Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 11
„STEBLÍN-KAMENSKÍJ: Ég var sem í álögum, ég hafði fundið bókmennt- ir sem voru engum öðrum líkar.“ að margir hefðu ómaklega nítt hann niður með því að kenna hann við ofhlæði og formdýrkun, kalla hann rýran að innihaldi og ómerkilegan við hlið Eddukvæða. Þá var honum það heldur ekki að skapi að í sovéskri bókmenntafræði var lögð áhersla á að dróttkvæði væru myrk og óskiljanleg stéttbundin kvæði fyrir kónga og höfðingja, óralangt frá einfaldleik, alþýðleik og raunsæi sem einkenndi þann kveðskap sem fólkið kynni að meta. Petrov birti árið 1973 andheita málsvöm fyrir skáldakveðskapinn í helsta vettvangi sovéskra norrænufræðinga, Skandinavskíj sbornik. Þar gerir hann margt í senn - lýsir öllu því sem prýða má foman íslenskan kveðskap, mótmælir því að hann sé fátæklegur að innihaldi, bendir á Sonatorrek og ástavísur til að andmæla því að aðeins sé ort um bardaga. Hann lofar kenningastílinn sem sérkennilegt gátusafn, sem gerir lesandann virkan í leit að ráðningum um leið og hann hlýðir á hljómmikla músík kvæðisins. Petrov notar hugðarefni sitt einnig til að skjóta á ýmsar útbreiddar hugmyndir í Sovétríkjunum um skyldugan einfaldleika og aðgengileik þess skáldskapar sem eigi að vera við hæfí alþýðu. Petrov telur þvert á móti, að skáldakveðskapur sýni vel að mjög útsmogin „formalísk“ list geti verið fullkomlega alþýðleg. Eins og vinsældir skáldskaparíþróttarinnar á íslandi reyndar sýni - bæði til foma og á seinni öldum, þegar alþýðleg íþrótt ferskeytlunnar heldur við þeim ströngu og erfiðu formkröfum sem fomskáld gerðu.6 í þessari málsvörn vitnar Petrov bæði til ummæla Halldórs Laxness um útbreiðslu og vinsældir ferskeytlunnar - og svo til þeirrar vígreifu fagurfræði sem hann hefur komið sér upp sjálfur. Hann segir: „Það sem mestu skipti í skáldakveðskap var baráttan við tregðu efniviðarins, baráttan við tungumálið. Viðleitnin til að sveigja það undir vilja skáldanna samkvæmt þeim lögum sem þau höfðu sjálf sett. Þetta var meðvitaður sigur meistarans yfir þeirri höfuðskepnu sem tungan er.“ 6 ÞÝÐINGADÆMI Sjálfur vann Sergej Petrov ýmsa góða sigra „meistara orðsins" í þýðingum sínum. Það er að sönnu ofmælt að hann þurfí hvergi að slá af í viðureign sinni við þrautir formsins. Drápur og vísur verða með nokkrum hætti aðgengilegri á hans rússnesku en þær era á íslensku, ekki síst vegna þess að orðaröð verður aldrei jafn flókin og í frumtextanum. Oft sýnir Petrov góða hugkvæmni í kenningasmíð. Tökum til dæmis viðkvæðið í „gamanvísum" Haraldar harðráða, þar sem kóngur kvartar yfir því, að hvað sem líði afrekum hans og íþróttum (sem upp era taldar f vísunum) láti hin gerska mær (dóttir Jarisleifs konungs sem hann vill kvænast) sér fátt um hann finnast. Viðkvæðið er í Heimskringlu og Morkinskinnu „Þó lætr Gerðr í Görðum / gollhrings við mér skolla". Gerður gollhrings verður Nanna nítok hjá Petrov - eða „Þráða-Nanna" og þar með hefur hann komið sér upp traustum stuðlum á móti höfuðstaf: Mné ot Nanny nítok nést íz Rúsí vésti Þeas. „engar fregnir fæ ég frá mærinni í Rússlandi". Þess má geta að allt frá því um 1800 hafa mörg rússnesk skáld ort út af stórlyndi hinnar rússnesku konungsdóttur sem vildi ekki þýðast annan eins garp og Harald harðráða, eri flest var það í anda mælskrar tilfínningasemi. Oftar fara kenningamar hjá Petrov mjög nálægt íslensku upphafi sínu - eins og t.d. í vísu þeirri er Þormóður Kolbrúnarskáld (á rússnesku Tormod skald Tsjomikh Brovej) kveður síðasta á Stiklastöðum. Þar er orastan SERGEJ Petrov: Dróttkvæði er sigur meistarans yfir þeirri höfuðskepnu sem tungan er. strél púrga, eða örva-hríð. Seinni hlutinn er svona (og er þýtt aftur á íslensku í seinni dálki); Strél púrga túgaja Gúbít mnogíkh, ljúba. Vostryj víkhr vonzílsja vémo, pijamo v sérdtse. Örva-hríð þétt drepur marga, mín kæra Hvass hvirfilbylur stakkst beint mér í hjarta Nú kynni margur að spyija: hvar er stuðlasetningin sem lofað var að staðið skyldi við? Því er að svara, að stuðlasetning getur ekki verið með sama hætti í rússnesku og íslensku vegna þess, að áherslur geta fallið í rússnesku ýmist á fyrsta atkvæði orðs eða einhver önnur. Því eru það g-in í púrga og túgaja í fyrstu hendingu sem standa á móti „gúbít“. V-in í lokahendingunum era hinsvegar í áhersluatkvæðum, en þar mætti svo saka þýðandann um ofstuðlun! Petrov er útsjónarsamur vel í rími eins og vel kemur fram í þýðingu hans á Höfuðlausn, en hún byijar svona: Príplyl ja, poln Raspéva voln 0 persí skal I pésn prígnal. Sník ljod í snég Dar Trora vlek Vesnoj moj strúg Tsjréz síníj lúg. Vestr fór eg of ver en eg Viðris ber munstrandar mar svo er mitt of far. dró eg eik á flot við ísa brot hlóð eg mærðar hlut míns knarrar skut. Rússneska textann mætti þýða afturá bak á þessa leið: Ég kom siglandi, fullur með alda-söng og rak kvæði mitt upp að kletta-bringu. Hneig ís og snjór en gjöf Óðins dró á vori skip mitt yfír engið bláa. Land Skáldskaparins Við getum okkur til skemmtunar rakið fleiri eða færri dæmi þess hvemig það tekst að kveða dýrt á rússnesku. Þó skiptir meira máli að átta sig á því, hvers vegna það verður rússneskum þýðendum sterk freisting að reyna að koma íslenskum skáldskap til skila með aðferð sem kalla mætti jafngilda eða jafnþunga þeim stakki sem íslensk skáld sniðu sér. Rifjum upp aftur orð Petrovs: hann líkir dróttkvæðum skáldskap við glímu, við baráttu, einskonar hetjuraun. Þessi ummæli hans era mjög í anda þeirrar ímyndar sem Island hefur lengi haft í Rússlandi, hvort heldur var á dögum keisara eða bolsévíka. Þegar á rómantískum tíma léku rússneskir höfundar sér að þeirri hugmynd, að ísland hefði til forna verið landið þar sem hetjuskapur og skáldskapur tóku höndum saman um að skapa rismikið mannlíf. Þessar hugmyndir fóra aftur á kreik um síðustu aldamót þegar nokkur höfuðskáld symbólismans rússneska litu til íslands og „Norðursins" yfírleitt sem uppsprettu herskárrar einstaklingshyggju, hins sterka lífs sem sópar burtu dáðlausu og tíðindalausu gaufí manna i bókaryki borgamenningar. Þessi sérkennilega upphafning íslands hélt svo áfram í Sovétríkjunum þótt undarlegt megi virðast. Steblín-Kamenskíj skrifaði árið 1967 bók um Menningu íslands (Kúltúra Íslandíj) sem hlaut verulegar vinsældir. Þar rekur hann það ekki síst, hvemig fomöldin með kveðskap sínum og goðsögnum og Islendingasögum lifi dijúgu lífí í íslandi samtímans. Þetta komi meðal annars fram í því, að allt frá því i fomöld og fram á okkar daga hafí það verið þjóðaríþróttin mesta að Elifcarejii. 3aayMajica y CBoero paúoiero crojia. Jle- pea hhm OjiOKHOTbi, .nojiHHe 3anHceH, naöpocKTH naana, hhcthh jihct ðyMarH, Ha KOTO.poM euie He abTBepeHO paiKe h 3arjiaaHe. Ka* .Ha«iaTi, KHHry h mto Sto CyjieT 3p , npoH3Bea.eHHe? H bot oh HaMaji HHcaTb: HALLDÓR Laxness fær í sovéskri bók að heita „Skáld úr fjarlægum firði bregðast við tíðindum - góðum og illum, spaugilegum og dapurlegum, með því að kasta fram vísu eða heilu kvæði. Og fylgja þá hefðbundnum og mjög ströngum kröfum til skálda um að þeir sýni fullan sóma „stuðlanna þrískiptu grein“ um leið og þeir væru reiðubúnir til að leggja út í hverskyns rímþrautir. Þessi útbreidda iðja, vinsældir hennar sem og dugnaður Islendinga við lestur og bókaútgáfu yfírleitt - allt er þetta svo látið skapa mynd af íslandi sem sérstæðum „þjóðgarði" (zapovédnik) skáldskapar og mennta. Meira en svo: Sovétrússum er sagt, beint og óbeint, að þeir skuli í þessu efni taka íslendinga sér til fyrirmyndar! Til dæmis segir fremsti sérfræðingur í rússneskum fombókmenntum, Dmítríj Líkhatsjov, á þá leið í umsögn sinni um bókina „Menning íslands“ að það sé ærin ástæða til að lesa bók um menningu þjóðar þótt hún telji aðeins 200 þúsund manns vegna þess að „með því að sjá það sem er óvenjulegt og ólíkt okkur skiljum við betur það sem við eram vön ... Fyrir okkur, sovéska lesendur, er mjög lærdómsrík sú lotning og sú ást sem íslendingar leggja við þjóðlegan arf sinn, náttúra sína, við allt sem minnir þá á fortíð landsins".6 ÚT Fyrir Skáldskapinn Allt þetta vex svo út fyrir skáldskapinn og vinsældir hans. ísland og íslenskt þjóðlíf er sýnt í ritum Steblíns-Kamenskíjs og margra fleiri Rússa í vinsamlegu rómantísku Ijósi, sem eins og kippir íslandi út úr grimmri tvískiptingu heimsins í austur-vestur, „okkur“ og „hina“. ísland fær, hvað sem líður köldu stríði og öðrum ófögnuði, að vera það friðland þar sem menn yrkja og skrifa og mála - og era um leið eins og lausir við böl stærri samfélaga. Til dæmis vitnar Líkhatsjov með sérstakri velþóknun í ummæli Steblíns-Kamenskíjs um að „hjá lítilli þjóð era styttri fjarlægðir milli manna sem skipa misháar stöður í samfélaginu en hjá stórþjóð“. Þessi ágæti húmanisti veit sem er, að Rússland þekkir alltof vel mikið djúp milli hátt og lágt settra - hvort sem landinu stýrir keisari eða flokksritari. Þetta virðist ef til vill nokkuð langsótt allt saman. Við hefðum getað haldið okkur við þýðingar á íslenskum kveðskap á rússnesku. Getið þess að árið 1980 kom fram ný og stuðluð þýðing á Völuspá eftir Míletinskíj, að árið 1987 kom út allstórt úrval kvseða fímm íslenskra samtíðarskálda, þar sem nokkrir þýðenda leggja sig mjög fram um að halda íslenskum brageinkennum þegar þörf krefur. En við sjáum um leið - einnig af síðastnefndu bókinni - jafnan sterka viðleitni til að leggja út af íslenskum skáldskap fyrr og síðar, draga af honum og lífí hans miklar ályktanir. í. Botsjkareva, sem skrifar formála að ljóðasafninu, lætur undir lokin í ljós margsinnis undrun sína yfír því að Islendingar skyldu lifa af aldimar og margskonar kárínur sögunnar og halda óskertri tungu sinni og sköpunarvilja, eins og kvæði skáldanna fimm sýni vel. Fylgir þessari undran fróm ósk hennar um að „mann langar til að vona að þjóð sem ekki glataði sál sinni í fátækt og réttleysi (fyrri alda) komist með heiðri og sóma frá þeirri prófraun sem efnaleg velferð er“.8 Heimildir: t) M.í. Steblín-Kamenskíj: Stanovlenlje literatúry, Leníngrad 1984, bls. 142. 2) O.A. Smírnítskaja: Steblín-Kamenskíj kak pérevodtsjík í redaktor perevodov drévneíslandskoj literatúry. Skandinavskíj sbornik XVIII, 1973, bls. 23. 3) Kúltúra Íslandíj, Leníngrad 1967, íds. 67. 4) Skandlnavskíj sbomík XXIII, 1990, bls. 226. 5) S.V. Petrov: Poezíja skaldov I ponjatíje narodností v ískússtve. Skandínavskíj sborník XVIII, bls. 193. 6) Sama grein bls. 186. 7) Novyj mír 1967 No.12, bls. 272. 8) Iz sovrémennoj íslandskoj poezíí, Moskva 1987, bls. 16. Höfundur er blaðamaður og háskólakennari. Þjóðmálaþankar Til varnar versl- unarferðum Yerslunarferðir til Glasgow, Edin- borgar og Dublin hafa orðið vin- sælar. Ég er einn af þeim sem hef ánægju af því að fara í svona ferðir. Að vísu viðurkenni ég að mér fallast hendur þegar maður kemur á hótelgang, skömmu fyrir brottför og ástandið er þannig að maður heldur að það sé verið að rýma svæðið vegna stríðsástands og fólk sé því að pakka öllu sem skiptir máli. Mér leiðast einnig leiðsögumenn sem ekki geta sagt rétt frá örnefnum og láta leiðsögnina alla ganga út á að spenna fólk upp í verslunar- haminn. En samkomulag okkar hjóna er gott. Það er vaknað í góðan árbít með nóg af kólesteróli til að mýkja nú sálina í kallin- um og það endist í bæjarþramm og snúninga með poka framundir þrjú síðdegis, en þá er bætt á. Svo þegár halla fer degi þá tekur við annað líf sem byggir á því að þefa uppi góð veitingahús og viðkunnanlegt skemmt- analíf (ég á ekki við næturklúbba eða diskó- tek). , Margir hafa fyllst vandlætingu yfir þess- um ferðum og efast um að þær borgi sig. Ekki efa ég að það sé rétt. En á móti kem- ur sitthvað. Til dæmis þurfti ég að sækja ráðstefnu hér innanlands nýverið, að haust- lagi og utan háannatíma. Flug, matur og gisting frá fímmtudegi til laugardags kost- aði nær fjörutíu þúsundum. Það hefði því eins mátt hafa fundinn erlendis. Vissulega á finna dæmi þess að verð hafi lækkað hér á landi og nálgast verðlagningu víða erlendis. Þannig efa ég að það borgi sig að versla í Danmörku og jafnvel ekki eins mikið og áður í Þýskalandi. En hvað er það þá fleira sem uppá er boðið? Jú, matarverðið er eitt. Þegar hægt er að setj- ast inn á dýrindis matsölustað og snæða ; þríréttaðar stórmáltíðir með víni fyrir um tvö þúsund krónur þá skynja menn bónus- | ana. Hvað er maður þá að sækja utan? Jú, skemmtilega helgi fyrir hjón, sem geta versl- að ef þau vilja, notið þess að vera saman í næði fyrir síma, ættingjum og vinnu og leyft sér að fara út að borða eins og þau lystir. Þó svo að allt sleppi á sléttu þá er sálarlífið einhvers virði líka. Nokkuð sem alltof litið er metið í stresshlöðnu samfélaginu á íslandi. Oft gera menn grín að þessum ferðum okkar landsmanna sem þykja minna á fár og teljast einstakar. En þær eru það ekki. Alls staðar í heiminum fer fólk milli borga og landa til að versla. Meðfram landamæram Kanada og Bandarfkjanna era sérstakar stórverslanir fyrir Kanadamenn sem streyma yfir landamærin til að versla. Spánveijar og Frakkar fylla rútur og fara upp í Pýrennea- fjöllin til að vesla í Andorra sem er eins og risavaxin fríhöfn. Danir, Englendingar og Þjóðveijar fara með feijum milli landa til að komast í skattfrjálsa verslun og svo má lengi telja. Hvers leitar landinn? Fatnaðar og mat- væla. Menn eru sammála um að gæði ís- lenskra matvæla séu mikil núorðið og er það mikil framför, en verðlagningin er fáránleg. Dæmið að ofan er raunhæft. í ferð minni nú í haust snæddum við fyrst í góðu ítölsku húsi þar sem tvenn hjón snæddu sig fullsödd fyrir um eitt þúsund krónur á mann með víni. Næst var snætt hjá einhveiju besta indverska húsinu sem fínnst á Bretlandi og þar aftur með víni og í glæsilegu kvöldverð- arhlaðborði voru greiddar um fimm þúsund krónur í allt (tvenn hjón). Loks var etið á dýrindis Kínastað sem var flottur og dýr og þar vorum við fimm og með ómældum bjór og víni kostaði máltíðin innan við tíu þúsund krónur í allt. Fatnaðurinn sem boðið er uppá er ódýrari á mörgum sviðum. Barnaföt eru t.d. ekki með virðisaukaskatti og það fara inn í Slat- ers og ganga út með dýrindis jakkaföt af hæsta klassa fyrir um sjö þúsund krónur er freistandi. Oft kvarta verslunareigendur undan þess- ari samkeppni og það hallar á þá vegna inn- flutningsgjalda. En er ekki alltaf verið að fagna samkeppninni? Ætti hún ekki að vera hvetjandi hér? Sem stendur þá er þetta í tísku og fyrir þá sem þekkja Bretland eða Þýskaland, en þangað liggur straumurinn, eru þar hagvanir og kunna að njóta þess besta sem þar er að finna, þá er þetta tilboð sem freistar. Og eina leiðin til að kaffæra þessar ferðir er að bjóða eitthvað sem er betra og jafndýrt eða ódýrara. MAGNÚS ÞORKELSSON. Höfundur er kennslustjóri Menntaskólans við Sund. LESBÓK MORGUNBtAÐSINS 17. FEBRÚAR 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.