Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Blaðsíða 3
KRISTNIÁ ÍSLANDI Arkeologisk Museum, Stavanger. EINFALDIR STEINKROSSAR FRÁ KRISTNITÖKUTÍMANUM STANDA ENN VÍÐA í NOREGI. ÞESSI FAGRI KROSS ER FRÁ KVITS0Y Á ROGALANDI. LÍKLEGT ER AÐ HÉR Á LANDI HAFI SVIPAÐIR KROSSAR, JAFNVEL ÚR STEINI, VERIÐ REISTIR ÞÓTT ÞEIR HAFI EKKI FUNDIST. FORSETI ALÞINGIS Merkasta loggjof Alþingis ✓ Ritverkið Kristni á Islandi er gefíð út að tilhlutan Al- þingis. Halldór Blöndal, forseti þingsins, fylgir verkinu úr hlaði með eftir- farandi ávarpi: Hinn 17. apríl 1986 samþykkti Alþingi að fela forsetum þingsins að athuga með hvaða hætti Alþingi minntist þúsund ára afmælis kristnitök- unnar árið 2000. Að flutningi tillögunn- ar stóðu forsetarnir þrír og formenn þingflokka. Fyrsti flutningsmaður var forseti sameinaðs Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. I ræðu sinni sagði hann meðal annars: „Einsogþjóð- kirkjan mun minn- ast kristnitökunnar með sínum hætti svo hlýtur Alþingi að minnast þess atburðar á sinn hátt.... Jafn- framt er þessi þingsályktunartillaga flutt til að leggja áherslu á að Aiþingi hafi mik- ilvægu hlutverki að gegna og megi ekki láta sinn hlut eftir liggja þegar minnst verður merkustu löggjafar þess.“ Að tillögu þingforsetanna og fonnanna þingflokka samþykkti Alþingi 26. mars 1990 að fela forsetum, í samráði við þjóð- kirkjuna og guðfræðideild Háskóla Is- lands, að standa að samningu ritverks um kristni á íslandi og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu í þúsund ár. Af því tilefni sagði Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis: „Hvað sem mönnum sýnist um kristni og kirkju, hverjar sem trúarskoðanir manna kunna að vera, getur engum blandast hugur um að ein er sú löggjöf merkust í sögu hins háa Alþingis og þjóðarinnar allrar en það er kristnitakan árið 1000.“ Vinna við verk þetta hófst árið 1992 og hefur það því að mestu komið í hlut for- vera minna tveggja, Salome Þorkelsdóttui’ og Ólafs G. Einarssonar, að sjá fyrir fjár- veitingum og veita ritstjórn og höfundum þann stuðning sem þarf til að svona verk- efni heppnist vel. Þúsund ára saga kristni í landinu hefur ofið saman kristna og íslenska menningu svo að vart verður í sundur skilið. Kol- beinn Tumason, Hallgrímur Pétursson, Matthías Jochumsson og Jón Sveinsson (Nonni), svo að fáeinir íslenskir höfundar séu nefndir frá löngu skeiði, hafa túlkað kristna lífsafstöðu í íslenskum skáldskap þannig að hverjum fslendingi, ungum sem öldnum, er í blóð runnið og óaðskiljanleg- ur hluti af hversdagstilvem hans. Með ritverki því sem hér kemur fyrir al- menningssjónir hefur vilja Alþingis verið hmndið í framkvæmd. Em öllum, sem unnið hafa að verkinu, færðar alúðar- þakkir. Það er von mín að bækumar vaipi Ijósi á merkan þátt í sögu íslendinga og kveiki umræður um framtíð kristinnar trúar við þau merku tímamót sem nú em. á með málamiðlun og samningum eða ekki virðist sú hugsun þjóna sem nokkurs konar dulin forsenda frásögunnar. Er það raunar síst að undra þar sem flest deilumál á goða- veldisöld voru útkljáð á þann hátt. Það er þó ekki furða að Ari hafi kosið að láta alla samn- inga gerast að tjaldabaki ef honum var kunn- ugt um þá. Hér var um svo einstætt mál að ræða að hversdagsatburðir máttu ekki skyggja á aðalatriði þess. I venjulegum deilumálum sneru bændur sér til goða síns og óskuðu stuðnings hans. Goðinn var þá skyldur til að taka málið að sér og hóf oft að undirbúa rekstur þess fyrir dómi. Réðust völd goða að miklu leyti af því hversu vel þeim tókst að verja hagsmuni eða málstað þingmanna sinna. Af þeim sökum áttu þeir heiður sinn og hagsmuni undir því að vel tækist til. Deilumál skjólstæðinganna urðu því persónuleg mál goðanna sjálfra með nokkrum hætti. I kristnitökumálinu var Hallur á Síðu sá goði sem tók að sér málefni kristinna manna. Þorgeir Ljósvetningagoði var hins vegar málsvari heiðinna. Hvort sem málum var stefnt fyrir dóm eða ekki var algengt að reynt væri að leysa deil- ur eftir öðrum leiðum. Var það ýmist gert með sáttum eða valdbeitingu. Veikleiki dóm- stólaleiðarinnar fólst í því að virkt fram- kvæmdarvald þekktist ekki í landinu. Því var undir hælinn lagt hvort dómar næðu fram að ganga eða ekki. Þeir leiddu því sjaldan til varanlegrar lausnar. Næsta skref veraldlegrar deilu fólst gjarna í því að þriðji aðili, viriir beggja eða aðrir sem vildu að friður héldist, kom fram á sjónarsviðið og reyndi að fá sakaraðila til að leysa málið án hatrammra átaka. í ýmsum yngri gerðum kristnitökusögunnar örlar á slíkum málamiðlunarflokki í upphafi þings. Ari fer hins vegar aðra leið í frásögu sinni. Þar eru það „goðar" hinna andstæðu fylk- inga, Síðu-Hallur og Þorgeir Ljósvetninga- goði, sem skipa sjálfir málamiðlunarflokkinn, einkum með kaupum sínum um lagauppsögn- ina. í venjulegum deilum var um ýmsar leiðir að ræða til sátta. Mögulegt var að leysa mál með gerðardómi, sáttafundi eða með því að öðrum deiluaðila væri selt sjálfdæmi. Varð oft að reyna fleiri en einn möguleika áður en deilur yrðu útkljáðar. Oft þurfti að fella marga gerðardóma eða leita sátta oftar en einu sinni í sama máli. Sjálfdæmi leiddi aftur á móti oftast til endanlegrar lausnar. Þar sem hinar andstæðu fylkingar féllust fyrir fram á að lúta þeim lögum sem Þorgeir segði upp virðist sú hugmynd búa að baki frásög- unni að honum hafi verið selt sjálfdæmi í málinu. í sjálfdæmi fólust mikil völd, en þeim varð alltaf að beita þannig að báðir aðilar gætu horfið frá deilu með nokkurri reisn. Með því að kristnir menn fengju trú sína viðurkennda var heiðri þeirra borgið. Launblót, barnaút- burður og hrossakjötsát voru á hinn bóginn það alvarlegir glæpir að tilslakanir í þeim efnum ættu að hafa nægt að mati Ara og samtímamanna hans til að tryggja sæmd heiðinna manna rúmri öld áður þótt þeir beygðu sig og létu skírast. Þar með er e.t.v. fengin líklegasta skýringin á formi og inntaki kristnitökulaganna. Þegar hefur verið á það bent að lýsing Ara á upphafi kristnitökuþings fellur vel að at- burðum á alþingi árið 1121 þegar friði var stefnt í voða vegna deilna Þorgils Oddasonar og Hafliða Mássonar. Þessi túlkun kristni- tökusögunnar kemur líka vel heim og saman við málalyktir í deilu þeirra Þorgils og Haf- liða, en þá var hinum síðarnefnda selt sjálf- dæmi. Það var þó bundið þeim takmörkunum að Hafliði mátti aðeins áskilja sér fésektir en ekki krefjast goðorðs Þorgils, höfuðbóls hans eða þess að hann yrði brottrækur úr héraði. Algengt var að setja sjálfdæmi manna slíkar skorður. í frásögu Ara af kristnitökunni er ekki getið neinna takmarkana á sjálfdæmi Þorgeirs, enda er þessi sáttaleið aðeins munstur sem býr í frásögunni án þess að Ari segi að hún hafi verið farin. í yngri frásögum af kristnitökunni, einkum Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, má aftur á móti finna sagnir um slíkar takmarkanir. Ekki má gera of mikið úr þeim áhrifum sem átök þeirra Þorgils og Hafliða eins og þau eru rakin í Sturlungu kunna að hafa haft á kristnitökusögu íslendingabókar. Til þess er saga þeirra of ung. Ef það er samt rétt að Ari lýsi lyktum málsins að einhverju leyti með hliðsjón af sáttum þessara höfðingja eins og hér er látið að liggja er ljóst að hann skilur eitthvert sögufrægasta ágreiningsmál landsmanna í ljósi heitustu átaka er geisuðu um hans daga. Jafnframt hlýtur hann að skoða deilur Þorgils og Hafliða í ljósi kristni- tökumálsins. Frásaga hans er því í senn „þjóðarsaga" og „samtíðarsaga" og ber öðr- um þræði að skoða hana sem aldarspegil, ádeilu á stríðandi öfl og hvatningu til friðar, einingar og eindrægni. Tilgangur hennar er ekki það eitt að fræða lesendur Islendinga- bókar um löngu liðna atburði heldur að móta samlíf þeirra. Kristnitökusagan er því saga til að læra af. Hér er gengið út frá þeirri túlkun að kristnitökumálið hafi verið útkljáð með mála- miðlun. Hún fólst þó ekki í markvissum til- slökunum milli kristinna og fornra norrænna sjónarmiða. Við kristnitöku var þvert á móti lögtekin sú kristni sem nokkur grundvöllur var fyrir við ríkjandi aðstæður. Málamiðlun- in fólst aðeins í aðferðinni sem beitt var til að ná formlegum sáttum en afstýra átökum og langvarandi innanlandsófriði. Sáttargjörðin byggðist á samstöðu um sameiginlega fram- tíð landsmanna undir einum lögum eða í einu samfélagi. Sé frásaga Ara túlkuð eins og hér var lýst virðist sá skilningur búa að baki henni að kristnitökumálið hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, verið leyst með hefðbundinni aðferð íslendinga til að setja niður deilur. Ari pers- ónugerir þó málið, setur einstaklinga í skurðpunkt þess og dylur hversdagslegustu atriði atburðarásarinnar. Þannig skapar hann svigrúm fyrir yfirnáttúrlega túlkun á kristnitökunni þótt hann setji hana sjálfur fram á hófstilltan hátt. Best kemur þessi trúarlegi þáttur túlkunar hans fram í frásög- unni um feldinn. Kristni á íslandi, 1. bindi, bls. 109-116. Nationalmuseet, Kaupmannahöfn. BISKUPSMÍTUR FRÁ SKÁLHOLTI. MÍTRIÐ ER ÚR BLÁU FLAUELI MEÐ GULLOFNUM BORÐUM AÐ NEÐAN, VIÐ JAÐRA BURSTANNA OG LANGSUM Á MIÐJU. Á BURSTUNUM ERU FJÓRAR GULLSAUM- AÐAR FIMMBLAÐA RÓSIR. Á MÍTRINU ER ÚTLENT VERK FRÁ ÞVf UM 1500. MÍTUR ÞAÐ SEM PÁLL BISKUP ÞÁÐI AÐ GJÖF ER LÖNGU GLATAÐ EN HEF- UR VERIÐ MUN LÆGRA OG ÖÐRUVÍSI í LAGINU LÍKT OG TÍÐKAÐIST UM 1200. Stofnun Áma Magnússonar á íslandi. STAFVERKSHÚS MEÐ BOGADREGNUM DYRUM. EF TIL VILL ER ÞETTA BÆNHÚS EÐA KAPELLA ER STAÐIÐ HEFUR VIÐ FERJUSTAÐ. MYNDIN ER Í LANDALEIGUBALKI f JÓNSBÓK FRÁ FYRRI HLUTA 16. ALDAR í KAFLA UM BRÚARHALD OG FERJU. Dulin útbreiðsla kristni Dulin útbreiðsla kristni meðal íslendinga átti sér langa sögu. E.t.v. hefur hennar gætt verulega á fyrsta skeiði byggðar í landinu fyrir áhrif kristinna landnámsmanna, en þó fremur vegna þess að kristni hafi verið útbreidd meðal þræla og ann- ars lágstéttarfólks. Síðar hefur þó dregið úr henni er kristinni trú hrakaðl í landinu. Hún færðist svo að líkindum í vöxt að nýju er dró að lokum 10. aldar. Útbreiðsla af þessu tagi hlýtur því að hafa valdið einhverju um styrk kristni í landinu þegar tii kristnitöku kom. Henni lauk heldur ekkl þar með fremur en hinu formlega kristniboðí. Kristni á íslandi, 1. bindi, bls. 152. ICirkjulegur skattur Kirkjulegur skattur, tíund, var lögfestur nálægt miðjum emb- ættistíma Gissurar ísleifssonar eða á árunum 1096—1098, og var þessi nýbreytni elnn af mörgum stórviðburðum sem urðu í biskupstíð hans og mörkuðu þáttaskil í sögu kfrkju og einkum biskupsdóms í landinu. Við þetta varð sú mikilvæga breyting á fjárhag kirkna að hann hvíldi ekki lengur einvörð- ungu á framlagi kirkjueigenda, tilviljunarkenndum gjöfum ann- arra og greiðslu fyrir veitta þjónustu, heldur tók almenningur að leggja sltt af mörkum til kristnihalds í landinu samkvæmt föstum reglum. Kristni á íslandi, 1. bindi, bls. 201. Guðsmynd frumkristni Rest bendir til að Norðurlandabúar og þar á meðal íslendingar hafi veltt Guði kristinna manna viðtöku sem hátt upp höfnum skapara og konungi alheimslns, og þeir eiginleikar Guðs sem helst voru í forgrunni hafa verið réttlæti hans og strangleikí. Mildi hans og miskunnsemi virðast á hinn bóginn hafa hafnað í bakgrunni. Guðsmynd íslenskrar frumkristni kann því að nokkru að hafa mótast af hugmyndum manna um volduga höfðingja og eiginleika þeirra. Kristni á íslandi, 1. bindi, bls. 303. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.