Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Blaðsíða 15
ÆSKAN OG ÍSLENSKA BÓKAÚTGÁFAN AUSTAN- TJALDSFÖR OG FORNLEG TILSVÖR ÆSKAN heldur áfram útgáfu minninga Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra. í bókinni Ferðaslangur — Aust- an tjalds og vestan, sem væntanleg er hjá útgáfunni, segir Vilhjálmur frá boðsferð bændaflokka til Austur-Þýskalands 1968. Einnig hermir frá Kanadaferð 1975 sem hann fór meðan hann gegndi ráðherraembætti, en ferðin var á vegum Þjóðleikhússins. Dagbók sjómanns er skáldsaga eftir Guðjón Sveinsson sem er höfundur margra bóka fyrir börn og fullorðna. Magnús Scheving sendir frá sér barnabók sem tengist Ólympíuleikum og hefur fengið vinnuheitið Lati-Bær á Ólympíu- leikum. Bókin er í svipuðum stíl og fyrri bók Magnúsar um Lata-Bæ. Eva og Adam er saga eftir sænska höfund- inn Máns Gahrton. Adda kemur heim er ný útgáfa vinsællar bókar eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson með teikningum eftir Erlu Sigurð- ardóttur, en í ár eru liðin 50 ár síðan Æskan gaf út Öddu, fyrstu Öddubókina. íslenska bókaútgáfan gefur út bók eftir Harald Matthíasson, stórt safn tilsvara úr forn- sögum með hliðstæð orð úr nútímamáli. Stefnt var að því að gera efnið aðgengilegt og auð- skilið lesendum. Einnig kemur út hjá íslensku bókaútgáfunni þriðja bindi útkallsbóka Óttars Sveinssonar, björgunarsögur sem höfundurinn hefur skráð. í sumar var Islenska vegahandbókin gefin út á ensku og þýsku. Visitors key nefnist enska útgáfan og Island Atlas þýska gerðin. Morgunblaðið/Bernhard CLARE College Chapel Choir hélt tónleika í nýrri Reykholtskirkju nýverið en þetta var í fyrsta skipti sem haldnir eru tónleikar í kirkjunni. CLARE College Chapel Choir hélt tón- leika í nýrri Reykholtskirkju á dögunum en þetta var í fyrsta skipti sem haldnir eru tónleikar í kirkjunni. Þéttsetið var á tónleikunum en meðal gesta voru bresku sendiherrahjónin. Sýning á verkum Snorra Sturlusonar fer fram í kjallara kirkjunnar og stend- ur hún út septembermánuð. Stofnað hefur verið félag um rekstur kirkjukjall- arans sem heitir Heimskringla Reyk- FYRSTU TON- LEIKARNIR í REYKHOLTS- KIRKJU holti. Stofnendur eru Reykholtshreppur, Hálsahreppur og Búnaðarfélag Reyk- dæla og er stofnfé 5,5 milljónir. Tilgang- ur félagsins er að veita hvers konar upplýsingar um sögu Reykholts, menn- ingu og náttúrufar Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og þjónustu sem i boði er við ferðafólk í héraðinu. í framtíðinni verða skipulagðir tónleikar og sýningar í samvinnu við sóknarnefnd Reykholts- sóknar. ÍSLENSK UNGMENNl TIL KAUPMANNAHAFNAR TAKA ÞÁTT í NORRÆNNI NEM- ENÐASÝNINGU Morgunblaðió/Ásdís ATLI Ingólf sson tónskáld segir samninginn við Ricordi haf a mikla þýðingu fyrir sig. ÍTALSKA TÓNLISTARÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ RICORDI GEFUR ÚT VERK EFTIR ATLAINGÓLFSSON ATLI Ingólfsson tónskáld hefur skrifað undir samning við ítalska útgáfufyrirtækið Ricordi þess efnis að það taki til útgáfu á nótum og til dreifingar tónverk hans La Metrique du Cri eða Brag hrópsins. Að sögn Atla sóttust forsvarsmenn Ricordi eftir samstarfi við hann eftir að umboðsmaður fyrirtækisins í París hafði heyrt verk tónskálds- ins flutt á tónleikum í borginni. „Þessi samn- ingur hefur mikla þýðingu fyrir mig. i fyrsta lagi er ég ánægður með viðurkenninguna; það er virkilega ánægjulegt að Ricordi skuli sækj- ast eftir samstarfi við mig. Þá felast í samn- ingnum miklir dreifingarmöguleikar, auk um- talsverðrar kynningar á mér og verkum mín- um,“ segir Atli. sem liefur verið búsettur í Bologna á Ítalíu undanfarin sex ár. Hann kveðst ekki vita hversu hratt dreifing- in og kynningin muni ganga fyrir sig en ljóst sé að verkefnið muni taka einhveija mánuði. „Það liggur hins vegar fyrir að mikilvægt skref hefur verið stigið enda er líklegt að samstarf mitt við Ricordi muni halda áfram.“ Ricordi stendur á gömlum merg og er einn stærsti tónlistarútgefandi heims í dag. Höf- uðstöðvar fyrirtækisins eru í Mílanó en það er jafnframt með skrifstofur í New York, Lond- on, París og víðar. Atli segir að fyrirtækið búi yfir miklum verðmætum en meðal þess sem er varðveitt í Mílanó eru öll handrit höfuðtón- skáldanna Verdis og Puccinis. La Metrique du Cri var frumflutt í franska útvarpinu í mars síðastliðnum en að sögn Atla er líklegt að Caput-hópurinn taki verkið upp á sína arma og frumflytji hér á landi öðru hvoru megin við næstu áramót. STÓR hópur reykvískra ungmenna á aldrin- um 12-18 ára heldur til Kaupmannahafnar í dag til að taka þátt í samnorrænni nem- endasýningu í 0ksnehallen. Sýningin, sem ber yfirskriftina Árið 2002, verður opnuð formlega 19. september næstkomandi og stendur til 29. sama mánaðar. Að sögn Rakelar Pétursdóttur verkefnis- stjóra er sýningin liður í samnorrænu verk- efni sem felst í samvinnu listamanna, skóla og listasafna. „Hér er um óvenju djarft og umfangsmikið verkefni að ræða þar sem ungu fólki gefst óbeint tækifæri til að hafa áhrif á mótun framtíðarinnar.“ Að sögn Rakelar unnu þessi sömu ung- menni að skapandi verkefnum á síðastliðnu skólaári, þar sem fjallað var um framtíðina á sviði myndlistar, tónlistar, dans, kvik- myndalistar, arkitektúrs og tölvugrafíkur. Nutu þeir leiðsagnar listamanna og fagfólks á umræddum sviðum. Árangurinn var kynntur í Listasafni íslands í mars á þessu INNRITUN er hafin á námskeið í listmálun í listamiðstöðinni Straumi. Kennari verður Leigh Hyams, bandarískur kennari og mál- ari. Hún hefur haldið sýningar síðan 1970 og kennt málun í San Fransisco State Uni- versity og víðar. Námskeiðið er bæði fyrir bytjendur og þá sem hafa reynslu. Fyrra námskeiðið er dagana 15.-16. september, kvöldnámskeið ári en sýningin ytra er seinni hluti verkefnis- ins. Koma þar saman um 500 nemendur frá Norðurlöndunum sem þátt tóku í verkefrw . inu. Segir Rakel að þeir muni vinna í heila viku við að byggja upp borg framtíðar og búa til landslag kringum efnið í víðasta skilningi. „Þar verður margt að skoða, njóta og taka þátt í: Málverk, höggmyndir, bygg- ingar, kvikmyndir, tónverk og hægt verður að ferðast um í veröld tölvuheimsins, alnet- inu, og skoða sig um í Cybercity," segir Rakel og bætir við að opnuð verði heima- síða á alnetinu, þar sem unnt verði að fylgj- ast með uppbyggingu sýningarinnar og ýmsum viðburðum tengdum henni. Níu íslenskir listamenn og kennarar hafa tekið þátt í undirbúningnum en það eru: Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Hilmar Þórðarson, Illugi Eysteinsson, Sigurður Örlygsson, Guðbjörg Arnardóttir, Bragi Halldórsson, Sigfríður Björnsdóttir, Sigurbjörn Helgason og Ásthildur Jónsdóttir. 16.-18. september og síðara dagnámskeiðið 19.-22. september. Þessi námskeið, með kennsluaðferð sem Leigh Hyams hefur kennt lengi og á ýmsum stöðum, „opna leiðir til að sjá lífið í öðru ljósi, þau fela ekki aðeins í sér lærdóm til að mála, heldur gefa þau einnig tækifæri til að auðga mann- leg samskipti“, segir í kynningu. NÁMSKEIÐ í LISTMÁLUN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.