Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 2
HEIMURINN ER ORÐIN SVO TÍTIÍI nýlegri kvikmynd ítalans Salvatore Tomatore „Stanno tutti bene“ (Allt í besta lagi) segir frá öldnum ekkjumanni á Sikiley, sem hyggst leggja upp í langferð um Ítalíuskaga til að heimsækja bömin sín 5 sem búa í borgum allt frá Napolí í ,vÖnnur dætra Jörgens, Asa, hefur lýst því þegar Sigríður færði Asvaldi kaffi út á engjar: „Það var svo fallegt á milli þeirra hjóna og mikil ást rem ríkti, þau sátu hlið við hlið úti á engjunum og héldust í hendur á meðan þau drukku kaffið, þetta er mér ógleymanleg sjón.“ Eftir HLÍN AGNARSDÓTTUR í norðri. Hann hefur ekki hitt bömin í mörg ár, þau hafa hvorki heimsótt hann á æsku- slóðimar né hefur hann sjálfur séð ástæðu til að heimsækja þau fyrr. Hann hefur þó haft óljósar spumir af lífi þeirra og amstri og stendur í þeirri trú að þau hafí öll hlotið nokkum frama í margvíslegum störfum sín- um innan þjóðfélagsins. Allt virðist í besta lagi á yfírborðinu, en smám saman kemur í ljós, að líf bamanna er blekking, blekking sem þau hafa falið vandlega fyrir föður sín- um. Þetta listaverk Tomatores, sem einnig gerði hina frægu mynd um Paradísarbíóið, snertir ótal strengi og hrærir upp í tilfínn- ingalífínu. Er samband okkar við foreldra, fjölskyldu og ættmenni í „besta lagi“ þeg- ar öllu er á botninn hvolft? Það ástand sem Tomatore lýsir í myndinni er alþekkt í öll- um vestrænum ríkjum, þar sem ijölskyldan og tengslin milli foreldra og bama eru í upplausn. Nútíminn hefur ekki pláss fyrir „mennilegar" tilfínningar, mennskan er á undanhaldi. Orðið mennilegur kemur upp í hugann, því um leið og ég horfði á mynd Tomatores, var konan sem ég heyrði fýrst nota þetta orð að kveðja þennan heim. Sigríður Jónsdóttir hét hún frá Auðnum í Þingeyjarsýslu, en hún lést 5. apríl sl. Hún var gift afabróður mínum Ásvaldi Þor- bergssyni sem lést 1949, tæplega 51 árs að aldri. Ég átti því láni að fagna að kynnast Sigríði lítilsháttar síðustu tvö æviárin henn- ar. Hún var sérstaklega falleg gömul kona við góða líkamlega og andlega heilsu, þrátt fyrir háan aldur. Hún var einstaklega ljúf og geðþekk og strax við fyrstu kynni geisl- aði frá henni hlýju. Hún hafði blíða og notalega framkomu, kunni vel þá list að halda uppi samræðum, bæði hlustaði og sagði vel frá. Sigríður var líka með fallega sál, sem hún hafði ræktað í nánu sambýli við náttúruna og jörðina, sem hún hafði stöðugt yndi af. Hún var manneskja sem unni friði og kyrrð og hana fann hún í sambandi við náttúruna: „Ég hef alltaf haft gaman af að koma út í náttúruna og hef yndi af að ganga á sömu þúfunum sem ég þekki svo vel,“ sagði hún þegar ég hitti hana síðast einn heitan sumardag í júlí 1991. Þá sátum við saman í gróðurhúsinu hennar, sem hún hafði komið sér upp rétt neðan við bæjarhúsið á Ökrum, þar sem hún bjó ásamt bömum sínum tveimur og tengdadóttur. Sigríður var fædd 15. apríl 1903 og átti sama afmælisdag og Vigdís forseti. Sjálf var hún nokkurs konar drottn- ing a.m.k. meðal þeirra sem þekktu hana vel og elskuðu. Hún var eins og ein af rósunum sem hún ræktaði af natni í gróður- húsinu sínu. Sigríður var dóttir Jóns Péturssonar og Hildar Benediktsdóttur á Auðnum og ól allan sinn aldur í Þingeyjarsýslunni. Ég spurði hana hvemig það væri að líta til baka yfír svona langa ævi. „Allt tekur sinn enda og mér finnst lífið hafa verið dásam- legt,“ sagði hún brosandi, „en mér fínnst erfítt að sætta mig við að ekkert taki við þegar lífíð er búið, samt hef ég fengið svo margt út úr lífínu." Sigríður var um tví- tugt þegar hún yfírgaf Auðnir og vann þá fyrir sér með því að hjálpa til á bæjum; „en ég varð aldrei alveg vinnukona, því ég vistaðist aldrei allt árið neinsstaðar". Hún vann við búverk og ræstingar hjá móðursystram sínum á Húsavík, en ein þeirra var Unnur Benediktsdóttir Bjark- lind, Hulda skáldkona. Hún gekk í skóla á Breiðumýri í Reykjadal og þar kynntist hún Ásvaldi: „Við hittumst á samkomum og íþróttamótum, en hann var leikfímikennari á Breiðumýri. Við fóram saman á skíði, en bræður mínir áttu skíði og skíði föður míns vora svo breið að margir gátu rennt sér á þeim í einu.“ Þau Sigríður og Ásvald- ur giftu sig um jólin 1924 í Þverárkirkju í Laxárdal. Þau bjuggu síðan fyrst á Ein- arsstöðum á gömlu lofti og áttu eina kú og fáeinar kindur og þar fæddist þeim fyrsta bamið. Síðar fluttu þau í Þinghúsið á Breiðumýri og eignuðust þar sín fyrstu böm. Af 9 bömum þeirra era 3 látin. Þau voru Sigurveig, Hrólfur og Jörgen, en sá síðastnefndi dó úr lömunarveiki 1945. „Lö- munarveikin gekk héma sumarið 1945 og Ásvaldur hafði nokkram áram áður fengið snert af henni, fólk lamaðist og dó, en bóluefnið gegn veikinni kom ekki fyrr en seinna. Ungt fólk getur ekki skilið hvað maður var hræddur um að pestimar legð- ust á bömin. Um aldamótin dóu börnin úr kíghósta og bamaveiki, sem bömin köfn- uðu úr. Þetta fór um eins og drepsótt, enda vora húsakynnin léleg og bágborin og enga læknisþjónustu að fá. Það var ekki fyrr en 1901 sem fyrst kom læknir í Breiðumýri. Það var oft erfítt fyrir gömlu héraðslæknana að fara á milli bæja, þeir vora afskaplega ófrjálsir, stundum komust þeir hreinlega ekki að heiman." Þau Sigríður og Ásvaldur vora 18 ár í Breiðumýri, en fluttu að Ökram 1944. Akrar era ríkisjörð með erfð og þau gátu fengið lífstíðarábúð á jörðinni. Sigríði fannst það gott fyrirkomulag: „Það var lít- ið sem við þurftum að borga, enda hef ég aldrei viljað eiga jörð.“ Það var mikil breyt- ing til batnaðar fyrir þau Ásvald að flytja á Akra, en íbúðarhúsið þar var byggt 1938. Á meðan hún var bóndakona þótti henni mikil hátíð að fá skyldfólkið að sunnan í heimsókn en það var aðallega Jörgen bróð- ir Ásvalds og Laufey kona hans. „Þá var gjaman farið út í Klambrasel til Þuríðar systur Ásvalds og Kristjáns manns hennar og þar var alltaf glatt á hjalla.“ Böm þeirra Jörgens og Laufeyjar vora líka mörg sum- ur í sveit á Ökram og nutu vel af umgengn- inni við þau hjónin. Önnur dætra Jörgens, Ása, hefur lýst því þegar Sigríður færði Ásvaldi kaffí út á engjar: „Það var svo fallegt á milli þeirra hjóna og mikil ást sem ríkti, þau sátu hlið við hlið úti á engjunum og héldust í hendur á meðan þau drakku kaffið, þetta er mér ógleymanleg sjón.“ Ásvaldur átti 4 systkini, auk Jörgens og Þuríðar, systumar Herdísi og Guðrúnu. Foreldrar þeirra voru Þorbergur Davíðsson bóndi á Litlu-Laugum og kona hans Sigur- veig Jóntansdóttir ljósmóðir. Sigríður man vel eftir þeim og geymdi í fóram sínum ljósmóðurbók Sigurveigar, þar sem hún skráði allar upplýsingar um barnsburði í sveitinni, sem hún kom nálægt. Sigurveig hafði mikinn læknisáhuga og Sigríður sýndi mér læknisáhöld sem hún notaði við blóð- og vessatöku, gamla bílda og koppa: „Bæði hún og Jörgen sonur hennar höfðu áhuga á læknisfræði og vissu mikið um hana. Það var inni í þeim að vilja hlúa að lífinu." Sigurveig bjó til græðandi smyrsl úr jurtum og læknisseyði úr grösum. í sveitinni var algengt að þurrka blóðberg og vallhumal, drekka fjallagrasamjólk og borða fjalla- grasaysting: „Fjallagrasaystingur var sauðamjólk hleypt með súr eða skyrmysu og varð eins og ostur, í honum vora bæði grös og gijón. Þetta var venjulega búið til þegar fært var frá á sumrin og á þessu var ég alin upp. Stundum var líka yst með drykk af slátri, en það var komsýra, sem myndaðist af rúgmjölinu sem var í slátr- inu.“ Sigríður ferðaðist mikið um landið með börnum sínum, sem búa dreift, en hún fór aldrei til útlanda. Hana langaði aldrei nógu mikið, en ef hún hefði átt þess kost hefði hún kosið að fara til Hollands og Danmerk- ur. „Ég er afskaplega jarðbundin mann- eskja og maður verður háður staðnum þar sem maður hefur lifað og starfað og það ágerist einungis með aldrinum." Sigríður las alla tíð mikið og hafði sérstakt yndi af ljóðum, enda var hún alin upp á frjáls- lyndu heimili, þar sem fólk var sjálfmennt- að. Hún var afkomandi mannanna sem stofnuðu kaupfélag fyrstir á íslandi og þeir stofnuðu einnig bókasafn, afí hennar og amma kunnu bæði dönsku og ensku. „Þetta var allt svo mennilegt fólk sem las allt mögulegt. Núna les ég helst um mann- líf og ættfræði, bækur Indriða Indriðason- ar, en ég er ekki nógu dugleg að lesa ungu skáldin." Hún skrifaði líka mörg bréf um ævina og henti aldrei bréfí. Bömin skrifuðu henni eftir að þau fluttu að heiman. Sigríð- ur sýndi mér bréf allt frá árinu 1923 þeg- ar Jörgen afí minn var nýfluttur til Reykja- víkur og skrifaði bróður sínum í Þingeyjar- sýslunni. Þar lýsir hann lífínu í Reykjavík og hvemig það kemur fyrir augu sveita- mannsins, en hann segir líka frá því er hann rak Litla-Klepp, sem hann tók á leigu af Guðmundi Hofdal. „Ég hef aldrei viljað brenna sendibréf og aldrei hent sendibréfí, en í dag skrifa böm ekki bréf, þar hefur síminn breytt miklu, mér fínnst óskaplega gaman að fá bréf, en fólk skrifar almennt sjaldan, heimurinn er orðinn svo lítill." Þegar við Sigríður höfðum spjallað sam- an í gróðurhúsinu þennan heita sumardag, fórum við saman að Grenjaðarstað, þar sem við skoðuðum byggðasafnið í gamla bursta- bænum. Á leiðinni þangað í bílnum ræddum við um umhverfismál, en Sigríður hafði mikinn áhuga á þeim. Hún hafði hugsað mikið um þær veðrabreytingar, sem henni fannst hafa átt sér stað á undanförnum áram og lesið um gróðurhúsaáhrifin svo- kölluðu á loftslag jarðarinnar og þynningu ósónlagsins. í kirkjugarðinum á Grenjaðar- stað rísa gömul leiði upp úr grasinu. Við Sigríður lásum á leiðin og hún sagði mér m.a. frá presti nokkram sem þama er jarð- aður, sem á að hafa verið fyrimyndin að prestinum í „Upp við fossa“ eftir Þorgils gjallanda, sem var bæði umtöluð og um- deild bók á hennar yngri áram, en í henni er mikil ádeila á prestastéttina í Þingeyjar- sýslu á 19.öld: „Sjálf las ég bókina, en vinkonu minni var bannað lesa hana.“ Þeg- -ar við höfum skoðað okkur um á Grenjaðar- stað fórum við aftur heim að Ökrum og borðuðum kjöt og karrý sem Þuríður dótt- ir hennar hafði eldað handa okkur. Einum af heitari dögum sumarsins var lokið og ég var orðin, ríkari af samskiptum mínum við Sigríði Jónsdóttur. Viðtalið við Sigriði var tekið f júlfmánuði 1991. Útfor Sigrfðar fór fram í kirkjunni á Einarsstöðum, Reykja- dal f Þingeyjarsýslu 14. apríl 1992. Sigríður fyrír utan minjasafnið á Grenjaðarstað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.