Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 7
NÁMSDVÖL f INDLANDI - ÞRIÐil OG SÍÐASTI HLUTI FRÁ unga aldri hefja nemendur daginn með samverustund á sal. Þrátt fyrir að einbeiting væri ekki alitaf fullkomin var merkilegt að sjá hve allt gekk vel. STARFSMENN í þróunardeild skólans fara mánaðarlega yfir dagbækur alira nemenda skól- ans. Unnið er skipulega úr þeim vandamálum sem þar kunna að birtast. STOFNENDUR City Montessori School, Barthi Gandhi til vinstri og Jagdish Gandhi til hægri. Starfsmenn kölluðu þau ætíð herra og frú Gandhi. ; ■ : ‘vV ■ . ' |T^ i ssSaBBK mi RÍK DANSHEFÐ er í landinu og í CMS skólanum er töluvert unnið með hana. Þessi mynd er frá nemendasýningu í einu útibúinu. CITY MONTESSORI SKÓUNN EFTIR JÓN BALDVIN HANNESSON ÚR KENNSLUSTUND hjá eldri nemendum í einu nýjasta útibúinu þar sem aðstæður þóttu mjög fínar. Árangur skólans er ótrú- 1 egur. Enginn annar skóli getur, svo vitað sé, stótað 1 af þ iví að 99% nemenda f( íii A í öllum samræmdum prófum. Nemendur hafa auk þess unnið til fjölda verðlauna og viðurkenn- inga í al þjóðlegum samkeppnum. í 15 FERMETRA skólastofu rúmast 32 nem- endur. Það er svo þröngt að kennarinn stendur aftan við þá sem sitja í fremstu röð. MENNTUNARSTIG á Indlandi er lágt og stjórnvöldum hefur ekki tekist að byggja upp skólakerfi sem mætt getur þörfum allra. Einkaskólai' spretta upp á öllum skólastigum og margir telja stjórnmálamenn hafa firrt sig allri ábyrgð því opinbera skólakerfið sé látið grotna niður. Samkeppni er mikil því ekkert almanna- tryggingakerfi tekur við og styður þá sem ekki bjarga sér. I City Montessori School eru nú um 22.300 nemendur. Skólinn var stofnaður fyrir 39 árum af ungum hjónum, Jagdish og Barthi Gandhi, sem þá áttu 700 kr. og fengu fimm nemendur fyrsta skólaárið. Síðan hefur skólinn vaxið jafnt og þétt og er nú talinn vera stærsti einkaskóli í heimi. Nemendur dreifast á 16 úti- bú sem flest sinna kennslu nemenda frá þriggja ára aldri og til átján ára. Starfsmenn eru um 2.000. Eldhuginn sem hefur byggt upp og leiðir skólann er Jagdish Gandhi. Nýtur hann dyggr- ar aðstoðar konu sinnar, Barthi Gandhi, sem sér um skrifstofuhald og hefur yfirumsjón með kennslu yngri barna. Hr. Gandhi vinnur að jafnaði um 18-20 klst. á sólarhring, m.a. fer hann yfir öll stjórnunarskjöl og uppgjör frá hverju útibúi daglega. Starfsþrek hans er slíkt að rekið er tölvuver á vöktum til að sinna þeirri vinnu sem hann kann að biðja um hvenær sól- arhringsins sem er. Árangur skólans er ótrú- legur. Enginn annai' skóli getur, svo vitað sé, státað af því að 99% nemenda fái A í öllum samræmdum prófum. Nemendur hafa auk þess unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga í al- þjóðlegum samkeppnum. Aðbúnaður Þrjú af sextán útibúum eru byggð sem skól- ar, hin þrettán eru í leiguhúsnæði sem er mis- jafnlega illa fallið til hlutverksins, oft á mörg- um hæðum og mjög þröngt um nemendur og kennara. Mæling á dæmigerðri kennslustofu í einu útibúinu sýndi 3x5 metra, eða samtals 15 fermetra. í bekknum voru 32 nemendur svo innan við 0,5 fermetrar komu í hlut hvers. Hús- gögn eru oft mjóir trébekkir áfastir við „borð: renninga" sem duga rétt fyrir eina opna bók. I best búnu útibúunum er rýmra, þar eru plast- stólar og eins eða tveggja manna borð fyrir eldri nemendur. Allt er það þó snjáð á íslensk- an mælikvarða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.