Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2000, Blaðsíða 19
Kynslóðirnar mætast 200C í dag verður uppskeruhá- tíð verkefnisins Kynslóðir mætast 2000 haldin í fjórtán félags- og þjón- ustumiðstöðvum eldra fólks í Reykjavík. GUD- RÚN GUDLAUGSDÓTTIR ræddi við Ásdísi Skúla- dóttur, sem stjórnað hefur verkefninu, og að hennar sögn mun allt iða af fjöri og fjölbreyttum menning- arviðburðum sem hinir eldri og yngri hafa skap- að í sameiningu. Krakkarnir í Melaskóla lögðu bútana sína fram til kynslóóaormsins. Morgunblaðið/Ásdís MorgunblaSið/Ásdís Ásdís Skúladóttir í féiagsmiðstöðinni við Aflagranda bættu þær Lára Árnadóttir, Kristín Jóhannsdóttir og Margrét Hallgrímsdóttir í kynslóðaorminn. ✓ IDAG verður uppskeruhátíð verkefnis- ins Kynslóðir mætast 2000 haldin í fjór- tán félags- og þjónustumiðstöðvum eldra fólks í Reykjavík. Allit' eru boðnir velkomnir og að sögn Ásdísar Skúla- dóttur, sem stjórnað hefur verkefninu, mun allt iða af fjöri og fjölbreyttum menningarviðburðum sem hinir eldri og yngri hafa skapað í sameiningu. „Verkefnið Kynslóðir mætast 2000 er á dag- skrá Reykjavíkur menningarborg Evrópu 2000 og hefur að markmiði að leiða saman eldri og yngri kynslóðina á nýjum tímum og lykilorðin eru: Samvera, samvinna, samtal." - Hvernighafiðþið unnið aðþessu? „Byi'jað var á að velja úr félagsmiðstöðvar eldra fólks sem eru með opið hús eins og kall- að er, og voru þær 14 talsins er verkefnið hófst. Allir forstöðumenn félagsmiðstöðvanna hrifust af verkefninu og vildu vera með. Til að gera langa sögu stutta þá var haft samband við 14 skóla í nágrenni félagsmiðstöðvanna og spurt hvort þar væri áhugi á að vera með í verkefninu og var afar vel undir þá málaleitan tekið. Síðan var strax byrjað að undirbúa verkefnið á haustönn árið 1999 og í janúarlok 2000 var verkefnið sérstaklega kynnt almenn- ingi í félagsmiðstöðinni á Vesturgötu 7.“ - í hverju felst þetta verkefni? „T.d. var farið var í gagnkvæmar heimsókn- ir, þær fólust í því að eldra fólkið kynntist vinnustað barnanna og þau kynntust aftur vinnustað eldra fólksins. Farið var t.d. í heim- sókn á bolludag og borðar saman bollur, eldra fólkið fór á skólasýningar hjá börnunum, farið í gönguferð eða spjallað bara saman um menn og málefni og sameiginleg áhugamál. Það sem gert var í samverustundum var t.d. að steikja saman laufabrauð, teikna á jólakortin fyrir jól- in 2000, stofnaðir hafa verið allt að fimm kórar ungra og aldraðra og danshópur var stofnað- ur. Búin var til heimasíða í einni félagsmið- stöðinni. Keppt var boccia og „krílað“ saman (kríla er sérstök handavinnuaðferð). Unnið var verkefnið: Leikir barna á tuttugustu öld. Börn tóku viðtöl við eldra fólkið og unnu úr því verkefni og síðast en ekki síst voru margir kynslóðaormar prjónaðir. Sá lengsti var þegar síðast fréttist orðinn yfir 20 metrar. Unnið var verkefnið „Púpan og fiðrildið“, öskjugerð var stunduð að hætti H.C. Andersens og sungið saman: Litlir kassar á lækjarbakka - og allir eins. Þá má nefna samverudaga sem þetta unga og eldra fólk átti saman í Elliðaárdal, þar sem tínt var saman sögulegt efni til þess að búa til úr álfa og tröll í vinnustofum. Þús- aldarblómið var og unnið í veggteppi og nýir og gamlir hlutir skoðaðir í félagi.“ - Hverniggekk þessu fólki á ólíkum aldri að finna sér sameiginleg áhugamál? „Það gekk mjög vel vegna þess að í félags- miðstöðvum aldraðra er blómleg starfsemi á ýmsa lund og í skólunum eru gífurlega fjöl- breyttar námsgi'einar. Það reyndist því ótrú- lega auðvelt að tvinna saman þau verkefni sem börn og eldra fólk er ella að vinna að hvort á sínum vettvangi. Það sem hins vegar reyndist erfitt en var leyst mjög farsællega var að finna tíma þar sem bæði börnin og eldra fólkið gat hittst." - Hafa ekki áður veiið heimsóknir á milli þessara aldurshópa? „Jú, jú, það hefur verið nokkuð um það en dæmi eru um það að jafnvel þótt félagsmið- stöð og skóli væru nánast hlið við hlið þá væru engin samskipti. Fram til þessa hafa heim- sóknir helst verið í fonni þess að börnin hafa t.d. sungið fyrir eldra fólkið eða það sagt börn- unum frá gömlum tímum. Þetta er hið besta mál en þetta verkefni var öðruvísi. Það sem greinir það í gi'undvallaratriðum frá flestu af því sem gert hefur verið er að núna var þess freistað að vinna saman, að sameiginlegu verkefni og það tókst með ágætum.“ - Geta allir komið og séð árangur sam- starfsins? „Já, félagsmiðstöðvarnar eru allar opnaðar á mínútunni kl. 14 og eru opnar til klukkan 17. Þar gefst sem sagt kostur á að sjá afrakstur starfsins núna á haustönn og fá sér síðdegis- kaffi gegn vægu samræmdu verði. Aðalatriðið er þó að njóta samverustunda þennan tíma.“ - Var mikið mál að koma þessu samstarfí á laggirnar? „Já, en afai- skemmtilegt starf enda hafði ég góða samstarfsaðila, þær Önnu Þrúði Þor- kelsdóttur forstöðumann sem var fulltrúi Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík og Guðrúnu Þórsdóttur kennsluráðgjafa sem var fulltrúi Fræðslumiðstöðvai' Reykjavíkur. Draumur okkar er að þetta verkefni sé einn af þeim dropum sem holar steinninn og stuðlar að meiri samveru kynslóðanna, rannsóknir sýna '* að félagsskapur og samvera gegnir lykilhlut- verki í betra heilsufari til líkama og sálar.“ LeiSrétting í VIÐTALI Hólmfríðar Gunnarsdóttur við William Heinesen sem birtist í Les- bók 18. nóvember sl. féll niður neðan- málsgrein sem þó er vísað til í viðtalinu þegar rætt er um bókina Det gode haab. Neðanmálsgreinin var á þessa leið: Skáldsagan hefur komið út í íslenskri þýðingu undir nafninu Vonin blíð. Viðtal- inu átti á hinn bóginn að ljúka með svari Heinesens við spurningu blaðamannsins: Hver er að yðar áliti besti rithöfundur á Islandi? - Sá sem skrifaði Njálu. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Það var ekki annað að sjá en vel færi á með þeim sem máluðu Málverk kynslóðanna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. NÓVEMBER 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.