Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 9
)að var keypt til afnota fyrir Háskóla ís- lands árið 1911 en árið 1973 var húsið flutt Árbæjarsafn. Lóðin sem húsið stóð á var mjög stór enda veitti ekki af því Halldór hafði töluverðan búskap og stóran kálgarð. kálgarðinum var Alþingishúsið reist og jað tókst svo vel að síðar þegar til stóð að byggja yfir fleiri stofnanir mændu menn vonaraugum á svuntuhornið sem eftir var á lóð yfirkennarans. Á milli Tjarnargötu og Templarasund voru einungis tvær lóðir og sú þriðja var vestan Tjarnargötu en hún liggur á milii Kirkjustrætis 2 og 4. Á lóðinni Kirkju- stræti 2 þar sem Herkastalinn er núna var nær alla 19. öldina eitt helsta samkomu- og veitingahús bæjarins. Húsið var venju- lega kallað Klúbburinn og þar voru Útilegu- mennirnir eftir Matthías Jochumsson frum- sýndir árið 1862. Árið 1866 tók Sjúkrahús Reykjavíkur til starfa á efri hæð hússins en á fyrstu hæðinni var áfram veitinga- rekstur og dansleikjahald. Læknaskólinn var þar einnig fyrst til húsa eftir að hann tók til starfa 1876. Hjálpræðisherinn eign- aðist húsið 1895 og hefur síðan haft þar bækistöðvar sínar eins og áður segir. Svæðið milli Tjarnargötu að húsi Hall- dórs Kr. Friðrikssonar var fyrrum ein lóð, eins og það er orðið aftur í dag. Nú eru einungis þrjú hús uppistandandi en fyrr á öldinni var það þéttskipað húsum. í tíð Inn- réttinganna stóð smiðja þar sem síðar varð Kirkjustræti 4. Árið 1791 keypti Jóhannes Zoéga smiðjuna og gerði að íbúðarhúsi. Sonur hans Jóhannes bjó þar um tíma og þama fæddist Geir Zoéga einn helsti at- sögunnar og þess vegna þurfti ekki að taka tillit til eldstæðis við hönnun hússins. Á húsinu voru tveir skorsteinar og var eldavél- in tengd öðrum þeirra. Kristján bjó í húsinu til dauðadags árið 1915 og ekkja hans, Helga Magnea Jónsdóttir, fram á fjórða áratuginn. Helga Magnea var ekkja eftir Matthías Johannessen kaupmann, afa Matt- híasar ritstjóra sem bjó þama um tíma hjá ömmu sinni. Eftir lát Helgu Magneu bjuggu þar ýmsir um lengri eða skemmri tíma. Kristján rak verslun á neðri hæð hússins og um tíma var Náttúrugripasafnið þar til húsa. Skrifstofa borgarstjóra var þar um hríð og Matthías Einarsson læknir hafði læknastofu sína þar. Kona Matthíasar var Ellen Ludvika, dóttir Helgu Magneu og Matthíasar Johannessen, en dóttir þeirra er eins og kunnugt er Louisa listmálari. Versl- un hefur ætíð verið í húsinu, eins og húsinu við hliðina, og var það allt þar til ráðist var í endurbyggingu húsanna. Skömmu eftir að húsið við hliðina, Kirkjustræti 8b, var reist var byggt í sundið á milli húsanna og var sú viðbygging til lítillar prýði. Það einkenni- lega við viðbygginguna var að þó efri hæðin væri í sama stíl og húsið tók jarðhæðin mið af Kirkjustræti 8b hvað varðar gluggastærð og hæð á sökkli. Þegar hafist var handa um endurbyggingu húsanna var þessi við- bygging rifin en gert er ráð fýrir nýrri tengi- byggingu milli húsanna. Nokkmm árum eftir að Kristján Ó. Þor- grímsson byggði hús sitt í kálgarði Gróu Oddsdóttur keypti Helgi Helgesen skóla- stjóri bamaskólans lóðina við hliðina, sem Geir Zoéga átti, og byggði íbúðarhús. Þetta Ljjósm.Lesbók/Ásdís. HÚSIN í Kirkjustræti, Hótel Skjaldbreið nr 8, nr 8bog 10 eins ogþau líta út núna. hafnamaður Reykjavíkur fyrr og síðar. Zoégafólkið varð ekki mosagróið við Kirkju- stræti og húsið var selt og lóðin bútuð nið- ur. Gunnar Einarsson kaupmaður, faðir Jóhannesar biskups í Landakoti, byggði stórt timburhús á lóðinni Kirkjustræti 4 skömmu fyrir aldamótin og þar var lengi verslun og veitingahús. Fyrri eigandi Kirk- justrætis 4, Gróa Oddsdóttir, byggði hús fyrir sig og dætur sínar að Kirkjustræti 6 og flutti þangað. í Kirkjustræti 4 rak Krist- ín Þorvaldsdóttir, læknis Jónssonar, list- verslun til margra ára. Kristín var ein þeirra kvenna sem um aldamótin lögðu fyrir sig myndlistanám erlendis en störfuðu því mið- ur lítið eða ekkert að list sinni eftir að þær komu heim. Loks var húsinu breytt í veit- ingastað sem fékk nafnið Tjarnarlundur og þar héldu Menntaskólinn og Kvennaskólinn sameiginleg böll sem þóttu öðrum böllum betri. Bæði húsin brunnu árið 1947 og þar hefur ekki verið byggt síðan. Upphaf á Íslenskri Klassík Húsin sem nú- standa við Kirlqustræti, að Alþingishúsinu og Herkastalanum frá- töldum, eru númer 8, 8b og 10. Elsta húsið byggði Kristján Ó. Þorgrímsson konsúll með meiru í kálgarði Gróu Oddsdóttur um 1880. Með byggingu hússins að Kirkjustræti 10 mótar fyrir nýrri stefnu í útliti húsa í Reykja- vík sem hefur verið kölluð íslensk klassík. Það er tvílyft grindarhús byggt á kjallara, klætt listasúð og með járnþaki. Sökkullinn var óvenjuhár og í kjallara voru nokkur herbergi. Að innra skipulagi telst það einnig til tíðinda að eldamaskínur eru komnar til var einlyft grindarhús með steypu í grind- inni klætt listasúð á háum sökkli svo kjallar- inn var manngengur. Hús Helga hefur ver- ið Kirkjustræti 8 en árið 1903 keypti Magn- ús Th. S. Blöndahl trésmiður húsið og lóð- ina, skipti lóðinni í tvennt, byggði nýtt hús og seldi gamla húsið. Sá hluti lóðarinnar þar sem hús Helga stóð varð Kirkjustræti 8a en nýbygging Magnúsar varð Kirkju- stræti 8b. Sigríður Sigurðardóttir sem bjó í Kirkjustræti 6 keypti íbúðarhúsið sem Helgi lét byggja af Magnúsi árið 1906 lét rífa það og byggði nýtt hús sem ennþá stendur. í Kirkjustræti 8 var í fyrstu rekið veitingahúsið Skjaldbreið, stundum nefnt Sigríðarstaðir, og þar var vinsælt bakarí um tíma. í endurminningum Sigurðar Har- alz segir hann meðal annars frá því hvem- ig umhorfs var í spænsku veikinni í Reykja- vík. í Kirkjustræti mætti hann dönskum manni sem hann kannaðist við og sá var mjög svangur enda nær alls staðar lokað. „Inni á Skjaldbreið var ein dama uppistand- andi en var þó orðin lasin. Við keyptum af henni allar rjómakökur og allt súkkulaði, sem á boðstólum var, og Daninn hakkaði þetta í sig.“ Síðar var þar einnig um ára- tuga skeið Hótel Skjaldbreið sem hýst hefur margan manninn. Þar bjuggu yfirmenn af þýska skipinu Bahia Blanca sem sökk und- an Vestfjörðum í ársbyrjun 1940 en undir- mennirnir bjuggu í Herkastalanum og á Hótel Heklu. Hótelið hafði um tíma mis- jafnt orð á sér, einkum á stríðsárunum þeg- ar sum herbergin voru jafnvel leigð út í fáar klukkustundir í einu. Húsinu hefur verið breytt nokkuð og múrhúðað en upp- haflega var það klætt bárujárni. Skjaldbreið er tvílyft grindarhús á kjallara með port- byggðu risi og kvistum og var hið glæsileg- asta. Húsið við hliðina bar þó af enda á það fáa sína líka. Fæðingarstaður V ÖLUND ARBRÆÐRA Kirkjustræti 8b var teiknað og byggt af Magnúsi Th. S. Blöndahl trésmið árið 1905. Hann bjó þar aldrei því hann seldi Chr. Fr. Nielsen konsúl húsið meðan það var enn í byggingu. Húsið er tvílyft timburhús með risi og kjallara og á framhliðinni eru þrjú útskot, karnapar, og upp af útskotinu í miðjunni er stór kvistur en hinum tveimur eru turnar. Á turnunum voru vindhanar sem settu virðulegan svip á húsið. Upphafleg teikning gerði ráð fyrir meiri íburði og skreytingum á húsinu en raun varð á. Fjöldi manns hefur búið í þessu húsi um lengri eða skemmri tíma, t.d. bjó Hannes Haf- stein þar urri hríð eftir að hann lét af ráð- herraembætti árið 1914, enda var þar yfir- leitt tvíbýli og auk þess leigð út herbergi. Húsið varð snemma bæði verslunar- og íbúðarhús. Sveinn Jónsson trésmíðameist- ari, sem var einn af stofnendum Völundar, keypti húsið árið 1917 og bjó þar til ársins 1936. Sveinn rak verslun í kjallaranum en bjó sjálfur á fyrstu hæðinni en á annarri hæðinni bjó dóttir hans Siguiyeig ásamt börnum sínum og rak matsölu. Á háaloftinu voru 7-8 herbergi sem voru leigð út og þar þótti gott að búa enda stutt í alla þjónustu. Sveinn lét setja þar upp síma fyrir leigjend- ur en símar voru þá ekki í öllum húsum og allra síst fyrir leigjendur. í símaskrá frá þessum árum eru leigendurnir að- greindir frá öðrum íbúum sem „háa- loftsbúar“. Um tíma bjó einnig á annarri hæðinni Sveinn M. Sveins- son forstjóri í Völundi og þar fædd- ust þeir Völundarbræður, Sveinn, Haraldur og Leifur. Sveinn byggði nýtt hús fyrir fjölskyldu sína að Tjamargötu 36 árið 1928 og þar býr Leifur enn. Seint á fimmta áratugnum eign- aðist Samband íslenskra samvinnu- félaga húsið ásamt lóðum í ná- grenninu. Fyrstu hæðinni var breytt í verslun og gluggarnir stækkaðir, á annarri hæð var saumastofan Gefjun en skrifstofur á háaloftinu. Um tíma var Hermann Vilhjálms- son húsvörður þar en hann var föð- urbróðir Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrv. ráðherra sem skrifað hefur bók um þennan frænda sinn sem setti svip sinn á Reykjavík um ára- bil. Húsið var notað undir verslunar- rekstur allt fram á síðustu ár en skrifstofurnar voru löngu fluttar. Árið 1967 keypti ríkissjóður Hót- el Skjaldbreið og 15 árum síðar eignaðist ríkissjóður önnur hús og lóðir við Kirkjustræti. Ráðgert var að rífa húsin enda þótti að þeim lítil prýði þar sem þau höfðu drab- bast niður. Ríkissjóður afsalaði sér húsunum og lóðunum til Álþingis árið 1987 í tilefni þess að fyrirhuguð nýbygging Al- þingis átti að rísa þarna. Ekkert varð af þeirri fyrirætlan og um tíma vissu menn ekki hvað til bragðs átti að taka en nú hefur loksins verið tekin ákvörðun um að varðveita húsin, a.m.k. 8b og 10, í sinni upprunalegu mynd og nýta þau undir starf- semi Alþingis. Til þess að svo megi verða þarf að breyta töluverðu innandyra en að ytra útliti verða húsin gerð upp í uppruna- lega mynd. Tengibyggingin milli húsanna hefur verið rifin en i hennar stað kemur ný tenging með stiga og lyftu og verður hún aðalinngangur i húsin. Um það má deila hversu langt skuli gengið í verndun þessara húsa og hverju má breyta en ljóst er að ef það á að nýta þau getur stundum verið nauðsynlegt að aðlaga þau nútímakr- öfum. Nýja tengibyggingin þjónar þessum tilgangi þótt varla teljist hún prýði en gamla tengibyggingin var nú heldur ekkert augna- yndi. Nú þegar endurbyggingu þessara húsa að utanverðu er lokið sést hvað þau eru glæsileg og mikil bæjarprýði. En ekki má láta staðar numið. Brýnt er að koma Skjald- breið í upprunalegt horf að utanverðu og til að styrkja og bæta götumyndina væri æskilegt að flytja gömul hús á lóðirnar númer 4 og 6 eða byggja ný hús sem féllu vel að þeim húsum sem fyrir eru. Alþingi ætti að sjá sóma sinn í að standa fyrir þeirri endurreisn. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur lagt til, að Vonarstræti 12 verði flutt á lóðimar Kirkjustræti 4-6. Höfundur er sagnfræðingur. SIGFRÍÐ ÞORISDÓTTIR Heimspekin eftir daga Sókratesar . .. og Stóru Börnin dreyptu á nýjum vitundarveigum. í algleymi sínu dönsuðu þau frá Kjarnanum í hringrás hártogana innan takmarka mannlegs gufuhvolfs. Kerfis- sköpun kærleikans Sagt er, að þjáningin sé forritið sem ber okkur á ieiðara til Ljóssins. Hví verður svo að vera; þarf Allt allt að vera skorðað í forrit og kerfi. Segðu mér okkar á milli; er ekki þjáningin bara galli í sköpunarforriti barna þinna. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur. INGA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Söknuður Ég finn tár renna niður gluggana sem eru á andlitinu Ég finn fyrir söknuði sem lætur kinnar mínar bólgna út Mig langar að hverfa, hverfa frá því leiðinlega lífi sem brennur inni í mér Hverfa frá því öllu sem kemur mér við Ég fæ hausverk því ég hugsa of stíft um framtíðina. Fortíðina og hvar ég stend núna Ég reyni að brosa, en það glaðlega í mér kemur ekki upp. Litla saklausa stelpan sem allt hafði í höndum sér finnur aðra leið, vonda leið Brosmiida stelpan sem gekk svo vel. Höfundurinn er ung Reykjavikurmær. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 17. FEBRÚAR 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.