Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 1
MINNISVARÐI UM KRISTNITÖKU SAMBUÐ ÞJOÐAR OG KRISTNI kvörðun Alþingis á Þingvöllum árið 1000 um að lögtaka kristni III hér á landi er ein sú merkasta og afdrifaríkasta í sögu þings og m wjk þjóðar. BCristnin hefur verið einn helsti burðarásinn í menningu jF _ og menningarlífi þjóðarinnar, að ekki sé talað um áhrif hennar á líf þeirra þegna sem á hverri tíð hafa tilbeðið Krist leynt og ljóst. ís m lensk menning og saga bera þannig glögg merki kristinna áhrifa. wÆLm aJHbi Þegar dró að þúsund ára afmæli kristnitökunnar ákvað Alþingi að minnast tíma- mótanna með því að stuðla að ritun verks um kristni á Islandi og áhrif hennar á þjóðina í gegnum aldirnar. Hinn 12. aprfl næstkomandi kemur ritverkið út í íjórum bindum undir heitinu Kristni á íslandi. Undirbúningur og ritun verksins hefur staðið frá árinu 1990 undir stjórn Hjalta Hugasonar prófessors og ritstjórnar sem skipuð var þeim Sigurjóni Einarssyni, formanni, Helga Bernódussyni, Helga Skúla Kjartans- syni og Jónasi heitnum Gíslasyni, meðan hans naut við. Undirbúningur og mótun verksins fór að mestu -fram árið 1991 og ritunin árin 1992-1997. Lokafrágangur og endurskoðun texta fór fram árið 1998. í upphafi var mörkuð skýr ritstjórnarstefna, eins og skýrt er frá í formála ritstjóra. Þar segir m.a. að mark- miðum verksins hafi verið lýst svo „að höfundar skuli kosta kapps um að verk þeirra ♦ dragi upp heildstæða mynd af sambúð þjóðar og kirkju í ljósi nýjustu og ítarlegustu rannsókna sem til eru varðandi einstök viðfangsefni og skýri stöðugleika eða þróun á þessu sviði eftir því sem við á; ♦ fræði lesendur um íslenska sögu út frá gagnvirku sjónarhorni á sambúð þjóðar og kirkju ♦ hjálpi lesendum að túlka íslenskt þjóðlíf og menningu, sem og eigin tilveru á líðandi stundu; ♦ verði verðugur minnisvarði um að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku." Enn fremur skrifar ritstjórinn; „Sambúð þjóðar og kirkju í þau rúm þúsund ár sem leiðir hafa legið saman hefur haft margar hliðar, menningarlegar, félagslegar, pólitískar og efnahagslegar. Stefnt hefur verið að því að í ritverkinu sé dregin upp sem fjölþættust mynd af þessari sambúð. Þannig er leitast við að gera stofnun- arlegri sögu kirkjunnar nokkur skii, benda á áhrif hennar á sviði stjórnarfars og réttar, sem og að greina á hvern hátt kristnin mótaði siðferði, heimsmynd, söguskilning og lífstúlkun þjóðarinnar á mismunandi tím- um. Þá er einnig leitast við að varpa ljósi á áhrif kristninnar á sem flestar listgreinar meðal þjóðarinnar. Sér- stök rækt hefur því verið lögð við hina menningarlegu hlið á samskiptum þjóðar og kirkju á hverjum tíma.“ Hópvinna einkenndi vinnuna við ritun þessa mikla verks. Höfundar hittust reglulega til að ræða efnistök og framvindu verksins. Leitað var ráða sérfræðinga á ýmsum sviðum og haldin opin málþing í tengslum við ritunina. Ekki er staðar numið þegar verkið kemur út heldur er boðað málþing á Akureyri hinn 15. aprfl næstkomandi og annað á hausti komanda. Þannig hefur Kristni á íslandi þegar orðið til að vekja umræðu um áhrif og gildi kristninnar og varpar nýju Ijósi á áhrif hennar á þjóðlíf okkar og menningu. Það er varða á leið þjóðarinnar inn í nýja öld þar sem hægt er að staldra við og líta um öxl um leið og horft er til framtíðar. I þessari kynningu Morgunblaðsins er gripið niður á nokkrum stöðum í þessu yfirgripsmikla verki sem spannar samfylgd kristni og þjóðar í þúsund ár. Sýnishornin voru valin af starfsmönnum blaðsins og verða að skoðast sem lítill forsmekkur að þessu mikla ritverki. Sú leið var valin að sleppa neðanmálstilvitnunum, enda erfitt að koma þeim við í blaðhluta sem þessum. ; I 9 KRISTNIÁ ÍSLANDI bindum, samtals nærri 1.600 síður, litprentuð í stóru broti og inniheldur meira en þúsund myndir. 1. bindi - íslenskfrumkristni og upphafkirkju, fjallar um trúarlega menningu íslendinga iiam um miðbik 12. aldar. Aðalhöfundur þess er Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla fslands. Hann er jafnframt ritstjóri Kristni á íslandi. 2. bindi - íslenskt þjáöfélag og Rómarkirkja spannar tíma- biiið frá 12. öld og fram á þá 16. þegar ný viðhorf í trúarefh- um tóku að gera vart við sig. Það er skoðað hvemig krístnin breyttist í volduga yfirþjóðlega stofnun sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Aðalhöfundur er Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðingur. 3. bindi - Frá siðaskiptum til upplýsingar F]allar um lútherska sið- breytingu til loka upplýsingaraldar. Hér eru rakin tengsl kirkju og samfé lags á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Aðalhöfundur er Loftur Guttormsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands. 4. bindi - Kristnihald á tímamótum segir frá því hvernig einhæft og einangrað kristið bændasamfélag mætir nútíman- um og frelsishugmyndum hans. Aðalhöfundar eru Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfúndur, og Pétur Pét- ursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði við Háskóla fslands. Auk fyrrgreindra aðalhöfunda rituðu Inga Huld Hákonar- dóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Njáll Sig- urðsson, Einar Sigurbjörnsson, Margrét Eggertsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir, Gunnar Kristjánsson og HörðurÁskelsson styttri kafla. Myndritstjórn önnuðust Guðbjörg Kristjánsdótt- ir, Þóra Kristjánsdóttir og Inga Lára Baldvinsdóttir. Halldór Þorsteinsson hannaði bækurnar. Skerpla ehf. annaðist útgáfustjóm, Steindórsprent- Gutenberg ehf. prentaði og Félagsbókbandið Bókfell batt inn. Dreifingu annast Hið íslenska bókmenntafélag. TEIKNINGIN ER GERÐ EFTIR HUNI AF BISKUPS- EÐA ÁBÓTASTAF SEM FANNST í TÚNINU Á ÞING- VÖLLUM 1957. HÚNNINN ER STEYPTUR ÚR BRONSIEN AF STAFNUM SJÁLFUM ER NÚ AÐ- EINS VARÐVEITTUR SMÁBÚTUR í FRAMHALDi AF FALNUM. Á HÚN- INUM ERU TVEIR SAMHVERFIR KRÓKAR OG KALLAST STAFUR MEÐ ÞESSU LAGITÁ-BAGALL. Á KRÓKUNUM ERU DÝRAHÖFUÐ í ÚRNESSTÍL OG ÞVÍ ER BAGALL- INN TALINN FRÁ ÞVÍ UM 1100.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.