Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hrmgið í síma 12323 Auglýsing i Tímanum kemur daglgga fyrir augu 80—100 þúsund lesffnda. IS INN Á FIRÐI í gærmorgun sáu Sauðárkróksbúar hvar ísjakar voru komnir upp að Borgarsandi sem er austantil við bæinn, og um miðjan dag i gær voru jakarnir orðnir fimm talsins. Myndina af jakanum sem sást fyrst í gærmorgun tók Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson á Sauðár- króki. Fréttir af hafísnum eru á blaðsíðu 16. Willy Brandt til íslands V" ■ V" • > '■ * • :■■■■■ ■ ... Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, kemur til ís- lands í júnímánuði n. k. Hingað kemur hann að eigin ósk og mun hann ræða hér við ráðamenn. Ráð- herrann mun heimsækja allar höf uðborgir Norðurlanda á ferðalagi ! sínu og hafa sólarhringsviðdvöl í ■ hverri þeirra. Til Reykjavíkur I kemur hann að kvöldi 19. júní og fer aftur þann 21. Willy Brandt hefur áður verið boðið til íslands, en þá sá hann sér ekki fært að koma vegna anna. Þá var hann borgarstjóri í Vestur- Berlín. Það var Blaðamannafélag íslands, sem bauð honum að vera 1 heiðursgestur á pressuballi og sendi hann þá þau skilaboð, að hann vildi gjarnan koma, en gæti j ekki komið því við sökum tíma- skorts. Willy Brandt gat sér mjög gott orð á ferli sínum sem borgarstjóri Vestur-Berlínar og þótti halda vel AÐEINS 2 GOD SILD- ARSUMUR í VÆNDUM? á málum í samskiptum við stjórn Ulbrichts austan megin. .Hann hvatti til auikinna samskipta við stjórn Austur-Þýzkalands og við- ræðna um hið viðkvæma Berlín- armál. Slikar viðræður fælu ekki í sér neina viðurkenningu á stjórn Ulbriöhts, en án viðræðna við hana yrði Berlínarvandamálið ekki leyst. Willy Brandt naut mik- ils trausts erlendis ekiki síður en heima fyrir sem foringi hinnar öfl ugu stjórnarandstöðu jafnaðar- manna, enda talinn öruggur um kanzlaraemibætti, ef jafnaðarmenn tækju við stjórnartaumunum. Þeg ar „stóra samsteypan", samstjórn 1 Kristilegra demokrata (ODU) og jafnaðarmanna (SPD) var i.^nd- uð 1. desember s. 1. eftir að Lud- wig Erhard hafði orðið að segja af sér, varð Willy Brandt utanrík- isráðherra og varakanzlari. Miklar deilur urðu innan Jafnaðarmanna- flokkáins út af þessari samvinnu við fyrrverandi „höfuðandstæðing“ CDU, en þær óánægjuraddir hafa nú þagnað að mestu. SPD hefur ekki verið í stjðrn í Þýzkalandi fyrr frá stríðslokum oig á því mik- ið undir að vel takist til um áfram hald góðs stjórnarsamstarfs. Ábyrgðin að þessu leyti hvílir fyrst og fremst á Willy Brandt. Framhald á bis 14 E.l-Reykjavík, fimmtudag. Eins og frá var skýrt í blaðinu í dag, hafa síldveiðar sunnanlands og vestan verið bannaðar um tíma, að ráði fiskifræðinga. í grein i síðasta tbl. Ægis rita fiskifræð- ingarnir Jakob Jakobsson og Hjálm ar Vilhjálmsson um síldveiðarnar á síðasta ári, og segir þar m. a. svo virðist sem vorgotssíldarstofn inn sé miög veikur uin þessar mundir. Einnig segir um síldveið- amar fyrir norðan og austan land, að álykta verði, að svipuð veiði og verið hefur geti ekki haldizt miklu Iengur en framundir 1969— ‘70, nema verulega sterkur árgang ur bætist í stofninn á næstunni. í fyrsta kafla greinarinr.ar um vetrar- og vorsíldveiðar, segir um skiptingu sunnanlandssíldarinnar eftir hrygningartíma, að eins og á „undanförnum árum var sumargots síldin í meirihluta í sýnishornum ailan fyrrihluta ársins. Vorgotssíld er aðeins um 10% á tímabilinu 1.1.—31.5., og styðja þessar niður stöður eindregið þá skoðun að ís- lenzki vorgotssíldarstofninn sé mjög veikur um þessar mundir. Óvenjustór hluti sýnishornanna var ung ókynþroska síld, þ. e. a. s. síld á 2.—4. ári“. Hlutur íslenzku vorgotssíldar- innar fer stöðugt minnkandi í afl anum norðanlands og austan, seg- ir í greininni. Árið 1962 var hlut- ur íslenzku síldarinna 53% en 47% var norsk síld. 1965 var hlut ur íslenzku síldarinnar aftur á móti aðeins 6%, en norsku síldar innar 94%, og væntanlega svipað Lögfræðingur Garrison vitnis ferst í flugslysi NTB-New Orleans, fimmtudag. Fjögurra hreyfla flugvél af gerðinni DC-8 hrapaði í dag á Hil ton-hótelið á flugvellinum í New Orleans og fórust 18 manns, þar á meðal 9 skólastúlkur. Með flug- vélinni voru 6 menh, 5 flugmenn og eftirlitsmaður frá bandarísku loftferðaþjónustunni. Einn flug- mannanna var jafnframt lögfræð ingur James Lewallen, flugmanns, sem verið hefur í yfirlieyrslum vegna rannsóknar Jim Garrison, saksóknara, á morði Kennedys, forseta. Ekki er enn vitað, hvort skemmdarverk er orsök þessa slyss. Skótestúlkurnar voru allar nema ein á snyrtiherbergi hótelsins og fundust lík þeirra brennd á gólf inu. Mikil sprenging varð, er flug vélin rakst á hótelið og kastaðist ein stúlkan út um glugga af þeim sökum. Þá fórust þrír menn, sem voru í flugstöðinni. Flugvélin svipti þaki af fjór- um húsum og stakkst síðan inn í hótelbygginguna. Þegar gaus upp mikill eldur, sem þó tókst að slökkva fljótlega. Flugvélin var eign flugfélagsins Delta Airlines og var á reynsluflugi. Hafði hún aðeins verið níu mínútur á lofti. Flugmaðurinn og lögfræðingur Garrisons-vitnisins hét George Pizza og var þrítugur að aldri. Ekki er enn vitað, hverjar eru orsakir slyssins. árið 1966. Hefur norska síldin ver ið ríkjandi í aflanum síðan 1963 (var þá 71%), og „mun svo verða meðan íslenzki vorgotssíldarstofn- inn er jafnveikur og raun ber vitni“. Síðan segir, að meginuppi- staða veiðanna sumarið 1966 hafi verið „sex og sjö ára gömul síld, þ. e. a. s. árgangarnir frá 1959 og 1960. Lítillega gætti enn árgangs ins frá 1950, einkum í upphafi ver tíðarinnar, svo og nokkuð 5 ára síldar frá 1961. Enda þótt þeir árgangar sem nú hafa verið taldir, þ. e. 1959, ‘60 og ‘61 verði að telj ast allsæmilegir, hefur hrygning norsku vorgotssíldarinnar mis- lukkast að meira eða minna leyti síðan. Verður því að álykta að svipuð veiði og verið hefur geti vart haldizt miklu lengur en fram undir 1969—1970, nema verulega sterkur árgangur bætist í stofninn á næstunni." Framhald á 14. síðu. Willy Brandt GIFURLEGUR ELDSV0ÐI í HERSTÖDINNI í THUIE Aðils-Kaupmannahöfn, fimmtudag. Gífurlegur eldsvoði varð í nótt í hcrstöðinni í Thule á Grænlandli og hefur brunatiónið vcrið laus- lega metið á 21 milljón danskra króna. Sá hluti bygginga í herstöðinni, sem Danir nota í fríslundum sín- I um, brann til grunna. Fréttir af brunanum eru enn óljósar, en þó er vitað, að slys urðe engin á ; mönnum. Ekki er lieldur vitað pi orsakir brunans. Slökkvistarfið var geysilega erfitt, en dönsku slökkvi ! liðsmennirnir sýndu mikinn dugn- að í baráttunni við eldhafið. Á l tímabili var mikil hætta á; að eld urinn brciddist svo út, að hann næði til íbúðarhúsa í herstöðinni, en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir það. Brunatjónið er mjög mikið og í kvöld var gizkað á að það næmi um 21 milljón áanskra króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.