Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 6
6 TÍMINN LAUGARDAGXJR 24. desember 1966 mzímmm Bernhard og Robert ásamt flugfreyjunum þremur. Ein í hendi, tvær í flugi Em í hendi, tvær á flugi heitir jólamyndin í Iíáshólabíói, en það er mjög þekkt bandarísk gaman- mynd með hinum frægu leikurum Tony Curtis og Jerry Lewis í að- aMut'iljrkum. Bernard Lawrence (Tony Ourtis) Parísarfréttaritari International Press elskar þrjár stúlkur, og það eru nú ýmsir sem gera, en það sem undarlegra er, hann býr með þeim öllum án þess að þær hafi hugmynd um tilvist hver annarar. Þær eru allar flug- freyjur sin hjá hverju flugfélag- i íu, og þegar þær eru í heima- höfn búa þær hjá Bernard, þ.e.a.s. ein í senn. Til að halda jafnvægi í þessu treystir Bernard á flug- áætlanirnar, sem hann les án af- láts, hann á armbandskrónóimeter með suðara, sem er sífellt að láta til sín heyra, og einnig hefur hann önnum kafna ráðskonu, Bertu, sem segir að hann þurfi ekki ráðskonu heldur rafeinda- heila. Þetta má til sanns vegar færa, og víst er um það, að þessir útreikningar kosta mikla ná- kvæmni og oft munar litlu að allt fari úr skorðum, það er ekki allt- af hægt að treysta á flugáætlanirn ar, alls konar tafir g mistök koma fyrir, sem fæða af sér mik- inn taugaæsing eins og skiljan- legt er. Robert vinur íBernards (Tony Curtis) reynist honum mik il hjálparhella í þessum þreng- ingum, allt gengur vel um nokk- ii rn tíma, en eins og við er að búast getur þessi ástarleikur ekki varað til eilífðarnóns, og er það sýnt að stúlkurnar hljóta að kom- ast að raun um tilvist hver ann- arra, leggja þeir Bernard og Ro- bert á flótta, og taka sér leigu- bíl. Sú bílferð verð-ur ekki enda- sleppt, við stýrið situr undurfög- ur frönsk stúlka, sem tjáir þeim að þrjár konur séu leigubílstjórar í París, búi saman í íbúð, en hitt- ist aldrei, þvi að þær vinni á mis- munandi vöktum. Og nú tekur við ekki síður spennandi. við annar leikur ekki síður spenn- andi. Hafnarbíó: Tvífari geimfarans Jólamynd Hafnarbdós heitir Tví fari geimfarans, amerísk gaman- mynd fná A.IiJP. Vettvanigurinn er ein af flugskeytastöðvum banda riska flughersins, þar sem O. K. Deadhead hrakfallabálkur hinn mesti, er liðþjálfi. Með klaufaskap sínum og glappaskotum bakar hann yfirboðurum sín\im, einkum Pogg yfirmanni, mjög þungar álhyggjur, en þrátt fyrir allt er þetta bezta skinn, bara mjög óframfærinn, svo óframfærinn, að hann hefur ekki haft uppburð í sér til að fcvænast unnustu sinni Lucy, sem vinnur þarna á sama stað. Einu sinni sem oftar verður honum á mjög mikið glappaskot, og fyrir það er hann settur í varð hald, en áður en langt um líður brýzt hann út við annan mann. |Varðmenn verða eiginlega þegar í stað varir við þetta, en áður en þeim tekst að handsama Dead head keipst hann inn í geimfar og sofnar þar, en veit hins vegar ekki, að næsta morgun á að senda geimfarið á loft í geislabelti í ákveðinni fjarlægð frá jörðu, sem hefur þannig álhrif á menn, að persónuleiki þeirra breytist. Til- raunadýrið á að vera shimpanze- api. Og næsta morgun er geim- farinu skotið á loft með pomp og pragt, allt fer vel í fyrstu en skyndilega er hrópað á hjálp í tal- stöðinni, og kemur þá í Ijós að Deadhead er innanborðs. En geim ferðin tekst vel og hrakfallabálkn um er fagnað sem hetju, þégar hann kemur niður á jörðina. En hann hefur heldur betur tekið stakkaskiptum þarna uppi í há- loftunum, er nú orðinn svo frek- ur að engu tauti verður við hann komið. Áfcveðið hafði verið að gifta þau Lucy að lokinni geim- ferðinni, en illa horfir, því að nú hefur engin stúlka frið fyrir hon- um. Yfirboðar hans komast brátt að raun um, að til er hermaður, sem er algjör tvífari Deadheads, og er gripið til þess ráðs að sækja hann og fá hann til að kvænast Lucy.en hneppa Deadhead í varð- hald. Hjónavígslan fer fram, en þá kemur í Ijós, að það er Dead- head, sem hefur kvænzt Lucy, en tvífari hans situr í fangelsi. Þetta fæðir skiljanlega af sér mjög mikla ringulreið, leikurinn berst allt upp í Hvíta húsið til forset- ans, en endar vel, eins og allar góðar sögur. Aðalhlutverk í þess- ari mynd leika Frankie Avalon og Deborah Walley, leikstjóri er Norman Taurog. Hrakfallabálkurinn Deadhead ásamt tveimur stúlkum úr kvikmyndinni. ViS Skógafoss. Laugarásbíó: Siguríur Fáfnisbuni Sigurður Fáfnisbani, fyrri hluti kvikmyndarinnar Niflungarnir verður sýndur í Laugarásbíói, en svo sem kunnugt er vom ýmsir þættir teknir hér á landi sl. sum- ar. Efnið er tekið úr hinum fornu sögnum um Niflungana og er að- alsöguhetjan Sigurður konungur á Niðurlöndum, sem banað hefur hinum ægilega dreka Fáfni og náð gulli hans og fyrir bragðið hlotið nafnið Páfnisbani. Hann kemur til Búrgund til að skora á hólm Gunnar konung þar, og vinna ríki hans, en Gunnar vill komast hjá einvígi og friðmælist við Sigurð, og býður honum að dvelja í höll sinni í Búrgund um nokkurn tíma. Meðan á þessarj dvöl hans stend- ur er gerð árás á ríki Gunnars, en Sigurður býðst til að verja landið og vinnur að lokum fullan sigur á árásarmönnunum. Gunnar segist þá vilja uppfylla hverja þá ósk, sem Slgurður hafi fram að færa, og óskar þá Sigurður eftir því að fá að konu Grímhildi syst- ur konungs. Fellst Gunnar á þetta en með því skilyrði þó að Sig- urður hjálpi sér að fá Brynhildar drottningar íslands. Þeir vinir halda siðan í bónorðsförina, en Brynhildur kveðst einungis giftast þeim manni, sem sigrað geti hana í einvígi. Gunnar veit, að Bryn- hildur nýtur fulltingis Óðins, en Sigurður heitir að hjálpa honum í einvíginu, með því að bregða yfir sig huliðshjálmi sínum og að- stoða hann, án þess að nokkur verði þess var. Fyrir bragðið tefcst Gunnari að sigra Brynhildi og síð an er haldið til Búrgunds, þar sem mikið brúðkaup er undirbúið, og Sigurður og Grímhildur ann- ars vegar og Brynhildur og Gunn- ar hins vegar eru gefin saman með mikilli viðhöfn. En Brynhildur hefur fcomizt að því, að Gunnar er ekki sá mað- ur, sem sigraði hana í einvíginu, ogvgerist kuldaleg við hann. Hún er búin skírlífisbelti, og segir Gunnari, að hann skuli brjóta það ef hann sé maður til, annars verði hún aldrei eiginkona hans. Grím- hildur kemst að því að Bryhildur hefur ekki verið manni sínum eft- irlát, en Sigurður hefur komið til hennar um nótt og tekið á brott skMífisbeltið, og telur Grímhild- ur þetta sönnun þess, að Bryn- hildur elski Sigurð og ber hepni á brýn að hún sé frilla hans. Sig- urður er rægður við Gunnar kon- ung, sem ákveður að láta vega hann, og er það gert með svikum. Lýkur þessum þætti myndarinnar með því, að Grímhildur sver við líf bams þess, sem hún ber undir belti, að grimmileg hefnd skuli koma fyrir morð Sigurðar. Stjörnubíó: ORMUR RAUÐI Jólamynd Stjörnubíós er banda- rísk stórmynd og heitir Ormur rauði, gerð eftir samnefndri sögu Frans Bengtson. Sagan gerist á víkingaöld og eru aðalsöguhetjur bræður tveir, Hrólfur og Ormur rauði Krókssynir. Þeir ræna lang skipi einu miklu frá Haraldi kon- ungi, og ætlunin er að sigla þvi suður í Máraland og leita þar uppi mesta fjársjóð heims, gull- klukku eina mikla, sem þeir hafa haft spurnir af. Safna þeir að sér liði miklu til ferðarinnar og til að hafa hemil á konungi taka þeir sem gísl skipasmið hans og Gerði dóttur hans. Eftir langa útivist koma þeir að klettahöfða einum, þar sem lítil kapella stendur og sannfærast þeir um að þar sé gull klukfcan góða geymd. En áður en þeir gætu lagt þar að lenda þeir í ógurlegri hafröst, skipið brotn- ar í spón, en víkingar bjargast á land E1 Mansu márahöfðingja, þar sem þeir eru fangaðir og Gerður sett í kvennabúr Márahöfðingjans. Sæta þeir illri meðferð, en semst við Málahöfðingjann að lofcum. og vísa þeir honum á gullklukk- una sér til lausnar. Gripinn, sem er enn stórkostlegri en þeir höfðu haldið, flytja þeir með sér til borg arínnar, en þar er þá fyrir Har- aldur konungur, sem tekið he.fur borgina með miklu liði. Slæst vita- skuld í bardaga, og lyktir verða þær, að E1 Mansu fellur en Hrólf- ur halda heim til norðurslóða með dýrgripinn. Leikstjóri er Jack Cardiff, en aðalhlutverk leika Ric hard Widmark, Sidney Poitier ag Russ Tamblyn. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.