Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 5
Heppnast þá með hamingju hðlma bráins komekru í faðm ódáins fullsælu fagna og sjá, að eilífu. »Ei skal kvíða« sé vort svar »senn hjá líða raunirnar. Harðfengt stríðið hérvistar himins prýða kórónar«. Þar samfundir vakna vífs. Við það undir stemmast klífs. Baldri grundarbenja knífs birta upp stundir harma lífs. Guð alvaldur gefí mér, gefnin spjalda, að fagna þér, þar kífs aldan þögnuð er við þúsundfaldar glaðværðir. Líf og öndin leika þar laus við gröndin farsældar, en harms þeim böndin hjá losar haukaströndin Guðssonar. Svo framt Rínarvarma ver vit ei dvíni og kraftarnir og máli ei týna tungan fer tryggð skal mína geyma þér. 1) Þó að kali heitan hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. 2) Verði sjórinn vellandi, víða foldin kalandi, hellubjörgin hrynjandi, hugsa eg til þín stynjandi. Meðan lífi auðgrund á er, og hlífír guð mér sá, er gaf mér víf, og gladdi þá er gjöld nú drífa synda á. Mín sú ræða einlæg er, unnar-glæða storðin hér, að biðja algæða gnægð, seim ber, Guð upphæða, fyrir þér. Þar til yndi útvöldum englar mynda í himninum, en Hel sig bindur handsölum hamnum synda náköldum. Hjá þér safnist heillimar, hjartans- kafni raunirnar, yndi dafni’, og allt, sem bar áður nafnið glaðværðar. Guðs ímynd, er gisti á tré, gjald þér synda lét í té, lífs þér yndi og svölun sé sorgavindinn á hasti. Himnar, vindar, höfin, lönd, hvað sem myndar Drottins bönd, þinni bindi unun önd. Ofnis linda fögur strönd. Óríons-landa þengill þig, þiljan banda, lífs um veg á kærleiksanda kjömum stig kyssi að vanda fyrir mig. Lifðu í yndi lukkunnar laus við vindi mæðunnar. Rós þér bindi rósemdar reifalindi Guðs-náðar. Af engri þurrð ann eg þér, öllum burðum lífsins hér, naðurs-furðu nokkur ver nafn Sigurðar meðan ber. Brostínn prýði baghendur bragurinn hliði-líns sendur, von og striði venzlaður, Vetrarkvíði réttnefndur. Víst hlýtur sú kona að vera mikilhæf, sem nýtur slíks ástríkis bónda síns í gegn- um þær mestu þrengingar, sem manni geta mætt. Þó var Þorbjörg borin því ámæli, þá löngu liðin, að hún hafi þótzt of góð bónda sínum, og því ekki farið heim til hans, er hún kom úr fangelsinu. Þessu hrinda kirkjubækur Tjarnarkirkju alger- lega, því að þær telja hana húsfreyju í Katadal 1936, en það ár kom hún heim. Vorið eftir flytjast þau hjón og Bjarni son- ur þeirra að Tjörn til séra Ögmundar Sig- urðssonar, en Elinborg dóttir Sigurðar af fyrra hjónabandi, fer að búa í Katadal. Síðar er þeirra ekki getið í manntali, en Sigurður andaðist í Tungu hjá Bjarna syni sínum 1838, »úr vatssýki«. Þorbjörg var í Tungu þangað til, en fluttist næsta ár suð- ur á land, en fluttist norður aftur og dó í tungu 1846. 1) og 2) Þessar vísur hafa ranglega veri’ eignaðar Skáld-Rósu. Á valdi vínguðsins Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON Málarinn eftir Otto Dix. Fylliraftar Og Neytendur ú eru sérfræðingar búnir að leggja undir sig þetta ágæta orð fíkn, - og „neyslu” nota þeir um það sem í mínu ungdæmi var kallað drykkjuskapur. Þegar ég var strákur þótti manndómur í að nefna hluti réttum nöfnum og þegar að áfengi kom mátu karl- ar magn og styrkleika öðrum veraldargæð- um fremur, drógu ekki dul á það, þegar að áfengi laut urðu þeir því þurradrambs- legri sem þeir tæmdu fleiri glös, - rétt eins og gilti um mjaðarhornin fyrr á tíð. Nú er öldin önnur. Samband manns og víns eða ölglass á kaffi- eða öldurhúsi minnir fremur á ástarsamband en hatur og ofstæki eins og það gerði fyrir tíð borg- aralegra neysluhátta enda eru farvegir fyr- ir fíknir ótal margir núorðið og varla ástæða til að gnísta tönnum yfir áfengi frekar en öðrum neysluvarningi sem getur afvegaleitt menn. Auglýsingar hampa því helst sem svarar til frumaþarfa borgarans fyrir ör- yggi, saðningu, sjálfgleymi, upphefð, og allir skilja því tilefni þess að notuð eru sömu orð um látæði manns á markaði og þess í rennusteininum, og allir mega koma aftur þótt þeir búi þar um sinn. Já, málin horfðu öðru vísi við fyrrum þegar að áfengi kom. Ég gekk aldrei um Hafnarstræti þegar ég var strákur, enda alinn upp af konum sem kenndu mér að þar reikuðu lífshættulegir rónar fram og aftur frá einu skuggasundi til annars, glat- aðar sálir - eins í útliti og jólasveinarnir á Þjóðminjasafninu. En þá þekkti ég ekki í þá tíð. Ég vil sleppa tæpitungu og orða vandann svona: Drykkfelldur maður er höfuðlaus her; hann drekkur frá sér sjálfstjórnina uns hún tekur að fælast hann, vínið tærir sjálf- ið, breytir forsendum sjálfsvitundar, bönd bresta, órar verða hlutskiptið, glös fara að drekka með glösum og loks drykkjan mann- inn. Þá kemur til kasta meðferðarfulltrúa sem stríðir við eigin afvegaleiddar fíknir. Þeim sem misst hefur tökin reynist fulltrú- inn hæfari stuðningsaðili en hinn sem ekki hefur háð glímu við eigin áfengishneigð. FÍKNIR Það er fíkn að lifa. En þann reiðskjóta lærir maður að temja þegar hann eldist, lífskraftinn í brjósti sér. Stöku tekst svo vel til að hann ríður láð og lög á fullorðinsá- rum, en aðrir verða að láta sér nægja brokk og galhopp alla ævi, sumir lestarganginn einan. Það setur sterkan svip á samfélagið hvernig tekst til um tamningu fíknanna. Og það gerir gæfumuninn hvor stjórnar, maðurinn eða reiðskjótinn. Þeir menn eru til sem varpa sér af baki í miðri reið, neita svo að stíga á bak á ný, ósáttir við reiðskjótann. í stað þess að semja fíknirnar að lífskjörum sínum nota þeir fíkniefni til að temja skapgerð sína. Og það er mjótt á mununum hvað telst ámælisvert og hvað lofsvert í þeim efnum. Samfélagið réttir þeim villuráfandi fleyginn til að taka úr sér hroll, býður honum til sætis meðal sér líkra, úr leið þeirra sem sinna hvunndagsverkum, og skenkir á glösin. Það er hefð fyrir því að gerast fíkill yfír glasi, en lausagangur manna aldrei vinsæll hvað sem þeir hafa í hyggju. Fíknir gefa lífinu gildi með auðveldari hætti en nokkuð annað. Segið því ekkert ljótt um fíknir manna. Þær eru undirstaða félagslífs okkar, að viðbættri fínlegri skurn stílfærslunnar. Vilji hestsins skiptir tamn- ingamanninn jafn miklu og hlýðni hans. Þegar tamningin mistekst, fíknir taka völd- in af manni er það vegna þess að hann getur ekki sæst á ósamræmi milli óska sinna og getu heldur æðrast, - þess vegna æðru- leysisbæn AA- samtakanna. Vílgjam maður smíðar óskum sínum sértakt afdrep, óháð veruleikanum, byggingu á sandi. Að baki glottir ásýnd mánans. Leiðindi eru ein undirstaða neyslusamfé- lagsins, á þeim byggir skemmtiiðnaðurinn en einnig aðrir neysluhættir, enda eru þau framleiðsluhvetjandi. Það er því til siðs að leiðast, vera ónógur sjálfum sér, og líkurn- ar þaðan af meiri á að menn grípi til rót- tækra úrræða við leiðindunum. En það er ekki fyrr en fíknunum er alvarlega misboð- ið sem þær taka að þrífast á öðrum einkenn- um manns, - sem þá verða meðvirk, skyn- semi, ástríður, tilfínningar. Fyrstar beygja ástríðurnar sig. - Mælikvarðinn á alkóhólisma er leiðindi. Alkanum leiðist þvi meir sem hann er ver haldinn uns hann er orðinn sjúkur og heim- urinn honum reiðulaus ómynd sem ekki rætist úr fyrr enn á þriðja glasi. í stað þess að reyna að breyta aðstæðum sínum beitir alkinn áfengi til að hafa áhrif á ræt- ur skynjunar sinnar og dómgreindar. Hann sér og upplifir allt hið sama sem allsgáðir menn en viðbrögðin undir áhrifum eru önn- ur. Órar hans og rugl eru til marks um það eitt að hann er óvirkur gagnvart umhverfí sínu og aðstæðum, en hann er einlægur í órunum og fótar sig uns ágjöfin er orðin um of. Fíknir eru hægur undirstraumur uns farvegurinn þrengist, þá magnast straumurinn og getur orðið að flúðum og iðustrengjum og þeim hætt sem höfðu sitt á þurru. Alkinn hefur valið sér til hægari verka að hrófla ekki við hversdagsleikanum held- ur snýst i staðinn gegn sjálfum sér svo að líðanin verði betri. Úrræðið er rökrétt svo langt sem það nær, enda enginn svo afvega- leiddur að ekki sé ábyrgur fyrir „neysl- unni“. Á hinn bóginn hlýtur slík atlaga að rótunum að brengla raunskynið og ekki annars að vænta en að árangurinn geti orðið varanlegur. Drykkjurafturinn verður, þegar túrunum fjölgar, sjálfum sér ósamþykkur í öllu, hvernig sem annars er ástatt fyrir honum. Rétt eins og hver annar vitleysingur upplif- ir hann lengst af allt hið sama og aðrir, en í milli skilur, hans og hinna heilbrigðu, að ályktanir hans stríða gegn dómgreind venjulegra fólks. Þær eru rugl. Geðveikin Hinir geðveiku eru yfirleitt einir í bijál- un sinni. Rugl drykkjumannsins á hins veg- ar samleið með öðrum sem eins er ástatt um. Löstum ekki samdrykkjuna, ef ekki væri fyrir hana hefði líklega ekki orðið til annar helstur þáttur vestrænnar siðmenn- ingar eins og hún blasir við okkur í dag, grísk heimspeki. Það er ekki fyrr en leiðind- in taka af alkanum öll ráð og hann er tek- inn að hleypa inn á sig skrípiverum sem bjóða honum fylgilag öllum stundum, í huga sem í reynd, að hið guðdómlega rugl heimspekinnar víkur fyrir því djöfullega sálarlífs sem heyr helstríð við sjálft sig. Hrunið fer fram eins og hallarbylting; ein- ræðisherrann er tekinn að drekka í leit að lausn á síðasta glasi, allt um- hverfis grúfa myrkir skýjabólstr- ar leiðindanna. Að morgni, eftir ölvunarsvefn, hafa skrípiverurn- ar tekið völdin. Lítið inn á Skip- perinn, Hafnarkrána, Keisarann og þá skiljið þið hvað ég meina. Ef þið hafíð séð eða tekið þátt í slímusetum alka yfir mið- inum þá hafið þið líka séð augna- blikið þenja sig út um allar jarð- ir; einkaheim þess vitskerta. Ekkert er eins ömurlegt og augnablik sem getur ekki hætt að vera. Þegar svo er komið á umskiptingurinn ekki aftur- kvæmt öðru vísi en fyrir sturlun og óminni. Það veit ég af viðkynningu en aldrei reynt á sjálfum mér, enda ekki alki. Far vel samt fláa skemmtun! Með aldrinum verður maður tillitssamari. Allir drykkjumenn sem á ann- að borð eru ekki útbrunnin skör eiga sameiginlega vissu um að þeir og drykkjufélagarnir séu bæði gáfaðir og skemmtilegir meðan á drykkju stendur. Á hinn bóginn er það sameiginleg reynsla þeirra sem umgangast drukkna menn allsgáðir að leiðin liggi norður og niður, nærvera þess drukkna getur orðið stress- andi hryllingur enda tímaskyn þess drukkna allt annað en þess ódrukkna. Bæði af þeirri ástæðu og hinni að sá drukkni deyfir tilfínningar sínar með áfenginu, þjösnast hann á tilfinningum allsgáðra nærverandi án þess að geta ann- að skilið en að allt sé með felldu. Léttdrukkið ástand er auðvitað að sama skapi milt. En sama gildir, tilfinningamar þvælast síður fyrir og vitsmunirnir geta m.a. af þeirri ástæðu orðið upplyftari en ella. Hógleg deyfíng getur verið góð þeim öra. Margur maðurinn hefur náð tökum á ást sinni fyrir tilstyrk léttra veiga, nægilega til að koma að henni hjartnæmum orðum. HINN FORHERTI Tveir menn lágu í tjaldi frammi á heiði um sumarnótt. Annan dreymdi að hann svífi burt og til hallar einnar þar sem margt var um manninn og mikill is og erill. Þar átti hann glaðan dag. Heitt var um morgun- inn, og sólskin, þegar þeir félagar komu út úr tjaldinu. Nærri því sáu þeir skinin höfuðbein af hrossi og skriðu þar flugur um holur og tóftir, örar af hita og sól. Hér var komin höll félagans. Barinn er höll þess drukkna, á meðferðar- stofnuninni kemur hrosshausinn í ljós. Á barnum heyir hinn forherti stríð sitt, einn yfir glasi í rökkrinu og skilur ekki annað, fyrir karlmannlega einfeldni sína, en að við mennskan andstæðing sé að etja. Vínguðinn blekkir hann enn hastarlegar en hina sem taka glasið mildari tökum, fyrir að sýna sér ekki þá ástúð sem svo mörgum er gjamt, þeim sem kjassa glasið, sleikja stútinn. Spenna sem hvergi finnur sér aflausn magnast og tómt glasið kallað á það næsta uns honum hefur tekist það: hið útflatta augnablik teygir sig í allar áttir út frá hon- um, allt til endimarka jarðar. Til að atburð- ir gerist þarf hann ekki lengur annað en hugsa þá. Hann er konungur. Við barinn sveima þegnarnir, svartir skuggar. Flugur. Leitið að flækjumálum milli þess forherta og forráðenda hans í nútíð eða þátíð. Ekki endilega hatri. Sumir þeirra erfiðari bæta sér upp föðurmissi á viðkvæm- um aldri með sídrykkju, í fari þeirra er ekki hatur heldur ást sem engan hljóm- grunn hefur hlotið síðan í æsku. Konum sem leggja ofurást á föður sinn er sérstak- lega hætt; þær hafa gefíð honum svo stór- an skerf af sjálfum sér að nú drekka þær með honum í órunum og þótt hann sé fjarri. Þeim forherta er guð hinsta bjargráðið. Annar hluti greinarinnar birtist í næstu Lesbók. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. FEBRÚAR1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.