Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ásdís Þau flytja söngperlur á fyrstu tónleikunum í Salnum; Jónas Ingimundarson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Auður Gunnarsdóttir og Ólafur Kjartan Sig- urðarson. Björn Jónsson var ekki mættur til leiks þegar myndin var tekin. SÖNGPERLUR í SALNUM SALURINN í Kópavogi hefur vetrardagskrá sína með söngtónleikum nk. þriðjudagskvöld kl. 20 en þar koma fram ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara fjórir ungir söngvai'- ar, þau Auður Gunnarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Björn Jónsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón. Meðal verkefna haustsins er tónleikaupp- færsla Kammerkórs Kópavogs, barokksveitar og einsöngvara á óperunni Orfeus og Evridís eftir þýska tónskáldið C. W. Gluck 19. nóvem- ber. Á efnisskrá íyrstu tónleikanna á þriðjudags- kvöld eru söngperlur eftir Beethoven, Gluck, Mozart, Rossini, Bizet, Puccini, Verdi og Gershwin. Nú um helgina kemur út vetrardagskrá Sal- arins, sem verður send á öll heimili í Kópavogi og víðar, auk þess sem hún verður kynnt á opn- unartónleikunum á þriðjudag. Dagskráin er gefin út í dagatalsformi og liggur frammi í Salnum. Að sögn Vigdísar Esradóttur, framkvæmda- stjóra Salarins, er margt spennandi á döfinni í vetur. Nú þegar hafa verið staðfestir yfir sextíu tónleikar á starfsárinu en þetta er annað heila Nytjalist úr nátt- úrunni NYTJALIST úr náttúrunni er yfír- skrift sýningar á vegum Handverks og hönnunar sem verður opnuð í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag, laugardag, klukkan 16. Á sýningunni er að finna margvís- iega nytjamuni eftir tuttugu og fimm handverks- og listiðnaðarmenn. Hug- myndir þeirra voru valdar úr hópi fleiri umsókna og eru verk þeirra jafnframt í samkeppni um bestu hönnun á nytjahlut, bestu hugmynd- ina og áhugverðustu efnistökin. Nið- urstöður dómnefndar verða kynntar við opnun sýningarinnar og munu þrír aðilar hljóta peningaverðlaun. Þemað er vatn Þema sýningarinnar er vatn sem lista- og handverksmennirnir hafa út- fært með ýmsum hætti. Þar er að finna leikföng, skartgripi, fatnað, töskur, lampa og margt fleira. Sunn- eva Hafsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Handverks og hönnunar, bendir á að með sýningunni sé verið styrkja gæðavitund og stuðla að nýsköpun innan handverksgreina. Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur er á dagskrá Reykjavík - menningarborg árið 2000 og stendur hún til 24. sept- ember. Hún er opin alla daga frá klukkan 12-18 og er aðgangur ókeyp- is. starfsár tónlistarhússins, sem Vigdís segir að flytjendur jafnt sem áheyrendur hafi tekið með miklum fögnuði. Hún segir það mjög ánægju- legt að geta strax að hausti kynnt jafn spenn- andi og fjölbreytta vetrardagskrá og raun ber vitni og sé þar einkum fyrir að þakka góðri samvinnu við tónlistarfólkið sem hlut á að máli. Alþjóðleg raf- og tölvutónlistarhátið í fyrsta sinn á íslandi Aðspurð um helstu nýmæli á dagskránni segir hún að nú sé verið að blása nýju lífi í tón- leikahald á vegum Tónlistarfélagsins í Reykja- vík í samvinnu við Salinn en 26. nóvember verða tónleikar hins heimsþekkta píanóleikara Ann Schein, en hún kom einmitt fram á tónleik- um Tónlistarfélagsins árið 1960, þá ung stúlka að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Þá munu þeir Gunnar Guðbjömsson og Jónas Ingimundarson flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert 24. nóvember og dagana 18.- 28. október verður haldin í íyrsta sinn á íslandi alþjóðleg raf- og tölvutónlistarhátíð, ART 2000, þar sem fram koma margir af þekktustu tónsmiðum og fræðimönnum heims á þessu sviði. Meðal hápunkta haustsins nefnir Vigdís ennfremur tónleikauppfærslu Kammerkórs Kópavogs, barokksveitar og einsöngvara á óperunni Orfeus og Evridís eftir þýska tón- skáldið C. W. Gluck 19. nóvember. Tíbrár-tónleikar fleiri en nokkru sinni Tíbrár-tónleikar á vegum Kópavogsbæjar eru nú fleiri en nokkru sinni áður, eða fjörutíu talsins, og hefur sú nýbreytni verið tekin upp að fólk getur valið sínar eigin áskriftarraðir. „Fastir áskrifendur sem ætla að festa kaup á röð hafa forkaupsrétt fram til 1. september," segir Vigdís. Kvöldtónleikatími í Salnum hefur nú verið færður fram um hálfa klukkustund og hefjast nú alltr tónleikar sem haldnir eru að kvöldlagi kl. 20.00 í stað 20.30 áður. Vigdís kveðst vilja vekja athygli á því að miðasala á alla tónleika ársins hefst 1. september og þannig gefist tón- listarunnendum færi á að festa sér sæti með góðum fyrirvara. „Þó að stundum sé unnt að endurtaka eftirsótta tónleika er það því miður fremur undantekning en regla.“ Nánari upplýsingar um vetrardagskrána er að finna á nýjum vef Salarins á slóðinni www.salurinn.is. Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson. Morgunblaðið/Golli Verk þriggja tónskálda á hádegistónleikum HJÓNIN Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari koma fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Á efnisskránni eru verk þriggja tón- skálda. Fyrst eru Þrjú kirkjulög op. 12a 1-3. eftir Jón Leifs. Þetta eru lög Jóns við sálm- ana Vertu Guð faðir, Allt eins og blómstrið eina og Upp, upp mín sá! eftir Hallgrím Pét- ursson. Eftir Jón Nordal leikur Hörður Tokkötu sem Jón samdi árið 1985 í tilefni af vígslu nýs orgels í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Hádegistónleikunum lýkur með þremur verkum eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saéns, Romance, Priére (Bæn) og Le Cygne (Svanurinn). Inga Rós Ingólfsdóttir hefur verið fast- ráðin við Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1982. Hörður Áskelsson var ráðinn organisti og kantor við Hallgrímskirkju í Reykjavík vorið 1982 og stofnaði síðar sama ár Mótettukór Hallgrímskirkju og hefur stjórnað honum síðan. Árið 1996 stofnaði hann einnig kamm- erkórinn Schola cantorum. Tónleikarnir standa í hálfa klst. og er að- gangseyrir 500 kr. Ekki verða tónleikar á vegum Sumar: kvölds við orgelið sunnudaginn 27. ágúst. í næstu viku verða síðan bæði hádegistónleik- ar 31. ágúst og 2. september og kvöldtónleik- ar sunnudaginn 3. september. Þá mun Hörð- ur Áskelsson m.a. li'umflytja nýtt verk fyrir orgel, Súlur 2000, eftir Jón Hlöðver Áskels- son. MENNING/ LISTIR NÆSTUVIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning. Opin alla daga í sumar, kl. 13-17 til 31. ág. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Sýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Til 1. nóv. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vax- myndasýning. Til 30. sept. Gallerí Reykjavík: Þiðrik Hansson. Til 28. ág. Gerðarsafn: Verk Sigfúsar Halldórs- sonar. Sex þýskir grafíklistamenn. Til 17. sept. Hafnarborg: Smáverk úr íslenskri hör. Akvarell ísland. Til 28. ág. Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdótt- ir. Til 1. sept. Sigrún Jónsdóttir. Til 4. sept. 18, Ingðlfsstræti 8: Anne Katrine Dolven. Til 10. nóv. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhann- es S. Kjarval. Til 8. okt. Listasafn Akureyrar: Dyggðirnar sjö. Til 27. ág. Listasafn ASÍ: Borghildur Óskars- dóttir. Til 10. sept. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudga, kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Háskóla Islands: Málverk frá mars.Til 28. ág. Listasafn fslands: Sumarsýning úr eigu safnsins. Til 27. ág. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús- inu: Gestur Þorgrímsson og Rax Rinnekangas. Til 27. ág. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listaskálinn í Hveragerði: Jóhanna Bogadóttir. Til 10. sept. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: 40 málmlistamenn. Til 30. ág. Mokkakaffi: Helga Óskarsdóttir. Til 11. sept. Norræna húsið: Edward Fuglo. Til 17. sept. Nýlistasafnið: Grasrót 2000. Til 3. sept. Ráðhús Reykjavíkur: Nytjalist úr náttúrunni. Til 24. sept. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Ragn- ar Bjarnason, Haraldur Sigurðsson, Valdimar Bjarnfreðsson, Svava Skúladóttir, Egill Ólafur Guð- mundsson og Guðjón R. Sigurðss. Til 29. ág. Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Jón Gunnarsson. Til 1. sept. Skaftfell, Seyðisfirði: Olaf Christ- opher Jensen. Til 17. sept. Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur.Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TONLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Inga Rós Ingólfs- dóttir sellóleikari og Hörður Áskels- son orgelleikari. Kl. 12. Sunnudagur Áskirkja: Spænski gítarleikarinn Manuel Babiloni. Kl. 20.30. Langholtskirkja: Karlakórinn Heim- ir, Skagafirði. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran og Val- gerður Andrésdóttir píanó. Kl. 20.30. Salurinn, Kópavogi: Fulltrúar yngri kynslóðarinnar á opnunartónleikum. Auður Gunnarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Björn Jónsson tenór og Ólafur Kjartan Sig- urðsson baritón. Undirleikari Jónas Ingimundarson. Kl. 20. LEIKLIST Loftkastalinn: Gamansöngleikurinn Thriller, lau. 26. ág. Islenska óperan: Hellisbúinn, lau. 26. ág., fös. 1. sept. Tjarnarbíó: Með fullri reisn, lau. 26. sept. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LiSTIR 26. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.