Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 13
1ERB4 BIAfí LE SBÓKAR 3. NÓVEMBER 1990 ÖÍÉl U&fcjSÍsSP ,'yj: Fyrsta ásýnd Bang- kok er um- ferðaröng- þveiti, háv- aði og mengun yfir gráum strætum. BANGKOK geymir gimsteiiia í gráum hjúpi Englaborgin með sitt alræmda næturlíf Fáar borgir kynda eins undir ímyndunarafli ferðamanns- ins. Myndir sýna gylltar turnspírur, ótrúlega skrautleg hof, síki í skuggum pálmatrjáa, þokkafulla dansara eins og klippta út úr ævintýri, brosandi tælenskar stúlkur líkar postulínsbrúðum, skært litaskrúð undir hitabeltissól. Og hið þjóðsagnakennda næturlíf hefur birst t.d. í kvikmynd- inni „The Deerhunter“. En uppfyllir Bangkok, sem Bang- kok-búar nefna Krung Thep „englaborgina“ eða „gimsteina- borg guðsins Indra“ allar væntingar? Séð inn á heimili bátafólksins. Gimsteinar leynast í grárri borginni Hjartsláttur Bangkok dembist yfir mig og eykur á þreytu eftir langt flug og tímamismun. Bíllinn rétt mjakast úr sporunum. Um- ferðaröngþveiti. Hávaði. Og mengun liggur yfir kínverskum búðarholum og ljótum byggingum meðfram veginum. Borgin er grá í skúraskini júlímánaðar. Hótel Siam Intercontinental er fyrsti gimsteinn í gráum borgarhjúpi. Bros, hröð þjónusta, austræn hót- elumgjörð í fögru náttúruumhverfl þar sem endur synda á tjörnum og páfuglar garga í búrum. Um- hverfíð heillar svo mjög, að ég sofna í regnmistri úti við sund- laug, en vakna í sól. Hvar er ég stödd? Jú, 14 gráður norður af miðbaug (eins gott að gæta sín á sólinni.) í borg sem telur 5 'A milljón íbúa. Sléttuborg sem byggst hefur upp á einum fijósömustu hrísgijónaekrum heims. Borg á bökkum Chao Phya-ár. Og regntíminn að byija. Ef áin skyldi nú fljóta yfir bakka sína og allt færi á flot eins og komið hefur fyrir. Nei, hættara við því í september og október. Desember fram í febrúar eru þægilega svalir mánuðir, en síðan fer að hitna fram í júní. Fljótið - lífæð Bangkok Snemma morguns fer ég á vit lífæðar ávaxta, blóma og hrísgijóna í Bangkok. Fljótið streymir fram brúnt af jarðeðju og því miður töluverðri mengun. Hvílíkt lífríki. Fljótabátar æða fram og aftur, með fylli sína. af ferðamönnum. Og ég verð hluti af þessum landkönnuðum. Um- hverfís okkur hljómar „dump, dump, dump“ frá gamaldags utan- borðsmótorum. Hvítir og rauð- röndóttir hraðbátar eru „strætis- vagnar" fljótsins og koma við á helstu stoppistöðvum frá kl. 6.00- 18.00 á 15 mínútna fresti. Kajakk- ar hlaðnir litríkum ávöxtum í tága- körfum læðast út úr hliðarsíkjum. Og konur og karlar með barða- mikla stráhatta stjaka bátunum áfram eða róa með lífsbjörg sína á markaðinn. Sannarlega litrík sjón. Borgin vaknar þegar fljótafólk- ið kemur siglandi með afurðir sínar úr flotgörðum Chao Phya- ár. Markaðir kvikna alstaðar í milljónaborginni og það er prúttað og prangað. Og við erum líka leidd í freistni. Báturinn leggst að markaðsbryggjum, þar sem tæ- lenskar silkiblússur og kjólar blakta í golunni. Hér má gera góð kaup, en fjölbreyttara vöruval er á mörkuðum við hótelið og víða má prútta. Ég hef samviskubit af að prútta við fátæka bátafólkið sem býr í hræðilegum bárujárns- kofum sem standa á völtum súlum í kolmórauðu vatni. „Please pay more,“ segja þær með tárin í aug- unum. Heimilin - opið leiksvið fyrir ferðamenn Skemmtilegast er að fara á vit fljótsins árla morguns, þegar íbúar gömlu barkarbátanna (sem áður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.