Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Blaðsíða 16
ALDAHVORFIAÐSIGI Listahátíö í Helsinki 1996, sem haldin var dagana 21. ágúst til 1. september síðastliðinn, var umfangs- mesta menningarhátíð sögunnar í Finnlandi. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á hátíðinni undanfarin tvö ár, eins og ORRI PALL ORMARSSON komst að raun um þegar hann kom að máli vió fráfarandi listrænan stjórnanda hennar, hljóm- sveitarstjórann Esa-Pekka Salonen, ytra. STAÐSETNINGIN og tungu- málið eru hlekkurinn um ökkla fínnsku þjóðarinnar — en um leið frelsið. Einangrun- in hefur í gegnum aldirnar kallað á sjálfstæða hugsun og tungumálið er svo órökrétt og flókið að það knýr Finna öðr- um þræði til sköpunar og hugvitssemi. Fyrir vikið hefur þessi landræma á milli austurs og vesturs, Rómar og Býsans, getið af sér öfluga, frumlega og óháða menningu. í það minnsta er Esa-Pekka Salonen, listrænn >stjórnandi Listahátíðar í Helsinki, þeirrar skoðunar. „Síðan höfum við erft sitthvað frá nágrönnum okkar, rökhyggjuna frá Svíunum og margþætta tilfinningasemi frá Slövun- um,“ bætir hann við. Sagt hefur verið að maðurinn sé ekki mennskur nema í félagi við aðra menn og í huga Salonens eru samkomur á borð við listahátíðir því nauðsynlegar. „Sællífið krefst þess að menn safnist saman, beri saman bækur sínar og miðli af reynslunni. Það þarf að minnsta kosti tvo til að njóta ásta og matur bragðast ávallt betur í góðra vina hópi. Samkomur eru jafnframt ein af undir- stöðum lista — að byggja brýr, koma boð- skap á framfæri og upplifa viðburði í samein- ingu. Þá er hver listviðburður einstakur í sinni röð; hin listræna upplifun er svo flókið ferli að óhugsandi er að vista hana á CD- ROM eða hörðum diski.“ Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Esa- Pekka Salonen er einn af eftirlætissonum Finnlands. Hann fæddist í Helsinki árið 1958 og lagði stund á nám við Sibeliusarakadem- íuna og á Ítalíu. Frumraun sína sem hljóm- sveitarstjóri þreytti hann með Sinfóníuhljóm- sveit Finnska útvarpsins árið 1979 og þrem- ur árum síðar kom hann í fyrsta sinn fram með Fílharmóníuhljómsveit Lundúna. Á árunum 1985-95 var Salonen aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Sænska ‘útvarpsins og frá 1992 hefur hann gegnt sama starfi hjá Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles. Þá hefur hljómsveitarstjórinn verið samningsbundinn Sony Classical í ellefu ár. Að rjúfa einangrun Að sögn Salonens er markmið Listahátíð- ar í Helsinki að ijúfa einangrun þjóðarinnar með tvennum hætti. „Annars vegar viljum við kynna fyrir Finnum listamenn, innlenda sem erlenda, sem ekki eru sérlega þekktir hér um slóðir og hins vegar viljum við leiða fólk saman, án tillits til hinna hefðbundnu takmarkana menningarinnar. Þess vegna er dagskrá hátíðarinnar ekki ákveðin með hlið- sjón af staðlaðri listfræði heldur eftirspum eftir gæðum, snilli, hæfni og djörfum hug- myndum. Síðan vonum við bara að áhorfend- ur hafi kjark til að láta sig fljóta með straumnum." Þegar Listahátíð í Helsinki var komið á fót á sjötta áratugnum var henni ætlað að heiðra minningu höfuðtónskálds Finnlands, Jeans Sibeliusar, og undir þeim formerkjum var hún haldin fyrsta kastið. En eins og Salonen kemst að orði, er ekki hægt að byggja viðamikla listahátíð til lengdar á ein- um manni — ekki einu sinni í Finnlandi. Hægt og sígandi opnuðust því dyr hátíðar- innar fyrir öðrum mönnum og öðrum list- greinum þótt sígild tónlist, ekki síst verk Sibeliusar, væri einatt í forgrunni. Þegar Esa-Pekka Salonen var gerður að listrænum stjómanda hátíðarinnar árið 1994 hafði hún verið í sama farvegi um árabil, það er sígild tónlist hafði verið ríkjandi en aðrar listgreinar, svo sem sjónlistir, leiklist og rokktónlist, fengið að fljóta með. „Listahátíð í Helsinki er ekkert einsdæmi, allar listahátíðir í Finnlandi byggjast á sí- gildri tónlist. Þegar forsvarsmenn hátíðar- innar leituðu til mín sló ég því til á þeirri forsendu að ég fengi að hafa fijálsar hendur — gera breytingar og skapa hátíðinni meiri sérstöðu. Að þeim skilmálum var gengið.“ 2.000 manns í sæti, var stakkfullt svo til öll kvöld hátíðarinnar að þessu sinni. En þótt íjölmargir hafi kunnað Salonen þakkir fyrir þreytingarnar hafa gagnrýnend- ur farið mikinn í finnskum fjölmiðlum, aðal- lega á liðnu ári, enda „hlýtur fjöllistahátíð sem þessi að kalla á mótmæli, einkum frá gömlu listaklíkunni“, eins og hann orðar það sjálfur. Sérstaklega ku sú staðreynd að há- tíðin var rekin með miklum halla í fyrra hafa verið vatn á myllu gagnrýnenda. „Tap- ið var mál ársins í finnskum fjölmiðlum, en það má öðru fremur rekja til reynsluleysis. Borgaryfirvöld hafa hins vegar sýnt breyt- ingunum mikinn skilning og borguðu því mismuninn án athugasemda. Var það drengi- lega gert.“ Morgunblaðið/Jari Soini LISTANÓTTIN hefur verið fastur liður í Listahátíð í Helsinki undanfarin átta ár. Þá gefa listamenn sköpunarþörfinni lausan tauminn uns dagur rennur á ný. veita hver öðrum innblástur. Náði hún há- marki í framkvæmd þegar dauðarokkssin- fónia var frumflutt við góðar undirtektir í fyrra. „Þetta er tákn nýrra tíma. Aldahvörf eru í aðsigi í lista- og menningarheiminum — gömlu gildin eru á undanhaldi og ný að ryðja sér til rúms. Við blasir nýtt stéttlaust menningarsamfélag sem teygja mun anga sína um heim allan, fyrir atbeina alnetsins og annarra undra á tæknisviðinu, og hin nýja menningarkynslóð mun einfaldlega gefa hefðum og þröngsýni langt nef,“ segir Salon- en. Hátíðin 1995 var sú fyrsta sem Salonen var í forsvari fyrir og segir hann gesti og gangandi ekki hafa farið varhluta af breytt- um áherslum. „í heildina var ég ánægður með útkomuna, þótt sumt hefði mátt betur fara, til dæmis tónleikar dauðarokkshljóm- sveitarinnar Massive Attack, sem stóð svo sannarlega undir nafni, í miðbænum. Munu þeir hafa raskað ró margra íbúa í miðbænum — og jafnvel víðar. Hafa ber hins vegar hugfast að Róm var ekki byggð á einum degi.“ Meðal nýjunga sem Salonen og samstarfs- menn hans brydduðu upp á var að reisa tjald eitt mikið í hjarta borgarinnar sem var lista- klúbbur hátíðarinnar í fyrra og aftur í ár — einskonar suðupottur. Hefur nýbreytni þessi fallið í fijóa jörð, en tjaldið, sem tekur um „HVER listviðburður er einstakur í sinni röð; hin listræna upplifun er svo flókið ferli að óhugsandi er að vista hana á CD-ROM eða hörðum diski,“ segir dáða- drengurinn Esa-Pekka Salonen. Læróu af reynslunni Salonen segir umsjónarmenn Listahátíðar í Helsinki hafa lært af reynslunni og marg- falt minni styr hafí staðið um hátíðina nú, þótt hún hafi verið álíka róttæk og á síðast- liðnu ári. Skipulagningin hafi verið í fastari skorðum, auk þess sem háværustu viðburð- irnir hafi verið færðir úr miðbænum. Á ann- að þúsund listamenn létu ljós sitt skína á hátíðinni 1996 sem samanstóð af liðlega sjö- tíu viðburðum og hefur jafn stór menningar- hátíð ekki í annan tíma verið haldin í Finn- landi. Kostnaður við hátíðina nam samkvæmt fjárhagsáætlun 10,5 milljónum finnskra marka, eða ríflega 150 milljónum íslenskra króna, og segir Salonen ekkert benda til þess að farið hafi verið fram úr áætlun að þessu sinni. I þessu samhengi bendir hann á, að þar sem Helsinkiborg hafi löngum gert menningu og listum hátt undir höfði sé ýmis þjónusta og aðstaða í borginni ókeyp- is. „Við fáum því með öðrum orðum meira en margur fyrir peninginn sem við leggjum í hátíðina." Esa-Pekka Salonen lítur sáttur yfir farinn veg, en hann lætur nú af störfum sem list- rænn stjórnandi Listahátíðar í Helsinki. Seg- ir hann fjölbreytni, víðsýni og þéttleika ein- kenna hátíðina og engum vafa undirorpið að björninn sé unninn — hátíðin sé orðin vettvangur fyrir allar listgreinar. „Listahátíð í Helsinki á að vísa veginn, vera brautryðj- andi. Að mínu mati hefur gott starf verið unnið á undanförnum þremur árum og bend- ir margt til þess að hátíðirnar sem við höfum borið ábyrgð á hafí haft áhrif á listalífið í Helsinki. Og er það ekki takmarkið, að hafa áhrif á samfélag sitt?“ Hópur rúógjafa Fyrsta verk Salonens var að safna saman hópi ráðgjafa á sviði hinna ýmsu listgreina til skrafs og ráðagerða. „Þetta voru allt leið- andi listamenn af minni kynslóð með víð- tæka þekkingu hver á sínu sviði. Við skiptum með okkur verkum en markmiðið var hið sama, að jafna vægi listgreina á Listahátíð í Helsinki.“ Meðal hugmynda sem fram komu var að sameina listgreinar og láta ólíka listamenn FRÁ tónleikum í tjaldinu góða, listaklúbbi Listahátíðar í Helsinki, sem slegið hefur ærlega í gegn. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 iMUtfrniWMBriPiM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.