Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 6
Karlsbrúin í Prag. Mannfjöldinn á brúnni er að mestu leyti ferðamenn. Gata í Prag. Havel á leið til að ávarpa þjóðina í til- Gylltur Trabant á fótum er eitt af þvísem mætir vegfarandanum á götu íPrag. efni dagsins - og Dubcek kemur út úr forsetahöllinni. freista þess að sjá hinn merka mann en vorum greinilega ekki ein um það, því fljót- lega dreif að fólk úr öllum áttum, eins og það sprytti upp úr jörðinni og áður en varði hafði myndast stór hópur framan við kast- aladymar. Þarna biðum við góða stund og eins og í ofvæni eftir Havel, leikritaskáldi sem hafði byijað að skrifa þegar hann var í hemum af því að það var svo leiðinlegt og lítið að gera. Þegar hann losnaði þaðan hélt hann skrifunum áfram og hafði skrifað mörg leikrit og þótt ekkert þeirra fengist sett á svið í heimalandinu varð hann frægur meðal þjóðarinnar, og nú var hann orðinn forseti, og allir biðu hans í ofvæni. Annað slagið opnuðust dymar svo að sjá mátti inn og upp á fyrsta stigapall þar sem nokkrar manneskjur stóðu, en enginn Hav- el. Svo kom allt í einu maður út úr höllinni og var á svipinn eins og honum væri fullkom- in alvara, og bað fólk að færa sig svo bflarn- ir kæmust að, og svo komu bílamir og enn opnuðust dymar og lokuðust, og enn var enginn Havel, ekki einu sinni á stigapallin- um. Ég hafði komið mér fyrir uppi á svolítilli upphækkun og hafði ágæta yfírsýn, bæði yfir dymar og mannfólkið sem virtist taka biðinni með stóískri ró. Það eru þó ekki allir í heiminum að flýta sér, varð mér hugsað, og í sama mund opnuðust hallardymar og Havel skaust inn í bfl og keyrði burt. Dubc- ek kom fast á eftir en þurfti að ganga spöl- kom að sínúm bíl, en hann var líka horfinn áður en varði og loks vom einungis eftir nokkrirembættismenn sem útlending varðar síst um. Þá höfðum við bæði séð Havel og Dubc- ek, en langaði nú mest til að seðja okkar óskaplega hungur. Frá því að við komum til Prag hafði verið gengið undir okkur frá morgni til kvölds og snúist í kringum okkur eins og við væmm merkilegt fólk, og því komum við okkur saman um að það minnsta sem við gætum gert, væri að bjóða Tatjönu í mat. Við ákváðum að hafa engin orð um það en setjast inn á næsta matsölustað, panta mat og borga án þess að hlusta á mótbámr Tatjönu. Einmitt þá stakk hún upp á því að við fengjum okkur að borða. Staðurinn var ekki langt undan, lítil matkrá og fullsetin eins og slíkir staðir vom ævin- lega, en þó pláss fyrir fjóra gesti. Við sett- umst við lítið borð og verklegur kvenmaður búinn í matargerðarleg föt kom til okkar, og þær Tatjana skiptust á nokkmm orðum. Skömmu síðar fengum við hið dæmigerða gúllas og knudel með hálfum lítra af bjór, og allir veraldarinnar þjóðarleiðtogar blikn- uðu hjáTslíkri dásemd. Það er indælt að vera ferðamaður í ókunnri borg og ganga sig svangan, og fá sér svo að borða, og þá spillir ekki að matur- inn sé bæði vel útilátinn og ódýr. Og þann- ig var það einmitt í þetta skipti, við átum ágætis gúllas og knudel og bjórinn var sér- lega góður, og áður en við gátum maldað hið minnsta í móinn var Tatjana búin að borga og komin út á götu að halda ferðinni áfram. Um kvöldið var enn verið að minnast dagsins, 21. ágúst 1968, og í sjónvarpinu fengu Tékkar í fyrsta skipti að sjá myndir af innrásinni. Við íslendingarnir vorum ekki að sjá neitt nýtt en jafnvel þó húsráðendur okkar væm að sjá þessar myndir í fyrsta skipti, myndir af óeirðum þar sem ótöluleg- ur fjöldi fólks stóð í annarlegri baráttu við brynvagna og skriðdreka, þá gátu þeir ekki stillt sig um að láta nokkrar. gamansögur fylgja með lauslegri endursögn textans. Það er fátt skemtmilegra en að geta hleg- ið lítillega að andstæðingi sínum, einkanlega ef hann er óvígur her, og rétt eins og til að lífga upp á tilvemna brugðu Tékkar á það ráð að fjarlægja gatnamerkingar um allt land ellegar snúa þeim við. Þetta bar tilætlaðan árangur og varð innrásarliðinu til lítillar skemmtunar sérstaklega fyrstu dagana þegar hlutir urðu að gerast hratt en Rússar að sama skapi ókunnugir í Tékkó- slóvakíu. Það gerðist því eitt og annað spaugilegt fyrstu dagana eins og eftirfar- andi saga ber með sér. Til að koma á röð og reglu í Prag sendu Rússar af stað gríðarmikla lest hlaðna tækj- um, mönnum og vistum til borgarinnar. Til að tryggja gæfu lestarinnar var hún blessuð í hvert skipti sem blessun var við komið og þegar hún fór loksins yfir landamærin var hún svo þmngin heilagleik að slíkt var ann- ars óþekkt frá lokum seinna stríðs. Á tímum innrásarinnar höfðu þegar verið lagðir lest- arteinar í hring umhverfis Prag, en þar sem allar merkingar vora horfnar og landslagið nánast einkennalaust á þeessum slóðum, varð að fá tékkneskan leiðsögumann svo lestin kæmist örugglega klakklaust á áfangastað, maður skyldi aldrei treysta á blessunina eina saman á erlendri gmnd. Þegar leiðsögumaðurinn heyrði hvert ferð- inni var heitið, þá varð hann fyrst myrkur á svip en sagði svo, á bjagaðri rússnesku sem hann annars hvorki talaði né skildi, að þeir ættu langa Ieið fyrir höndum. Eftir vel dags ferð í Tékkóslóvakíu fóra Rússarnir að ókyrrast og spurðu hversu langt væri til Prag, en Ieiðsögumaðurinn hristi aðeins hausinn og svaraði með vorkunnarlegu sak- leysi, „það er langt“. Og svona hélt lestin áfram ferð sinni, hring eftir hring umhverf- is borgina uns hún varð eldsneytislaus, matarbirgðirnar nánast þrotnar. Gamansögur sem þessi eru Tékkum tam- ar í munni, enda lætur þeim öðrum betur að segja skemmtilegar sögur og ljóst að þeir hafa engu gleymt frá því góði dátinn Svejk fór í stríðið forðum daga með sögur af frændum sínum og gestum Bikarsins. Það var í gömlu húsi. Stóllinn ruggaði hægt. Eilífðarlegt marr hans var líkt og stef við rign- inguna. Hún féll haust leg fyrir utan gluggana. Það var einsog tvö hljóðfæri léku saman Iag um minninguna. Gömul kona sat í stólnum. í litlu her- bergi. Við einn vegginn var gamall dívan með mörgum ábreiðum og púðum. Smáborð- um hafði verið dreift um herbergið. Þau voru hlaðin postulínsstyttum. í einu horni stóð sjónvarpið. Fjölskyldumyndir hengu á öðrum vegg í gylltum römmum. Þær voru flestar á sömu stúlkunni. Elsta myndin var af ungbami, sem er haldið hjá píanó og látið þykjast leika á það. Önnur myndin er af smá stúlku, sem situr fyrir hjá ljósmyndara og brosir feimnislega. Þriðja myndin er af stúlkunni í sveit. Hún er í gallabuxum og köflóttri skyrtu, með síðar ljósar fléttur. Hún tekur höndum utanum lítinn kálf. Fjórða myndin er fermingar- mynd. Unga stúlkan er með alvarlegan, en ögn vandræðalegan svip, klædd í kyrtil, með hvíta hanska og heldur utanum sálma- bókina. Síðasta myndin er af stúlkunni á stúd- entsaldri. Hún situr við píanó og leikur. Píanóið stóð í eldhúsinu. Eldhúsið er enn minna en stofan. Ekkert eldhúsborð, en lítill ísskápur og innréttingin komin til ára sinna. Eldhúsglugginn snýr útí þröngt port. Píanóleikarinn lýkur leik sínum og andar- taki síðar brjótast út áköf fagnaðarlæti. Unga stúlkan reisir sig upp frá hljóðfærinu og hneigir sig. Fullorðin kona situr á fremsta bekk. Hún klappar lengur en hinir og þegar fólk er farið að gjóa til hennar augunum, á leiðinni út, rankar hún við sér. Hún er með blóm- vönd. Hún fer á bakvið í fylgd dyravarðar og færir unga píanóleikaranum blómvönd- inn. Gamla konan í stólnum ruggar sér hrað- ar. Hún hallar sér aftur á bak og klútur sem hún er með í annarri hendi, fellur á gólfið. Henni bregður og lítur í kringum sig. Svo stendur hún seint á fætur. Og tek- ur myndimar af stúlkunni niður af veggn- um. Hún stillir þeim út í stofuglugga, sem snýr útí þröngt portið. Stillir þeim þannig að stúlkan á myndinni, horfír út um gluggann. Svo leggst hún fyrir á dívaninn, breiðir yfir sig heklað teppi og heldur að hún geti sofnað. Rigningin færist í aukana. Píanóhljómarnir berast úr eldhúsinu og fylla litla íbúðina. Það er Tunglskinssónat- an. Hún situr við hljóðfærið og veit ekki af sér. Hún sér myndir af skógi og hafi. Svo hverfur það allt og tónverkið tekur hana til sín. Það er líkt og allt renni saman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.