Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 15
„Hver er þessi hnöttur Jörð?" Sýning Borghildar Oskarsdóttur verður opnuð í Lista- safni ASÍ í dag. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR hitti Borg- hildi þar sem hún var að undirbúa sýninguna og komst að >ví að margvíslegar spurningar og pæling- ar liggja 1 lenni að baki. ISTASAFN ASÍ er bjart og fallegt hús, þar sem mörg meistaraverk Ásmundar Sveinssonar urðu til. Það hýsir nú kosm- ísk listaverk Borghildar Óskarsdóttur á sýningu sem verður opnuð í dag og stendur til 10. september. „Torg og tómir kassar" er yfir- skrift sýningarinnar, þar sem meðal annars er velt upp spurningum um tilvist heimsins. Spurningarnar koma ann- ars vegar fram í listaverk- um Borghildar og hins veg- ar í spumingum sem hún lagði fram á Vísindavef Há- skólans, og svörin sem fengust við þeim. Heiti sýningarinnar vís- ar beint í þau verk sem eru til sýnis. I Ásmundarsal, á efri hæð hússins, er stórt torg úr gleri og pappír. Á neðri hæð hússins, í Gryfju, eru tómir trékassar, sem ætlaðir eru til geymslu á verkinu. En hver er hugmyndin á bak við þetta allt saman? „Mynd- in á pappímum er mynd af þverskurði jarð- arinnar eins og mér skilst að hann sé. Gler- torgið liggur þar ofan á,“ útskýrir Borghildur. „í byi-jun langaði mig til að vinna á einhvern hátt með jörðina og svo kom þessi hugmynd um þverskurðinn fljótlega upp. Það er líkt og með alla hluti sem vekja áhuga manns, að mað- ur hefur hug á því að komast undir yfirborðið og helst að kjarnanum." Eftir að Borghildur var byrjuð að vinna verkið rakst hún á Vísindavefinn og svör hans og spurningar í Morgunblaðinu. Hún ákvað að leggja þar inn spurningar í sambandi við verkið. „Mér fannst þetta alveg frábært framtak, jafnvel áður en mér datt sjálfri í hug að ég gæti notað hann. Þarna get- ur hver sem er, börn og ful- lorðnir, lærðir sem ólærðir, lagt inn spurningar og feng- ið hávísindaleg svör. í tengslum við vinnslu verks- ins skoðaði ég bækur og annað í sambandi við jörð- ina og það em alveg magn- aðh- litir sem felast í öllum þessum eldi. Þannig að ég ákvað að spyrja spurninga á Vísindavefn- um um hvað væri vitað um þessa liti og fékk svo skemmtileg og frábær svör. Eins spurði ég hvað jarðskorpan væri þykk og fékk allskonar upplýsingar um að hún væri misþykk og svo Kassarnir á sýningu Borghildar eru til sýnis í Gryfju. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borghildur Óskarsdóttir stendur á glertorgi sínu í Ásmundarsal Listasafns ASÍ. framvegis. Ég hef verið að vinna mitt verk sem myndlistarmaður, en svo fæ ég frá vísinda- mönnum hárnákvæmar upplýsingar um það sem þeir vita um þetta efni.“ Spurningarnar og svörin verða til sýnis hjá verkunum og er þannig teflt saman listrænni sýn á efnið og vísindalegri þekkingu á því. „Ný- lega ákvað ég að spyrja tveggja spurninga og spyrja eins og sá sem ekkert veit, eins og barn eða eins og geimvera sem ekkert þekkir til jarð- arinnar. Eg spurði þá spmninga um hver jörðin væri og hvar hún væri. Svörin sem ég fékk voru mjög skýr og fín.“ Verkunum breytti hún ekki við að fá hinar nákvæmu niðurstöður. „Þetta er frekar eins og viðbót við verkin. Mér finnst gaman að leggja þetta hlið við hlið. Svo eru fleiri víddh- í þessu, til dæmis að torg og tómir kassar er eitthvað mjög hverdagslegt sem við þekkjum öll. Torgið og þverskurður jai'ðarinnar, er þá bæði nokkuð sem við þekkjum mjög vel og einn- jg eitthvað sem við þekkjum í raun ekki, því við vitum auðvitað ekki hvemig þverskurðm- jarð- arinnar er.“ Borghildur smíðaði kassa utan um verkið og eru þeir einnig til sýnis á sýningunni. „Það er alltaf vandamál hjá myndlistarmönnum hvernig geyma á listaverk, þannig að ég smíð- aði kassa sem passa nákvæmlega utan um glerplöturnar sem mynda torgið og einn stór- an utan um aðra hluta verksins, það er að segja jörðina," segir Borghildur. „Undanfarin ár hef ég unnið mikið með innihald og form og þetta er nokkurs konar framhald á því. Torgið og jörðin eru innihaldið og kassarnir eru ytra ■ formið." Að sögn hefur Borghildur oft notað kassa sem hún geymir verkin í sem hluta af listaverkinu, og er þetta því ekki í fyrsta sinn sem hún vinnur á þennan hátt. Meðan á vinnslu verksins stóð tók hún þá ákvörðun að hafa kassana líka á sýningunni. „Ég málaði þá bláa að innan, sem vísar í bláan himingeiminn, og kassarnir eru tómir,“ útskýrir hún. „Þó að vísindin viti margt um þessi efni, er ýmislegt órannsakað líka.“ Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Djass sem hæfir stað og Djgsshelgi verður í Skál- holti um helgina þar sem djasstónlistverður leikin í kirkjunni. INGAAAARÍA LEIFSDÓTTIR spjallaði við Pétur Pétursson guðfræð- ing, einn af skipuleggj- endum helgarinnar. Séð að Skálholti. DJASS er í öndvegi í Skálholti um helg- ina og snúast dagskráratriði um slíka tónlist, en á dagskránni eru tónlistar- flutningur, tíðasöngur, messa, ljóða- lestur, málstofm- og erindi. Skálholt árið 2000 „Um helgina verður leikinn djass í Skálholts- dómkirkju, ekki hvaða djass sem er, heldur djass sem getur farið fram í kirkju og hæfir stað og stund," segir Pétur. „Þetta er Skálholt á þessum tíma, á árinu 2000. Við skipulagningu hátíðarinnar höfiim við haft í huga að Is- land er á milli tveggja heima, það er að segja gamla heimsins með alla sína kirkjulegu hefð og trúarlegu tónlist, sem til dæmis er flutt hér á sumar- tónleikunum á hveiju sumri og er á heimsmælikvarða. En svo höfum við einnig nýja heiminn sem við tengj- umst sérstaklega á þessu landafundaári." Hugmyndin að djasshelginni vaknaði hjá Pétri og Agli B. Hreinssyni, prófessor í raf- magnsverkfræði og djasspíanista, í fyrrasumar þegar þeir voru staddir á tónlistarhátíðinni í Skálholti. „Þessi hugmynd fæddist hjá okkur þegar við fórum að velta fyrir okkur hvað væri skemmtilegt og ætti við á næsta ári. Ég man ekki hvor okkar það var sem orðaði hugmynd- ina um djasshelgina fyrst, en við urðum svo hrifnir af henni að ég nefndi þetta strax við vígslubiskupinn, sr. Sigurð Sigurðsson. Þetta kann að hljóma ögrandi hugmynd að vera með djass í dómkirkjunni héma, en hann sagði að við skyldum setja þetta í gang. Ég ræddi þetta svo frekar við prestinn hérna og organistann, sem vora mjög hrifnir og þannig fór þetta allt af stað. Svo höfum við unnið þetta frekai- og erum nú komnir með þessa dagskrá," segir Pétur. ,Á- þessum tímamótum sem árþúsundamótin era finnst okkur mikilvægt að litið sé til gamla heimsins. En okkur finnst ekki síður mikilvægt að litið sé til nýja heimsins og framtíðarinnar, þar sem önnur tónlist og annað foi-m er einnig til.“ Málstofa um helgihald Sigvald Tveit, prófessor í sálmafræðum og tónlist við Háskólann í Osló, mun flytja fyrir- lestur á laugardag, sem ber yfirskriftina „Djass og guðsþjónusta". Pétur heldur áfram. „Hann er fulltrúi gamla heimsins sem við komum frá, en hann er einnig mikill áhugamaður um djass. Hann var mjög áhugasamur um að koma hing- að og hefur samið mikinn fjölda tráarlegra verka sem era með djassívafí.“ Don Saliers, bandarískur prófessor, kemur einnig í Skálholt um helgina og tekur þátt í mál- stofu um helgihald fyrir framtíðina. „Saliers er sérfræðingur í helgisiðum og tengslum þeirra við menningu. Hann hefur skoðað mikið hvem- ig tráartjáningin í helgihaldi tengist menning- unni á hveijum stað. Þá er auðvitað verið að ijalla um heilmikinn breytileika 1 þessu og ný- sköpun. En auk þess er Saliers forfallinn djass- isti og á ráðstefnum sérfræðinga í helgisiða- fræðum á hann það oft til að kasta sér yfir næsta hljóðfæri sem hann sér og spila djass af lífi og sál. Hann kemur hingað til að halda fyiár- lestra og taka þátt í málstofu, sem er undir stjóm vígslubiskupsins.“ Kunn skáld lesa Ijóð Haldnir verða nokki-h- stuttir fyrirlestar um djass og helgisiði, en helgin er aðallega tileink- uð djassi og svo Ijóðum. Nokkm- af kunnustu ljóðskáldum þjóðarinnar koma í Skálholt og flytja ljóð sín. Þau ljóðskáld sem koma era Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjai’tsdótt- Pétur Pétursson ir, Sigurður A Magnússon, Sigurður Pálsson, Linda Vilhjálmsdóttii’, Elísabet Jökulsdóttir og Hjörtur Pálsson. „Þetta fólk flytur ljóð hér í Skálholti, sumir ef til vill framort ljóð, en það eina sem við vitum um þau er að þetta eru ljóð sem hæfa stað og stund, það er að segja Skál- holti árið 2000,“ segii’ Pétur. Á sunnudag verður djassmessa í Skálholti, þar sem tónlistarflutningur verður í anda djass- ins, en messan að öðru leyti hefðbundin. „Að henni koma organistinn á staðnum, kór Skál- holtskirkju, einsöngvari, Gunnai’ Gunnarson og Sigurður Flosason ef til vill eitthvað, en þeir era einnig með tónleika á sálmaspuna sínum um helgina. Við eigum eftfr að skipuleggja messuna betur þegar fólkið er komið á staðinn og búið að spila sig betur saman,“ segir Pétur. „Annars er þetta bara hefðbundin messa, með venjulegum messuliðum, en tónlistin er öll útsett samkvæmt lögmálum djassins. Nú þegar við erum að fara inn í nýtt árþúsund nægir okkur ekki bara að spila þessi gömlu og góðu kirkjulegu verk, held- ur verðum við að sýna það mikla trá og áræði að við getum leikið af fingram fram. Þá finnum við að við byggjum á þeim tónlistar- og menningar- granni sem þessi gamli arfm' er, en við nýtum hann til þess að tala inn í ókominn tíma. Við sameinumst um það í guðsþjónustunni.“ Góð tónlist á heima í kirkju En hveijfr er búist við að komi á djasshelgi í Skálholti? „Við eigum von á áhugafólki um djass og um nýjungar í guðsþjónustu," svarar Pétur. „Málþingið sem hefst á sunnudag er mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á framtíðar- sýn í helgihaldi.“ Pétur segir að tónleikamir um helgina séu kirkjulegfr að því leyti að þeir séu haldnir í kirkju, en ekki séu gerðar sérstakar kröfrn- um að djasstónlistin sem flutt verður sé trúarleg. „Við lítum svo á að öll tónlist sem er góð eigi heima í kfr’kju. Tónleikamir era í kii’kju og era því kirkjulegir að því leyti. En allt það besta í menningunni hlýtur að eiga erindi í kirkjuna, sem er að þjóna fólkinu ekki bai’a með ræðun- um, heldur einnig með tónlistinni. Takmark kirkjunnar er að boða fagnaðarerindið svo að það nái til fólksins og efli það og styrld og gefi því trú á framtíðina. Þetta er lykilatriði.“ * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000 1 5„

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.