Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 13
manna glæsilegastur að vallarsýn. Eins og ég man hann fyrst, gekk hann jafnan í diplómatafrakka með hvíta glófa á höndum og við staf, íínlegur maður, hversdagslega ljúfur í viðmóti og yfir- lætislaus, næstum að segja eins og dálítið spyi-jandi,“ og Jónas Sveinsson heldur áfram: „Mér var sagt, að fáir menn hefðu átt jafn auðvelt með að eignast vini og Jónas Guðlaugsson. Sitt vin- fengi lét hann hins veg- ar ekki mörgum í té. Hann var alþýðu manna ljúfur í orðum og tiltektum, en beit af sér atfylgi höfðingja og galt fyrir það síðar.“ Snemma ætlaði Jónas sér stóra hluti og hann taldi sig enga framtíð eiga á Islandi og vildi komast til út- landa. Fyrst fór hann í ferðalag með móður- bróður sínum til Dan- merkur, en það ferða- lag reyndist honum af- drifaríkt. Á hóteli er þeir frændur gistu í ferðinni kynntist Jónas óvenjulega glæsilegri konu, Thorborg Schójen að nafni. Hún var dóttir yfirhershöfð- inga Norðmanna. Hún var ekki aðeins skín- Marietje, seinni kona Jónasar Guðlaugssonar, með son þeirra, Sturlu. andi falleg og vel Jóhanna Guðlaugsdóttir Guðrún Guðlaugsdóttir settist niður til að skrifa. Ásgrímur Jónsson lýsir Jónasi svo: „Hann var gervilegur maður, ljóshærður og bláeygur, í meðallagi hár, fín- legur og sennilega talsverður skartmaður í eðli sínu. Mér fannst hann mjög ljúfmannleg- ur í umgengni, opinskár og fljótur til kynning- ar. En hann lét einnig skoðanir sínar hispurs- laust í ljós og var mjög vel máli farinn.“ Jónas Sveinsson kynntist Jónasi frænda sínum Guð- laugssyni þegar hann vai' tvítugur en nafni hans Sveinsson átta ára. „Jónas var allra Ólöf Guðlaugsdóttir Theódóra Guðlaugsdóttir menntuð heldur einnig vel greind og listagóð- ur upplesari. Ferðalag þeirra frænda hélt áfram og eftir að hafa starfað veturinn 1907-8 sem blaðamaður við danska blaðið Social- Demokraten sneri Jónas heim til íslands. Thorborg hefur gi-einilega ekki verið með öllu ósnortin af hinu unga skáldi því hún hélt á eft- ir Jónasi til Islands og þar lyktaði ævintýrinu svo, að sögn Jóhönnu systur hans, að þau Jónas og Thorborg Schójen gengu í hjóna- band og hófu búskap í Kirkjustræti 8 í Reykjavík - í húsi Kristjáns Þorgrímssonar. Jónas Sveinsson læknir, sonur Ingibjargar móðursystur Jónasar Guðlaugssonar, segh' í endurminningum sínum að þessar tengdir hafi vakið mikinn fögnuð hjá foreldrum skáldsins. „Ég man eftir mynd af brúðhjónun- um ungu, sem send var að Skarði til foreldra minna, og eins minnist ég umtalsins um gæfu frænda míns,“ segir hann. Jónas var áreiðan- lega mjög ástfanginn af Thorborgu. Hann orti m.a. til hennar: í>ú ert sá draumur sem dregur mig dægurrykinu frá, þú ert það ljóð sem mér lyftir í ljóshvolfin skinandi há. Því miður varð gæfa Jónasar í þessum hjú- skap endaslepp. Ásgrímur Jónsson listmálari kynntist þeim Jónasi og Thorborgu meðan þau bjuggu í Kirkjustrætinu. „Þangað kom ég stundum til þeirra og féll mér fjarska vel við þau. Jónas átti auðugt hugmyndalíf og bæði höfðu þau hjónin lifandi áhuga fyrir listum og öllu, sem fagurt var,“ segir Ásgrímur í æviminningum sínum. Þau Jónas og Thor- borg eignuðust saman eina dóttur, Aslaugu Margréti, f. 1909, en urðu að koma henni í fóstur til Þórðar Thoroddsen læknis, vegna veikinda Thorborgar. Telpan dó á fyrsta ári úr lungnabólgu. Þau Jónas og Thorborg voru fátæk, „mér skilst að hann hafi ekki átt mál- ungi matar,“ segh' nafni hans Sveinsson. Nokki'u eftir dauða litlu dótturinnar fóru ungu hjónin til Noregs þar sem þau dvöldu um tíma í góðu yfirlæti hjá móður Thorborg- ar. Að sögn Jóhönnu Guðlaugsdóttur, systur Jónasar, skrifaði Jónas þar í blöð og orti kvæði og kynntist norskum skáldum sem urðu góðh' vinir hans. Þaðan fór Jónas með konu sinni til Kaupmannahafnar. Eftir að þau fluttu þangað þurfti Jónas að fara í ferðalag til Þýskalands í atvinnuerindum. Á meðan hann var í Þýskalandi kynntist Thorborg sænskum barón af tignum ættum og giftist Lára Guðlaugsdóttir honum nokkru seinna og bjó á Skáni. Guðrún amma mín talaði um að Thorborg hefði verið berklaveik. Það má vera - hún varð hins veg- ar langlíf kona því Ásgrímur segh' árið 1956 að Thorborg sé þá enn á lífi. Jónasi mun hafa þótt mjög vænt um Thorborgu og séð eftir henni, um það er til vitnis eftirfarandi ljóð sem hann orti til hennar: Du staar der tavs, du staar der bleg, ogskentjegerdignær, du har ej ord, du har ej blik for den, der var dig kær. Jeg ser det klart, det er forbi med det, sem engang var, og hostens storme fejer væk hver dram, som hjertet bar. Jeg staar blot tavs og ser dig gaa, halvt som i drem forbi, og dine fodtrin blandes ind i hostens melodi. Jóhanna Guðlaugsdóttir var skáldmælt eins og öll hennar systkini. Hún reyndi sem ung- lingur að snara hluta af ljóði Jónasar til Thor- borgar: Nú di'ukknar hinsta dagsins ljós við dimmleit skýjahöf. Hinn kaldi stormur syngur sönginn sinn við vorsins gröf. Par þögul stendur þú og bleik og þö ég sé þér nær, - hann finnur engin orð sem áður var þér kær. „Ég hef alltaf haldið því fram, að efnalaust fólk ætti ekki að ganga í hjónaband,“ segir Ásgrímur í tilefni af hjónabandi Jónasar og Thorborgar. „Jónas hafði vitanlega engin ráð á að sjá fyrii' heimili og mun fátæktin ein hafa valdið því að þessi ungu og mannvænlegu hjón slitu samvistir.“ Jónas Sveinsson segir um áhrif skilnaðarins á Jónas Guðlaugsson: „Hann var allra manna viðkvæmastur, þótt viljasterkur væri, sem sjá má af því að hann rataði í hinar dýpstu raunir án þess að gerast nokkru sinni handgenginn Bakkusi. Ýmislegt finnst mér þó benda til þess að sorgir hans og Thorborgar hafi hert hann upp til dáða.“ Hér er ekki fjallað mikið um störf Jónasar Guðlaugssonar - aðeins ætla ég þó að vitna í vandaðan formála Hrafns Jökulssonar, sem sýndi minningu Jónasar Guðlaugssonar þann sóma að gefa út úrval úr ljóðum hans árið 1990 og nefnir Bak við hafið. Hrafn rekur í umræddum formála starfsferil Jónasar nokk- uð ítarlega. Þai' segir m.a. að Jónas hafi í árs- byrjun 1909 tekið við ritstjórn Reykjavíkur í forföllum Jóns Olafssonar og annast útgáfuna um nokkurra mánaða skeið. Um svipað leyti vann hann að bók sem tvímælalaust mátti telja til bókmenntaviðburða: Dagsbrún. „Dagsbrún er efalítið veigamesta ljóðabók sem svo ungt skáld hefur sent frá sér á ís- lensku; Jónas var þá 22 ára,“ segir Hrafn enn- fremur. Áður hafði Jónas gefið út Vorblóm ár- ið 1905 og Tvístirni 1906, í félagi við Sigurð frá Arnai’holti. Efth' að Jónas flutti búferlum til Danmerk- ur alráðinn í að brjóta sér leið til frama sem skáld á erlenda tungu, vann hann fyrir nauð- þurftum sínum m.a. sem blaðamaður hjá Politiken. Nokkru seinna lenti hann í illdeil- um við Valtý Guðmundsson og lyktaði þeim deilum með því að Jónas missti stöðuna. Hann slóst í hóp hinna ungu upprennandi skálda sem hópuðust í kringum Jóhann Sigurjóns- son. Ekki voru allir jafn hrifnh' af Jónasi. Sagt er áð Gunnar Gunnarsson hafi haft Jónas að fyrirmynd persónunnar Davíðs Jón- mundssonar í Fjallkirkjunni - hvað sem hæft er í því. Aðrir voru mjög hrifnir af Jónasi, þar á meðal Guðmundur Hagalín. I útvarpserindi sem Guðmundur flutti á 50 ára dánarafmæli Jónasar 15. apríl 1966 gat hann þess að Jónas hefði haft mikil áhrif á sig og ýmsa kunningja sína er þá fengust við að yi'kja. Jónasi Guðlaugssyni tókst að hasla sér völl í dönskum bókmenntum. Fyrsta bókin sem hann skrifaði á dönsku var Sange fra Nordhavet, sem kom út hjá Gyldendal haustið 1911 og hafði að geyma ljóð. I grein Hrafns Jökulssonar segh;: „Viðtökur voru mjög á einn veg: „Þessi íslendingur er mikið skáld, sem mundi sóma sér í góðskáldatölu hvers af Norðurlöndunum sem væri.“ Önnur ljóðabók Jónasai' á dönsku, Viddemes Poesi, festu hann í sessi sem athyglisvert og efnilegt skáld. „Allt í einu var risinn söngvari meðal vor,“ sagði danska skáldið Harry Soiberg í grein um Jónas Guðlaugsson. „Framandi yrk- isefni voru Jónasi drjúgt veganesti þegar hann haslaði sér völl sem skáld í Danmörku. En það skipti sköpum að honum tókst til hlít- ar að yrkja á dönsku; og af meiri þýðleika og lipurð en flest dönsk samtímaskáld,“ segir ennfremur í formála Hrafns Jökulssonar. Hann getur þess einnig að um það leyti sem Jónas og Thorborg skildu hafi hagur Jónasar verið að vænkast. Hann komst á föst ritlaun hjá Gyldendal. Auk frumsaminna verka þýddi hann Fólkið við hafið eftir Harry Soiberg og Marie Grubbe eftir J.P. Jacobsen. Jónas var einnig afkastamikill greinahöfundur og skrif- aði fyrir blöð í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Hann kom í síðasta sinn til Islands árið 1911 og dvaldi þá hér á landi í fáeinar vikur. Jónas Guðlaugsson kvæntist í annað sinn ái'ið 1912 þýskri konu af hollenskum ættum, Marietje Ingenohl, og var hún sjúkraþjálfari að mennt. Svo var hún ríkrar ættar að hann skrifaði fóður sínum að nú þyrfti hann aldrei að bera kvíðboga fyrir efnahag sínum framai' og gæti hér eftir eingöngu fengist við að yrkja og semja. Til gamans má geta þess hér að föð- urbróðir Marietje var líflæknir Vilhjálms Þýskalandskeisara. En svo fór um allt ríki- dæmið að ættin tapaði öllu í seinni heims- styrjöldinni. Jónas og Marietje bjuggu á Skagen á Jótlandi. Eftir að Jónas kvæntist Marietje gaf hann út fjórar bækur: skáldsög- urnar Solrun og hendes Bjelere og Monika, smásagnasafnið Bredefjordsfolk og ljóðabók- ina Sange fra de blaa Bjærge. Sögur Jónasar hlutu góðar viðtökur. Hann bjó síðustu ái'in á Skagahóteli að sögn Ásgríms Jónssonar. „I einni stofunni á Skagahóteli hékk árum sam- an málverk af Jónasi ásamt kvæði sem hann hafði ort um bæinn,“ segir Ásgrímur, og má líklegt telja að þar sé komin myndin fyrr- nefnda sem var á Jótlandsmálarasýningunni í Non-æna húsinu forðum daga. Jónas eignað- ist einn son með Marietje, Sturla hét hann og var lengi deildarstjóri við konunglega lista- safnið í Haag. Sturla dó 1971 ókvæntur Þ- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.