Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 6
KRISTNIÁ ÍSLANDI ÞJÓÐKIRKJA EÐA FRÍKIRKJA Þjóðminjasafn íslands. TeiKn. úr lllustreret Tidende. ÞESSI MYND ÚR DÓMKIRKJUNNI í REYKJAVÍK SUMARID 1874 ER {SENN TÁKNRÆN FYRIR STOFNUN ÍSLENSKRAR ÞJÓÐKIRKJU OG UPPHAF TRÚFRELSIS í LAND- INU. VERIÐ ER AÐ FAGNA STJÓRNARSKRÁNNISEM KRISTJÁN KONUNGURIX FÆRÐI ÞJÓÐINNI í EIGIN PERSÓNU. BISKUPINN YFIR ÍSLANDI, PÉTUR PÉTURSSON, ER í STÓLI EN HALLGRÍMUR SVEINSSON DÓMKIRKJUPRESTUR OG VERÐANDI BISKUP ER FYRIR ALTARI. ÞESSI LÝSING Á MESSUNNI ER í BÓK ÁRNA BJÖRNSSONAR OG HALLDÓRS J. JÓNSSONAR, GAMLAR ÞJÓÐLÍFSMYNDIR: „HÁMESSAN HÓFST KL. 10.30, OG VAR KIRKJAN PRÝDD AÐINNAN MED BLÓMASKRAUTIOG ÖLL UÓSUM UÓMUÐ. BISKUP GEKK í FULLUM SKRÚÐA TIL MÓTS VIÐ KONUNG FRAM í KIRKJUDYR. KON- UNGUR SAT í STÓL LANDSHÖFÐINGJA INNANVERT Á LOFTSVÖLUM ÖÐRUM MEGIN. VAR RAUÐUM TJÖLDUM SLEGIÐ UPP BÁÐUM MEGIN VID STÓLINN, OG MEÐ ÞEIM LÁGU LAUFGJARÐIR OG BLÓMSVEIGAR. ÞAR ÚT FRÁ SÁTU LAGERKRANTZ AÐMÍRÁLL OG YFIRFORINGJAR ALLRA HERSKIPANNA. í INNSTU BEKKJUNUM NIÐRIVORU AÐRIR HINIR VIRÐULEGUSTU ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTIR, EN ÞAR UTAR FRÁ VAR MÚGURINN, OG VAR KIRKJAN MEIR EN ALSKIPUÐ FÓLKI. NÝIR SÁLMAR EFTIR HELGA HÁLFDANARSON PRESTASKÓLAKENNARA VORU SUNGNIR VID GUÐSÞJÓNUSTUNA, OG ÞÁ VAR FRUMFLUTTUR LOFSÖNGURINN Ó, GUÐ VORS LANDS EFTIR MATTHÍAS JOCHUMSSON VIÐ LAG EFTIR HIÐ UNGA TÓNSKÁLD SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON ORGANLEIKARA {EDINBORG." Afnám einveldis og trúfrels- isákvæði stjórnarskrárinnar [1874] gerðu það nauðsynlegt að skilgreina stöðu kirkjunnar, stjórn og starfshætti á nýjan leik. eftir PÉTUR PÉTURSSON Reyndin varð sú að þótt kirkjan fengi nafnið þjóð- kirkja var hún að verulegu leyti áfram ríkiskirkja. Kon- ungur fór áfram formlega með æðsta vald í málum kirkjunnar og var skuld- bundinn að játa evangelísk-lútherska trú. Ríkisstjórnin fór með framkvæmdarvaldið í kirkjumálum og löggjafarsamkoman með lagasetningu um innri sem ytri mál kirkjunnar. Gert var ráð fyrir þvi í dönsku stjómarskránni að kirkjunni yrðu sett ný lög sem færðu henni forræði í eigin málum og gerðu hana sjálfstæðari gagnvart ríkis- valdinu. Þetta fól í sér að komið yrði á sókn- arnefndum sem ættu fulltrúa á sameiginlegu þingi fyrir kirkjuna þar sem lærðir og leikir færu með löggjafarvald í málefnum kirkjunnar. Ekki náðist samkomulag um þessa skipan mála í Danmörku vegna guð- fræðilegs ágreinings um stöðu prestsemb- ættisins, gildi játningarita kirkjunnar og valdsvið leikmanna. Lög frá Alþingi um sóknamefndir, leys- ingu sóknarbands og prestskosningar, sem komu til framkvæmda í lok 19. aldar, voru skref í þá átt að gera kirkjuna á Islandi lýð- ræðislegri. Tillögur um sérstakt kirkjuþing náðu þó ekki fram að ganga fyrr en eftir miðja öldina. Breytingar á launum presta, sem komu til framkvæmda á öðmm áratug aldarinnar, höfðu það í för með sér að launa- kjör þeirra urðu jafnari og þeir fengu laun sín beint úr landssjóði þannig að staða þeirra varð að mörgu leyti sú sama og emb- ættismanna ríkisins. Þegar talað var um deyfð og ófremdar- ástand í kirkjumálum þjóðarinnar um alda- mótin var oftast átt við að kirkjustjórnina skorti fmmkvæði í því að efla kirkjulega starfsemi í landinu og laga hana að kröfum breyttra samfélagshátta. Danska stjórnin fór með æðsta vald í málefnum kirkju og þjóðar og fulltrúi hennar á Islandi fram að því að heimastjórn komst á var landshöfðingi sem ekki bar ábyrgð fyrir Alþingi. Óánægja með kirkjustjómina blandaðist saman við kröfur íslendinga um aukið sjálfræði og vald í eigin málum. Hjá flestum var þjóðkirkjuhugtakið innantómt orð og í opinberri umræðu var rætt um að ríkiskirkja væri enn við lýði á íslandi, enda mátti það til sanns vegar færa. Flestir íslenskir stjórnmálamenn virðast hafa talið aðskilnað ríkis og kirkju æskileg- an, og rökin vom m.a. þau að þá fyrst gæti islenska kirkjan gegnt hlutverki sínu sem þjóðkirkja. Flestir, sem létu til sín taka á pólitískum fundum og tjáðu sig um stöðu kirkjunnar um aldamótin, virtust vera fylgj- andi aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta kom m.a. fram í umræðum um barnafræðslu á Al- í húsvitjunum Þá er nú presturinn kemur nokkurstaðar til húsvitjunar, skai hann auðsýna sig alvarlegan, guðhræddan, ódrukkinn og vingjarnlegan [...] skal honum vera hið alvarlegasta fyrirboöið að eyða tímanum með ónytsamlegu tali og gamni eður öðrum ósæmilegum útréttingum, ennþá síður skal hann leita brennivíns eður annars áfengs drykkjar, hvör hönum fyrir utan nauðsyn skal öldungis vera fyrirboðinn. Kristni á Tslandi, 3. bíndí, bls. 317. Samstarf Án samstarfs við heimilin hefði kirkjan aldrei megnað að rækta með þjóðinni kristna trú. Sérhverjum manni var á lífsgöngunni skylt að meðtaka fimm af sakramentum kirkjunnar ef þess var nokkur kostur: skírn, fermingu, líkama Krists við altarisgönguna, iðrunar- sakramentið við skriftir og ieiðarnestið við síðustu smurningu, en sakramenti hjúskapar og prestvígslu voru bundin skilyrðum og ekki öllum ætluð. Kristni á Tslandi, 2. bindi, bls. 319. Varúð viðhöfð Varúð var ekki síöur viðhöfð þegar kaþólskir prestar komu hér laust fyrir 1860. Danska dómsmálaráðuneytið leyfði þá að þeir settust að til að annast franska sjómenn, sagði það i samræmi við danskt umburðarlyndi í trúmál- um, en skilyrði var að þeir misnotuðu ekki stöðu sína til að leiða íslendinga til kaþólskrar trúar. Kristni á fslandi, 4. bindi. bls. 54. Guðfræði Guðfræði upplýsingartímans hafði ekki þau áhrif á hugmyndaheim íslendinga á fyrri hluta 19. aldar að efahyggja festi hér rætur. Nem- endur í guðfræði í Bessastaðaskóla kynntust eitthvað sögulegri biblíurýni, en menntastétt- in hélt svo fióknum tíðindum fyrir sig. Þótt al- þýðan fengi í hendur kver, sálma og bækur til húslestra með mildri siðrænni framsetningu og tjáningu las hún enn eldrl bækur samhliða upplýsingarritunum. Kristni ð íslandi, 4. bindi. bls. 60. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.