Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Blaðsíða 8
MAURER OG COLLINGWOOD EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON „Allir eru fátæklega til fara og staðurinn nakinn, aumur og eyðilegur. Und- irokun og sinnuleysi þeirra, sem ættu að geta stuðlað að bærilegri og uppörvandi tilveru og vax- andi velmegun þjóðarinn- ar, voru augljós ... hvar- vetna er skítur og óreiða og allt virðist hálfkarað." GLÖGGT er gests augað“ og því gleggra þegar ferða- maðurinn skrifar lýsingar og athugasemdir án þess að ætla efnið til birtingar. Tillitssemi ferðamanna slævir nokkuð útmálun áhrifa þeirra atriða sem verka sterkast við fyrstu kynni, þegar ætlunin er að gefa ritsmíðina út. Þá kemur til smekkur markaðarins, sem getur verið margvíslegur á hinum ýmsu tímum. Þær ferðabækur sem ný- lega hafa komið út og eru byggðar á dagbókum og bréfum, skrifaðar við fyrstu áhrif og ekki ætlaðar til birtingar af höfundanna hálfu eru: Konrad Maurer: Islandsferð 1858 og Bréf W.G. Collingwoods gefin út í ritinu: Fegurð íslands. I inngangi að Islandsferð Maurers 1858, segir Páll Sigurðsson, fyrrv. forseti Ferðafé- lags Islands: „Sá erlendi ferðamaður, sem sennilega hafði gleggsta gestsaugað og kann- aði landið og sögu þess af hvað mestri ná- kvæmni, var þýski fræðimaðurinn Konrad Maurer, prófessor í þyskum lögum og nor- rænni réttarsögu..." Maurer var einn merkasti fræðimaður um íslensk efni á 19. öld og hefur haldið þeim sessi fram á okkar daga. Hann skrifaði mikið rit um kristnitökuna á íslandi og annað rit um ís- lenska réttarsögu og þjóðveldisríkið. Eins og flestum er kunnugt var Maurer hvatamaður að söfnun íslenskra þjóðsagna og honum má þakka varðveislu og útgáfu íslenskra þjóð- sagna, kenndra við Jón Arnason. Viðhorf hans til íslendinga voru byggð á þekkingu hans af miðaldaritum íslenskum og kynnum hans við Jón Sigurðsson, Jón Arna- son, Guðbrand Vigfússon og fleiri. Maurer dvaldi hér á landi í hálft ár og heldur dagbók um ferðir sínar og kynni af landsmönn- um og landi. Þegar Maurer kemur til landsins var íbúa- talan á milli 64.603 (1855) og 66.987 (1860), 1850 voru íbúar Reykjavíkur 1.149 og 1860 1.444. Skipting þjóðarinnar eftir atvinnu 1860: Landbúnaður 52.956 og sjávarútvegur 6.200, handverk og iðnaður 761, verslun og samgöng- ur 745, ómagar 1.827 og embættismenn 2.735, ótilgreind atvinna, daglaunamenn, eftirlauna- og eignamenn reka svo lestina alls um 1.700. Landbúnaður var sjálfsþurftarbúskapur, að miklu leyti, helsta útflutningsafurðin úr land- búnaðargeiranum var ull. Sjávarafurðir, fiskur og lýsi, voru höfuðútflutningsvörur. 1855 var um það bil fjórðungsverðmæti innflutningsins nýlenduvörur - kaffi, te, kakó, sykur og tóbak - og drykkjarvörur. Annar fjórðungur inn- flutningsins voru komvörur. Matvæli voru smábrot innflutningsins fyrir utan komvörur. Verslanir voru um 58 á öllu landinu. Það má gera sér grein fyrir formi samfélags- ins af þessum tölum, sjálfsþurftarbúskapur, heimilisiðnaður til sjálfsþurftar og einhver tó- vara til vöruskipta, fjármagnsmyndun helst bundin sjávarútvegi. Um þetta leyti er Kaupmannahöfn stjói'nar- farsleg og menningarleg höfuðborg Islands. Þar sat einvaldur konungur yfir Islandi, þar var höfuðstöð íslenskrar sjálfstæðisbaráttu og þar vora aðalstöðvar Bókmenntafélagsins ásamt íslenskri bókaútgáfu. Tímaritaútgáfa var hér nokkur á fyrri hluta aldarinnar og jafn- framt í Kaupmannahöfn. Fyrsta íslenska blað- ið hóf göngu sína 1848, Þjóðólfur, og Norðri 1853, gefið út á Akureyri. Höfuðbaráttumálið var sjálfstæðisbaráttan, sem Jón Sigurðsson stjómaði um þetta leyti. Konrad Maurer studdi þá baráttu heilshugar. Maurer kemur hingað úr samfélagi þar sem borgarmenning átti sér langa sögu. Þótt mikill hluti íbúa Evrópu teldist til bænda og aðallinn ætti enn miklar jarðeignir var verslun og iðn- aður drýgst til fjármagnsmyndunar með aukn- um áhrifum borgarastéttarinnar, ekki síst í Þýskalandi. Hann var sprottinn úr menntuðu umhverfi og var sjálfur í þeim heimum, þótt hann liti bændur rómantískum augum eins og kemur fram í dagbókum hans. Hann hafði kynnst íslensku elítunni í Kaup- mannahöfn. Þar sat eins og áður segir höfuðs- maður sjálfstæðisbai'áttunnar og mörg íslensk skáld og fræðimenn. Um miðja öldina vora samgöngur gjör- breyttar á meginlandi Evrópu frá því sem áður hafði verið, eimreiðin var komin til sögunnar og jámbrautamet lá um Evrópu. Samfara iðn- byltingunni gjörbreytti þetta lífsmáta og hag- kerfi álfunnar. Hér á landi var hesturinn „far- artækið“ eins og á miðöldum. Hjólið kemur seint til sögunnar nema kvarnarsteinninn. Sá maður sem vakti áhuga Maurers á mál- efnum íslands samtímans var Jón Sigurðsson. Maurer hafði lengi haft mikirrn áhuga á mið- aldasögu Islands, bókmenntaarfi, réttarsögu og goða- og þjóðsögum. Jón Sigurðsson sendi Maurer rit sitt „Om Islands statsretlige for- hold“ Kph. 1855. En það varð til þess að hann skrifaði grein í „Allgemeine Zeitung" um Is- land og dönsku grandvallarlögin, sem vakti mikla athygli bæði þýskra fræðimanna og Is- lendinga. Greinin var þýdd og birt í Nýjum fé- lagsritum, „Um landsréttindi íslands". Þar með varð Maurer kunnur á íslandi sem stuðn- ingsmaður sjálfstæðiskrafna íslendinga. Ahugi Maurers var nú ekki lengur bundinn við menn- ingararfinn frá miðöldum, áhugi hans var vak- inn fyrir íslenskum samtíma og þessvegna tók hann sig upp og hélt til Islands. Afraksturinn af því ferðalagi er ferðabókin Konrad Maurer: Islandsferð 1858, í ágætri þýðingu Baldurs Hafstað á handriti ferðabók- arinnar, gefin út af Ferðafélagi íslands 1997. Maurer skrifar: „Síðari örlög og athafnir, hin nýja barátta þessarar lítt þekktu og lítt umtöluðu þjóðar, fór að verða mér fullt eins hugleikin og fortíð hennar sem útlendingar gefa þó helst gaum.“ Hinn 27. apríl 1858 kemur Maurer til Reykja- víkur. Höfundurinn lýsir bænum og bæjarbrag, segir hann bei-a svip danskrar nýlendu en hverfi þeirra fátæku, eða jaðarbyggðin, sé ömurleg og beri „íslenskan svip“. Maurer kynnist helstu mennta- og embættismönnum í Reykjavík, þai- á meðal Trampe greifa, sem fræðir hann um ýmsa embættismenn. Maurer hafði meðmæla- bréf til ýmissa manna hér á landi frá vinum sín- um í Kaupmannahöfn og greiddi það götu hans, honum virðist hafa verið mjög vel tekið og átti greinin í Nýjum félagsritum sinn þátt í því. Maurer heldur til Þingvalla þar sem hann gisti, þar fengu þeir tvö herbergi, vinnustofu prests- ins og annað. Vatni var ausið yfir gólfin, svo að herbergin vora rök, en gólfin hrein. Kaffi var á boðstólum og Maurer segir kaffið á íslandi yfir- leitt gott, en „ákveðnum skammti af mjólk og sykri sé neytt upp á mann“. Kaffið telur Maurer betra en í þýskum sveitum, og „ekki sé hægt að líkja því við sullið sem maður fær í þorpum og bæjum á Saxlandi“. Morgunþvotturinn fór fram í gjá í námunda við bæinn. Maurer minnist á írska ferðamenn sem enginn skildi og skrifar í því sambandi um nauðsyn þess að skilja þjóð- tunguna og geta gert sig skiljanlegan á henni, annars skapist oft misskilningur sem verði oft- ast íbúunum til hnjóðs, þegar ferðamennirnh segi eða skrifi ferðasöguna. Maurer skoðar sig vandlega um á Þingvöllum og skráir allt sem fyrir augu ber með tilliti til fornra sagna. Síðan er haldið til Geysis og um lágsveitir Arnessýslu og síðan liggur leiðin að Stóra-Núpi til sr. Skúla Gíslasonar. Messa var að hefjast og urðu þeir að „hlusta á hryllilegt gaul sem kallað er safnaðar- söngur". Ræða sr. Skúla bætti gaulið fyllilega upp. Nú er haldið yfir Sprengisand að Ljósavatni og Þingey og síðan um Eyjafjörð og til Skaga- fjarðar og „heim að Hólum“. Maurer kynnist á leið sinni flestum þeim embættismönnum sem getið er í söguritum frá þessum tíma, og hefur af þeim góð kynni. Hrifnastur verður hann af sr. Benedikt Vigfússyni, prófasti að nafnbót, á Hólum. Þar finnur hann öll þau þægindi sem hann var vanur á heimaslóðum í Þýskalandi auk þess sem hann naut einstakrar gestrisni og skemmtunar í samræðum við prófastinn. Maurer ver nokkrum síðum í lýsingu á Hóla- stað og klykkir út með því að sr. Benedikt sé eftirminnilegastur þeirra mörgu ágætu manna sem hann kynntist á ferðum sínum. Ferð Maurers um Húnaþing er ferð nú og til forna, eins og reyndar ferðh hans um önnur byggðarlög. Þessi samþættingur samtíðarlýs- ingar og tengslin við fortíðina lífgar hvort tveggja. Saga Þingeyra er rakin og síðan kemur að söguslóðum Laxdælu og Saurbæ og Skarðs- strönd. KammeiTáðið á Skarði, Kristján Ki-ist- jánsson, hafði margt að segja um réttarfar og Friðrik Eggertz í Akureyjum sömuleiðis, Maurer telur hinn síðar nefnda einhvem mesta sérvitring sem hann hafi kynnst. Haldið er út í Flatey og rætt við Gísla Konráðsson sem sýnh Maurer skræður sínar og viðurkennh fyrir Maurer að hafa samið sjálfur fáránlegar forn- aldarsögur, en ekki afritað þær efth fornum minnum. Maurer flokkar Gísla til hins undar- lega fræðimanns, sem finnist meðal íslenskra bænda, sem séu sískrifandi og safnandi fróðleik og að Gísli sé einn þeirra mikilsvhkustu. Reyk- hólasveitin er senn að baki og Helgafellssveit tekur við. í Flatey heimsótti Maurer Ólaf Sí- vertsen, þar hittu þeir Sigurð Guðmundsson málara, sem Maurer hafi kynnst í Kaupmanna- höfn, en hann ferðaðist um breiðfirskrar byggð- h þetta sumar. Maurer lýsh búskaparháttum við Breiðafjörð og þeim hlunnindum sem þar verða auðsuppspretta margi-a jarðeigenda. Nú er hafinn lokaáfanginn um Borgarfjörð, Borg og Reykholt og Snorri Sturluson og loks lokakaflinn - Ferðalok. Að lesa þessa bók er eins og að rifja upp Is- landssögu síðari hluta 19. aldar og forn minni frá miðöldum. Fjölmargar persónur koma við sögu og höfundurinn lýsir þeim á þann hátt að þær koma lifandi fram úr síðum bókarinnar. Lifnaðarhættir og þjóðhagir koma einnig til skila og mynd skapast af þessu vegalausa landi, þar sem enginn fjármagnsmyndun á sér stað svo heitið geti, sjálfsþurftarbúskapur er stundaður, en arfleifðin lifir í hugum manna og tengslin við fortíðina hafa aldrei slitnað. Rit þetta er með bestu landlýsingum sem völ er á frá þessum tíma, höfundur er mjög glögg- ur á það sem sérstætt er og er auk þess mikill mannþekkjari, talar og skilur íslensku og á því gott með að kynnast landbúum. Hann segh kost og löst á þjóðinni og er alveg ófeiminn að láta það í ljósi. Og bókin er mjög skemmtileg lesning. Ferðasögunni lýkur skyndilega við súkkulaðidrykkju á Móum á Kjalarnesi hjá sr. Sveinbirni Guðmundssyni. íslandsför Collingwoods Tæpum fjörutíu árum eftir ferð Maurers hér var farin pílagrímsferð til íslands en afrakstur þein-ar ferðar var „A Pilgrimage to the Saga- Steads of Iceland. W.G. Collingwood and Jón Stefánsson 1899“. íslensk útgáfá kom út hjá Menningarsjóði fyrh um 30 árum og síðan ný og endurbætt út- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.