Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2000, Blaðsíða 12
NINUUJNDURAÐ NIKULASARHUSUM r- EFTIR ATLA STEINARSSON Lundur Nínu Sæmunds- son á fæðingarstað hennar í Fljótshlíð sýnir að draumar geta ræst og hugsjónir orðið að veruleika. LÍF og verk Nínu Sæmundsson, frumherja íslenskra kvenna í högg- myndalist, eru loksins að fá verð; skuldaða athygli þjóðarinnar. í dag, 26. ágúst, afhjúpar menntamálaráðherra eitt verka hennar, Ung móðir, í fagurlega 1 gerðum lundi að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, þar sem listakonan fæddist fyrir 108 árum. Fyrir hálfum mánuði afhjúpaði forseti ís- lands styttu hennar af Leifi Eiríkssyni við end- urreista Eiríksstaði í Haukadal, þar sem Leif- ur fæddist. Þar hlaut það verk loksins verðskuldaðan samastað. 6. október n.k. efnir Landafundanefnd til uppákomu við Waldorf Astoria-hótelið í New York. A hótelið verður þá settur koparskjöldur til að staðfesta að þar yfir útidyrum á íslensk kona ódauðlegt listaverk, en það verk AírekshUgur, nlaut sigur í samkeppni 400 listamanna á sínum tíma. Það hefur nú prýtt heimsborgina í rúm 70 ár. Verkið lifði þó nafn listakonunnar hafi gleymst þar ytra í tímans rás. Með ákvörðun Landafundanefndar er séð fyrir því að nafn listakonunar frá Nikulásar- húsum, sem öllum að óvörum sigraði í sam- keppninni um þessa táknmynd, kemst aftur á varir fjöldans. Tilkoma lundar Nínu á fæðingarjörð hennar er ótrúlegt ævintýri og órækt dæmi um, hverju einstaklingar geta komið í framkvæmd. Það ævintýri er stuttlega rakið í meðfylgjandi grein. Líf Jónínu Sæmundsdóttir, eins og hún hét réttu nafni, var undarlegt sambland af fátækt, tilviijunum, dugnaði, baráttu við berkla, en síð- an frægð og frama í tveimur heimsálfum, langri vist erlendis en óendanlegri ást á íslandi og Fljótshlíðinni, og loksins heimkomu til ætt- jarðarinnar með þeim vonbrigðum, sem það olli henni, að ráðandi klíkur íslenskra lista- manna viðurkenndu listaverk hennar ekki, af því flest þeirra höfðu verið unnin og hlotið frægð í Ameríku!! Hatur, eða kannski öfund, sumra á því sem amerískt er á sér nokkuð langa sögu. Það er einn af leyndardómum lífsins í þess- um heimi, að þetta stúlkubam, sem var 15. bam hjónanna Þórannar Gunnlaugsdóttur og Sæmundar Guðmundssonar í Nikulásarhús- um, lítilli og kostarýrri og erfiðri jörð, skuli hafa hlotið þær gáfur til lista, sem leystust úr læðingi þá er hún þroskaðist. Hún var yngst 15 systkina og varð fljótt afar næm fyrir umhverfi sínu. Það sanna sögur sem hún skrifaði á full- orðinsáram um lífið og tilverana á æskuáram sínum. Hún varð óvenjufljótt afar næm fyrir umhverfí sínu, sá öðram fremur og dáði það sem fagurt var, bar virðingu fyrir sögum um álfa og huldar vættir og upplifði á æskuáram ógnarmátt Suðurlandsskjálfta og annara nátt- úrahamfara. Það var hennar lífsreynsla er hún hélt til náms í listum erlendis. Þar vann hún eftirsótt verðlaun og hlaut frægð fyrir list sína í tveimur heimsálfum. Vestanhafs tók hún einnig til við málverkalist, og eftir hana liggur fjöldi fagurra myndlistaverka. Flest eru þau í eigu vina og kunningja hennar í Vesturheimi. Jónína Sæmundsdóttir var 14 ára er hún fluttist með foreldram sínum frá Nikulásar- húsum í Fljótshlíð til Reykjavíkur. Þar var framtíð 14 ára stúlku ekki björt, en þeirrar heppni naut hún að eiga vel stæða frænku í Kaupmannahöfn, Helgu Guðmundsdóttur, sem var ógift og bamlaus og rak eigið þvotta- hús. Helga bauð Nínu að koma og vera sem dóttir. L osmynd/AHi Steinarsson Hlíðin mín, Fljótshlíðin „OKKUR óraði ekki fyrir að uppbygging lund- arins myndi ganga svona vel,“ segir Ríkey Ríkarðsdóttir, ættingi listakonunnar Nínu Sæ- mundsson. „Við höfum alls staðar fundið fyrir velvilja í okkar garð og ótal margir hafa rétt okkur hjálparhönd svo að minningarlundur Nínu gæti orðið að veruleika." Stofnað var félag ættingja og velunnara Nínu Sæmundsson árið 1998 og telur það nú 120 manns. Meðlimir þess hafa unnið að skipu- lagi og fjáröflun minningarlundarins sem verður formlega opnaður í dag. Ríkey er helsti hvatamaður verkefnisins og hún hefur einnig gefið út bækling um ævi og störf listakonunnar. „Þegar Landafundanefnd samþykkti að auðkenna verk Nínu við Waldorf Astoria-hótelið í New York datt mér í hug að við þyrftum einnig að heiðra hana hér heiina. Þá kom vitaskuld fæðingarstaður hcnnar, Fljótshlíðin, helst til greina." Fjöldi manns hefur unnið í lundinum frá upphafi, að sögn Ríkeyjar, og sjálf hefur hún verið þar öllum stundum í sumar. „Ég er nýkomin á eftirlaun sem lyúkrunarfræðingur og hafði því góðan tíma fyrir þetta. Mér finnst líka svo gaman að standa í þessu, allir í félag- inu hafa staðið vel saman og það er injög hvctjandi að finna fyrir velvild sveitunga og ráðamanna.“ Lundurinn rammi um verkið Ung móðir Þegar Nína kom til íslands mun hún alltaf hafa gefið sér tíma til að fara á æskustöðvam- ar. „Hlíðin m(n, Fljótshlíðin, man ég að hún kallaði staðinn. Hún var bundin honum sterk- um tilfinningaböndum og því vel til fallið að heiðra minningu hennar þar,“ segir Ríkey. Lundurinn verður rammi um eitt listaverka Nínu sem heitir Ung móðir. Upprunlega einta- Hér sést til lundarins. Ofarlega á miðri mynd er stallur styttunnar. Fyrir neðan hann er slétt gras- flöt og 30 metra langur fagurlega hlaðinn setbekkur. Aðkoman er frá Hlíðarendakirkju og hafa sterkbyggðar brýr verið settar á tvo fjalialæki, sem fara þarf yfir. Gengið er einnig um tvö skrauthlið, annað á girðingu milli Hlíðarenda og Nikulásarhúsa og hitt á girðingu um lund Nínu. Efst til hægri sér á trjábeltið sem móta mun lundinn í framtíöinni. r Morgunblaðið/ÓI.K.M. 1956 sýndi Nína Sæmundsson í Bogasal Þjóðminjasafnsins 30 höggmyndir og tvö málverk. í bæklingi, sem gefinn var út á þessu ári um helstu æviágrip og helstu listaverk þessarar framúrskarandi íslensku listakonu, segir m.a.: „Helga aðstoðaði Nínu og kostaði hana til náms í Tekniske Skole 1915-1916. Svo mikill var dugnaður og metnaður Nínu að haustið 1916 fékk hún inni í höggmyndadeild Konunglegu listaakad- emíunnar, þar sem hún var við nám til 1920. Nínu veitt- ist óvenju fljótt sá heiður að fá myndir eftir sig tekn- ar á sýningar í Charlotten- borg. Listsýning var síðan haldin í Bamaskólanum í Reykjavík á vegum List- vinafélagsins árið 1919. Nína sendi tvær högg- myndir á sýninguna, Sof- andi dreng og Kentár ræn- ir stúlku. Var fyrmefnda verkið keypt til Listasafns íslands árið 1920“. Það eitt að fá höggmynd- ir sínar teknar til sýningar í Charlottenborg var nor- ræn viðurkenning á lista- verkum Nínu. Framtíðin virtist blasa við í ljósrauð- um gyllingum. En örlögin vörnuðu því að hún gæti fylgt eftir þessum mikla ávinningi. Hún átti á þess- um áram sína æskuást. Prinsinn hennar var Gunn- ar Thorsteinsson, bróðir hins kunna og fjölhæfa listamanns Muggs. Nína veiktist af berklum 1920 og skömmu síðar lést elskhugi hennar úr sama sjúkdómi. Það var Nínu ólýsanlegt áfall og sjálf háði hún langt stríð við þennan illvíga sjúkdóm. Enn var það frænkan í Kaupmannahöfn, Helga Guðmundsdóttir, sem kom Nínu til hjálpar, og fyrir hennar tilstilli dvaldi hún um 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.