Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 3
I I SBOk MORGLNBLAÐSINS - MENNING llSlllt 24. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Aldarminning Jóns Helgasonar Lesbókin minnist þess að eftir ijóra daga er öld liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar, prófessors og skálds í Kaupmannahöfn, með grein um fræðimanninn Jón Helgason eftir dr. Jónas Kristjánsson. Jóhann Hjálmarsson skrifar um skáldið Jón Helgason. Þá er birt viðtal við Jón, sem Gísli Sigurðsson átti við hann í Arnasafni sumarið 1960. Astrup Fearnley safnio í Ósló er safn nútímalistar og þó það sé ekki gamalt hefur því tekizt að eignast verk eftir marga þá myndlistarmenn sem hvað hæst ber nú í aldarlok. Margrét Reykdal, myndlistarkona, sem býr í Nor- egi og starfar við safnið, skrifar greinina. RifiS, brennt og brotið niður segir í fyrirsögn á grein eftir Gísla Sig- urðsson um glataðar menningarminjar í Árnesþingi. Þar hafa orðið hrapalleg slys, stundum fyrir skammsýni, en oftar vegna sljóleika. Átakanlegust er sagan af eyðingu altarisbríkurinnar frá Skál- holti og niðurrif Lefolii-verzlunar á Eyr- arbakka, en þar að auki er nefnt niður- brot hins fyrra Mjóikurbús Flóamanna og bæjarins í Þorlákshöfn, eyðingu ibúðarhússins í Arnarbæli, varðturnsins í Kaldaaðarnesi og bæjarins í Haukadai. Rómantískur þjóðernissinni Alphonse Mucha er einn af fremstu mynd- listarmönnum Tékka á fyrrihluta þessarar aldar. Hann var einn af þekktustu boðber- um Art Nouveau stfls- ins í París í lok síðustu aldar og frægstur varð hann fyrir samstarf sitt við leikkonuna Söruh Bernhardt. Hávar Sigurjónsson skoðaði Mucha safnið í Prag og leit yfír feril listamannsins. FORSÍÐUMYNDIN er eftir norska málarann Odd Nerdrum: Göngumaður hermir eflir skýi, 1990, olía á striga, 228x197 sm. Málverkið er i eigu Astrup Fearnley listasafnsins í Ósló og birt í til- efni umfjöllunar um það. Nerdrum gekk illa að öðlast viðurkenningu listfrömuða í Nor- egi, en á sýningu hans í Astrup Fearnley safninu komu 57 þúsund gestir og er það að- sóknarmet þar. JÓN HELGASON ÁFANGAR - BROT - Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Þverhöggvið gnapir Þúfubjarg þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðirþví önnur slög, ekki er hann mildur héðra; iðkuð var þar á efstu brún íþróttin vorra feðra: Kolbeinn sat hæst á klettasnös, kvaðst á við hann úr neðra. Nú eríDritvík daufleg vist, drungalegt nesið kalda; sjást ekki lengur seglin hvít sjóndeildarhringirm tjalda; Tröllakirkjunnar tíðasöng tóna þau Hlér ogAlda; Fullsterk mun þungt að færa á stall, fáir sem honum valda. Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði; áburð og Ijós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldákvísl kemur úr Vonarskarði. Eldflóðið steypist ofan hlíð, undaðar moldir flaka; logandi standa í langri röð ljósin á gígastjaka; hnjúkarnir sjálfiv hiikta við, hornsteinar landsins braka, þegar hin rámu regindjúp ræskja sig upp um Laka. Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landið ber sér á breiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stcndur meðjárnstaf íhendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig... kuldalegrödd ogdjúp. Þess er minnst nú að öld er liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar prófessors. Eitt af þeim kvæðum Jóns sem hafa orðið þjóðinni hjartfólgin er Áfangar, sem birtist hér að hluta, en hér vísast til viðtals og greina um Jón I þessu blaði. RABB SUNNAN SEX EIR eru nokkuð margir sem slá á símann til mín til að ræða hitt og þetta um veðrið og veðurlagið. Seinasta sam- talið fjallaði um metra á sek- úndu, nýju mælieininguna í veðurfréttunum. Viðmæland- anum þótti sem þessir metr- ar á sekúndu væru býsna áberandi og engu líkara en veðurfregnirnar yrðu að nútíma ljóði sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Bla bla bla - metrar á sekúndu. bla bla bla - metrar á sekúndu, bla bla bla - metrar á sekúndu, bla bla bla - metrar á sekúndu. Láttu nú ekki svona segi ég, þetta eru smámunir. Það tekur ekki nema tvær sek- úndur eða svo að lesa þessi þrjú orð, METRAR Á SEKÚNDU. Nei, þetta eru engir smámunir, segir hann. Þú ættir að athuga að margt smátt gerir eitt stórt. Þetta verða 40 sekúndur í hverjum veðurfregnatíma að jafnaði, ég hef talið það saman. Yfir árið verða það meira en 30 klukkustundir. Úr þessum þremur orðum mætti sem sagt gera hálftíma dag- skrá á hverjum degi í tvo mánuði. Fyndist þér gaman að heyra svo sem þúsund sinn- um endurtekið METRAR Á SEKÚNDU, í belg og biðu í daglegri dagskrá, til dæmis á jólunum? Nei, það þætti mér ekki jafnvel þó að dagskráin væri flutt með rödd veðurstofu- stjórans eða yfirmanns hans, hins þokka- fulla umhverfisráðherra, segi ég þá. En gættu að hvað metrar á sekúndu eru miklu nákvæmari eining en til dæmis gömlu vind- stigin. Þarna skjátlast þér, ágaeti uppgjafa veð- urstofustjóri, segir hann. Ég heyri ekki bet- ur en þeir spái hiklaust vindhraðanum 10-15 metrum á sekúndu sem er í rauninni stærra bil og ónákvæmara en til dæmis 5-6 vindstig sem oft mátti heyra áður. það sannar einmitt að þessi 200 ára gömlu vind- stig eru prýðilega hæf til að lýsa veðurhæð- inni á fullnægjandi hátt. Oft er það gott sem gamlir kveða. Vænt þykir öldruðum veðurfræðingi um að heyra það orðtak segi ég. En jafnvel þó að nákvæmnin í metratalinu á sekúndu sé óþörf ætti hún ekki að skaða. Það er ekki rétt segir símavinurinn. Óþörf nákvæmni er af hinu illa. Yfírlitið yf- ir veðrið á landinu verður til dæmis óglöggt ef verið er að spreða í mann öllum tölum frá núlli upp í 30; vindstigin eru ekki eins ruglandi af því að þau eru færri. Hefurðu eitthvað fleira út á þetta að setja, segi ég, er ekki nóg komið? Nei það er aldeilis ekki nóg komið segir hann. Vindstigin eru orðin inngróin þjóð- inni, sérstaklega bátasjómönnum sem eiga meira undir veðri en flestir aðrir, segir við- mælandinn. Það er til nákvæm tafla sem sýnir hver áhrif vindsins eru á sjó og landi í hverju vindstigi, og svo hefur faðir kennt syni og maður kennt manni hvernig þetta samhengi er. Geturðu nefnt dæmi um það? segi ég, og ætla nú að koma honum í bobba. Já, svo sannarlega, segir hann. Tökum 5 vindstig. Um leið og sjómaður heyrir talað um þá tölu sér hann fyrir sér sjólagið í hug- anum: Kaldi. Allstórar öldur myndast, hugsan- legt að sums staðar kembi úr öldu. Landkrabbinn á líka aðgang að lýsingu á áhrifum 5 vindstiga: Kaldi. LítU lauftré taka að svigna. Freyð- andi bárur á stöðuvötnum. Heldurðu að sjómennimir viti þetta, spyr ég- Já, og ef eitthvert annað vindstig ber á góma er heldur ekki komið að tómum kof- unum hjá þeim sem hafa lifað í samfélagi við veðrið í áratugi ef svo má að orði komast. Með því að leggja vindstigin og nöfnin á þeim fyrir róða er því verið að meina þjóð- inni að nýta rótgróna reynsluþekkingu sem auðveldar mjög notin af veðurfregnunum. Er þá ekki nóg að setja saman nýja töflu sem lýsir áhrifum vindsins eftir því hvað þessir margumtöluðu metrar á sekúndu eru margir? segi ég. Víst væri það hægt, segir hann. En þá þarf að vinna upp aftur svipaða þekkingu þjóðarinnar og hefur náðst á 200 árum, og ekki er að sjá að Veðurstofan hafi sýnt lit á því, til dæmis með fræðslu í sjónvarpi, út- varpi eða blöðum. Hún virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því, en ef þetta er mein- ingin veitti ekki af að fara að byrja á þess- ari áratuga kennslu. þetta er síst léttara en bannsettur 2000-vandinn. Þú hefur flest á hornum þér segi ég. En góði maður, menn geta bara lært á vind- hraðann með því að keyra bílinn sinn, í logni, á mismunandi hraða, rétta höndina eða höfuðið út um gluggann og finna hvað strekkingurinn er mikill. Það er ekki svo auðvelt, segir hann. I fyrsta lagi gæti maður misst höndina eða höfuðið. Það væri reyndar mismikill skaði. En þó að til þess komi ekki hefði verið miklu betra í þessu skyni að nota kílómetra á klukkustund sem mælieiningu eins og á hraðamæli bílsins. En ekki einu sinni það mundi duga. Vindhraðinn í veðurspám er ekki miðaður við gluggahæðina á bílnum, heldur hvorki meira né minna en 10 metra hæð yfír jörðu. En þar uppi er oft miklu meiri vindhraði. Almenning varðar ekki um strekkinginn uppi í háum ljósastaurum, heldur um vindinn þar sem við lifum og hrærumst á jörðinni, og honum lýsa vind- stigin best. Nú fer mér að verða ljóst að þessi náungi hefur unnið heimavinnuna sína nokkuð vel, og sem afdankaður veðurstofustjóri verð ég að viðurkenna að hann hefur dálítið til síns máls. Því reyni ég að slá út trompi: Veistu að metrar og sekúnda eru einingar í alþjóð- lega mælingakerfinu? Ekki þarftu að segja mér neitt um það, segir símavinurinn. En veðurstofunum ber engin skylda til að nota þessar einingar í veðurfregnum. í því efni er farið eftir því hvað þjónar almenningi best í hverju landi. Sums staðar eru brúkaðir hnútar um vind- hraðann, til dæmis í öllu alþjóðlega fluginu. Margir nota vindstig í sjóveðurfregnum, en annars staðar tala menn um kílómetra á klukkustund, eins og á hraðamælum bíl- anna. Og svo má minna þig á að í alþjóðlega mælikerfinu er það kvarði Kelvíns en ekki Selsíus sem er hafður um hitann. Viltu kannski lýsa frostmarkinu svo að þá sé hit- inn 273,16 gráður? Eða telja loftþrýstinginn í paskölum: eitt hundrað og eitt þúsund fimm hundruð og tuttugu pasköl á Dala- tanga, fallandi um þrjú hundruð og fimmtíu pasköl á þremur stundum? Þannig er al- þjóðlega einingakerfið og eins gott að vera ekki þrælbundinn við það. Ég reyni að kveðja kurteislega. Kannski eru vindstigin ekki svo vitlaus eftir allt saman. Og ef þau eru alltaf notuð þarf ekki að vera að nefna þau fremur en gert var áð- ur í veðurlýsingu á stöðvunum. Allir skildu orðasambandið: Sunnan sex. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK; MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26,JÚNÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.