Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 7
Á NÁMSKEIÐI í leirmótun fyrir 12-15 ára hjá Kolbrúnu Kjarval. lögð áhersla á þróun undirbúningsnáms á framhaldsskólastigi í sjónlistum, sem hefur skilað sér í mjög vaxandi fjölda nemenda á því námsstigi. Og í þriðja lagi höfum við allt áhugafólkið. Hér gefum við almenningi tæki- færi til að kynnast heimi sjónlistanna, afla sér þekkingar á myndlist sem njótendur en líka sem skapendur, og fá hvíld frá sínum daglega erli. Það eru mjög margir sem koma hérna til þess að skipta um umhverfi og komast í aðra vídd, þar sem allt snýst um hið sjónræna," segir Þóra. „Nám á borð við það sem hér er boðið upp á stuðlar að næmi fólks fyrir um- hverfi sínu, jafnt daglegu sem listrænu, jafn- framt því að efla skapandi hugsun og skerpa sjónskynjun þess. Við viljum opna fólki dyr inn í heim sjónlista og byggja upp njótendur lista. Það er ekki markmið í sjálfu sér að ala upp myndlistarmenn, heldur að opna þennan heim sem er svo mörgum lokaður, vegna þess að þessi menntun hefur ekki verið sem skyldi í þjóðfélaginu, þó að það sé nú sem betur fer mikið að breytast.“ Það er mikill léttir fyrir starfsmenn og nem- endur skólans að hafa loks fengið fastan sama- stað. „Það sem skiptir sköpum á þessum tíma- mótum er að við erum komin í húsnæði þar sem við getum verið í friði. Það skiptir óskap- lega miklu máli upp á það að geta einbeitt kröftunum að skólastarfinu, því það hafa farið ómældh' kraftar í það í gegnum tíðina að flytja, finna nýtt húsnæði og innrétta. Nú höfum við loksins vinnufrið. Við höfum líka þurft að nota mikla ki-afta í að sannfæra ráðamenn um mikil- vægi starfsins hér til þess að fá meira fé inn í starfsemina. Því skólinn hefur verið á ystu nöf hvað eftir annað og í rauninni er það með ólík- indum að hann skuli vera starfandi ennþá. Það er engu að þakka nema seiglu og eldmóð þeirra sem að honum hafa staðið," segir Þóra. GÓÐUR UNDIRBUNINGUR FYRIR FREKARA MYNDLISTARNÁM „ÉG ákvað mjög snemma að fara í Myndlista- og handíðaskólann,“ segir Ingibjörg Böðvarsdóttir, sem er 21 árs nemi í MHI og Myndlistaskólanum í Reykjavík. „Eg byrjaði á barnanám- skeiði í Myndlista- og handíðaskólanum sex ára gömul. Svo hættu þau þegar ég var níu ára og þá fór ég í Myndlistaskól- ann í Reykjav/k og er búin að vera þar meira og minna síðan. Ég byrjaði á barna- og síðar unglinganámskeiðum, þá fór ég á almenn námskeið, leir, teiknun og módelteiknun. Svo hef ég verið í mót- un mannslíkamans og nú er ég í keram- ik,“ segir Ingibjörg. Hún hóf nám í MHI á síðasta ári, í fornámsdeild, og er nú á fyrsta ári í grafík. Hún er ekki í nokkrum vafa um að námskeiðin í Myndlistaskólanum hafí verið góður undirbúningur fyrir frekara myndlistarnám. Þar hafí hún prófað svo margt, alveg frá því að hún var barn. Þannig hafí hún fengið aðeins meiri innsýn og viti betur út á hvað hlutirnir gangi. „Þetta er það sem ég hef óhuga á" „Mér fínnst mjög gott að hafa farið í gegnum þetta og ég er mjög ánægð með það,“ segir hún og bætir við að hún hafi ofsalega gaman af myndlistar- náminu. „Þetta er það sem ég hef áhuga á.“ Hún segir mjög gott, and- rúmsloft í Myndlistaskólanum í Reykja- vík. „í MHÍ eru gerðar miklu meiri kröfur til manns og stundum er meira stress í gangi þar, en það er allt af- slappaðra og þægilegra niðurfrá,“ segir Ingibjörg. Morgunblaðið/Ásdís BRAGI Þór Guðjónsson einbeittur á svip með pensilinn. GOH ANDRUMSLOFT OG EKKERT KYNSLÓÐABIL svolítið í þessu áður, ég var hálfan vetur í Myndlistaskóla Reykjavíkur 1951, inni á Laugavegi í Víðishúsinu. Ég var líka í Handíða- og myndlistaskóianum á hiaup- um á kvöldnámskeiðum, á árunum 1960- 1964. Svo fór ég á myndlistarsvið í öld- ungadeild í Fjölbraut í Breiðholti tvo vet- ur, í undirbúning fyrir myndlist." Bragi þarf svo sannarlega ekki að kvíða iðjuleysi, þó að hann sé hættur launavinnu. „Það er stórkostlegt að hafa þetta, maður hefur alltaf nóg að gera,“ segir hann. Segja má að ævistarf hans, húsasmíðarnar, sé ekki alls óskylt því sem hann fæst við núna. „Maður var nú dálítið í teikningum í Iðnskólanum á sín- um tíma.“ Hann segir andrúmsloftið í Myndlistaskólanum alveg sérstaklega gott og kynslóðabilið ekkert. „Ég hef ekki kynnst nema góðu fólki hérna,“ seg- ir hann. BRAGI Þór Guðjónsson er einn þeirra sem alltaf koma aftur á nárnskeið í Myndlista- skólanum í Reykjavík. „Ég byrjaði árið 1989 og síðan hef ég verið hér á hverjum vetri,“ segir Bragi, sem er húsasmiður að mennt en er nú 71 árs gamall og kominn á eftirlaun. En hefur þó alltaf nóg að gera - í myndlistinni. Hann byrjaði i olíumálun, sem hann hef- ur lagt stund á æ síðan, og sömuleiðis vatnslit og pastel. Hann hefur einnig tekið námskeið i teikningu, módelteiknun og -málun. „Núna er ég í ftjálsri málun hjá honum Kristjáni Steingrími og módelmál- un hjá Jóni Axel og Sigurði Orlygssyni," segir hann. Hef ekki kynnst nemn góðu fólki hérna Bragi segist alltaf hafa haft áhuga fyrir myndlistinni. „Ég var nú búinn að vera Morgunblaðið/Ásdís INGIBJÖRG Böðvarsdóttir mótar leir í Myndlistaskólanum á kvöldin og leggur stund á grafík í Myndlista- og handíðaskólanum á daginn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.