Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 9
Þýzk 12. aldar lýsing á hugmyndinni um manninn í hinum kosmíska heimi. Al- heimur miðalda er hér sýndur í faðmlagi guðdómsins. Kenning Hclga: „eigi ein- ungis hefir hvert ódeili áhrif á allan heiminn, heldur einnig hver samögn, hvert efnasamband, hver líkami.“ ar og undrast og getur lagt til eftirmynd ættar sinnar með örlitlu broti af sjálfum sér. Maðurinri er samfélag milljarða fruma. Ein og sér er hver fruma ekki máttug, en vegna tengingar hennar við aðra í hópnum myndast sérhæfðar einingar undir samhæfðri stjórnun og slík samstilling myndar manninn, hugs- andi veru. Margfeldi getu þessara miljarða fruma liggur í sambandi þeirra innbyrðis og þessi vera nær svo mörgum sinnum fullkomn- ara sambandi við alheiminn vegna samstill- ingar frumanna. Álykta má: Við þekkjum ekkert líf nema í tengslum við efni og teljum að það sé ekki til nema á grunni háþróaðs efnis. Maðurinn er sambandsvera sem geislar sér út í alheiminn og allir menn eru í sambandi við einn eða fleiri í einhveiju aflsvæði í heimin- um þar sem fyrir er nægjanleg samsvörun. Þetta er í eðli lífsins og nær jafnt yfir það sem við skilgreinum gott og illt. Allir menn hafa eitthvert næmi fyrir áhrifum. Við getum kallað þau áhrif nærhrif sem virka beint á eitt eða fleiri hinna skilgreindu skilningar- vita. Fjarhrif þau sem einstaklingurinn verður fyrir utan skynsviðs skynfæranna og fara beint inn á heilastöðvarnar án þess að vera fyrst numdar af skilningarvitum, t.d. sýn og/eða heyrn. Því er það þegar þær biandast saman, t.d. sýn með skyni augans, og önnur aðsend áhrif án skynjunar augans þá fer eft- ir þekkingu og hveiju einstaklingurinn trúir hver úrvinnslan verður. Einnig fer það eftir umhverfisáhrifum og aflsvæði því er umlykur hann. Slíkur hæfileiki manna er mismunandi og hann leiðir oftast til fáfræði og vitleysu en getur leitt til vitsauka. Næmi sem er langt umfram það sem venju- legt er má kalla ofumæmi. Dr. Helgi Pjet- urss var ofurnæmur, sér til vitauka, en það skapaði honum mikla erfiðleika í lífinu. Er það samkvæmt íslenskri heimspeki ekkert smáræðis mál hveijum samböndum menn tengjast. Maðurinn er sendistöð = útvarpar áer út í alheiminn, þegar hann vakir með virkri lífs- starfsemi. Því betra ástand sem er í frumufé- lagi hvers líffæris og samstilling líffæranna betri, því betri orkustöð er maðurinn og við- tæki hans betra og draumar hans skýrari. Ef menn vita þetta geta þeir betur stillt við- tæki sitt og vita að þeim er nauðsyn að vera jákvæðir. Þá er hver hugsun leið til annarrar betri. Þetta stuðlar að góðri framvindu og líffstefnuleið. Allt sem maðurinn hugsar og gerir á hverri andrá lífs hans hér á jörð mót- ar efnið sem mun síðar skapa hann á öðrum hnetti. Þetta er skilningur í líffræði. Þegar sjálfsstarf hugans er í lágmarki eða maður sefur er maðurinn virkast móttöku- tæki og hann dreymir. Samkvæmt íslenskri heimspeki er undirrót allra drauma lífgeislaáhrif vökuvitundar eða vitunda einhvers staðar úr alheimi. Hinn rangi skilningur og stilliáhrif aflsvæðis umhverfis- ins stillir viðtæki mannsins sem því miður er oftast ruglað hér á jörð. Dreymi mann að hann líti í spegil sér hann allt annað andlit en sitt eigið. Svo mikilsverðir eru draumar að maðurinn lifír skemur draumlaus en matarlaus. Gagnverkan Skynhrifa Og Skilnings Mikilsvert er að gera sér ljóst hvað það er sem mótar alla úrvinnslu skynjana, hvort heldur hugurinn grípur þær af eigin frum- kvæði eða þær þrýstast inn í huganri frá öðrum. Þá ræður miklu hvað maður heldur eða trúir um hið skynjaða fyrirbæri. Saman- burður milli skyldra þjóða og sérstaklega við það sem kallað er frumstæðir menn leiðir glögglega í ljós að einstaklingar skynja ver- öldina á misjafnan hátt. Best sést þetta ef það snertir það sem kallað er yfírskilvitleg fyrirbæri eða trúar- brögð, t.d. hvað úrvinnsla einstakra upplifana sama eðlis er önnur hjá hinum guðspekitrú- aða en hjá hinum sem trúir á líf á öðrum stjörnum. Guðspekingurinn vill gleyma sjálfi sínu í uppljómun, en hinn litast um. í miðils- samböndum verður frásögnin önnur. Þetta snertir líka mjög það sem ég ræddi um hér fyrr, draumana, því að sá sem um árabil hefur treyst skýringum íslenskrar heimspeki um draumsambandið upplifir það að lífíð er honum annar veruleiki, vegna þess skilnings. Trúarbrögðin Og Skiln- INGUR Kenningar eru statiskar og enginn þekking sem við höfum tileinkað okkur, eða trú, er hinn endanlegi sannleikur allur. Hversu margt gott og fagurt sem er í trúar- brögðunum er líka mikið af fornum misskiln- ingi sem þarf að leiðrétta ef þeim á að tak- ast það ætlunarverk sitt að frelsa heiminn. Ég tek hér misskilningsdæmi: Við altaris- göngu útdeila prestar blóði Krists og gefa mönnum að smakka á líkama hans. Þetta á að vera táknrænt og byggir á orðum Krists. Astekar slátruðu hinum fríðustu föngum á altari við trúarathafnir, skáru í bita og út- deildu sem hinni blessuðu fæðu í nafni trúar sinnar. Skýring íslenskrar heimspeki á trúarbrögð- unum er eftirfarandi: Öll trúarbrögð verða til við virkt samband við fullkomnari verur á öðrum hnöttum, stundum svo nákomið að maðurinn segir: „Ég og faðirinn erum eitt.“ Oftast er sambandið ófullkomið og margt aflagast í heila hins ófullkomna manns. Menn skynja orkuflæði frá öflugri lífsstöðvum og hinni fullkomnu veru, en þegar skilninginn vantar og rétta úrvinnslu hjá móttakandanum getur hið aðsenda snúist til ills eins og hjá Astekum. Þar sem og þegar vel er lifað á þessari jörð eigum við hlutdeild í guðsríki, en þegar þjáðst er og lífínu misþyrmt er helvíti. Þetta eru ekki trúarbrögð heldur skilningur í nátt- úrufræði. Að vita að með lífemi sínu er mað- urinn að móta sér framtíð er líka skilningur í náttúrufræði og að við andlát hjér á jörðu fer maðurinn til sér skylds en öflugra aflsvæð- is, betra eða verra, á annarri stjömu, það er líka skilningur í náttúrufræði. Islensk heim- speki virðir trúarbrögðin, veit að einlæg bæn hins trúaða manns er heyrð þegar hann í neyð sinni ákallar guð sinn og biður um hjálp, og margir skynja svömn og öðlast frið. Þann- ig er það í öllum trúarbrögðum, jafnt krist- inni trú, búddatrú og trú á hina misskildu æsi. Þetta byggir á lögmáli lífgeislunarinnar. Endurburðarkenning Guðspekinga Og Íslensk Heimspeki Endurburðarkenning guðspekinga er gam- all misskilningur svo sem fyrr er vikið að í grein þessari. Látinn maður frá þessari jörð endurlíkamnast á annarri stjörnu samkvæmt íslenskri heimspeki. Sú líkömnun er oftast á því aflsvæði, þar sem ætt manna er, sérstak- lega þegar fólk deyr ungt. Þegar menn and- ast aldraðir er oftast horfín elli og hrumleiki og maðurinn eins og hann var best á sig kominn. Oft eru menn lengi að átta sig á því að þeir eru líkamlegir á annarri stjörnu. Þetta á einkum við ef menn hafa lengi verið veikir, mglaðir eða farist snögglega. Þeir eru bundn- ir við minningar frá þessari jörð — jarðbundn- ir. Við höfum þess dæmi hér á jörð að menn lifa svo í minningum sínum að þeir skynja ekki sitt rétta umhverfi. Látnir menn eru fyrst eftir flutningipn bundn- ir í huganum við gamla staðinn, því er það að næmir menn verða varir við huggeislun þeirra og stundum tilfinnanlega (ég vísa til þess að hver geislar öllu sjálfi sínu) og þar sem maðurinn hefur lifað er sterkust minning- in um hann prentuð í huga ættingja og vina; hlutum og umhverfí. Þegar þetta kemur allt saman, fjargeislun hans til manns eða manna þar sem minning- in um hann er sterkust og móttakandinn er næmur, getur þeim manni birst hinn látni í sýn og jafnvel með hluta af lífafli sínu efnað honum vísi til skyndilíkama. Slíkt er vísbend- ing um það sem gerist á framlífsjörðum þar sem lífið er þúsund sinnum öflugra en hér. Guðspekingar nefna það til stuðnings kenn- ingu sinni um endurfæðingu að sumir menn hafí minningar frá fyrra lífi. Samkvæmt ís- lenskri heimspeki fá menn oft hlutdeild í minningum annarra. Við erum alltaf í lífs- starfi okkar að tengjast minningum annarra. Sumir tengjast svo ákveðinni persónu að þeir fá föst tengsl við hana. Sé það við þroskaðan einstakling getur það verið til góðs en oftast er það við ruglaða einstaklinga á annarri stjörnu. Ég hefi fullyrt að allir menn eru í einhverjum samböndum úti í alheimi, en áber- andi eru hin rugluðu sambönd. Það er mjög í tísku að þekkt fólk riti bækur um fyrri lífs- minningar. Þetta er verulega peningagefandi og ýtir það undir útgáfustarfsemina. Þetta er samanssafn af misskilningi, skáldskap og lygi- Til er fólk sem stundar það að segja öðrum frá fortilveru þess og hvað það hafí verið í fyrri lifi. Tvennt er áberandi: 1. Viðkomandi á að hafa verið þekkt persóna einhvem tíma, t.d. eru í henni Ameríku núlifandi endurbornar fleiri en eitt hundrað Kleópötrur og hver um sig hin eina og sanna, þessi þekkta úr sögunni. 2. Einstaklingur sem fer til nokkurra fyrra- lífsfræðara reynir það að þeim ber ekki saman og því fleiri sem farið er til verður þetta skrautlegra því hver einn fræðarinn útdeilir a.m.k. einum til tveimur stórmenn- um sögunnar sem viðkomandi á að hafa verið. Það er e.t.v. tilvinnandi að greiða dálitla peninga fyrir það til þess að hresga upp á sjálfstraustið að heyra að maður hafí verið stórmenni í fyrra lífí, t.d. Alex- ander mikli. Sá einstaklingur sem fer til atvinnujóg- ans sem tengist dulrænum hreyfingum getur lent undir því áhrifavaldi sem er honum skaðlegt. Áhrif sefjunar gefur mönnum ákveðna þægileikakennd en segir ékkert um það hvað er æskilegt eða ekki. Menn hafa stundum unnið hin verstu verk og haldið að þeir væru að gera eitthvað gott og þarft. Endurfæðingarkenning guð- spekinga stenst hvorki erfðafræðilega né stærðfræðilega, miðað við allar fæðingar hér á jörð, að hver geti aðeins verið endur- borinn í einni persónu í einu. Þessi kenn- ing tefur fyrir þroska þess manns sem ánetjast henni. Um Miðla Svo sem fyrr er greint geislar hverm aður sér út í alheiminn í allri sinni lífsstarfsemi. Hann er móttakari aðsendra áhrifa og lífgeisl- unar einhvers staðar úr alheimi. Allir menn eru í einhveijum mæli miðlar. Þeir sem stunda fyrirbænir fyrir sjúkum og hijáðum vinna miðilsstarf. Þeir sem gefa sig í það að halda miðilsfundi með skyggnilýsingum eða tali framliðinna manna ei-u skilgreindir sem miðl- ar. Miðlar eru misjafnir og þeir eru til sem dæma alla miðla ranglega af þeim sem staðn- ir hafa verið að svikum. Það er álíka rangt og að dæma alla bankamenn þjófa af þeim fáu sem stela í bankanum þar sem þeir vinna. Að vera miðill er að rýma eigin vitund fyrir annarri aðsendri. í stétt starfandi miðla er fólk með veikt sjálf sem lifir ekki nógu heil- brigðu lífi. Þeir eru meira og minna í rugluð- um samböndum vegna ranghugmynda um sambandið og stilliáhrifa umhverfisins og þeirra sem sitja með þeim á miðilsfundum. Því er afar oft lítið mark takandi á því sem sumir miðlar segja. Þeir kunna þó oft að lýsa því sem liðið er. Hinir eru margir sem eru miklir heiðursmenn og vandaðir í hvívetna og þó skortir á það að skoðanir sumra séu nógu réttar. Þeir vinna merkt líknar- og lækn- ingastarf í anda kærleikans. Allt sem til varanlegra framfara horfir byggir á grunni þekkingar, t.d. í læknisfræði svo dæmi sé tekið. Vanti þekkingu verða hlut- imir handahófskenndir, því er svo afar mikils- vert að vita hið rétta. Þá fýrst er hægt að skapa hin réttu skilyrði svo viðfangsefnið takist. LOKAORÐ Kenning íslenskrar heimspeki um lífið í alheimi skýrir margt sem ekki hefur verið skilið áður, t.d. í miðilssamböndum og trúar- brögðum. Eg tel líklegt að ekki verði neinar teljandi framfarir í sálarfræði né heimspeki nema á grunni aukinnar þekkingar á lífinu, hinu mikla alheimssambandi þess, þ.e. grunni íslenskrar heimspeki. f Það virðist ekki hafa verið út í bláinn þeg- ar dr. Helgi Pjeturss skipti framvindunni í tvennt, lífsstefnu og helstefnu — fyrir 70-80 árum og taldi þunglega horfa með framvind- una á þessum hnetti og til þess að forða hruni þyrfti að ná betra sambandi við menn á öðr- um hnöttum en náðst hefði með trúarbrögð- um. Enn mun líða nokkur tími þangað til hægt verður að halda fyrsta blaðamannafundinn með skyndilíkhömuðum yini frá annarri stjörnu, t.d. í Perlunni á Öskjuhlíð, en það væri þó hægt með réttum undirbúningi. Grein þessi er byggð á drögum að riti um íslenska heimspeki, sem ég hefí unnið að í ígripum. Heimspekistofa dr. Helga Pjeturss Heimspekistofa dr. Helga Pjeturss var stofnuð 29.3. 1989. Stofnandi hennar var Benedikt Björnsson, með stuðningi Einars Matthíassonar, fyrir hönd ætt- ingja dr. Helga Pjeturss. Hinn 16. október 1990 staðfesti dóms- og kirkjumáiaráðuneytið skipulagsskrá heimspekistofunnar, sem er sjálfseignar- stofnun. Kristín G.J. Sigurðardóttir, Austur- brún 2, Reykjavík, sem andaðist 4. nóv- ember 1990, arfleiddi heimspekistofuna að öllum eignum sínum. Kristín, sem hvatti mjög til stofnunar heimspekistof- unnar, mælti með tveimur mönnum í stjórn hennar, Samúel D. Jónssyni og Guðmundi Jóhanni Guðmundssyni og eru þeir í stjórn hennar ásamt Benedikt Björnssyni. Tilgangur stofnunarinnar er tvíþætt- ur. Annars vegar að halda uppi minningu dr. Helga Fjeturss og safna á einn stað sem flestu, t.d. munum og ritum sem snerta persónu hans, og erum við þakk- látir öllum sem vilja veita lið í þeim efn- um. Hins vegar að vinna að skilningi á íslenskri heimspeki, sem dr. Helgi Pjet- urss er höfundur að. Höfundur er forstööumaður íslenzku heim- spekistofunnar og fyrrum forstjóri bygginga- félags. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. FEBRÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.