Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1992, Blaðsíða 8
Minnisstæðir menn og atburðir árið 1972 ár eru liðnir tveir áratugir frá því minnisstæða ári 1972 er kom íslandi um tíma í heimsfréttimar. Ný kynslóð hefur vaxið úr grasi, kynslóð sem man ekki eða þekkir nema af afspum helstu tíðindi ársins. Sjöundi áratugurinn tilheyrði loks sögunni. Litrík Af atburðum ársins ber heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spasskys hæst, enda var vart um annað meira rætt. Skemmtistaðurinn Glaumbær var á fullu, mikil gróska í myndlist með súmmarana í framúrstefnunni, en Óli blaðasali setti svip á Austurstræti og á Borginni sátu þeir Tómas Guðmundsson og Indriði G. í síðdegiskaffmu. Eftir ÓLAF ORMSSON og minnisstæð ár voru liðin j)egar hver at- burðurinn rak annan hér á Islandi sem er- lendis. Hvellurinn frá bítlaæðinu var að baki og uppreisn æskufólks, hinnar svoköll- uðu 68-kynslóðar, í helstu stórborgum Vest- urlanda gegn neysluþjóðfélaginu og firringu þess hafði fjarað út, blómabömin, hippam- ir, að mestu horfnir eða höfðu aðlagað sig breyttum tímum. VINSTRISTJÓRN VlÐ VÖLD Þegar litið er yfír farinn veg, þá tvo ára- tugi sem liðnir era, fínnst mér eins og hafí átt sér stað bylting á flestum sviðum þjóð; lífsins og þá einkum á liðnum áratug. Á ýmsum sviðum til framfara, á öðram til verri vegar. Tækni og vísindum hefur fleygt fram, vandamál mannkynsins era þó síst minni nú á dögum en vora í upphafí átt- unda áratugarins. Ef eitthvað er, þá era þau ógnvænlegri, samanber tröllaukinn víg- búnað og stóraukna mengun í lífríkinu. Og margt er með öðra móti í þjóðlífínu nú á dögum en var í upphafi áttunda áratugar- ins. Þá höfðu vinstri flokkamir unnið sigur í alþingiskosningum, vinstri stjóm sat að völdum undir forystu Ólafs heitins Jóhann- essonar, með aðild Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna og hafði t.d. á stefnuskrá sinni brottför bandaríska herliðs- ins frá íslandi. Fjetur Hafstein Lárasson skáld var þá blaðamaður við málgagn samtakanna, Nýtt land — Frjáls þjóð. Hann gekk um með svarta alpahúfu á höfði, einbeittur á svip, beinlínis ögrandi, minnti á mannkynsfrels- ara og hvatti óspart til baráttu gegn spill- ingu og ranglæti í þjóðlífínu. Áhrifa frá stefnum og straumum á sjö- unda áratugnum í tónlist, listum og stjóm- málum gætti enn nokkkuð á fýrstu áram áttunda áratugarins. Popptónlistin nokkuð áberandi, þrátt fyrir að Bítlamir og Elvis hefðu hægt um sig og ýmsar leiðandi poppgrúppur frá áratugnum á undan hefðu lagt upp laupana og horfið að mestu af sjón- arsviðinu vora þó aðrar í fullu Qöri og aldr- ei háværari eða fyrirferðarmeiri, t.d. breska stuðhljómsveitin, Slade, þrællinn. Ég átti snemma á áratugnum grammi- fón, gamla mublu, antik, árgerð 1940, og oft var bragðið undir nálina partýplötu með hljómsveitinni Slade. Hlustað aftur og aftur á kröftugt rokklag sem heitið gæti á ís- lensku „Mamma, mamma, nú eram við öll orðin endanlega vitlaus". Einnig síðustu Gunnar skáld Gunnarsson lítur & styttu af sjálfum sér, sem búið var að koma fyrir í Ámagarði. breiðskífu Bítlanna, Abbey Road, og plöt- umar þrjár í einu og sama albúminu frá Bangla Desh-tónleikunum, sem Georg Harrison hafði forystu um árið 1971. Menningar- og listalíf var með fjölbreyti- legu móti 1972. Náði það hámarki með glæsilegri listahátíð þá um sumarið, þar sem t.d. var framfluttur einþáttungur eftir Birgi Engilberts, Hversdagsdraumur, og í Iðnó var flutt dagskrá úr verkum Steins Steinars í umsjón Sveins Einarssonar. í Þjóðleikhús- inu flutti Lilla Teatem frá Helsinki Um- hverfís jörðina á áttatíu dögum eftir Júlíus Veme. Hingað komu á listahátíð ýmsir heimskunnir listamenn. Yehudi Menuhin var einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Laugardalshöllinni og Ándré Pre- vin stjómaði Sinfóníuhljómsveitinni á loka- tónleikum listahátíðar. Þá var haldið upp á sjötugsafmæli Halldórs Laxness og Þjóðleik- húsið var með sýningu á Sjálfstæðu fólki og í Iðnó var Atómstöðin á fjölunum. Áhugaleikfélögin á landsbyggðinni héldu uppi öflugri starfsemi. Leikfélag Þorláks- hafnar sýndi mánuðum saman fýrir fullu húsi og við frábærar undirtektir, húrrahróp og stapp svo undir tók í nærliggjandi byggð- arlögum, Góðir eiginmenn sofa heima, með Vemharði Linnet, Agnesi Guðmundsdóttur og Sigurði Þóri Sigurðssyni myndlistar- manni í aðalhlutverkum. Ég og Hakinn, gullsmiðurinn, létum okkur ekki muna um að taka leigubíl um Suðurlandsundirlendið og Svanur Halldórsson á Borgarbflastöðinni ók okkur á vit leiklistargyðjunnar, því við vildum ekki missa af slíkum viðburði. Þá hélt Ríkisútvarpið-sjónvarp uppi öflugri menningardagskrá sem jafnan fyrr og sfðar. Þáttur um bókmenntir og listir á líðandi stundu var reglulega á dagskrá sjón- varpsins og umsjónarmenn vora Bjöm Th. Bjömssón, Sigurðiir'Sverrir Pálsson, “Þor- kell Sigurbjömsson, Njörður P. Njarðvík og Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, síðar forseti íslands. Útvarpsleikritin vora vikulega á dagskrá og framhaldsleikritið veturinn 1971-72, Dickie Dick Dickens, undir stjóm Flosa Ól- afssonar. Og vinsælustu útvarpsþættimir árið 1972 vora tvímælalaust Beint útvarp úr Matthildi, frá ríkisstjóm Matthildar, sem var ráðuneyti myndað af þremur háðfuglum, öllum síðar landskunnum, Davíð Oddssyni, Þórami Eldjám og Hrafni Gunnlaugssyni. Vöktu þeir feikna lukku enda tekið á málum með húmorinn að leiðarljósi. Glaumbær á Fullu Skemmtanalífíð var óvenju íjöragt og dansað nánast á hveiju götuhomi. Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur vora á Hótel Borg, tríó Steina Steingríms lék á Óðali við Austurvöll. Trúbrot var í Glaumbæ og Rún- ar Júlíusson, stökk stundum allt að tvo metra í loft upp frá hljómsveitarpallinum, með bassagítarinn í höndum. Júdas lék í Tjamarbúð. Haukur Morthens og hljóm- sveit á Naustinu, hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar á Röðli við Skipholt. Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar hjá Eldridansa- klúbbnum í Brautarholti 4, og nektardans- mærin TAM skemmti fyrir fullu húsi og við mikla hrifíngu í Sigtúni við Austurvöll. Árið 1972 var ákveðið að gefa út plötu til minn- ingar um konung jazzins, Louis Armstrong og barst Félagi íslenskra hijómlistarmanna beiðni um að senda nokkur lög til að hægt væri að velja úr eitt þeirra á plötuna, Viki- vaka eftir jazzprófessorinn Jón Múla Árna- son. Þá vora sýndar margar úrvalskvikmyndir í kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar. Aust- urbæjarbíó sýndi í sálarQötram, bandaríska stórmynd f litum, byggða á samnefndri skáldsögu eftir Elís Kazan, með Kirk Dougl- as, Faye Dunaway og Deborah Kerr í aðal- hlutverkum, og síðar á árinu Tannlækninn á rúmstokknum með Óla Sötoft og Birgitte Tove, eina hinna skemmtilega djörfu dönsku rúmstokksmynda sem byijað var að sýna hér á landi í upphafi áttunda áratugarins. Nýja bíó sýndi John og Marrý, með Dustin Hoffman og Míu Farrow, en Mía var ein- mitt hér á ferð sumarið 1972 á listahátíð með þáverandi eiginmanni sínum, André Previn. Laugarásbíó sýndi frábæra banda- ríska litmynd um snilld og æviraunir einnar mestu listakonu sem uppi hefur verið, ísa- dóra Duncan, með Vanessu Redgrave í aðal- hlutverki. Hún fór beiniínis á kostum í hlut- verki ísadóra. Þá var bókaútgáfa árið 1972 óvenju glæsileg og út komu 300 bókatitlar. Helgafell gaf út nýja og jafnframt síðustu skáldsögu Halldórs Laxness, Guðsgjafar- þulu, og minnist ég þess, að bókin vakti töluverða athygli og varð metsölubók fyrir jólin 1972. Ég vann þá um haustið sem handlangari í múrverki við nýbyggingu Flensborgarskóla f Hafnarfírði. Þar vann töluverður hópur iðnaðarmanna og verkamanna, meðal ann- ars Birgir Dýifyörð, sem á síðari áram er fyrst og fremst þekktur sem varaþingmaður Álþýðuflokksins og erindreki. Hann var ekki lítið hrifínn af Guðsgjafarþulu og þá sérstaklega aðalsöguhetjunni, íslandsbersa, eða Bersa Hjálmarssyni, og fór Birgir stund- um með eftir minni heilu kaflana úr bókinni í kaffitímum af slíkri fþrótt að atvinnuleikar- ar hefðu varla gert betur. „Einvígi aldarinnar", skákeinvígi þeirra Fischers og Spasskys, yfirskyggði alla atburði ársins 1972 hér á íslandi, svo mikla athygli fékk það bjá þjóðinni. BLÓMATÍMI SÚMMARA Heimskringla gaf út skáldsöguna Hreiðr- ið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og Ijóðabók- ina Veðrahjálm eftir Þorstein frá Hamri. Einnig frásagnir Þórbergs og fyrstu tvær bækurnar í ljóðasafni Jóhannesar út Kötlum. Þá komu út skáldsögur Þráins Bertelsson- ar, Kópamaros hjá Helgafelli, Uppreisnin í grasinu eftir Árna Larsson hjá Almenna bókafélaginu og síðara bindið af Gunnari og Kjartani eftir Véstein Lúðvíksson hjá Máli og menningu. Þá var sú nýjung í menningarlífinu að SÚM og SÚR (Samband íslenskra myndlist- armanna og Samband ungra rithöfunda) gengust fyrir í sameiningu í sýningarsal SÚM, innan um málverkin, bókmennta- kvöldi, þar sem lesið var úr nýjum verkum ungra höfunda. Eftir einu slíku man ég vel þar sem Þorsteinn frá Hamri, Ámi Larsson og Vésteinn Lúðvíksson lásu upp úr bókum sínum. Þá las Steinunn Sigurðardóttir upp úr nýrri ljóðabók og Úlfur Hjörvar úr Kópa- maros eftir Þráin Bertelsson. í myndlistinni var einnig mikil gróska. Einna mest áberandi yngri manna vora Ein- ar Hákonarson, Sigurður Örlygsson, Magn- ús Kjartansson, Magnús Tómasson og Gunnar Öm Gunnarsson, sem hélt sýningu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.