Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 20
Morgunblaöið/Ámi Sæberg Jan-Erik Billinger, forstöðumaður Sænska kvikmyndasafnsins, með hluta gjafarinnar í fanginu. % *■ Safna, varðveita og sýna FORSTÖÐUMAÐUR Sænska kvik- myndasafnsins, Jan-Erik Billinger, kom færandi hendi til Islands, þegar hann færði Islenska kvikmyndasafninu að gjöf 57 kvikmyndir frá hinum ýmsu tímabil- um sænskrar kvikmyndasögu. „Þetta eru nánast allt myndir sem við hefðum viljað eignast með einhverjum ráðum og svo sann- arlega höfðingleg gjöf,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Islenska kvik- myndasafnsins. Sænska kvikmyndasafnið stendur á göml- um merg, svo gömlum að það getur státað af því að vera hið elsta í heimi, stofnað 1932 af framsýnum hugsjóna- og áhugamönnum um sænska kvikmyndagerð á þeim tíma. „Kvik- myndagerðin var svo ung grein á þeim tíma að fáum datt í hug nauðsyn þess að stofna safn en vegna þessarar framsýni eigum við megnið af öllu efni sem framleitt hefur verið í Svíþjóð, okkur vantar auðvitað eitthvað en í samanburði við mörg önnur lönd er það hverfandi," segir Jan-Erik Billinger í upphafi samtals okkar. „Kvikmyndasöfn voru ekki stofnuð fyrr en um og upp úr seinni heims- Ástæðan er ekki bara hirðuleysi heldur voru filmur framleiddar úr efni sem geymdist illa, svokallaðar nítratfilmur, og margar kvikmjmd- ir hafa eyðilagst vegna þess að ekki var athugað að afrita þær þegar ný efni komu til sögunnar á sjötta áratugnum." Sænska kvikmyndasafnið státar nú af 18 þúsund titlum, þar af eru um 14 þúsund leiknar myndar og 4 þúsund heimildarmyndir af ýmsum toga. „Grundvallarhugsunin að baki kvikmyndasafni er tvíþætt. Annars vegar varðveisla kvik- mynda á listrænum forsendum og hins vegar sem sögulegra heimilda. Það er jafn sjálfsagt og eðlilegt að geyma kvikmyndir eins og að varð- BÖÐVAR Bjarki Pétursson, forstöðumaður íslenska veita allar bækur sem gefnar eru kvikmyndasafnsins, tekur við gjöfinni úr hendi Jan- út í þjóðarbókasöfnum. Sænska Eriks Billinger við athöfn í Bæjarbíói á laugardaginn. kvikmyndasafnið fær eitt eintak af öllum kvikmyndum sem teknar eru styrjöldinni og mikið af því efni sem framleitt til sýningar í sænskum kvikmyndahúsum. var í heiminum fyrir þann tíma hefur glatast. Þetta eru um 200 titlar árlega, bæði innlend- ar og erlendar kvikmyndir," segir Jan-Erik. „Hlutverk kvikmyndasafnsins er þríþætt," segir Jan-Erik. „I fyrsta lagi að safna kvik- myndum. í öðru lagi að varðveita þær og í þriðja lagi að sýna þær, gera þær aðgengileg- ar almenningi. Þetta er í sjálfu sér hlutverk allra safna hverju nafni sem þau nefnast og kvikmyndasafn er engin undantekning. Til að sinna þessu þríþætta markmiði hefur Sænska kvikmyndasafnið yfir fjölmennu starfsliði að ráða, það skiptist í þrjár deildir, safnadeild, tæknideild þar sem viðgerðum og varðveislu er sinnt og sýningadeild, en á vegum hennar eru fjórar kvikmyndasýningar daglega árið um kring. „Það er einn mikilvægasti þáttur- inn í okkar starfi að gera safnið aðgengilegt almenningi. Þessi hluti starfseminnar er eins konar andlit kvikmyndasafnsins, að sýna myndirnar sem við eigum og einnig að sýna erlendar myndir sem við fáum lánaðar frá öðrum söfnum. Skiptingin er gróflega þannig að tveir þriðju hlutar myndanna sem við sýn- um eru í okkar eigu, hitt fáum við lánað.“ Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Islenska kvikmyndasafnsins, segist taka heilshugar undir þessi orð Jan-Eriks Billin- ger. „Við horfum til þess með óþreyju að geta boðið upp á kvikmyndasýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði en tvö ár eru síðan við fengum húsið til ráðstöfunar. Þar stendur nú yfir um- fangsmikil endurbótavinna á húsinu en ákveðið var að gera salinn upp í sitt uppruna- lega horf þar sem Bæjarbíó er merkileg byggingarsöguleg heimild frá miðri öldinni. Við sjáum nú hilla undir að geta tekið bíóið í notkun innan mjög langs tíma,“ segh- Böðvar Bjarki. Jan-Erik Billinger segir liggja ýmsar ástæður til þess að Sænska kvikmyndasafnið færir hinu íslenska svo höfðinglega gjöf. „Við viljum auðvitað styðja við bakið á hinu unga íslenska safni með þessum hætti. Hverju safni er nauðsynlegt að eiga gott úrval klass- ískra kvikmynda og megnið af þeim myndum sem við færum safninu er eftir heimsþekkta sænska leikstjóra. Með þessari gjöf viljum við aðstoða Islenska kvikmyndasafnið við að byggja framtíðardagskrá bíósýninga á sínum vegum í Bæjarbíói,“ segh- Jan-Erik. Meðal myndanna 57 eru átta myndir eftir Ingmar Bergman, þrjár eftir Hans Alfred- son, tvær eftir hvern eftirtalinna, Gustaf Molander, Bo Widerberg, Vilgot Sjömann og Tage Danielsson. Ein mynd er eftir Jan Troel auk fjölmargra annarra sem ekki verða nefndar í þessari upptalningu. „Þess má geta að mjög gott samstarf er á milli nor- rænu kvikmyndasafnanna, forstöðumenn þeirra hittast að jafnaði einu sinni á ári og bera saman bækur sínar. Sænska kvik- myndasafnið vill með þessum hætti sýna stuðning sinn í verki. Við væntum þess einnig að eiga gott samstarf við Islenska kvikmyndasafnið í framtíðinni en auk þess að skiptast á myndum getum við veitt ís- lenska safninu ýmiss konar sérfræðilega þekkingu því við búum yfir langri reynslu af varðveislu og viðgerðum á kvikmyndum, sagði Jan-Erik Billinger, forstöðumaður Sænska kvikmyndasafnsins. KAMMERTÓNLEIKAR í GARÐABÆ FRANSKIR OG RÚSSN- ESKIR SÖNGVAR ALINA Dubik og Gerrit Schuil við æfingar. / AKAMMERTONLEIKUM í Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag, laugar- dag, kl. 17, verða ljóðatónleikar með Alinu Dubik og Gerrit Schuil píanó- leikara. Gerrit er jafnframt listrænn stjórn- andi þeirra sex kammertónleika sem haldnir eru í Garðabæ á þessum vetri. A veggspjöldum er auglýst að Elín Osk Oskarsdóttir syngi með Gerrit á þessum tón- leikum, en vegna veikinda hennar hleypur Al- ina Dubik í skarðið. Tónleikamir hefjast á fimm sönglögum eft- ir Gabriel Fauré en að öðru leyti er efnis- skráin helguð fjórum rússneskum tónskáld- um 19. aldar, þeim Rimskíj-Korsakov, Aleksandr Borodin, Míkhaíl Glínka og Pjotr Tsjajkovskíj og mun söngkonan flytja ^ söngvana á frummálinu. í safni þessara miklu tónskálda er að finna heila veröld stórkost- legrar tónlistar fyrir mannsröddina, söngvar þeirra eru allir frá blómaskeiði rómantísku stefnunnar og yrkisefnin dæmigerð fyrir skáldskap þeirra tíma - ást, náttúra, viðskiln- aður og dauði. 011 þessi sönglög búa yfir ólýs- anlegri fegurð sem hver hlustandi skynjar um leið og hann gefur sig tónlistinni á vald því að fá tónskáld sögunnar hafa annað eins lag á því og hin rússnesku að semja grípandi laglínur og tjá voldugar tilfinningar ljóð- skáldanna, landa sinna. Alina Dubik er pólsk að ætt og uppruna. Hún brautskráðist frá Tónlistarháskólanum í Gdansk í Póllandi árið 1985, en aðalkennari hennar þar var prófessor Barbara Iglikowska. Samhliða námi sínu söng hún með óperunni í Kraká í heimalandi sínu. Á liðnum árum hefur Alina Dubik komið fram sem einsöngvari víða um lönd, meðal annars í Þýskalandi, Lúxemborg, Ítalíu og Sviss. Á Islandi hefur hún komið fram sem einsöngv- ari með Sinfóníuhljómsveit Islands og sungið í Islensku óperunni, meðal annars í Othelló eftir Verdi og í Töfraflautunni eftir Mozart. Alina Dubik hefur verið búsett hér á landi um árabil, hún er íslenskur ríkisborgari og starfar við söngkennslu í Reykjavík. Gerrit Schuil nam píanóleik við Tónlistar- háskólann í Rotterdam hjá Lilly van Spengen, en stundaði síðan framhaldsnám í London hjá John Lill og Gerald Moore, og síðan í París hjá Vlado Perlemuter. Hann hefur haldið tónleika í flestum löndum Evr- ópu og í Bandaríkjunum og komið fram á al- þjóðlegum tónlistarhátíðum. Gerrit nam hljómsveitarstjórn hjá rússneska hljómsveit- arstjóranum, Kirill Kondrashin, en árið 1979 réðst hann til Sinfóníuhljómsveitar hollenska ríkisútvarpsins sem á þeim árum var jafn- framt aðalhljómsveit Hollensku ríkisóper- unnar og þar starfaði hann sem stjórnandi um árabil. Einnig hefur hann stjórnað fjöl- mörgum hljómsveitum í Evrópu og Banda- ríkjunum, bæði í óperuhúsi og tónleikasal. Gerrit Schuil hefur tekið virkan þátt í ís- lensku tónlistarlífi frá 1993, bæði sem píanó- leikari og hljómsveitarstjóri og leikið inn á nokkrar hljómplötur, meðal annars með Guðna Franzsyni, Rannveigu Fríðu Braga- dóttur og Finni Bjarnasyni. Miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalíns- kirkju í Garðabæ milli kl. 16-17 tónleikadag- inn. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.