Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Síða 2
TÆKNIDRAUG- UR í COVENT GARDEN Morgunblaðið/Kristinn Eþos-kvartettinn á æfingu. Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Guð- mundur Kristmundsson og Bryndis Halla Gylfadóttir. EÞOS-KVARTETTINN ( KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM London. Morgunblaðið. FALL er fararheill segir máltækið. Og menn hugga sig við það í nýja óperuhúsinu í Covent Garden. Eitt og annað hefur farið úrskeiðis á fyrstu sýningunum og reyndar hefur orðið að aflýsa sumum og fresta öðrum. Listamennimir hafa staðið fyrir sínu og vel það, en það er tölvutæknin, sem er að stríða með endalausum draugagangi. Öll spjót standa á þeim, sem ríkj- um ráða í Covent Garden, og þeir róa nú lífróð- ur til að kveða sinn óperudraug niður. Fyrsta sýningin í húsinu var Le Grand Macabre eftir Ligeti og varð strax að fella nið- ur sex sýningar vegna alls kyns erfiðleika. Hljómsveitarfólkið hótaði að hætta vegna þess að gryfjan væri dauðagildra og settust menn ekki aftur við hljóðfærin fyrr en búið var að bæta og breyta útgönguleiðum. Þegar sá welski Bryn Terfel söng Falstaff, varð að fresta einni sýningunni um tvo tíma vegna bil- unar í sviðslyftu og á sýningu miðvikudags- kvöldið á Gawain eftir Harrison Birtwistle varð að gera hálftíma hlé vegna viðgerða á sviðsbúnaðinum. Gagnrýnandi The Daily Thelegraph, Rupert Christiansen, segir þjónustu í hléum hafa verið fyrir neðan allar hellur. Hann segir eðlilegt að reikna með einhverjum byrjunarörðugleikum, þegar nýtt og tæknivætt hús sé tekið í notkun, en fyrr megi nú rota en dauðrota. Og það sem verst sé; stjórn hússins virðist ekki ná stjórn á neinu. Þessi óstjórn hefur ýtt undir þær raddir sem vilja að óperan verði einkavædd. Til þess var tekið, hversu óhönduglega starfsmanni óperunnar fórst það úr hendi að tilkynna bilunina og hléið á miðvikudagskvöld og af því tilefni skrifar Hugh Viekers skondna grein í The Independent, þar sem hann rifjar upp ýms dæmi þess að mönnum hafi orðið fóta- skortur á tungunni, þegar eitthvað bjátaði á. Þar á meðal segir hann frá því, að eitt sinn hafi Vladimir Ashkenazy verið að spila í Kanada, þegar tveir strengir í flyglinum slitnuðu og í sömu andránni datt vinstri pedallinn afl! Bæj- arstjórinn á þeim bæ komst þá m.a. svo að orði: „Það veit ég fyrir víst, að ekkert okkar hafði hugmynd um hversu lélegur flygillinn væri, fyrr en Ashkenzy fór að leika á hann.“ STRENGJAKVARTETTAR eftir Haydn, Debussy og Beethoven eru á efnisskrá tón- leika Eþos-kvartettsins hjá Kammermús- íkklúbbnum í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Eþos-kvartettinn skipa þau Auður Haf- steinsdóttir, 1. fiðla, Greta Guðnadóttir, 2. fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, knéfiðla. Gekk ekki lengur að vera svona nafnlaus Þetta er í fyrsta sinn sem þau koma fram undir nafni Eþos-kvartettsins en að sögn Gretu hafa þau fjögur spilað saman nokkuð reglulega í hátt í þrjú ár, auk þess sem leiðir þeirra hafa oft legið saman í starfi með öðrum hópum. „Það gekk ekki lengur að vera svona nafnlaus," segir hún. Fyrstur á efnisskránni er strengjakvart- ett eftir Haydn í G-dúr, opus 76.1. „Haydn er afskaplega skemmtilegur og kankvís. Þetta er mikið virtúósaverk, þar sem lang- mest mæðir á fyrstu fiðlu,“ segir Greta. Gott jafnvægi Strengjakvartett í g-moll opus 10 er eini strengjakvartettinn sem Debussy samdi, að sögn Gretu mjög impressjónískt og franskt verk, með góðu jafnvægi milli allra fjög- urra raddanna. Að lokum leika þau strengjakvartett í Es-dúr opus 127 eftir Beethoven. „Hann er sá fyrsti í röðinni af síðustu sex strengja- kvartettunum hans en þó flóknastur þeirra og því sannarlega ekki fyrir byrjendur." Menningarverðlaun VISA íslands gfhent í áttunda sinn VERÐLAUN ÁSVIÐI LISTA, VÍS- INDAOG ÞJOÐMENNINGAR MENNINGARVERÐLAUN VISA íslands fyrir árið 1999 voru afhent fyrir skemmstu við hátíðlega athöfn í húsakynnum fyrirtæk- isins. Verðlaunafé nam samtals 2 milljónum króna og voru veitt verðlaun á sviði tónlist- ar, ritlistar, leiklistar, vísinda og þjóðmenn- ingar. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA, gerði grein fyrir verðlaunahöfum Menningarsjóðsins 1999 og afhenti þeim verðlaun sín. Verðlaunahafar voru eftirtald- ir: Tónlist: Garðar Cortes, óperusöngvari, hljómsveitar- og kórstjóri. Ritlist: Guðjón Friðriksson. Leiklist: Leikararnir fjórir sem léku í leikriti Ólafs Jóhanns Ólafssonar „Fjögur hjörtu", Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson. Vísindi: Prófessor Helgi Björnsson, jarðeðlis- og jöklafræðingur. Þjóðmenning: Þjóðkirkjan. Tók biskup ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, við verð- laununum Það kom fram í máli Sólons R. Sigurðs- sonar, stjórnarformanns VISA íslands, við athöfnina að verðlaunasjóðurinn, sem stofn- aður var árið 1992, hefði þríþætt markmið: Að styðja íslenska menningu og listir, að efla verkmenntun, vísindi og tækni og að veita fé til líknar- og velferðarmála. Sólon sagði ennfremur að árlega bærust VISA ís- landi fjöldi óska um stuðning við mörg góð og virðingarverð málefni og hefði það verið ákveðið af stjórn fyrirtækisins að beina stuðningi þess við slík málefni í faglegan farveg með stofnun Menningarsjóðsins. I stjórn Menningarsjóðs VISA Islands eiga sæti þeir Sólon R. Sigurðsson, stjórn- arformaður VISA, Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA, og Jón Stefáns- son, organisti og söngstjóri. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA fslands, afhendir Arna Tryggvasyni, Bessa Bjarna- syni, Gunnari Eyjólfssyni og Rúrik Haraldssyni leiklistarverðlaun Menningarsjóðs VISA1999. Verðlaunahafar Menningarsjóðs VISA Islands 1999. Frá vinstri: Biskup íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, sem tók við verðlaunum Þjóðkirkjunnar, prófessor Helgi Björnsson, jarðeðlis- og jöklafræðingur, sem hlaut verðlaun á sviði vísinda, Guðjón Friðriksson, rithöfundur, sem fékk verðlaun á sviði ritlistar, Garðar Cortes, sem hlaut tónlistarverðlaunin, og leikararnir Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Til 23. jan. Galleri@hlemmur.is: Særún Stefáns- dóttir. Til 30. jan. Gallerí Nema hvað: Olga Pálsdóttir. Til 30. janúar. Gallerí One o One: Ráðhildur Ingadóttir. Til 8. febr. Gallerí Sævars Karls: Samsýning. Til 22. jan. Gerðarsafn: Verk úr safni Þorvaldar Guðmundssonar. Til 30. jan. Hafnarborg: Bjarne Werner Spren- sen. Til 24. jan. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Ola Kolehmainen. Til 23. jan. Islensk grafík, Tryggvagata 17 (hafnarmegin) Þriðja árs grafíknemar. Til 30. jan. Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Vignir Jóhannsson. Til 23. jan. Arinstofa: Ný aðföng. Listasafn Einars Jónssonar: Lokað í jan. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn fslands: Vormenn íslenskr- ar myndlistar. Til 16. jan.Við alda- mót. Til 10. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Lok- að í janúar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudaga-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Gerðuberg: „Þetta vil ég sjá.“ Til 6. feb. Kjarvalsstaðir: Rauðvik, samsýning Tuma Magnússonar, Claus Egemose, Johan van Oords og Tinu Roos. Tií 27. feb. Kjarvalsstaðir: Veg(g)ir, Hlynur Hallsson. Til 3. feb. Landspitalinn: Hláturgas 2000, far- andsýning um læknaskop. Til 12. feb. TONLIST Laugardagur Smári, Veghúsastíg 7: Nemendaóp- era Söngskólans: Rauða tjaldið. Kl. 16 Salurinn, Kópavogi: Pálína Árnadótt- ir, fiðluleikari, og Sooah Chae, píanó- leikari. Kl. 16. Sunnudagur Smári, Veghúsastíg 7: Einsöngstón- leikar Brynhildar Björnsdóttur sópr- ansöngkonu. Kl. 15. Nemendaópera Söngskólans: Rauða tjaldið. Kl. 20. Bústaðakirkja: Eþos-kvartettinn í Kammermúsíkklúbbnum, kl. 20.30. Hallgrimskirkja: Mótettukórinn, kammersveit og einsöngvarar flytja kantötu eftir Bach, kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Gullna hliðið, fim. 13. jan. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 16. jan. Krítarhringurinn í Kákasus, lau. 15. jan., fös. 21. jan. Tveir tvöfaldir, lau. 22. jan. Borgarleikhúsið: Bláa herbergið, sun. 16. jan. Litla hryllingsbúðin, lau. 15. jan. Sex í sveit, miðv. 26. jan. Afaspil sun. 16. jan. Leitin að vísbendingu..., lau. 15., fös. 21. jan. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 20. jan. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 16. jan. Frankie & Johnny, lau. 15. jan. Hafnarfj. 15., fös. 21. jan. Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari?, sun. 16. jan. Loftkastalinn: Panodil, frumsýn. miðv. 26. jan. Kaffileikhúsið: Ó, þessi þjóð, fös. 21. jan. Islenska ópcran: Baneitrað samband, lau. 15. jan. Hellisbúinn, miðv. 19. jan., fim. 20. jan. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Itvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.