Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Side 9
Madame de Stáel, 1766-1817, var mótud af því andrúmslofti og viðhorfum sem ein- Þegar leið á valdatíma Napóleons jókst andúðin á aðferðum hans, einkum í Þýskalandi. „Intelligensían" kenndu frönsku „salonana" á öld upplýsingarinnar, en þar komu saman heimspekingar, sem hafði hriflst af byltingunni tók nú ad snúast gegn arftaka byltingarinnar og ekki síst gegn menning- skáld, embættismenn og hluti „frjálslyndra" aðalsmanna. Portrettið er eftir Gérhard, arpólitík Napoleons, sem kristallaðist í „empire-stílnum". hirðmálara Napóleons. er nýr og ferskur og þau brjóta blað í menn- ingarsögu Evrópu. M. de Staél kynnist þess- um ritum á ferðum sínum um Þýskaland og með kynnum sínum af Agústi Wilhelm bróður Friedrichs Schlegels. Eins og áður segir varð hún meðal þeirra fyrstu til að kynna þessi rit Schlegels í Frakklandi ásamt frönskum emig- röntum sem héldu heim á fyrsta áratug 19. aldar. Klassísisminn mótaði smekk og viðmið á byltingaárunum og með valdatöku Napóleons varð þar engin breyting á. Napóleon var klassísisti og tók við arfleifð byltingarinnar. Hann rændi lýðræðinu en hélt hátt fána föð- urlandsins. Þjóð og föðurland voru samofin hugtök frá 1789 og einkum eftir 1792, þegar konungar í Evrópu réðust gegn lýðveldinu. Styrjaldirnar þjöppuðu Frökkum saman til varnar, byltingin og þjóðin tengdust, föður- landsástin náði fullri tjáningu í „Fram til orr- ustu ættjarðar niðjar/ upp á vígbjartri her- frægðar stund/ mót oss helkaldrar harðstjórnar viðjar/ hefjast gunnfánar dreyrgir og grund... Á storð á storð skal streyma níðings blóð.“ (Þýðing M. Jochums- son) Klassísismi, upplýsing og herfrægð tvinn- uðust saman, skynsemisstefna, panþeismi og föðurlandsást loguðu í brjóstum patríótanna. Skynsemisstefna í einföldustu mynd gegnsýrði nú allar stéttir, stefnan var ekki lengur skemmtilegt umræðuefni í frönskum salónum, heldur „þjóðareign“, sameign allrar þjóðarinnar og herfrægðin fylgdi með. Bænd- ur og „buxnaleysingjar" sansculettes - hófust til baráttunnar fyrir hugsjónum frönsku upp- lýsingarinnar um alla Evrópu, hugsjónum byltingarinnar, „frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi,“ afnámi sérréttinda aðals og klerka og allsherjar hagræðingu hagkerfisins, afnámi skylduvinnu annarrar bændaánauðar og trúfrelsis og trúar á hina helgu „skynsemi". Allir voru jafnir fyrir lögunum og marskálks- stafurinn var ekki lengur bundinn ákveðinni stétt, bóndinn eða buxnaleysinginn gátu orðið marskálkar. Fagnaðarerindið um glæsta framtíð og stöðugar framfarir og mögnuð hughrif ástar- innar til foðurlandsins tengdi fjöldann „bylt- ingunni", ríkisvaldinu, og skapaði meðal fjöld- ans samkenndina um sameign, þjóðareign og þjóðarhagsmuni, sem varð þeim sem fóru með ríkisvaldið einkar hagstætt. Og Napóleon erfði baráttu byltingarinnar fyrh- frelsun Evrópu og þá stöðugu styrjöld Frakka og Evrópu sem hafði gert Frakka að „föngum eigin herfrægðar." Tilvera Frakklands var orðin háð stöðugu stríði og herfrægð og eftir að Napóleon tekur völdin tekur hann að erfð- um Frakkland sem gísl eigin frægðar og hann verður gísl eigin herfrægðar. Frakkar voru fremsta þjóð í Evrópu og föðurlandsást þeirra hlaut að snerta kveikju samskonar kenndar meðal annari-a þjóða. Þegar fyrstu áhrifa rómantísku stefnunnar tekur að gæta í Frakklandi vakti það megna andúð ríkjandi aíla. Það var goðgá að menga „heiðríkju klassísismans með dulúðarmistri þýski-a heiðalanda." Napóleon leitaðist við að ná sáttum við erfðaaðalinn, sem hafði flúið land í byltingunni. Hann reri að því öllum ár- um að festa sig í sessi og að verða viður- kenndur sem jafningi lögerfða-þjóðhöfðingja, og að gera ætt sína jafningja þeirra. Hann ætlaði að steypa saman hinum forna ættaraðli og nýjum aðli „parvenua“, menn sem hann hafði hafið til valda, ættlausa einstaklinga oft af misjöfnum uppruna, að áliti lögerfða- manna. Þessi tilraun tókst að nokkru meðan hann gat haldið fylgi meðal þjóðarinnar og hersins með stöðugum hernaði, sem orsakaði stöðugt aukna andúð á yfirgangi Frakka alls staðar í Evrópu. Fagnaðarboðskap byltingar- innar var misjafnlega tekið og ofdirfð Frakka í menningarefnum var illa séð. Það var þó einkum sú aðferð Napóleons að herinn skyldi lifa á landinu þar sem hann fór um, sem vakti hatur og viðbjóð á aðferðum franskra her- sveita. Hvergi kemur þessi afstaða þjóða bet- ur fram en í stríðsmyndum og skissum Goya á Spáni. Þegar leið á valdatíma Napóleons jókst andúðin á aðferðum hans, einkum á Þýska- landi. Intelligensían sem hafði hrifist af bylt- ingunni tók nú að snúast gegn arftaka bylt- ingarinnar og ekki síst gegn menningarpólitík Napóleons sem kristallaðist í „empire" stíln- um sem var framhald frönsku klassíkurinnar. Kveikjan að þessari breyttu afstöðu voru rit rómantíkeranna og fyrirlestrar og ræður Fichte og Schlegel-bræðranna. Og til að styrkja andstöðuna snerust þýskir furstar einn af öðrum gegn Napóleon. Hann hafði auðmýkt þá og niðurlægt og sú árátta hans jókst eftir því sem á leið. Þýsku furstarnir lifðu í hugarheimum stigveldisins og róman- tíkin var þeim andsnúin og þeir henni, en þeg- ar lengra leið samtvinnuðust rómantíkerar og legitimistar í andstöðunni gegn ofurveldi Frakka og lauk með „frelsisstríði". M. de Stael gaf út bók sína L’Allemagne í París 1910, en hún var þegar í stað gerð upp- tæk. Þrátt fyrir það gerjaðist rómantíkin í Frakklandi fyrst, eins og áður er vikið að, meðal emigranta. Það er ekki fyrr en með falli Napóleons, sem kemur til opinnar bar- áttu milli skynsemis-klassísismans og róman- tísks fáránleika eða óskynsemi. Andstaðan gegn yfirvöldunum, Búrbónunum og öllu sem fylgdi andbyltingarviðleitni þeirra var mörk- uð viðhorfum rómantisku stefnunnar, en stefnan var einnig íhaldssöm á sinn hátt. Miðaldir voru ýmsum rómantíkerum drauma- landið og þeir höfðu djúpa fyrirlitningu á markaðssamfélaginu, kaupprangi og verð- bréfaviðskiptum. Andbyltingarhugmyndir stigveldissinna voru um margt skyldar við- miðum rómantíkeranna. Lúðvík XVIII átti erfitt með að skilja afstöðu rómantíkeranna og ekki aðeins hann heldui- fræðimenn í bók- menntum og arftakar upplýsingarstefnu og skynsemishyggju. Um 1820 var gerð tilraun fyrir tilstilli yfirvalda til að skilgreina „róm- antísku stefnuna“. Það bárust 150 skilgrein- ingar og menn voru engu nær. De Staél skil- greindi baráttu rómantíkur og klassísisma þannig: „Skáldskapur sem stælir klassískar fornbókmenntir og hinsvegar skáldskapur sem leitar fyrirmynda í heimum miðalda. Klassísismi á sér rætur í heiðríkju heiðinnar fornaldar Rómverja og Grikkja og rómantíkin hins vegar í trúarlegri dulúð miðaldakirkj- unnar.“ Á árunum eftir 1815 var klassísisminn á undanhaldi og fyrir þann tíma og síðan áfram jókst stöðugt andúðin á Bónapartismanum. Frakkland var lögregluríki alla stjórnartíð Napóleons. Erindrekar ríkisvaldsins voru alls staðar, afskipti ríkisins voru óþolandi og leynilögreglan var snuðrandi um einkahagi og skoðanir manna. Slík ríkisófreskja er óþolandi, að minnsta kosti þeim sem vilja strjúka um frjálst höfuð. Auk þess er það segin saga að eftirlitsmenn ríkisins, ráðuneytisliðið og skrifaraskarinn vill verða mótaður til ákveðinnar gerðar and- legra lítilmagna undir stjórnarfari sjúklegra valdafíkla. Þetta ríkisform verður að óþolandi spennitreyju. Við slíkar aðstæður var rómantíska stefnan lausn og harkalegt andsvar. Fremstu höfund- ar Frakka á fyrri hluta 19. aldar voru fæddir skömmu fyrir eða rétt eftir aldamótin 1800 og alast því upp í spennitreyjunni. Emile De- schamps var skáld og hafði þýtt mörg kunn- ustu skáld, ensk, þýsk og spænsk á frönsku. Hann var ritstjóri „La Muse Francaise," tímarits sem sigldi undir fána rómantíkurinn- ar. í frægri grein í tímaritinu er það staðhæft að öll bestu skáld Evrópu yrki og skrifi í and- klassískum stíl. Chateaubriand, Byron, De Staél, Schiller, Joseph de Maistre, Goethe og Scott eru nefndir í greininni frá 1824. Ný kynslóð kemur síðan fram, sem eru ár- gangar frá því um 1800, Alexander Dumas og Victor Hugo m.a. Þetta var „Empire" kyn- slóðin. Þeir voru hatrammir andstæðingar Napóleons og lýðveldisins, þeir dáðu stigveldi miðalda, fortíðin var þeirra tími. Höfundar svo sem sagnfræðingarnir F. A. Mignet og Jules Michélet ásamt Honoré de Balzac voru fæddir rétt fyrir aldamótin. Victor Hugo varð með leikritinu „Hernani" talinn höfuðskáld rómantísku stefnunnar á Frakklandi. Hann hafði ort og skrifað öll ósköp allt frá unglings- aldri, gaf út tímarit um bókmenntir 17 ára gamall. Frönsku konungarnir - Búrbónarnir - Lúðvík XVIII og Karl X sýndu mikinn áhuga á bókmenntum og styrktu ung skáld, tilgangurinn var að gera Frakkland aftur að höfuðstöðvum bókmenntanna í Evrópu. Victor Hugo var veittur lífeyrir 1822, verð- laun fyrir ljóð og skrif. ímyndunarafl og róm- antík mörkuðu skrif hans, það var fyrir áhrif rómantísku stefnunnar. Það var rómantíska stefnan á Frakklandi sem leysti úr læðingi þau öfl og hæfileika sem urðu kveikjan að hinni blómlegu og magnmiklu skáldsagnagerð á Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar, Hugo, Balzac, Alfred de Musset og George Sand. Spádómur M. de Staél rættist: „Róman- tískar bókmenntir eru sú eina tegund bók- mennta sem geta þróast, eru lífvænlegar, vegna þess að þær sækja kveikju sína í þann jarðveg sem við erum sprottin upp úr, þær einar eiga sér framtíð." (L’Allemagne). Höfundurinn er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.