Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 8
M ARTA Á annan í jólum frumsýnir Þjóð leiklhúsið óperuna Mörtu, eftir Flotow. Hin heimsþekkta óperu- söngkona Mattiwilda Dobbs syng- ur titilhlutverkið á fyrstu sýning- unum hér í Þjóðlei'khúsinu, en síðan mun Svala Níelsen taka vi hlutverkinu. Aðrir söngvarar erú: tGuðmundur Guðjónsson, Guð- mundur Jónsson, Kristinn Halls- son, Sigurveig Hjaltested og Híálmar Kjartansson. 35 félagar úr Þjóðleikhúskómum taka þátt í sýningunni og hljómsveitarstjóri er Bodhan Wodiczko. Dárus Ing- ólfsson gerir leikmynda- og bún- ingsteikningar. Þýðing óperunn ar er gerð af Guðmundi Jónssyni óperusöngvara. Marta, er gaman- ópera, í 5 atriðum. Um 50 söngv- arar, ballettdansarar og aukaleik- arar ta'ka þátt í sýningunni. Leikstjóri er Eric Schack og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika. Myndin er af Mattivilde Dobbs, Guðmundi Guðjónssyni, Guðmundi Jónssyni og Sigunreigu Hjaltested. Úr Dúfnaveislunni, sem sýnd verður 2. jóladag Leikfélag Reykjavikur: Dúfnaveislan og barnaieikrit Hjá Leikféilagi Reykjavíkur verð ur ekki sett á svið nýtt leikrit um jólin fyrir utan barnaleikrit- ið Kubbur og Stubbur eftir Þóri Guðbergsson kennara, en það verður frumsýnt í Iðnó 30. desem- ber. Á annan jóladag verður Dúfnaveisla. Laxness sýnd í 37. sinn, og aftur 29. des., en 27. des- ember verða ítölsku einþáttung- arnir Þjófar, lík og falar konur sýndir í 85. sinn. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson verður hátíðasýning Leikfélags Reykja- víkur í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 11. janúar 1967. Leik- stjóri er Gísli Halldórsson, Kára leikur Helgi Skúlason, en Höllu Iíelga Bachmann. Skömmu síðarr verður frumsýnt pólska leikritið Tangó eftir Slawomir Mrozek, en þetta leikrit fer nú sigurför um Evrópu. Leikstjóri er Sveinn Ein- arsson. TIMINN LAUGARDAGUR 24. desember 1966 Johnny og „ósökkvanlega“ Molly Brown. Gamla Bíó Molly Brown Nýja Bíó: Mennirnir minir sex Mennirnir mínirfsex, heitir jóla myndin í Nýja bíó. Iíún fjallar um þetta sígilda efni, fallegu, ríku og dáðu stúlkuna, sem þráir það eitt að lifa einföldu lífi með manni, sem hún elskar, en kemst að raun um, að það er ekki svo hlaupið að því. Móðir hennar ætl ar að þröngva henni í hjónaband með auðkýfingi nokkrum, en stúlkan lætur ekki segja sér þann ig fyrir verkum, og kvænist smá- kaupmanni einum og letingja. Allt fer vel í fyrstu, en skyndilega hættir letinginn að vera latur, fer að vinna og verður forrfkur, konu sinni til mikillar gremju og þeirra hluta vegna og annarra fer hjóna- bandið út um þúfur. Hún ætlar þó ekki að gefast upp við svo búið og dembir sér út í hjónaband ið á nýjan leiJk, í þetta sinn með blásnauðum og hringavitlausum listmálara, en allt fer á sömu leið, hanna verður stórfrægur og for- ríkur, og þá fer nú gamanið að grána. Tvisvar enn giftist stúlk- an, en í bæði skiptin fer allt for- görðum, og vesalings stúlkan ger- ist vitanlega uppgefin á þessu öllu saman og ætlar að ánafna stjórn Bandaríkjanna aillan sinn auð, seni ekki er neitt smáræði, en emb- ættismennirnir neita að taka móti gjöfinni. Hrygg í bragði leit- ar stúlkan á náðir sálfræðings og rekur honum raunasögu sína, og ekki er annað að sjá en hann leysi vanda hennar á einhvern hátt. Aðalhlutverkið í myndinni leik- ur hin þekkta leikkona Shirley MacLaine, en eiginmenn hennar og vonbiðla leika Robert Mitchum Paul Newman, Dean Martin, Gene Kelly, Bob Ounning og Dick Van Dyke. Hin vinsæla bandaríska kvik- myndaleikkona Debbie Reynolds leikur aðalhlutverk í jólamynd Gamla bíós, sem heitir Molly Brown. — Við kynnumst Molly fyrst, þegar hún er smástelpa að alast upp hjá föður sínum og bræðrum sínum við Missouri- fljótið. Hún er óttalega ókvenleg í fasi, en á sér þó þann æðsta draum, að kvænast einhverjum milljónamæringi í Denever í Colo rado, og er hún hefur aldur til, kveður hún föður sinn og bræð- ur og heldur af stað gangandi til Denever. Á leiðinni’ kynnist hún ungum fátækum rnanni Johnny Brown, en vill ekkert með hann hafa og heldur ótrauð áfram, kemst þó ekki alla leið, en er ráðin sem söng- og dansmær á krá í úthverfi borgarinnar, og verður brátt vinsæl. Johnny Brown er ekki af baki dottinn, hann kemur oft til Molly, kenn- ir henni m.a. að lesa, en enn sem fyrr vill Molly alls ekki giftast honum og segir honum frá óska- draumi sínum um milljónamæring- inn og fína húsið, sem hann átti að eiga. En ást Johnny er heit, og um siðir tekst honum að fá Mollyar og uppfylla allar hennar óskir. Kvikmynd þessi er gerð eftir samnefndum söngleik, er saminn var um raunverulegar pensónur og atburði. Molly Brown lézt 1932 og var þá orðin fræg persóna fyrir ævintýri sín og fleira. Hún lenti í Titanicislysinu og kemur það einnig fram í kvikmynd þessari. Þá vann hún mikið mannúðarstarf' í heimstyrjöldinni síðari og hlaut fyrir það mörg heiðursmerki frá frá þjóðarieiðtogum Banda- manna. Ævi þessara konu var æv- intýri líkust og vafalaust er mynd' in um hana mjög skemmtileg. FRASAGNIR HORREBOWS I ÁGÆTRIÞÝDINGU OG ÚTGÁFU Niels Horrebow: Frásagnir um ísland. Steindór Steindórsson þýddi Bókfellsútgáfan. íslendingar hafa lengi vitað, að eitt ágætasta rit, sam um þá og land þeirra var samið af erlend- um manni á átjándu öld, var skýrsla Niels Horrebow og frásagn ir hans af íslandi, er komu út í bók ári síðar. Með framlagi Horre bows má segja, að undanhaldi sé snúið í sókn, vonleysi í trú á það, að unnt sé að lifa í landinu, og þessi sókn heldur síðan áfram í rannsóknum og ritum Eggerts og Bjarna, og þótt síðar syrti í ál- inn, féll þag merki aldrei alveg, sem þessir menn reistu. Niels Horrebow hefur ekki aðeins verið skilgóður og glöggur maður, held- úr og framsýnn og bjartsýnn. Á ferðum sínum um landið sá hann gerla meinin, vankunnáttu þjóðar innar og vanmátt, og spillingu danskra kaupmanna og konungs- þræla. En hann eygði eigi síður möguleika landsins, gæði þess og auðlindir, og bendir hiklaust á úrræði til betri lífskjara fyrir þjóð ina. Hann telur að hér megi rækta og nýta landsgæði til svipaðra kjara og gerist í Noregi. Hann álit ur, að fiskveiðar megi stórauka með betri tækni, rækta megi marg ar fleiri nytjajurtir en gert sé, jafn vel korn ef heppilegar tegundir fáist, ala barrskóga til nytjaviðar og slétta túnin og rækta þau bet- ur. En svo bar við, er Ilorrebow kom frá íslandi og hafði skilað skýrslu sinni, ag hann tók sér fyrir hendur að hnekkja ranghermi og rógi, sem Jóhann Anderson, borgarstjóri í Hamborg, hafði sett fram í bók um ísland, er kom út einum fimm árum áður. HafðS Andersen þessi sett saman bók af furðusögum, er þýzkir kaup- menn sögðu honum heimkomnir af íslandi og var þar allt ýkt og afbakað og oft og einatt álygar um þjóðina og lifn aðarhætti hennar, landkosti og náttúru. Horrebow tók nú bók Andersons og hrakti firrur hennar lið fyrir íig, en fræddi um leið skil merkilega um land og þjóð. Nefnd ist varnarrit þetta „Tilforladelige Efterretninger om fsland med et nyt landkort og 2 Aars Meteoro logiske Observationer anno 1752“. Þetta varð mikið rit og gagnmerkt fyrir fróðleik sinn en læsilegra en ella fyrir frásagnarháttinn, varnar stílinn. Kom bók þessi út á ýms um tungum, og má fullyrða, að hún hafi breytt áliti margra á íslandi og íslendingum og hnekkt ýmsum söguburði, sem gekk ljós um logum í álfunni eftir farand- mönnum, sem kunnu betur vig að- hafa frá nokkru ævintýralegu að. segja ,er þeir komu norðan úr Dumshafi. Horrebow var fslendingum því- einstaklega þarfur maður, og hefði rit hans fyrr mátt vera kom ið út á íslenzku. Nú hefur Stein- dór úr þessu bætt bótt seint sé,' Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.