Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 4
verskum peningi og hér er byggt á henni. Skáld hinnar einföldu lífsspeki að má þakka það kunnáttu 12. og 13. aldar manna á íslandi í latneskri málfræði og latínu að íslensk tunga varð bókmál og að á þeirri tungu voru skráðar merkar bókmenntir á 13. og 14. öld. Höfundar málfræðiritgerðanna, Kunnir fræðimenn um bókmenntir og latneskan kveðskap telja Hóras vera vandaðasta skáld Rómverja og jafnframt vestrænna bókmennta. Nú hefur Helgi Hálfdanarson þýtt 30 ljóð skáldsins: í skugga lárviðar, sem er góð viðbót við þýðingar á sígildum bókmenntum. Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON ritual kaþólskrar kirkju og munnleg geymd fomra kvæða og sagna voru ásamt lat- neskri málfræði og latínukunnáttu forsenda íslensks bókmáls, sem mótaði meira og minna tungutak þjóðarinnar um aldir. Ýmsar þjóðir Evrópu, mæltar á tungu forfeðra sinna, mótuðust svo mjög af latínunni að upprunalegt mál þeirra rann saman við latín- una. Hér á landi fór á annan veg. Latína og íslenska voru aðskilin mál og latínan varð til þess að festa íslenskuna sem þjóðt- ungu, og þá ekki síst latnesk málfræði, sem varð samofin íslenskri málfræði. íslensk lög koma hér einnig til, en óljóst er hversu snar þáttur þeirra laga var Rómaréttur. Auk klerklegra mennta var kunnátta í ljóðum og bálkum rómverskra gullaldarhöf- unda almenn meðal klaustramanna og hefð- arklerka á miðöldum og þá ekki síður hér á landi en annars staðar í Evrópu. Meðal höfuðskálda Rómveija á dögum Ágústusar keisara voru Virgil, Óvid og Hóras. Auk þeirra mælskusnillingar og höfundar, eins og Ciceró og Seneca. Þessir höfundar voru kunnir hér á landi meðal höfunda 12., 13. og 14. aldar (Sbr. Sverrir Tómasson: Formál- ar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Stofn- un Árna Magnússonar Rv. 1988). Eftir að Rómveijar tileinkuð sér og stældu gríska harmleiki og gríska ljóðlist tók róm- verskur skáldskapur að blómgast svo mjög, að þrír höfuðsnillingar rómverskrar ljóðlistar eru löngum taidir til fremstu ljóðskálda allra tíma. Einn þeirra var Quintus Horatius Flaccus. Horatius eða Hóras fæddist 65 f. Kr. í Venusia, smáborg á suð-austur hluta Ítalíu- skagans, en þar gætti mjög hellenskra áhrifa eins og víðast hvar á suðurhluta skagans austanverðum. Faðir Hórasar var leysingi áf ítölskum stofni, sem vann sig úr ánauð og gerðist innheimtumaður skatta og efnað- ist, svo að hann gat sett aflafé sitt í lands- kika, sem þá eins og löngu síðar þótti hin hagkvæmasta fjárfesting. Um móður Hóras- ar er ekkert vitað. Hóras talar mjög hlýlega um föður sinn. Hann sendi son sinn til frægs kennara í Róm og síðan til Aþenu til þess að stunda heimspeki. í Aþenu flækist Hóras í deilur Brútusar og Cassíusar við Oktavían- us. Hóras gekk til liðs við Brútus sem beið ósigur. Hóras „týndi skildi sínum á vígellin- um“. Tuttugu og þriggja ára kemur Hóras aftur til Rómar, faðir hans var þá látinn og eignir hans höfðu verið gerðar upptækar. Samkvæmt frásögn Hórasar „neyddist hann til ljóðagerðar fyrir fátæktar sakir“. Hann getur þess einnig að enginn nema kjáni yrki eða skrifi án þess að krefjast greiðslu fyrir. Þetta er samskonar viðhorf og hjá dr. Johnson, sem taldi að „enginn maður skrifaði staf nema fyrir peninga, nema þá hreinir grasasnar". Næstu tíu árin orti Hóras ljóð og satírur. Hann vann um tíma sem skrifari hjá ríkissjóði og kynntist á þeim árum Virgilíusi, sem kynnti hann fyrir Maecenasi, rómverskum auðmanni og hægri hönd Oktavíusar. Maecenas gaf Hó- rasi síðar landareign, „sabíska býlið“. Því fylgdu átta þrælar og ráðsmaður auk fimm leigubýla. Nú dró til þeirra tíðinda sem lukust við Actium 31 f. Kr. Októvíanus sigraði Antón- íus, ekki síst vegna svika „hinnar óðu drottn- ingar“ Kleopötru. í því tilefni orti Hóras: „Nunc est bibendum, nunc pede libero puls- anda tellus etc“. Helgi Hálfdanarson þýðir upphafið svo á íslensku: „í dag skal kerum lyft, nú skal leikið glatt/og liðugt stiginn dansinn, svo nötri jörð ...“ Eftir sigurinn við Actium hófst útþensla rómverska heimsveldisins fyrir alvöru. Árið 23 f. kr. gaf Hóras út verk sín, þar á meðal 88 ljóð eða söngva, sem einkenndust af ein- stakri snilld Hórasar í þvi að aðlaga gríska bragarhætti latnesku tungutaki. Eins og Ólafur Þórðarson (um miðja 13. öld) (skrifar í Málhljóða og málskrúðsriti sínu) var lat- neskur „skáldskapur sá, er rómverskir spek- ingar námu í Athenisborg á Grikklandi ok snéru síðan á latínumál", (sbr. Árni Sigur- jónsson: Bókmenntakenningar fym alda, Heimskringla 1991.) Ólafur Þórðarson gerði sér fulla grein fyrir áhrifum grískra bókmennta á róm- verskar. Og nú hefur Helgi Hálfdanarson komið grískum bragarháttum Hórasar á ís- lenska tungu af snilld og næmi, eins og honum er lagið. Útgáfa verka Hórasar vakti ekki þá hrifn- ingu sem líklegt er að vinir hans hafi sýnt snilld hans. Hóras varð að bíða lengur en Virgil, sem birti Eneasarkviðu fjórum árum siðar og hlaut strax lof og prís. Það var ekki fyrr en 17 f. Kr. að Hóras varð frægt skáld, og þá fyrir tilstuðlan Ágústusar (Okta- víanusar). Hórasi bauðst einkaritarastarf við hirð Ágústusar, en afþakkaði. Einkalífið var hon- um dýrmætara en svo að hann kysi að fórna því og eigin tíma fyrir tildurstöðu, sem krafð- ist dvalar fjarri sveitasælunni í Sabína-fjöll- um, þar sem hann dvaldi á góðra vina fundi, orti og drakk dýrar veigar. Maecenas velgjörðarmaður Hórasar lést árið 8 f. Kr. Og það gekk eftir sem skáldið hafði spáð í 17. óðu, annarri bók. Án Maec- enasar yrði líf hans hálft, ekki vert að lifa. Hóras lést nokkrum vikum síðar á sama ári. Hóras var ekki aðeins ástsælt skáld um aldir heldur urðu áhrif rits hans um skáld- skapinn langæ og mótuðu skáldhefðir Vestur-Evrópu í tvö þúsund ár. Einn fræg- asti ritdómur, sem skráður hefur verið á íslensku ber vott um áhrif þess rits Hórasar á höfundinn, Jónas Hallgrímsson, þegar hann ræðst á „það leirburðastagl og holta- þokuvæl", sem honum fannst ráða um of meðal íslenskra hagyrðinga og skálda. Hó- rasi var lítt gefið um hnoðara og skáldfífl þau sem ekki voru ófá í Róm um hans daga. Slík fyrirbrigði eru uppi með hverri kynslóð og hljóta oftast ómilda dóma. Þegar kunn- átta í tungu og bókmenntum fortíðar rýmar og gengisfall verður í menntun, þá er þessum leiðu fyrirbrigðum hampað. Kunnir fræðimenn um bókmenntir og lat- neskan kveðskap telja Hóras vera tvímæla- laust vandaðasta skáld Rómveija og jafn- framt vestrænna bókmennta. Bragsnilld hans er einstök og viðhorf hans og lífsspeki hugnæm. Helgi Hálfdanarson lýsir ljóðum hans og honum sjálfum í formála að þýðing- unum sem bera titilinn „í skugga lárviðar" Þijátíu ljóð eftir Hóras. „Ljóð hans eru einföld og einlæg, hispurs- laus og hressileg. Hann lofar þau gæði sem lífið hefur að bjóða, félagsskap góðra vina og fagurra kvenna, göfuga þrúgnaveig, náttúrufegurð og sveitabýli sitt uppi í Sab- ínafjöllum. Hann lofsyngur gyðju skáldlist- arinnar ... Lífsspeki hans er næsta einföld: Láttu aldrei blekkjast, allra sízt af sjálfum þér, vænztu ekki mikils af framtíðinni, vertu nægjusamur, njóttu hvers dags sem ávaxtar af lífsins tré, taktu jafnt áföllum sem höpp- um með jafnaðargeði, og mundu að dauðinn er ávallt í nánd.“ Helgi nær þeim kliðmjúka andblæ sem Hóras nær skálda best. Dæmi: „Snjóa leysir úr lautum og grösum á grundunum spretta, brestur nú brumið á tijám; jörðin litkast, og lækir líða spakir með bökkum stiila sinn kliðmjúka streng...“ Klassískar bókmenntir eru sígildar bók- menntir, nægtarbrunnur hverrar kynslóðar sem mótar og fijógvar skáldskap bestu skálda, þær eru líftaug tungumálsins sjálfs og í snjöllum þýðingum gegna þær hlutverki sem hluti eigin arfleifðar hverrar þjóðtungu. Meðal þeirra kvæða sem Helgi þýðir er: Integer vitae ... Grímur Thomsen þýddi það og staðfærði, e.t.v. um of. Helgi er trúr frum- textanum og þýðir svo: „Sá sem ekki er sekur um misgjörð neina/saknar aldrei spjóts, eigi heldur boga,/því að hvergi þarf hann að treysta á örvar/ þungaðar eitri, - hvort sem yfir eyðimörk sólu brennda/eða fram á háfjöll um refílstigu/háskalega hald- ið skal, eða meðfram/húmuðu fljóti...“ „í Skugga lárviðar“ er smekklega gefín út, svo sem hæfír innihaldi. Þessi bók eða kver er ágæt viðbót við þýðingar sígildra bókmennta sem hafa birst á sl. ári. Þar á Helgi drýgstan hluta, þijú lokabindi þýðing- ar hans á Shakespeare, Grísku harmleikirnir (sem komu út rétt fyrir áramótin 1990- 1991) og þýðingar Eyjólfs Kjalars Emilsson- ar á Ríkinu eftir Platon og Ingibjargar Har- aldsdóttur á Karamazov-bræðrunum eftir Dostojevski. Þetta þýðingarstarf verður seint fullþakk- að, ekki síst nú þegar barbararnir eru utan hliðs og innan og kveða við hátt. (í skugga lárviðar. Þrjátíu ljóð eftir Hóras. Helgi Hálfdanarson þýddi. Vaka-Helgafell 1991. Höfundur er rithöfundur. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.