Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 16
IGRIPAVINNA Á STOLNUM STUNDUM ALDARMINNING PÉTURS SIGURÐSSONAR TÓNSKÁLDS OG SÖNGSTJÓRA EFTIR HALLDÓR BENEDIKTSSON Hinn 14. gpríl sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Péturs Sigurðssonar tónskálds frá Sauðárkróki. Hann samdi á stuttri ævi 34 sönglög. Meðal þekktustu laga hans eru Ætti ég hörpu, Erla góða Erla og Vor. Pétur Sigurðsson var fæddur á Geir- mundarstöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði hinn 14. apríl 1899. Foreldr- ar hans voru Sigurður bóndi þar Sig- urðsson, Bjarnasonar bónda og smiðs á Stóra- Vatnsskarði, og kona hans Ingibjörg Halldórsdóttir smiðs Bjömssonar frá Hval- nesi. Var Pétur fjórða bam foreldra sinna, af fimm. Öll vom þau systkin hið mesta at- gervisfólk, en urðu skammlíf flest. Pétur ólst upp með foreldrum sínum til tvítugsaldurs eða til vorsins 1919. Hinn 19. aprfl það ár kvæntist hann Guðrúnu Krist- jönu Sigfúsdóttur (f. 28. júní 1897), Björns- sonar bónda í Brekku í Svarfaðardal, og konu hans Soffíu Zóphóníasdóttur bónda á Bakka í sömu sveit, Jónssonar. Reistu þau Pétur og Kristjana bú það vor, á Mel hjá Reynistað, og bjuggu þar til vorsins 1923, er þau bragðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Var Kristjana þá heilsutæp orðin og var svo um langa hríð. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Sigurð (1919-1952), Sigrúnu f. 1920, Harald, (1922-1985) og Halldór Viðar (f. 1928). Pétur lézt úr skæðri lungnabólgu hinn 25. ágúst 1931, rúmlega 32 ára, og varð öllum harmdauði er til hans þekktu. Pétur var óvenjulega bráðþroska og vel að sér gerr um flesta hluti. Var ungur að árum með hærri mönnum, sterkur vel, og kappsfuliur. Dökkur á brún og brá, fölleitur nokkuð í andliti, augun snör, - gátu orðið mjög hvöss, við einbeitni hugans eða geðbrigði. Tilfinn- ingamaður mikill, skapheitur, örlyndur og geðstór, en tamdi skap sitt vel. Trygglyndur og vinfastur. Hamhleypa til allra verka, hag- Pétur Sigurðsson virkur og frábær afkastamaður. „Af honum bæði gustur geðs og gerðarþokki stóð.“ Snemma þótti bera á hljómlistargáfum hjá Pétri og nokkru fyrir fermingu fékk hann tilsögn í organleik hjá Benedikt Sigurðssyni bónda á Fjalli, er kenndi mörgum á harmon- íum. Benedikt taldi Pétur langfremstan þeirra er hann hafði kennt. Batt við hann miklar vonir og ævilanga vináttu. Hvatti hann Pétur til að reyna að afla sér frekari fræðslu. En þar var ekki um auðugan garð að gresja. Þó var Pétur um tíma við nám hjá GÓÐUR MAÐUR Á BRETLANDI William Boyd er einn fræknasti rithöfundur Breta qfyngri kynslóðinni segir JONAS KNUTSSON í umfjöllun um skáldið og verk þess. WILLIAM. Boyd fæddist í Accra, höfuðborg Ghana árið 1952 og ólst upp í Nígeríu. Rithöndur- inn valdi Afríku sem sögusvið í fyrstu skáldsögu, sem hann sendi frá sér, Góður maður í Afríku (A Good Man in Africa). Höfundur gerir hér góðlátlegt grín að enskum embættismönnum í Afríku og sag- an ber þess merki að hún gerist eftir að breska heimsveldið leið undir lok. Sveins- stykkið dregur dám af bókum eftir enska rit- höfundinn Graham Greene. Boyd hefur samið bráðskemmtilegar smásögur og marg- ar þeirra gerast í Afnku. Þessum sögum hef- ur verið safnað saman í bókunum Á kana- stöðinni (On The Yankee Station) og Ráðgát- an um Natalínu X (The Mystery of Nataline X). Boyd nýtur sín ef til vill best í smásögun- um. Hann er óvenjuskarpskyggn höfundur og er lagið að lýsa mönnum og málefnum með örfáum smátriðum. Höfundur minnir um margt á landa sinn Evelyn Waugh í þessum efnum. Boyd var fenginn til að steypa skáld- sögunni Fundið fé (Scoop) eftir Waugh í handritsform fyrir sjónvarp. Önnur bókin sem út kom eftir Boyd, Rjómaísstríðið (An Ice-Cream War), er mjög í anda Waughs, Greenes og Kiplings. Þótt Boyd sé enn sér- breskur rithöfundur í anda og efnisvali má segja að hann hafi síðan útskrifast frá læri- meisturum sínum og farið eigin leiðir. Fró Búricmönnum til Bandarikjamanna Bókin Stjömur og borðar (Stars and Stripes) er síðasta hreinræktaða gamansag- an sem komið hefur frá Boyd. Höfundur er hér stórskuldugur við Evelyn Waugh en býr yfir ekki minni frásagnargáfu en meistarinn. Boyd sneri aftur til Afríku í skáldsögunni Br- azzavilleströndin (Brazzaville Beach). Bókin markar þáttaskil hjá Boyd þar sem söguhetj- an er kona; höfundur gefur sér lausan taum- inn, lætur persónumar ráða ferð og markar þeim ekki of þröngan bás. Söguhetjan í verk- um eftir Boyd er oft Breti í framandi landi. William Boyd er einkarlaginn við að etja saman ólíkum menningarheimum og í nær öllum verkum eftir hann má greina slíka árekstra. Festist ekki á filmu Skáldsagan Nýju játningamar (The New Confessions) er um ungan mann sem flyst til Bandaríkjanna og leiðist út í kvikmyndabröl. Sögusviðið nær yfir neðanverða öldina og Boyd lýsir hverri heimsborginni á fætur annarri líkt og hann hafi búið þar alla ævi. Nýju játningamar era eins konar tilbrigði við Játningarnar eftir Rousseau. Boyd sýnir hér að honum er í lófa lagið að skrifa lengri skáldsögur og honum vex ásmegin þar sem hann fær aukið svigrúm. Nýju Játningarnar er vísir að því hvers Boyd er megnugur. Höf- undur hefur meira vald á málinu en minni spámenn; sumir kaflar í bókinni era svo listi- lega skrifaðir að furðu vekur að Boyd er ekki hampað meir en raun ber vitni. Gamansemin er hér með öllu áreynslulaus af því að bókin er ekki eiginleg gamansaga þótt höfundur geti Ieyft sér að vera fyndinn þegar við á. William Boyd á eitt sameiginlegt með sögu- hetjunni í Nýju játningunum, leikstjóranum seinheppna John James Todd. Svo virðist sem ill álög hvfli á verkum eftir Boyd þegar að því kemur að festa þau á filmu. Skáldsag- an Góður maður í Afríku var kvikmynduð á sínum tíma. Myndin var því miður fremur þunnur þrettándi, söguhetjan hvorki fugl né fiskur þótt hlutverkið væri bitastætt. Fínt háðið í bókinni var hvergi að finna. Stjörnur og borðar (Stars and Stripes) var sama marki brennd. Sá ágæti leikari Daniel Day-Lewis var fenginn til að leika aðalhlutverk í þessari bráðskemmtilegu spennusögu og bókinni fylgt út í ystu æsar. Eigi að síður var afrakst- urinnn hálfgert kassastykki svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Boyd hefur skrifað hand- rit að tveimur frumsömdum sjónvarpsmynd- um Hollensku stelpunum (Dutch Girls) og íþróttagarpinum (Good and Bad at Games). Báðar myndir skara fram úr venjulegum sjónvarpsmyndum og sýna glöggt hve snjall höfundur er á þessu sviði. Svo hörmulega hefur hins vegar til tekist að koma verkum eftir Boyd á breiðtjald að vera má að hann sé búinn að gefa miðilinn upp á bátinn, enda erfitt að henda reiður á því af hverju þessar tvær myndir sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum eftir Boyd misheppnuðust. Boyd var einn af mörgum handritshöfundum sem glímdu við að koma ævisögu Chaplins til skila í kvikmynd. Myndin var meingölluð en þó bjórar í henni. Freistandi er að þakka Boyd þessa ljósu punkta þótt ógemingur sé að dæma um slíkt. Kvikmyndagyðjan hefur hins vegar verið hliðholl breskum höfundum á borð við Irvine Welsh sem virðast í fljótu bragði ekki hafa nokkum skapaðan hlut til branns að bera. Listamaður i laumi Boyd leitar víða fanga og hefur verið órag- ur við að róa á ný mið svo að erfitt er að lýsa höfundi og verkum hans án þess að draga of einfalda mynd. William Boyd er Skoti en hef- ur forðast allt sem skoskt er eins og heitan eldinn þegar að kemur efnisvali, að Játning- unum undanskildum. Boyd hefur unnið urmul af bókmenntaverðlaunum. þó virðist nafni hans ekki haldið á lofti sem skyldi. Ein- hvers staðar segir ars est celare artem - list- in er að fela listina. Halda mætti að Boyd tækist of vel til á þessu sviði. Efnistökin era svo þjál að lesandinn stendur í þeirri trú að höfundur semji söguna án minnstu fyrirhafn- ar þar sem sögumaður minnir hvergi á eigið ágæti. Eitt helsta auðkenni á bókum Boyds er skörp kímnigáfa höfundar. Þótt sögumað- ur lýsi skuggahliðum tilverannar era gaman- mál aldrei langt undan. Aðdáunarvert er hvernig þessir ólíku þættir stangast aldrei á í verkum eftir William Boyd; þvert á móti kall- ast þeir beinlínis á og styrkja hverja bók í heild. Skáldsögur í gamansömum tón virðast vera eitt erfiðasta bókmenntaformið ef marka má hve fáar slíkar bækur era til í sam- anburði við grafalvarlegar sagnir. Oft era gamansamir rithöfundar vegnir og léttvægir fundnir líkt og hafi þeir afsalað sér þeim for- réttindum að vera teknir alvarlega fyrir þá sök eina að hafa sett fram hugmyndir sínar svo að aðrir megi hafa gaman af. Margir gagnrýnendur og bókmenntafræðingar virð- ast telja að þeir eigi ekki að skipa eins háan sess og hátíðlegri höfundar óminnugir fleygra orða sem höfð era eftir Tómasi Guð- mundssyni að húmor tákni ekki afsal neinnar alvöra. Beggja blands Boyd er milli steins og sleggju. Þeir sem era hrifnir af glæpasögum vilja fleiri morð. Menningarvitum þykir aftur á móti spennu- sögur ekki góð latína. Menn á borð við Boyd era oft reknir úr hvoramtveggju herbúðum. Sögurnar segja ekki mikið um höfundinn sjálfan eða einkahagi hans. Hins vegar bregður honum fyrir í smásögunum í bókinni Á kanastöðinni (On The Yankee Station). Af 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.