, en um Háleygi sem komu hingað gegnir sérstöku máli; þeir áttu heima í harðbýlu landi, þar sem hallæri steðjaði stundum að; er því ekki undarlegt þótt þeir leituðu sér búsældar á suðlægari slóðum, að víða er þjóttulegt um að lítast á Hálogalandi. Um miðja tíundu öld og raunar lengur var Eyvindur skáldaspillir höfuðskáld Hál- eygja og orti snögga vísu um sumargadd, kvartar yfír snjó og þeim ósköpum að menn verði að binda búfé sitt inni að miðju sumri, rétt eins og Finnar, en svo kallaði hann Lappa eða Sami. í Ketils sögu hængs er oftar um sinn getið um hallæri á Háloga- landi, „en bú þeirra eru mjög í sjónum". Og þegar fískurinn fírrist landið og korn- árið bregst, þykir vetrarnóttin helsti löng þar norður frá. En allt frá því að Norðmenn renndu fyrst færi í sjó og fram til þeirra missera sem nú ganga yfír hafa bestu físki- mið þeirra legið undan Lófót. 2 Forfeður vorir fyrr á öldum höfðu mikinn áhuga á sögu Norðmanna eins og alkunn- ugt er, en hins er sjaldan minnst hve mjkla stund þeir lögðu á fróðleik um landið sjálft. Enn eru varðveittar tvær skrár yfir fylki í Noregi, og er önnur þeirra talin vera frá fyrri hluta tólftu aldar, en hin er komin frá Hauki Erlendssyni lögmanni (d. 1334) sem dvaldist langdvölum í Noregi og mun hafa kynnst landinu mætavel; átti heima um hríð í Osló og síðar í Björgvin, lögmaður Gula- þings nokkurn tíma. Fylkjaskrá Hauks hefst með Hálogalandi, fylgir síðan ströndinni allt suður til landsenda, en heldur svo norð- ur úr Víkinni um Raumaríki, Heiðmörk, Haðaland og Hringaríki og lýkur með Guð- brandsdölum. Hin skráin hefst syðst með Ránríki (sem Svíar lögðu undir sig löngu síðar og kalla nú raunar Bohuslán), heldur síðan norður alla Noregsströnd til Háleygja- fylkis, en lýkur þó með Upplöndum og Guð- brandsdal, rétt eins og hin skráin. Landa- fræði Noregs er svo flókin að útlendingar áttu örðugt með að gera sér ljósa grein fyrir henni áður en sæmileg landabréf voru fyrir hendi; þó var mikill stuðningur að fylkjaskránni. Frá Hauki Erlendssyni er einnig komin önnur skrá, en hún nær yfir öll þau svæði sem komu undir Noregskon- ung á fyrsta þriðjungi fjórtándu aldar, og þar er „öll Finnmörk“ talin með, en slíkt er raunar gert í ýmsum eldri ritum þar sem fjailað er um norðurmörk Noregs; landið var talið ná allt norður að Ægisstaf eða Vægistaf við Gandvík (sem sumir kalla nú Hvítahafið). Þótt Noregs konungatal, sem var tileink- að Jóni Loftssyni í Odda (d. 1197) taki skýrt fram að Haraldur hárfagri næði fyrstur að ráða fyrir öllum Noregi og ætti allt land milli Gautelfar og Finnmerkur, þá fer Styrmir fróði (d. 1245) svofelldum orðum um ríki Ólafs helga: „Hann var einvaldskon- ungur yfir Noregi svo vítt sem Haraldur hinn hárfagri hafði átt frændi hans; réð fyrir norðan Gandvík en fyrir sunnan Gaut- elfur, en Eiðaskógur fyrir austan, Önguls- eyjarsund fyrir vestan. Þessu ríki stýrði engi einn milli Haralds hárfagra og Ólafs hins helga.“ í norsku helgisögunni af Ólafi er ríki hans talið liggja allt norður að Ná- nesi, og hefur fróðum mönnum fiogið í hug að þá sé komið út fyrir landabréfíð og farið að styttast að þeirri Náströnd sem nefnd er í Völuspá og var í ríki Heljar sálugu Loka- dóttur, einhver ömurlegasti staður sem um getur í gömlum skræðum. En þó þarf slíkt ekki að vera. Eins og Stefán Karlsson hefur skilmerki- lega rakið í ritgerð sinni um „Alfræði Sturlu Þórðarsonar“ (í ritinu Sturlustefna, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir og Jónas Kristjáns- son, Reykjavík 1988), þá varðveitist allt fram á 18. öld frá dögum Sturlu (1214— 1284) íslenskt landakort „af allri kringlunni sem þá var þekkt“. Á þessu korti segir Stef- án, „munu hafa verið fleiri nöfn en á varð- veittum íslenskum landakortum frá miðöld- um“. Þetta kort hefur vafalaust geymt ýmsan fróðleik um landafræði Sturlu Þórð- arsonar og samtímamanna hans sem nú er ekki tiltækur lengur. Gaman hefði verið að njóta þeirrar þekkingar á nyrstu byggðum Norðmanna og Sama sem skráð var á þessu glataða landakorti. Stefán minnist þess sér- staklega að þar hafi staðið örnefnið Hafið dauða sem var hluti af Dumbshafí eða Norð- uríshafínu, eins og það er einnig kallað, og að þessu örnefni víkur Árni Magnússon í ritgerð sinni um Gandvík, segir Stefán. Vita- skuld minna örnefnin Nánes og Hafið dauða hvort á annað og hugsanlegt er þau hafí verið nágrannar á landakorti Sturlu. 3 Hugmyndir íslendinga fyrr á öldum um það svæði sem lá fyrir handan ystu mörk Noregs voru nokkuð á reiki, en víða bólar á þeirri skoðun að þar byggi undarlegar þjóðir. í Hervarar sögu er kveðið skýrt að orði: „Svo fínnst ritað í fomum bókum að Jötunheimar voru kallaðir norður um Gandvík, en fyrir sunnan Ýmisland. En áður Tyrkjar og Asíumenn komu á Norðurlönd, byggðu norðurálfurnar risar og sumt hálf- risar; gjörðist þá mikið sambland þjóðanna. Risar fengu sér kvenna úr Mannheimum, en sumir giftu þangað dætur sínar.“ Her Samar guldu þess að þeir voru miklu frumstæðari en Norðmenn, en á hinn bóg- inn stóð mikiU ótti af þeim galdri og seið, sem Samar stunduðu löngum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.