Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Page 10
Ljósm.Lesbók/Gísli. Forsalur á aðalhæð. Hér var líf og fjör þegar nemendur þyrptust fram í forsalinn í frímínútum. Nú standa þarna sem einskonar minnismerki skápar með uppstoppuðum fuglum frá Guðmundi Ólafssyni, kennara á Laugarvatni í áratugi og óþreytandi náttúrufræðara. Ljósm.Lesbók/Gísli. „Á Laugarvatni er líf og fjör/ þar fara menn úr hverri spjör“ var einu sinni sungið í revíu. í húsi héraðsskólans mætti vera meira líf og fjör og einn hugsanlegur möguleiki væri að koma þar upp heilsuræktarstöð með margháttaðri íþrótta- og æfingaaðstöðu fyrir almenning. Sem stendur er einungis aðstaða fyrir íþróttakennaraskólann niðri á túninu og á myndinni sést hópur nemenda þaðan á fótboltaæfingu. ALLUR sá fjöldi íslendinga sem verið hefur í Laugar- vatnsskóla frá stofnun hans 1928 ætti erfítt með að hugsa sér Laugarvatn án húss hér- aðsskólans sem brugðið hef- ur stórum svip á staðinn í 70 ár. Margar byggingar, sum- ar stórar, hafa síðan risið á Laugarvatni, en þær eru yfírleitt lítt eftirminnilegar. Gamla Laugar- vatnsskólahúsið drottnar yfir staðnum enda þótt héraðsskólinn væri lagður niður 1991 þegar eftirspum eftir skólavist var ekki lengur nægi- leg. Sem betur fer er húsið notað, en æskilegra væri að geta fundið því virðulegra hlutverk. Menntaskólinn, sem er til húsa í annarri byggingu, nýtir kennslustofur á aðalhæð fyrir bókasafn og tölvukennslu. Borðsalur heimavist- arinnar í kjallara hússins er notaður fyrir myndmennt, sem er valgrein í Menntaskólan- um. Pijár íbúðir í héraðsskólahúsinu eru í notk- un, en heimavistarherbergin í burstunum nýtast skólanum ekki. Að sumarlagi hefur þó stundum verið boðið upp á gistingu þar og í einni burstinni er handavinnustofa, aðallega fata- saumur, sem einnig er valgrein. Eldhúsið í kjall- ara hússins er í iagi, en ekki notað. Sundlaugin í sérstakri útbyggingu, sem síðar var gerð, er tóm og gamla íþróttahúsið, sem þar er áfast, er nú einungis notað fyrir leiksýningar. Menntaskólinn á Laugarvatni nýtir gamla skólahúsið og Kristinn Kristmundsson skóla- meistari hefur fullan skilning á menningarlegri þungavikt þess. Það er samt úr vöndu að ráða ef brýnar þarfir Menntaskólans kalla ekki á notk- un gamla hússins. Einnig er þess að gæta, að talsverða fjármuni kostar að halda við þessari stóru byggingu. Þá má spyrja hvort það sé hlut- verk Menntaskólans, ef hann hefur ekki beinlín- is not fyrir hana. Spumingin er; Hver á þá að koma til skjalanna? Að því kem ég síðar. Margir tóku eftir því að burstabæir nutu sín betur undir hlíðum en á jafnsléttu. Umhverfí Reykholts í Borgarfirði og Laugarvatns er afar ólíkt, en Guðjón Samúelsson vann um svipað leyti að teikningum skólanna á þessum stöðum og kaus að aðhæfa klassík að íslenzkri stein- steypuhefð í Reykholti; þá með flötu þaki. Hann hafði glímt við að fínna íslenzku burstabæjar- hefðinni stað með byggingarefnum hins nýja tíma og honum hefur þótt staðhættir á Laugar- vatni kalla á þá útfærslu. Guðjón varð síðar fráhverfur þessari hug- mynd, enda hefur hún sína annmarka frá praktísku sjónarmiði; talsvert húsrými nýtist alls ekki í stórum burstum. Þar verður alltaf hluti af húsnæðinu undir súð og til verða hana- bjálkar sem notast alls ekki. Hinsvegar er kost- urinn sá að brött þökin á burstunum halda vatni. Hús Laugarvatnsskólans hefur verið vel byggt; steypan laus við alkalískemmdir sem síð- ar lögðust á hús. Guðjón hannaði bygginuna þannig, að fjórar burstir í miðju rísa hæst, en til hliðanna eru tvær lægri og sú þriðja, sem er jafnhá, er yfir inngangi. Með því að forsalur framan við kennslustofur skagar út fyrir burst- irnar, urðu til svalir út frá inngangsburstinni sem setja svip á bygginguna að norðanverðu og samtengja húsið frá þessu sjónarhorni. I raun- inni er arkitektúr hússins tilbreytingarríkari á bakhliðinni, en forhliðina einkennir hreinleiki sem hefur þó verið skemmdur með trjám sem plantað var framan við húsið. Þau væru betur á bak og burt og yrði þá frekar hægt að sjá fegurð hússins og jafnvel að taka af þvi skammlausa ljósmynd. Stríðið um staðinn Ekki er það tilgangur þessa pistils um hús Héraðsskólans á Laugarvatni að rekja þá löngu og sumpart dapurlegu sögu sem orðin var af að- draganda byggingarinnar. Sé stiklað á henni í örfáum orðum má geta þess að um 1880 var far- ið að tæpa á þeirri hugmynd að koma upp „lýð- skóla“ eða „alþýðuskóla" á Suðurlandi. Málið var heilmikið rætt í upphafi aldarinnar, en hreppapólitíkin kom þá strax til sögunnar; fyrst milli Rangæinga og Arnesinga og síðar á milli einstakra hreppa í Arnessýslu. En það var síður en svo að allir fögnuðu hugmyndinni; menn vildu eins og áður halda í vinnukraftinn heima og það var bagalegt að „missa“ ungt fólk í skóla. Um skólamálafund á Þjórsártúni var þetta skráð: „í tugatali mættu á þessum fundi feður bama og unglinga, sem börðust fyrir því með glamp- andi augum af geðshræringu, að unnt yrði að eyða málinu, svo unglingarnir austanfjalls yrðu jafn skólalausir og áður, en Vestmannaeyjar og Hús Héraðsskólans ó Laugarvatni er ein af merkari byggingum urvakningar á burstabæjarstílnum. Skólinn er að vísu ári eldr hreppapólitík. Því miður er þessi merka bygging nú aðeins í a Laugarvatnsskólinn á 70 ára afmælinu. Enn sem fyrr er hann fegursta húsið á staðnum, en nyti sín LAUGARVATNSS EFTIR GÍSLA S Guðjón Samúelsson húsameistari og arkitekt Laugarvatnsskólans t.v. í gönguför á ísi lögðu Laugarvatni ásamt Jónasi Jónssyni, þá ráð- herra kennslumála. Á myndinni sést að búið er að byggja skólann. togararnir þeirra uppeldisstöð í viðbót við heim- ilin.“ Eftirtektarvert er einnig að 1936 gengu í gildi „lög um heimild fyrir sýslu- og bæjarfélög til að starfrækja lýðskóla með skylduvinnu nemenda gegn skólaréttindum.“ Samkvæmt lögunum skyldu ungir menn vinna 7 vikur án kaups í þarf- ir bæjar eða sýslu gegn tveggja vetra dvöl í skóla og fá þar ókeypis húsnæði og kennslu. Þegar ljóst var að samstaða náðist ekki við Rangæinga var hafizt handa um að finna heppi- legan stað í Arnessýslu fyrir alþýðuskóla. Jónasi Jónssyni frá Hriflu þóttu heitin alþýðuskóli og lýðskóli hafa neikvæðan hljóm; vera undirlægju- leg. Eiríkur Einarsson frá Hæli á hinsvegar heiðurinn af því að hafa fyrstur talað um héraðs- skóla. Sumir af forkólfum Árnesinga vildu láta byggja skólann á stað sem heitir Hveraheiði í Hrunamannahreppi. Aðrir stóðu með Ólafsvöll- um á Skeiðum, en Skálholt, Reykholt, Haukadal- ur og Laug í Biskupstungum þóttu ekki síður koma til greina, svo og Laugarvatn sem að lok- um varð fyrir valinu. Við þá ákvarðanatöku beitti Jónas Jónsson mjög áhrifum sínum og það heyrði ég hann segja sjálfan, að ef hann hefði ekki beitt brögðum og klókindum til þess að Laugarvatn yrði ofaná, þá hefði héraðsskólinn ekki verið byggður þai’ og L.-2..,-1-^ Bakhlið Laugarvatnsskólans snýr að þjóðveginu Laugarvatn að líkindum aldrei orðið skólastað- ur. Laugarvatn hefði þó ef til vill aldrei orðið fyrir valinu ef bóndinn á jörðinni, Böðvar Magnússon, hefði ekki verið einn helzti hvatamaður Árnes- inga að stofnun skóla og þessum áhuga var fylgt eftir með því að hjónin á Laugarvatni, Böðvar og Ingunn, létu jörðina af hendi í þessu augnamiði. Sama ár og unnið var að skólabygginunni varð Jónas Jónsson kennslumálaráðherra í stjórn Tryggva Þórhallssonar og meðan á byggingunni stóð á Laugarvatni fór hann margar ferðir þang- að, stundum með Guðjóni Samúelssyni, húsa- meistara ríkisins. Á þeim tíma var ekki kominn sími austur að Laugarvatni og á kaflanum frá Svínavatni í Grímsnesi upp að Laugarvatni var aðeins ruddur vegarslóði sem varð ófær í bleytu. í ræðu sinni við vígslu skólahússins 4. október 1929, má sjá að Jónas Jónsson gerði þátt Ólafs Ketilssonar, hins frækna bílstjóra á Laugar- vatnsrútunni, að umtalsefni. Taldi hann að án dugnaðar hans hefði ekki verið hægt að flytja allt byggingarefni sem flytja þurfti. Þá rifjaðist upp saga sem var húsgangur eystra, sönn eða login, og er á þá leið að Jónas tók sér far með Ólafi sem oftar til Laugarvatns. Þetta var í slát- urtíðinni og á suðurleið fermdi Ólafur hálfkass- ann með gærum og öðrum sláturafurðum. Ein- hversstaðar meðfram Lyngdalsheiðini stóð bfll- inn fastur í forarvilpu og þá var það bílstjórans en ekki ráðherrans að gefa fyrirskipanir: „Taktu gærupokann Jónas. Hér verða allir að vinna.“ 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.