Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Page 3
LESBÓK M01«.l \lil \l)SI\S ~ MENNING USTIR 46. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Saga Akureyrar Komið er út þriðja bindi af Sögri Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Undirtitill er: Fæðing nútímamannsins og tekur bókin til áranna 1906-1918. Gripið er niður í kafla um ásýnd Akureyrar og þá m.a. hvemig Akureyri birtist erlendum ferðamönnum. Rómantík í þriðju grein sinni um þróun rómantíkur- innar fjallar Siglaugur Brynleifsson um þátt madame de Stael, sem var áhrifamikil við að kynna Frökkum rómantikina eins og hún hafði mótast meðal Þjóðveija. Stefnumót við Nefertiti er heiti á þriðju grein Gísla Sigurðssonar um Berlín, sem blómstrar nú að nýju. Hér er litið inn á sýningar og söfn, meðal annars Egypzka safnið þar sem hin fræga höfuðmynd hinnar egypzku drottn- ingar Nefertiti er varðveitt. Gallerí i8 tók þátt í listakaupstefnunni í Köln og segir Einar Guðmundsson að þar með hafí ein- angmn Islands á vissu sviði verið rofin. FORSÍÐUMYNDIN er af Skellisfossi í Þverá, skammt frá Hliðarenda í Fljótshlíð, þegar hann hóf að klæðast vetrarbúningi og skartaði svífandi verum úr ís. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. ÞORSTEINN VALDIMARSSON KVÖLÐLOKKA - BROT - flýt þérijóðmitt álynggötu hjarta míns ástvin eitthvað dvelur hingað hann seiði sunginn óður slóð kvöldálfa komi Ijúflingur dansa skulum við skuggum léttar kransa og hringa honum égflétta tjaldaða rökkri reiði sæng blóma leiðir kvöldbláar komi minn vinur Þorsteinn Valdimarsson, 1918-1977, var frá Vopnafirði og kom fyrsta IjóSabók hans út 1942. Hann orti framan af nýrómantísk náltúrukvæði, en varð pólitísk- ari með aldrinum og orti þá gegn hernaði og félagslegu misrétti. Hann átti mik- inn þátt í að kynna írska limruformið fyrir landsmönnum. heiðir tindar standa tunglelda skjálfa grasi í geislar kulfölvir álfa ljós glampa ígluggum daggar slóð kvöldbláa komi Ijúflingur ljúflingur komi kvöldbláa slóð daggar gluggum í glampa ljós álfa kulfólvir geislar ígrasi skjálfa tunglelda standa tindarheiðir RABB AUÐUR OG ÁRANGUR AÐ hefur verið mikil gæfa í mínu lffi að hafa fengið að vinna mikið með ungu fólki. Mestanpart að vísu í skólun- um þar sem ég hef starfað en einnig í íþróttaheiminum. Þetta er ekki síst vegna þess að ég hef orðið svo ríkur að eignast börn og fengið að vinna með þeim á íþróttaviðburðum eða hjá íþróttafélög- um. Ríkidæmið sem felst í börnunum er mik- ið og ég held að það sé mjög vantalið. Það getur að vísu verið ansi tauga- trekkjandi að sækja og sendast með þau á æfíngar. Á tímabili var ég með þrjú börn sem stunduðu íþróttir með tveimur félög- um auk þess sem þau voru í tónlistamámi. Og þegar myrkrið leggst yfir þá senda menn ekki litla krakka langar leiðir á æf- ingar heldur fer - kannski hálftuðandi - með þau og með þeim. Svo fer maður á mót með þau og þá líður manni eins og í fuglabjargi. Sem dæmi má nefna svokallaðar túrner- ingar í handbolta. Þar eru mætt allmörg félög, hvert með nokkur lið. Allir gangar fullir t.d. af tíu ára strákum - eða stelpum. Sama gildir t.d. um sundmót. Þar eru nokkur hundruð sundmanna á aldrinum frá 10 ára til hálfþrítugs. Með þeim eru foreldrar, í aðstöðu sem býður engin sæti og alls ekki næði. Merkilegur flái í hönnun íþróttamannvirkja að aðstandendur hafi nánast enga aðstöðu. Fleiri dæmi mætti nefna eins og úti- vallamótin í knattspyrnu en þar verður fyrirgangurinn minni því allir eru þó utan- dyra - ef veður leyfir. Barnanna er svo gætt af þjálfurum, sem að vísu taka hlutverk sitt misalvarlega, sem og foreldrafulltrúum eða fararstjór- um. Oft verður það umræðuefni á svona mót- um að foreldrar séu alveg til vandræða því þeir sækja svo rétt sinna barna, æpa og hvetja, rífast og skammast í dómurum og hvað eina. Eina teiknimynd sá ég í íþrótta- húsi á Seltjarnarnesi þar sem annars veg- ar voru bömin að bíða keppni og hins veg- ar foreldramir læstir í búri. Annað efni sem einnig er til umræðu er kostnaðurinn við íþróttirnar. Hann þykir fara upp á við af ýmsum sökum sem mis- auðvelt er að stjórna. Fyrir það fyrsta er það að verða al- gengara að þjálfurum séu tryggðar betri aðstæður en áður - meiri tími, skikkanleg laun, á sama tíma og ýmsar kröfur til þeirra hafa aukist. Uppeldislegt hlutverk íþróttahreyfingarinnar og ýmsar sam- þykktii; hennar, forvarnagildi íþrótta bæði hvað varðar vímuefni aðra þætti heilbrigðs lífernis, auknar kröfur um nám þjálfara, allt hefur valdið því að menn leggja meiri trúnað á starf hennar og eru reiðubúnir að láta börn sín í hendur félaganna. Til dæm- is reykja menn síður við íþróttavelli, þó enn tíðkist sumsstaðar sá aumingjaskapur að líða reykingar í útistúkum. En það er annað mál. Á sama tíma heyrist það oft að það sé útgjaldasamt að eiga börn í íþróttum. Það eru félagsgjöldin, æfingagallarnir, skór, bolir og búningar sem eru vitaskuld mis- flóknir eftir íþrótt. Þannig er vitaskuld efnisminna að útbúa sundmann á mót en t.d. dansara eða leikmann í ísknattleik en allt það kostar samt mikla fjármuni ef um hátt skrifaðan keppnismann er að ræða. Svo koma æfingabúðir og keppnisferðir sem einnig kosta sitt í gistingu og uppi- haldi svo ekki sé talað um ferðakostnað þegar t.d. er verið að fara til útlanda. Þar búa íslenskir íþróttamenn við það að ferða- kostnaður er mikill og sosum kannski hlut- fallslega meiri innanlands en milli landa, þ.e. ef kílómetragjald er reiknað. Stórmót verða fjáraflanir sem leiða til þess að félög reyna að ná samningum við styrktaraðila sem gefa efni út á auglýsing- ar - efni sem síðan er selt til þátttakenda og leiðir til þess að í mörgum tilfellum geta stærstu mótshaldarar skipst á kvittunum því það er í raun einungis verið að flytja peninga milli vasa. Við dáumst oft að starfi og árangri af- reksfólksins okkar, nú síðast á Ólympíu- leikunum og á Ólympíumóti fatlaðra. Á bak við stökkin hennar Völu, sundin þeirra Arnar og Kristínar Rósar og hlaupin henn- ar Guðrúnar, svo ég nefni nú bara örfá dæmi lágu mýmörg tárin og svitastorknar leifar gleði og vonbrigða margra ára. Eg naut þeirrar ánægju að horfa á Örn, Elínu, Hjalta og Láru Hrund vaxa úr smá- pöttum í það afreksfólk sem þau eru í dag. Sama gildir reyndar um þau öll sem þama voru að synda. Eg man t.d. þegar Mikki eða Ríkharður Ríkharðsson varð fyrir því að synda af sér skýluna sem krakki á ungl- ingamóti á Akranesi fyrir mörgum árum. Því veit ég vel hvað býr að baki þeirra ár- angri og með yfirfærslu þá get ég vel ímyndað mér þann stóra hóp sem reyndi að komast á ÓL en fór aldrei sem og þann risavaxna hóp sem í raun aldrei reyndi. Það voru tíu þúsund íþróttamenn á ÓL í Sydney. Hve margar milljónir skyldu ekki hafa komist? En það er enn önnur hlið á þessu máli, starfi íþróttahreyfingarinnar og kostnaði hennar. Það eru þær þúsundir foreldra sem dragast inn í þetta starf til lengri eða skemmri tíma. Það vill nefnilega svo til að þeir sem eru í forystu hreyfingarinnar eru oft gamlir íþróttajálkar og afreksmenn sem hafa vart stigið fæti af leikvelli frá barnæsku. En á bak við þá er ekki aðeins hópur fólks á öll- um aldri sem syndir, stundar fimleika, badminton, golf, hestamennsku, siglingar og dans svo nokkuð sé nefnt sem næstum ekkert á skylt við knetti... Óaðskiljanlegur hópur er foreldrarnir sem margir stunduðu aldrei íþróttir af neinu viti en eru þvílíkir burðarásar í starfi hreyfingarinnar að það væri ekki hægt að ímynda sér að hún starfaði jafn blómlega og raun ber vitni nema fyrir þá. Og kostnaðurinn af því? Nær enginn. Flestir þeirra borga með sér. Við erum að tala um fólk sem lætur tala sig í að vera í foreldraráðum, fjáröflunar- nefndum, fararstjórn og jafnvel vara- stjórnum. Og ef þetta er duglegt fólk þá tekur það til hendinni, endurskipuleggur, skipuleggur, mótar og skýrir starf deild- anna og félaganna. Sumir foreldranna fara á námskeið sem dómarar í grein barnanna auk annarra starfa. Ef börnin eru flöktandi í vali á grein þá er þarna á ferð fólk með reynslu úr starfi margra félaga eða greina og gríð- arlega yfirsýn. Oft gapir þetta fólk af undrun yfir skömmunum sem það fær frá sam- ferðamönnum sínum enda á það víst frem- ur hrós skilið en hitt fyrir að nenna að standa í tuði við krakka og foreldra. Stundum fara kvöld og helgar í starfið með krökkunum og stundum sitja for- eldrarnir eftir í apparatinu en börnin eru farin. Hitt er svo annað að öll félög sem skilað hafa árangri í keppni byggjast á þessum foreldrum og öðrum, sem veita jákvæðan stuðning, eru með, hvetja og snýta eða hugga börn hvers annars. Og fá aldrei nægar þakkir fyrir. Árangur er í sjálfu sér undarlegt hug- tak. Öll félög stilla upp verðlaunagripum og telja fram fjölda titla þegar árangur er metinn. En hvað skyldi koma út ef árang- urinn væri mældur í jákvæðum foreldrum, traustum tengslum bama og fullorðinna eða í hraustum, jákvæðum og félagslega öruggum einstaklingum með réttan íþróttaanda í lífi og starfi? Magnús Þorkelsson LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.