Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 7
u hlið við hlið skammt frá Tæruvötnum •r ekki sjaldgæft í jarðsögunni, að fleiri kömmu millibili. Allt bendir til þess, að ra af völdum loftsteina á skömmum tíma dýra og plantna á stóru svæði undir lok meira en tíu km á sekúndu. Sú óhemju orka sem leystist úr læðingi við áreksturinn orsakaði feiknanleg náttúruspjöll, hrika- lega martröð og allt yfírþyrmandi á jörðu. Það skullu á fárviðri, voldugar flóðbylgjur gengu hátt á land, nístandi kulda lagði um jarðríki, myrkur grúfði yfír, eða það brá til mikillar hitasvækju, súrt regn dundi ýmist yfír eða gífurlegir eldar geysuðu um allan heim. Þegar loks komst kyrrð á aftur eftir þessar heimsmumspennandi hamfarir hafði helmingur jurta- og dýraríkisins eyðst með öllu. Jarðsagan hafði þar með tekið nýja og harla óvænta stefnu. Aðrar hugs- anlegar orsakir hinnar leyndardómsfullu útrýmingar risaeðlanna eins og breytingar á yfírborðshæð sjávar, loftslagsbreytingar og eldgos hafa í þessu dæmi ijarvistarsann- anir sem virðast útiloka þær. Margt Enn Óljóst Sumir þættir þessa rannsóknarverkefnis eru samt sem áður ennþá mjög svo óljósir. Þýzka vísindatímaritið Bild der Wissenschaft hefur fjallað um dauða risaeðlanna og komizt að sömu niðurstöðu: Einhveijar ógurlegar náttúruhamfarir hafi orð- ið, annaðhvort eldgos eða að stórir loftsteinar utan úr geimnum hafi valdið gífur- legri breytingu á veðurfari og lífsskilyrðum dýranna. Á hvaða svæði átti áðumefndur rokna- árekstur sér stað? Varð þessi árekstur á einum stað eða á mörgum? Hafa árekstrar af þessu tagi ef til vill orðið með nokkuð reglulegu millibili í jarðsögunni? Hvaða áhrif hafa slíkar geysilegar náttúruhamfar- ir haft á þróun jarðlífs? Erfíðleikamir við að færa sönnur á einstök atriði í sambandi við slíkan aldauða fíölda lífvera em um margt bæði líkir og ólíkir þeim ráðgátum sem oft tengjast rannsókn á nýlega frömdu morði. Fyrir hendi eru sönnunargögn, efna- fræðileg frávik, mynstur og kristöllun steinefna og hlutfallstala ísotópa í staðinn fyrir blóðbletti, fingraför eða beyglaða eld- spýtustokka við rannsókn morðmáls. En í þessu jarðsögulega rannsóknarefni era sönnunargögnin á víð og dreif út um allan heim. Engin vitni eru lengur tiltæk og það er enginn vegur að ná fram játningu. Þeir tugir milljóna ára sem liggja að baki hafa ýmist eyðilagt með öllu eða þá stórlega spillt flestum sönnunargögnum í þessu máii og það einasta sem nú er eftir era afar óljósar, torráðnar vísbendingar. Staðreyndin er, að það er jafnvel erfítt að vita með vissu hver einstakra stein- gervinga, sem finnast frá þessu tímabili, er af dýram eða plöntum sem drepist hafa við áðumefndan roknaárekstur. Stein- gervingafræðingar vita hins vegar að mik- ið af lífverum hefur drepist á þessu tíma- bili því að steinrannin setlög bera vitni áberandi samhengisleysis í gerð og fíölda steingervinga fyrir 65 milljónum ára. Yms- ar dýrafylkingar, eins og t.d. risaeðlur og sælindýr á borð við ammonshom sem mjög mikið var um í tugmilljónir ára, hurfu skyndilega úr lífríkinu fyrir fullt og allt. Margir aðrir flokkar dýra og plantna vora Bandaríska visindatímaritið Scientific American sér þann- ig fyrir sér þá stökkbreytingu, sem varð fyrir um 65 miljjón- um ára: A 220 milfjón árum höfðu eðlur þróast í risaeðlur - og risastór lagardýr einnig - unz stökkbreytingin verður: Dýrin verða smákrýli og á sumum taka að vaxa vængir og þau þróast í fugla. svo hætt komnir sökum eyðingar, að við lá að þeir yrðu aldauða líka. Samhengis- leysið í steingervingafundum í jarðlögum dregur upp ákveðin mörk milli krítartíma- bilsins, þegar risaeðlur vora drottnandi í dýraríkinu, og tertier eða þriðja jarðsögu- tímabilsins, þegar spendýr tóku að ryðja sér æ meir til rúms. Skyndilegur Skellur Vísindamenn hafa lagt á það mikla áherslu að komast í rannsóknum sínum að því, hvort aldauði heilla jurta- og dýra- fylkinga við lok krítartímabilsins hafí verið skyndilegur, þ.e. tekið aðeins nokkur ár, eða hvort sú breyting hafí gerst við hæg- fara þróun jarðsögunnar um miHjónir ára. Fram að þessu hafa flestir jarðfræðingar og steingervingafræðingar verið á þeirri skoðun að um hægfara breytingu hafí ver- ið að ræða þegar svo stór skörð vora högg- vin í fylkingar dýra og plantna í lífríki jarð- ar. En þegar steingervingafræðingar tóku steingerð ftjókorn eða einframu-sjávardýr, svonefnda götunga, til vísindalegra rann- sókna með nútímaaðferðum, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að aldauði dýra og plantna við lok krítartímabilsins hafí orðið mjög skyndilega. Sama var upp á teningn- um við slíkar nákvæmnisrannsóknir á sæ- lindýram eins og ammonshomum, en það vora fyrirrennarar kolkrabbafylkingar nú- tímans sem urðu aldauða á þessum tíma- mörkum jarðsögunnar. Greinilegustu menj- ar um aldauða ammonshoma er að finna í yfirborðsjarðlögum úti við strendur Biskay-flóa, rétt við landamærin milli Frakklands og Spánar. Undir jökulsetlög- um við Manson i Iowa-fylki, Bandarílqun- um, hefur fundist risavaxinn gígur, um 32 km í þvermál og á stóram svæðum um- hverfís gíginn, svo og niðri í honum sjálf- um, er afar mikið af kvarsmulningi, sem er eitt af þeim atriðum sem vísindamenn álíta að kunni að tengjast roknaskelli við árekstur jarðar og loftsteins. Staðsetning gígsins þykir og koma heim og saman við dreifingu kvarsmulningsins á nærliggjandi svæðum. Þessi gígur er samt of lítill um sig til þess að geta hafa myndast af jafn geypistóram loftsteini sem þyrfti til að valda svo víðtækum aldauða fiölmargra fylkinga dýra og jurta um víða veröld. Rannsóknir á þessum gíg hafa samt leitt í ljós, að aldur hans er sem næst tímamörk- unum milli krítartímabilsins og tertiertíma og era því öll líkindi á, að þessi loftsteinn skipti vissu máli í þeim torræðu jarðsögu- legu atburðum sem gerðust á þessu tíma- skeiði. En hvemig myndi samt slíkur roknaárekstur geta haft í för með sér, að mulin og bráðnuð jarðefni dreifðust um víða veröld? Loftsteinn sem væri 10 km að þvermáli og væri á rúmlega 10 km hraða á sekúndu hlyti að mynda feiknarlegt gat í lofthjúpinn umhverfis jörðu á leið sinni til jarðar. Þegar hann skylli á yfírborði jarðar myndi hreyfiorka hans breytast í hitaorku við sprengingu sem yrði 10.000 sinnum öflugri eldur en sprengikraftur allra kjamavopna nútímans samanlagðra. Við slíkan roknaárekstur myndu vökvakenndar leifar loftsteinsins og úr berginu á jörðu niðri á þeim stað, þar sem áreksturinn yrði, skrúfast með ofsahraða upp í gegnum gatið á gufuhvolfínu áður en loftinu ynnist tími til að ryðjast aftur inn í það tóma- rými. Gífurlegur geislandi logahnöttur úr hvítglóandi lofttegundum, sem myndaðist við sprenginguna, myndi einnig slöngva jarðefnum óravegu út úr lofthjúpi jarðar. Gerð hafa verið tölvulíkön af 1.000 mega- tonna sprengingum; í slíkum sprengingum losnar tuttugu sinnum meiri orka en felst í stærstu og öflugustu kjamasprengju. Samt er sú orka einungis 1/100.000 af þeirri orku sem að líkindum leystist úr læðingi við árekstur risaloftsteinsins við jörðu fyrir 65 milljónum ára. ÚT í Geiminn Og Til Baka En tölvulíkönin hafa líka sýnt fram á, að eldhnötturinn frá slíkum roknaspreng- ingum kemst aldrei í þrýstijafnvægi við loftið umhverfis. Þegar slíkur eldhnöttur hefur náð að teygja sig upp í það mikla hæð, að þrýstings andrúmsloftsins er farið að gæta mun minna, þá tekur hraðferð eldhnattarins að aukast enn veralega, og hann getur komist á gífurlegum hraða upp úr lofthjúpum og út fyrir þyngdarsvið jarð- ar. Sá eldhnöttur, sem að öllum líkindum myndaðist við hinn mörgum sinnum harð- ari árekstur risaloftsteins við jörðu, mundi því einfaldlega sundra efsta hluta lofthjúps jarðar og bæri um leið út með sér hvers- kyns vökvakennd jarðefni sem slöngvuðust á braut kringum jörðu. Gætu þau jarðefni því með tíð og tíma hafa fallið aftur til jarðar, hvar sem væri. Dauði og tortíming gæti hafa dunið yfír lífríki jarðar af himn- um ofan alllöngu eftir að roknaáreksturinn átti sér stað. Ráðgátan í sambandi við aldauða heilla dýrafylkinga og plöntudeilda við lok krítar- tímabilsins getur þó enn ekki talist ráðin nema að hluta og er margt ennþá óljóst í þeim efnum. í lok 18. og í upphafi 19. aldar, þegar jarðvísindi vora rétt að slíta bamsskónum, deildu menn ákaft og lengi um það, hvort einhveijar stórkostlegar náttúruhamfarir hafí og hefðu ætíð haft úrslitaáhrif á þróun jarðríkis eða hvort framvinda jarðsögunnar hafí jafnan orðið við hægfara breytingar. Áhangendur stöð- ugrar en hægfara þróunar jarðsögunnar urðu að lokum hlutskarpari og varð sú skoðun algild að kalla í jarðvísindum um langt skeið. Sannanir fyrir því, að víðtækur aldauði á mörkum krítartímabils og tertíer- tíma hafí orðið af völdum roknaárekstrar loftsteins eða halastjömu við jörðu hafa því líka orðið til þess að breyta áliti vísinda- manna á þeim möguleika, að stórkostlegar náttúrahamfarir eða jarðsögulegt stórslys kunni að hafa haft afgerandi áhrif á þróun lífríkisins og gerð jarðlaga. Sé slíkt jarð- sögulegt stórslys tekið með í reikninginn breytist líka óhjákvæmilega álit manna á þróunarsögu lífríkisins í heild; að sá hæf- asti hafí lifað af og náð að þróast áfram er þar með fullyrðing sem ekki skýrir fram- þróun lífríkis jarðar, nema að hluta. Lifver- umar hafa þá ekki einungis orðið að geta aðlagað sig breyttum aðstæðum til þess að lifa af, heldur hafa þær einnig orðið að vera heppnar. En ef tilviljanakennd jarð- fræðileg stórslys geta við og við þurrkað með öllu út heilar fylkingar af þróuðum og vel aðlöguðum lífveram, þá gefur það augaleið að þróunarsaga lífsins lýtur held- ur ekki forákvörðuðum lögmálum og ekki getur verið um neina beina og óhjákvæmi- lega framþróun að ræða sem leiðir rakleið- is til vitsmunagæddra lífvera, þ.e. til tilurð- ar mannsins. Byggt á Scientifíc American. Halldór Vilhjálmsson þýddi þennan hluta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.