Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 10
GUNNAR EKELÖF Sannur draumur Þorgeir Þorgeirsson þýddi Ég trúi ekki á líf eftir þetta, ég trúi á þetta líf. Þegar safmn er hættur að stíga og það er Iiðið á sumar, þá árstíð sem er mér kærust, fyllist ég ekki Iengur af gamalkunnum kvíða þótt fiðrildið felli væng. Það er að verða skuggsýnt og engjavegurinn flýtur um gisið skógarkjarrið eins og roðarrökkvað band. Hver lykkja sem fyrir verður ' er sérstakur leyndardómur rétt eins og litur og Ijós lifa eigin lífi. Það er svo indælt að ganga, og gamalt grindverk í augsýn, það er á þeim tíma dagsins þegar tilveran andar og ilmar og steinarnir hugsa sitt. Þvílíkir huldulitir og troðningar fjólurauðir, niðursokknir steinar í margræðum bláma. Já, skógarins blæbrigðaauðgi vekur í brjóstinu nið. Enn eru sölnuð lauf fágæt, á þessa hönd er akur á hina furuskógur komið er síðsumargult og stakkamir gylltir í bragði en vegurinn malarrauður, hvað égelska svona gamla vegi fyrir gangandi fólk fyrir kerrur og glúma hesta, vegi sem eru sjálfum sér nógir. Og Iandslagið, hvert einasta til- brigði felur í sér allskonar landslag eins og þetta líf, öll möguleg Uf, sjáðu fíðrildin, Ijósorminn, greifingj- ann, allt Itf sem hugsast getur þetta er lífið sem varir, líður ofar og ofar, um önnur svið, þar sem okkar Iífi er lifað skýjafarið hið sama, stjömumar, aUt sem lífsanda degur, sýnilegt eða ósýnilegt, því annað líf er ekki. AUt sem Iifír mun lifa, Ijósið flæðir um alla og allir dylja sitt ljós, eigna sér hvers annars líf, og ekkert er gott og ekkert illt, það bara er. Til eru sælukennd, að sönnu stopul, hún er minn vitnisburður og það að vera tH. Þótt vitund öll sé hverful er hið hverfula ekki blekking, svo hljóðar minn rökkurseiður. Höfundurinn var sænskt skáid, f. 1907, d 1968, mjög áhrifamikið í Ijóðl- ist. Þýðancfinn er læknir á Akureyri. íslenzk menning í Mið-Evrópu ínn 4. október sl. var norrænu- og þjóðsagna- fræðingurinn Kurt Schier, prófessor við Miinchenar-háskóla, sæmdur stórriddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu. Athöfnin fór fram í húsakynnum konsúls íslands í Munch- Rætt við Kurt Schier, sem nam við Háskóla íslands og hefur um árabil verið forstöðumaður norrænudeildarinnar í Miinchen. Eftir BALDUR HAFSTAÐ en, Friedrichs Schwarz, en sendiherra ís- lands í Bonn, Hjálmar W. Hannesson, af- henti orðtina fyrir hönd forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. I ræðu sinni við þetta tækifæri fór Hjálm- ar W. Hannesson sendiherra nokkrum orð- um um hið mikla starf sem Kurt Schier hefur unnið í þágu íslenskra fræða. Þar er m.a. um að ræða rannsókn á þjóðsögum og ævintýrum, einkum m.t.t. munnlegrar hefðar. Kurt Schier hefur þýtt úrval ís- lenskra ævintýra á þýsku og gefið út í rit- röðinni „Die Márchen der Weltliteratur“. Þar gefur hann glöggt yfirlit yfir íslenska þjóðsagnasöfnun og ræðir um einkenni ís- lenskra ævintýra. Þá hefur Kurt Schier rit- að verk um guðinn Baldur og flutt fjöl- marga fyrirlestra um norræna goðafræði. Fornsögunum hefur hann sinnt og gefið út um þær yfirlitsritið Sagaliteratur, grundvallarhandbók um aldur, einkenni og vörslu íslenskra fomsagna. Um þessi efni hefur hann m.a. skrifað margt í alfræðirit. A sviði Islendingasagna ber sérstaklega að nefha þýðingu hans á Egíls sögu, með ná- kvæmum skýringum og eftirmála. í ræðu sinni gat Hjálmar W. Hannesson einnig um þá miklu rækt sem Kurt Sehier hefur lagt við ísland og Islendinga á liðnum áratug- um, eða allt frá því hann kom fyrst til Is- lands fyrir 40 áriim. í þakkarræðu gerði Kurt Schier m.a. að umræðuefni þjóðsagnasafnarann og réttar- fræðinginn Konrad Maurer, sem var pró- fessor í Munchen á síðustu öki. Maurer fór tfl íslands árið 1858 og safnaði þjóðsögum og gaf þær út á þýsku en stuðlaði jafn- framt jmjög að útgáfu á þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar. Maurer skrifaði einnig milrið um réttarfarssögu íslendinga og var dyggur stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar. Þannig standa samskipti Mflnchenar- háskóla og Islendinga á gömlum merg. Maurer skrifaði langa og gagnmerka ferða- sögu um íslandsdvölina sem fannst í Þýska- landi fyrir um 20 árum og hefur nú verið tölvusett að tflstuðlan Kurts Schiers. Kurt Schier er fæddur árið 1929 í Tékkó- slóvakíu. Hann hefur um árabil verið for- stöðumaður norrænudeildarinnar í Munch- en, og stendur sú defld nú á traustum grunni og er hin stærsta sinnar tegundar í Þýska- landi og hefur yfir að ráða miklu bóka- safni. í tilefni af þeirri viðurkenningu sem forseti íslands hefur veítt Kurt Schier átti Morgunblaðið við hann eftirfarandi viðtal. Frá Bæheimi Til Bæjaralands — Það kom fram í ræðu sendiherrans að þú værir fæddur í Tékkóslóvakíu. Já, ég er sonur glerslípara í Bæheimi og var alinn upp í litlu Qallaþorpí. Á þeim tíma voru fjölmargir þýsloimælandi menn í Bæ- heimi og Iifðu í nábýli við Tékka og byggðu þessi þjóðabrot að nokkru Ieyti á sameigin- Iegri menningu. En eftir seinni heimsstyrj- öldina voru Þjóðveijar flæmdir úr Bæheimi eins og kunnugt er. [Þess má geta að af 14 milljónum íbúa Tékkóslóvakíu voru þijár milljónir Ijóðveijar]. Eftir 1968, þegar auð- veldara varð að ná sambandi við Tékkóslóv- akíu, hef ég verið svo heppinn að geta átt samskipti við ýmsa þarlenda menn, m.a. varðandi fræðileg efiú. Þó að efni væru ekki mjög mikfl hvatti faðir minn mig til mennta og ég lauk stúd- entsprófi og hóf nám við Miinchenar- háskóla árið 1949. Þar lagði ég fyrst stund á germönsk fræði, sögu og þjóðfræði. Það þótti ekki óeðlilegt að sá sem stundaði germönsk frasði kynnti sér einnig fomnorr- ænu. Þannig kynntist ég lektamum Wolf- Rottkay, en hann vildi að þeir sem Iærðu fomnorrænu lærðu einnig nútímaíslensku! Annars beindist aðaláhugi minn á þessum áram að þjóðsagnafræði, og ég var nem- andi hins fræga ævintýrasérfræðings Fried- richs von der Leyens (sem var vinur Einars Ólafs Sveinssonar þjóðsagnafræðings og prófessors á íslandi). Og þegar ég fór í fyrsta sinn til íslands var það til að kynna mér þjóðsögur og ævintýri. í SLANDSDV ÖLIN 1951-2 Upphaflega ætlaði ég aðeins að vera eitt sumar á íslandi. Auðvitað átti maður enga peninga og eina leiðin var að fá einhveija vinnu. Dr. Broddi Jóhannesson útvegaði mér pláss í Hróarsdal í Hegranesi hjá Þór- ami bónda Jónassyni. Þórarinn fræddi mig mikið um ísland og íslendinga, og þama líkaði mér svo vel að ég ákvað að vera áfram á íslandi um veturinn og setjast í Háskóla íslands. En ég varð að vinna með náminu og fékk vinnu í kaffibrennslu Ó. Johnson og Kaaber. Þar mátti ég vinna hvenær sem mér hentaði og gat því sótt fýrirlestra við Háskólann að vild. Mig lang- ar að nefna hér Iítið dæmi um hjartahlýju sem ég varð aðnjótandí í kaffibrennslunni. Óbreytt eldri verkakona, Guðlaug Péturs- dóttir, sagði við mig þegar ég var á föram til Þýskalands, að hún ætlaði að fara að spfla í Happdrætti Háskólans tfl þess að geta — ef hún fengi vinmng — sent mér peninga svo ég mætti koma aftur til ís- lands. Hún vann að vísu ekki neitt, en þessi tegund mannlegs viðmóts var mér sönn gjöf. Eg hreifst ekki aðeins af fólkinu, heldur einnig af landinu. Um helgar fór ég í göngu- ferðir og um sumarið fór ég víða um óbyggðimar fótgangandi. Á þessum ferðum kynntist ég m.a. landa mínum frá Tékkósló- vakíu, Karel Vorovka, sem þekktur er und- ir nafninu Kári Valsson. Hann varð síðar prestur í Hrisey. í Háskólanum naut ég m.a. kennslu hinna miklu fræðimanna Einars Ólafs Sveinssonar og Jóns Jóhannessonar. Einar Ólafur var jöfnum höndum þjóðsagna- og fomsagna- fræðingur, og það er einmitt á þessu sviði sem ég hef starfað og á erfitt með að gera skörp skil þama á milli. Ég hef einnig mik- inn áhuga á fomminjum, og ég á góðar 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.