Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1995, Síða 7
Tafia 4 LYSINGAR Á REYKHOLTSHVER 1752-7: Reykholtshver gýs sjóbandi vatni ýmist tvo eða þrjá faðma í loft upp. Hann breytir tré og jurtum í stein en ekki nema á löngum tíma. Hvít skorpa, sem líkist kalki, sest í kringum hann eins og aðra hveri. Eggert Ólafsson: Ferbabók Eggerts og Bjarna. Útg.: Haraldur Sigurbsson og Helgi Hálfdanarson 1943 1857: Við skoöuöum þá Reykholtshver sem er fast viö bæinn. Sagan segir aö hann hafi gosið jafnhátt og Geysir og meb því drepib fjölda fjár. Þess vegna var op hans stfflaö meö stórgrýti, svo ab nú skvettir hverinn aðeins 1/2-1 alin upp í loftið. Þó var næsta athyglisvert aö sjá þennan mikla suðupott í jöröinni meö sínu sjóöbullandi vatni. Nils Olson Gadde. Hörpuútgáfan 1983 1881: ... kemur vatnið með miklu aflí upp um norðurenda. Hverinn var hreinsaður nokkru eftir landskjálftana og fengu gosin þá betri framrás; sumarib 1897 voru þau 20-30 fet á hæö, stóöu í 2-3 mínútur og á milli þeirra var venjulega 2-3 mínútna hlé. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing íslands, 1931-7, ísafoldarprentsmibja hf. 1961: Sést nú holt allmikiö fram undan til hægri, Reykholt, og er hver uppi á holtinu, Reykholtshver. Hann er afar vatnsmikill. Gýs hann mjög reglubundiö á um það bil 10 mínútna fresti, og stendur gosið jafn lengi. Gróðurhús eru þarna geysimikil, og er hverinn einkar hentugur; þarf ekki aö dæla vatninu, heldur rennur þaö sjálft inn í húsin. Haraldur Matthíasson: Árnessýsla (Grímsnes og Biskupstungur). Árbók Ferbafél. íslands 1961 1991: Reykholtshver í Biskupstungum hefur löngum verib einn af virkustu goshverum landsins. Enn gýs hann á um 10 mínútna fresti þannig að vatn og gufa brýst upp í nokkurra metra hæö meö miklum krafti. Gosin sjást þó ekki því hverinn hefur veriö byrgöur. Björn Hróarsson, Sigurbur Sveinn jónsson: Hverir á islandi. Mál og menning 1991 BLESI í Haukadal. Ein af fáum nátturuperlum meðal hvera sem ekki hefur verið eyðilögð og nýtur þar nálægðar við Geysi. Mynd úr bókinni Hverir á Islandi eftir Björn Hróarsson og Sigurð Svein Jónsson. Tafla i: HVERIR OG ÞJOÐARVITUNDIN Fræg örnefni tengd hverum og heitum laugum: Deildartunga, Geysir, Grímsvötn, Hrafntinnusker, Hveradalir, Hvera- gerði, Hveravellir, Krísuvík, Kverkfjöll, Landmannalaugar, Laugarás, Laugardalur, Laugarnes, Laugarvatn, Mývatn, Námaskarð, Nesjavellir, Reykir, Reykholt, Reykjanes, Reykjavík, Svartsengi, Víti. Skírskotun til fegurðar, fögur örnefni: Bláhver, Fagrihver, Grænihver, Gullhver, Hverinn eini, Hvermóar. Alþjóöamál: Geyser, geyserít. Tækni og framfarir: Bláhver, Fagrihver, Grænihver, Gullhver, Hverinn eini, Hvermóar. Persónugerö örnefni: Bræðrahver, Gunnuhver, Hrekkur, Kátur, Pínir, Sóöi, Skjótandi, Svaði, Vigdísarhver, Öskurhóll. Nýting: Baðlaugarhver, Baðstofuhver, Bláa lónið, Brennisteinsfjöll, Fremri Námar, Námaskarð, Gufubabshver, Heimilishver, Húshver, Hægindishver, Sláturhver, Kartöfluhver, Ketill, Fata, Pottur, Þeystareykjarnámur, Þvottahver, Þvottalaugar. Sagan: Eyvindarhver, Grettislaug, Krosslaug, Snorralaug, Vígöalaug, Þorlákslaug. Þjóötrú: Móri, Draugahver, Grýla, Óþerrishola, Víti. Horfnir hverir: Reykjarhóll í Fljótum, hverir í Mosfellssveit, Þvottlaugarnar. Tafla 3: GOSHVERIR Goshverir- niburstaöa: (1) Virkir 5 Þaraf 3 í óbyggöum. (2) Byrgöir/yfirbyggöir... 3 (3) Lítt virkir/sápa 3 Samtals 11 Haukadalur: Geysir (3). Aö mestu óvirkur. Stokkur (1). Endurvakinn með bortækni 1963. Reykjahverfi: Ystihver (1). Gýs ööru hverju 10 m. Með sápu 30 m. Sybstihver (2). Byrgðu, gos stöðvað. Uxahver (2). Byrgður, gos stöbvuð. Hveravellir: Gjósandi (1). Áþekk gos og í Strokki en minni. Grænihver (3). Gýs einn metra er vel lætur. Biskupstungur: Reykholtshver (2). Byrgbur. Ölfus: Grýla (3). Gos sjaldgæf, gýs með sápu. Hrafntinnusker: Stórihver (1). Kátur (1). taxti á heitu vatni til sundlauga. Gott ef hann er ekki enn við lýði. Leyfisgjöld snúast upp í skattlagningu og leiga upp í vildar- greiða. Stýringarmarkmið gleymast með nýjum valdhöfum. Margir hafa vantrú á að fyrirheit séu efnd t.d. þegar stungið er upp á mengunargjöldum. Reykholtshver í Biskupstungum er ein- stæð náttúrperla sem nágrannar og ferða- menn hafa dáðst að í aldanna rás. Sennilega eru það goshverir og laugar landsins sem gert hafa Island að forvitnilegu ferðamanna- landi og rofið einangrun þess. Og gera enn. Mynd 4. Hverinn í Reykholti eins og aðrar auðlind- ir hafa framleiðslugildi. Hverinn skapar mik- mi sem leið. í minningargrein um hver- „Þegar ég var barn, heyrði ég um það ir-ÞingeyjaarsýsIa væri þekktust fyrir, 'SS og Uxahver í Reykjahverfi...Þess er 'Jxahver í sinni fornu mynd, geri sér í i í hjarta þess fólks, sem beztþekkti til.“ inn verðauka fyrir byggðarlagið. Með ákvörðun sinni um að byrgja hverinn og gjörnýta hefur eigandinn og sveitarfélagið ákveðið að einoka hann, njóta hagnaðarins út af fyrir sig." Og hafa upp úr krafsinu ódýra hitaorku - ekki annað. Við virkjun hversins er öðrum verðmætum fórnað, sem erfítt er að meta til fjár - feg- urð náttúruundurs sem ekki á sinn líka, skoðunargildi, aðdráttarafli ferðamanna, ræktarsemi við gjafir náttúrunnar, náttúru- minjar. Vel má vera að öll þessi gildi séu slík að hitagildið verði harla lítils virði í sam- anburðinum. Það liggur a.m.k. beint við að álykta að þeir Reykhyltingar gætu sparað sér ferðamannaátak sitt ef hverinn fengi að skarta sínu fegursta. Hverir sem krauma og goshverir sem vekja hrifningu hafa gildi. Sjálfir eru þeir undur, ekki sérstaklega hitinn sem úr þeim fæst. Hans má afla með ýmsu móti. Kannski má nýta hitann að einhveiju leyti án þess að spilla hvernum? Það er gert í Deildar- tungu. Þar sjá menn sambland náttúruund- urs og tækni. Við það þarf samt að gæta itrustu varfæmi og fullkomnustu vemdarað- gerða. Ekki er verið að mæla með slíku því enga áhættu má taka. Við höfum yfir nægri orku að ráða úr brennsluefnum og fallvötn- um á skaplegu verði. Með því að fá hitann úr hvemum við lágu verði er samkeppnisaðstaða gróðurhúsaeig- enda í Reykholti óeðlileg miðað við það sem annars staðar gerist, t.d. þar sem borað hefur verið með ærnum kostnaði. Þó er af- koman ekki alltaf góð. Gróðurhús eru hér í niðurníðslu eins og víðar og rekstur stöðva í ólestri. Happdrættisvinningur og fljóttekinn gróði eru skammgóð gæði. Lágt orkuverð getur leitt til þess að of margir sæki í ræktun, að of margir vilji setjast að og byggja of stór hús, vanræki einangrun og hitanýtingu. Sá dagur rennur upp að stjórn veitunnar sér fram á að enn meira vatns sé þörf en hverinn gefur. Sagan mun endurtaka sig nema aðflutningur fólks og atvinnurekstrar sé stöðvaður, kvóti settur á eða meiri orku aflað. Aður spilltu menn stundum hverum vegna illra hvata eða fá- fræði. Nú gerist það vegna harðra pólitískra og efnahagslegra lögmála með fulltingi sölu- mennsku og háþróaðrar tækniþekkingar. SJÁ NÆSTU SÍÐU LAUGARVATNSHVER. Ekki sést lengur hvernig hann var áður en mann- virkjagerð hófst, en þar ber nú ekki annað fyrir augu en steinsteyptar þrær, pípur og vírnetsgirðing í kring. KLEPPJÁRNSREYKJAHVER í mynni Reykholtsdals er einn vatnsmesti hver á Islandi, en umhverfið er sóðalegt og dæmigert fyrir það sem víða má sjá í kringum hveri. Ur Hverir á íslandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.