Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 6
18 TÍMINN SUNNUDAGUR 9. apríl 1967 Borgarstjórn fellir að leggja staðar- val ráðhússins undir borgaraatkvæði BORGARMÁL AK-Rvík, föstudag. — Á fiundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær flutti frú Sigríður Thorlacius, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins 'þá tillögu, að kjósendum í Reykja vík skyldi gefinn kostur á að greiða atkvæði um það, hvort þeir séu samþykkir því eða andvígir, að ráðhús borgarinnar verði reist við norðurenda Tjarnarinnar eða ekki. Ef meirihluti kjósenda sé því andvigur verði málið tekið til nýrrar afgreiðslu í borgarstjórn. Sigríður sagði í framsögu, að tillagan væri framkomin vegna þess, að allt frá fyrstu tíð hefðu heyrzt raddir, sem mæltu gegn staðnum, og þær væru vafalaust fleiri, en komið hefðu fram opin- berlega. Þegar staðúr þessi hefði verið valinn, hefði ekki verið bú- ið að ganga frá heildarskipulagi miðbæjarins eða meginhluta borg arinnar, og menn því mjög bundn ir af þeirri hugmynd, að gamli miðbærinn væri miðdepill hennar. Það viðhorf hlyti að breytast, þeg- ar búið væri að ákveða að reisa annan miðbæ fyrir vaxandi borg. Þá minnti hún á, að allar borg- ir, sem hlotið hefðu vötn sem náttúrlega prýði inni í miðborg, reyndu að varðveita þau óskert. Fuglalífið á Tjörninni í Reykjavík væri þegar ómælt yndi einkium börnum og að því ætti að hlúa, og erfitt að trúa því, að ráð húsbyggingin í enda Tjarnarinn- ar mundi ekki raska neinu eða stefna fuglalífinu þar í hættu. Þá væri lítil ástæða til þess að leggja í mikinn kostnað við að ryðja brott húsum, þar sem lóðarrými TIL SÖLU Iðnaðarhúsnæði við Höfðatún, 2 efri fiæðir 140 ferm. hvor. Á iðnaSarsvæðinu í Kópavogi jarðhæð 300 ferm., fullgert Við Hafnarfjarðarveg, 1100 fer metra efri hæð, fokiheld. Við Lágfell, 5000 rúmm. stein hús, með 2 íbúðum og 650 ferni. skemmum. Nýbyggingar Keðjuhús (Sigvaldalhús) í Kópa vogi, tilbúin undir tréverk, og lengra komin. Fokheldar hæðir í Kópavogi, 2ja og 4—5 herb. fbúðir, til- búnar undir tréverk. Einbýlishús á Flötunum. Einbýlishús við Fagrabæ. Fasteignasalan HÚS & EIGNIR Bankastræti 6 Sími 16637. Sigríður Thorlacius væri nóg á mörgum fögrum stöð- um annars staðar. Þá minnti Sigríður á það, að samlþykkt borgarstjórnar am þennan stað á sínum tíma, eða árið 1955, hefði ekki verið ein- dregnara en svo, að fjórir borgar fulltrúar lýstu yfir, að þeir hefðu fremur kosið annan stað, m.a. nú- verandi borgarstjóri. Þá hefur upp hafleg hugmynd um ráðhús þarna stækkað um helming í meðförum á teiknistofum, og rannsókn hef- ur sýnt að ellefu metrar eru niður á fastan grunn í Tjörninni, og verður gnunnur því óhemju dýr. Þar sem svo langt væri liðið frá ákvörðun f borgarstjórn, án þess að hafizt væri handa, væri ástæða til að ætla að menn væru ekki jafnsannfærðir um það og áður, að þetta væri rétti staðurinn. Auðvelt væri nú að kanna vilja borgaranna í sambandi við vænt- anlegar Alþingiskosningar í vor. Ekki væri ólíklegt, að ýmsar for- sendur, sem áður hefðu verið tald- ar augljósar, væru nú ekki lengur fyrir hendi, og þótt staðurinn hæfði ef til vill 20 þúsund rúm- metra byggingu, hlyti að vera vafa samt, að hann hentaði 38 þús. rúm metra byggingu. Þá benti hún á, að fulltrúar þriggja stjórnmála- flokka á Alþingi hefðu minnt á húsnæðisþörf Alþingis í þessu sam bandi, og sé þeim málum ekki ráðið til lykta enn, en ýmsum muni þykja ástæða til að veita Aiþingi færi á framtíðarbúsnæði á þessum slóðum, en erfitt yrði að koma fyrir bæði þinghúsi og ráðlhúsi. Enn væri tækifæri til að veita borgurunum tækifæri til að segja sitt álit um þetta, og það ætti að giera. Birgir ísleifur Gunnarsson mælti gegn tillögunni og taldi það helzt, að atkvæðagreiðslan yrði neikvæð þar sem aðeins væri unnt að spyrja, hvort menn vildu þennan stað eða ekki, en ekki að láta borgarana vilja um tvo staði. Ef þes-sum stað yrði nú neitað, stæðu menn í sömu vandræðasporum og fyrir 15 árum, og deilur um ráðbússtaðinn hæfust að nýju, Hann kvaðst vilja taka fram, að þetta væri alls ekki mál meirihlut- ans heldur borgarstjórnar allrar. Ag lokum var tillagan felld með 9 atkvæðum gegn 3. Kostar nú 225 millj. AK-Rvík, fimmtudag. — Á fundi borgiarstjórnar Reykjavíkur í kvöld gaf borgarstjóri þær upp- lýsingar, að byggingarkostnaður | Borgarsjúkrabússins væi nú orð- inn 225 millj, kr. AUmikið vantar ; á að ríMð hafi greitt sinn hluta ! byggingarkostnaður sjúkrahússins. | Nú væri unnið að, því að fá meiri skil þess fjár frá ríkinu og einn- ig leitað eftir lánum. Stæðu von- ir til, að úr þessu rættist að nokkru og mundi fást úr því skorið mjög bráðlega. Yrði árangur jákvæður, gætu framkvæmdir við sjúkrabús- ið geta hafizt aftur um miðjan næsta mánuð, en þær bafa legið niðri í vetur. Langar umræður um vöggu■ stofumálið í borgarstjórn AK-Rvík, fimmtudag. — Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í kvöld urðu allmiMar umræður um bamaverndarmál og gagnrýni Sigurjóns Björnssonar á starfsemi vöggustofunnar að Hlíðarenda á fundi borgarstjórnar 2. marz s.l. Frú Sigríður Thorlacius, borgar fulltrúi Framsóknarflokksins, bar fram eftirfarandi fyrirspumir til borgarstjóra: „Vegna umræðna, er urðu milli borgarstjóra og Sigurjóns Bjöms- sonar borgarulltrúa á fundi borg- arstjórnar 2. marz S.I., varðandi starfsemi og fyrirkomulag barna- heimila ReýkjavÆkurborgar er spurt: Hefur farið fram rannsókn á því, hvort ummæli borgarfulltrú- ans um vöggustofu Thorvaldsens- félagsins að HMðarenda og fleiri barnabeimili hafa við rök að styðj ast? Ef svo er, má þá ekki vænta að borgarstjóm fái skýrslu um niðurstöðu þeirrar rannsóknar?" Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, svaraði fyrirspurnunum með því stjóm hvetti til fyllstu gagnaöfl- að rekja aðgerðir sínar í málinu síðan kvaðst hann hafa átt sameig- BRflon RAFMAGNSRAKVEL — KÆRKOMIN FERMINGARGJÖF — Fæsí i raftækjaverzlunum i Reykjavík og ví3s- um 9an«L BRAUN-UMBOÐIÖ: RAFTÆKJAVERZLUN ISLANDS Skólavörðustig 3, Reykjavík. inlegan fund með læknum barna- heimilanna, fræðslustjóra, for- stöðukonu vöggustofunnar, Sigur- jóni Björnssyni o.fl. og eftir þann fund hefði hann óskað eftir skýrslum lækna og geðverndar- stofnunar borgarinnar um þessi mál, svo að hann gæti lagt málið og gögn þess fyrir barnaverndar- ráð. Læknamir hefðu þegar sMl- að sínum skýrslum, en forstöðu- maður geðverndarstofnunarinnar, Sigurjón Bjömsson, ekM þrátt fyrir itrekuð bréfleg tilmæli og bor ið' við að hann vildi aðeins fá þau gögn í hendu sérfróðum rann sóknarmönnum. Kvaðst borgar- stjóri ekM getað sætt sig við annað en orðið yrði við þeim til- ! mælum. Sigríður Thorlacius þakkaði borgarstjóra svörin og taldi að brýnt væri að fá þessi mál rann- sökuð af sérfræðingum. Sigurjón Björnsson nyti álits sem barna- sálfræðingur, og því hlyti þung gagnrýni af hans hendi að vera gild ástæða rannsóknar á þessum málum. Slík rannsókn væri eng- in árás á Thorvaldsensfélagið, sem befði létt af bænum miMum út- gjöldum með því að stofna vöggu- stofu. Sigríður kvað sér kunnugt um, að sumir fulltrúar í barna- verndamefnd borgarinnar væru ekM fulkomlega ánægðir með starfsbætti vöggustofanna. Jón B. Hannibalsson mælti síð- an fyrir tillögu Alþýðubandalags- manna um að skipuð verði nefnd sérfróðra mann til þess að kanna uppeldisskilyrði í vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í Hlíðar- enda og gera tiUögur um fram- tíðarrekstur. Borgarstjóri bar fram breyting- artillögu þess efnis, að borgar- stjórn hvetti til fyllsta gagnaöfl- unar um þetta mál sem síðan yrði afhent bamaverndairáði til með- ferðar. Jón Hannibalsson bar fram frávísunartUlögu við tiUögu borg- arstjóra, þar sem hann taldi hana ekki breytingartillögu, heldur sjálfstæða um önnur atriði. Páll Sigurðsson taldi ekki rétt að vísa máU þessu á þessu stigi til barnavemdarráðs, fyrr en þá svipuð könnun, sem um væri rætt í tillögu Aþýðubandalagsins hefði farið fram. Barnaverndarráð væri naumast aðiU til að vísa málum tU með þeim hætti, enda bæri því ekki skylda til að taka það fyrir. Slíkt væri alveg í sjálfsvaldi þess. Borgarstjóri hélt því hins veg- ar fram, að rétt væri að láta bamaverndarráð ákveða, hvort slík rannsókn færi fram eða ekki. Sigarjón Bjömsson bar fram á- stæðu fyrir því, að hann hefði ekM orðið við tilmælum borgarstjóra um „útskrift“, úr skýrslum geð- verndarstofnunarinnar um ein- stök börn. Kvaðst hann í fyrsta lagi ekki hafa vitað í hvers hend- ur þær ættu að fara, og úr þeim væri ekki fært öðrum en sérfræð- ingum að lesa. Þessar skýrslur væru og trúnaðarmál. Þar að auM hefði hann varla vitað, hvers kon- ar „útskrift“ borgarstjóri væri að biðja um. En sUkar skýrslur væri þó sjálfsagt að láta í hendur sérfræðinganefndar, sem kjörin yrði til rannsóknar. Borgarstjóri vítti það harðlega, að forstöðumaður geðvemdar- stofnunarinnar neitaði honum um þessar skýrslur og kvaðst ekki geta unað því. Loks var frávísunartillaga Jóns Hanuibalssonar feUd, en „breyt- ingartillaga" borgarstjóra sam- þykkt með 8 atkvæðum íhaldsins gegn 7 atkvæðum allra minnihluta flokkanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.