Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 Kúrekar norðursins Kúrekar norðursins Heimildarkvikmynd um kántríhá- tíð á Skagaströnd. Stjórn: Friðrik Þór Friðriksson. Myndataka: Einar Bergmundur Arnbjörnsson og Gunnlaugur Þor Pálsson. Klipping: Sigurður Snæberg Jóns- son. Sýningarstaður: Regnboginn. við virkilega svona? Svo safnast nokkrir mótsgestir saman inn í tjald og kyrja kátirvorukallar á meðan flaskanfríð gengur á milli og í huga manns leiftra minningar. Jú, við erum svona það fer ekkert á milli mála. En er það þá eitthvað til að skammast sín fyrir? Nei, afhverju það? í þynnkunni daginn eftir söfn- umst við aftur saman fyrir framan sviðið og hlustum á prestinn lesa úr heilagri ritningu og yfir höfði hans hangir skilti, sem á er letrað „Hið villta vestur er hér“. Mene mene tekel. Og presturinn lítur yfir söfn- uð sinn og predikar að í upphafi hafi guð skapað himin og jörð. Org- anistinn Ieggur af stað í heljarmikl- um forleik að áframkristmenn- krossmenn og fipast kla'ufalega í tónaflúrinu. A maður að hlæja eða finna til með fólkinu? Væri um gamanmynd að ræða héldi ekkert Skjótari en skugginn að skjóta Fyrir nokkrum árum gerði Frið- rik Þór Friðriksson kvikmyndina „Rokk í Reykjavík". Hlaut hún verðskuldaða athygli, enda merki- leg heimild um blómlegt tónlistarlif meðal unglinga á höfuðborgar- svæðinu þegar kvikmyndin var gerð. Hún veitti innsýn í hugsanir þessarar kynslóðar, sem barmafull af orku og sköpunargleði píndi fram lifandi tónlist, oft á tíðum mettaða reiði og angist, úr hljóð- færum sínum. Tónlistarflutningur- inn var stundum meir af vilja en getu en eitt áttu flytjendurnir sam- eiginlegt, en það var stoltið yfir því sem þeir voru að gera. Það sama mátti segja um þá sem gerðu kvik- myndina og voru þeir vel að því stolti komnir, því kvikmyndin speglaði vel lífsþrótt, sem hrærðist í rokkheimi Reykjavíkur á þeim tíma. Kúrekar norðursins eru alger andstæða Rokksins. Kántrítónlist- areftiröpun sú sem Hallbjörn Hjartarsson, Johnny King og fleiri norðlenskir „kúrekar" fremja á kántríhátíðinni á Skagaströnd, er jafn dauð og rokkið var lifandi. Það er kannski tímanna tákn að Friðrik skuli gera kvikmynd um miðaldra raulara, sem halda að þeir séu að flytja countrytónlist.Engin ástæða er til að veitast að þeim því þetta eru viðkunnanlegir menn, sem hafa auðsjánlega gaman af því sem þeir eru að gera. Þeir eru bara stórir strákar i kábojleik og þó ein- kennilegt sé þá er þó nokkur hópur manna, sem hefur gaman af kú- rekaleik þeirra og tekur þátt í hon- um. Ekki er það samt næg ástæða fyrir aðstandendur íslensku kvik- myndasamsteypunnar, til að þeysa norður og gera þessa kvikmynd. Hvað vakti eiginlega fyrir mönnun- um? Varla hafa þeir fundið peninga- lykt af fyrirbærinu, þvi þó Hall- björn Hjartarson eigi dyggan aðdá- endahóp, þá er hann varla það stór að aðsókn þess hóps gefi nægan ágóða til að standa undir kostnaði við gerð myndarinnar. Friðrik Þór hefur látið hafa eftir sér að honum hafi þótt Hallbjörn svo orginell náungi að hann hafi langað til að gera kvikmynd um hann. Nú finnst undirrituðum Hallbjörn ekkert sérstaklega frum- legur, hvorki hann né sú tónlist sem hann flytur, en sínum augum litur hver silfrið. Það frumlega hjá Hall- birni hlýtur að vera hvað hann er yfirmáta venjulegur. Kannski þar sé komin ástæðan til þess að Friðrik og aðrir fulltrúar íslensku kvik- myndasamsteypunnar ruku norður í sumar og kvikmynduðu kántríhá- tíðina á Skagaströnd. Þó kvikmyndin virðist vera sam- ansafn af mistökum, sem dæmi má nefna að viðtölin við Hallbjörn Hjartarsson eru ekki í fókus, þá er því ekki að leyna að hún hefur ým- islegt sér til ágætis. Stundum tekst kvikmyndagerðarmönnunum að afhjúpa fólkið á miskunnarlausan hátt. Pelafylleríin í móunum kring- um Skagaströnd þessa helgi eru í engu frábrugðin slíkum fylleríum á héraðsmótum eða öðrum skemmt- unum á iandsbyggðinni að sumar- lagi. Við höfum bara aldrei áður upplifað það á tjaldinu, nokkrum sinnum í raunveruleikanum, af og til í leiknum myndum en aldrei neitt í líkingu við þetta. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Að lokum hrjáir mann vanlíðan fyrir eigin hönd og annarra. Erum aftur af áhorfendum; þeir inyndu veltast um af hlátri. En er það ekki ofurskiljanlegt að manninum fip- ist, hann er óvanur því að kvik- myndaauganu sé beint að honum og því eðlilega á tauginni. Það er fyrst og fremst í þessurn tveim atriðum sem mér finnst Frið- rik Þór standast þær kröfur, sem maður verður að gera til hans. Þessi atriði eru áleitin og láta áhorfand- ann ekki í friði. Það sem verður ekki sagt um sjálf skemmtiatriðin á hátíðinni. Maður kæfir geispann og bíður eftir að þeim Ijúki. Inní skemmtiatriðin eru klippt viðtöl við Hallbjörn Hjartarson og Johnny King öðru nafni Jón Vík- ingsson. Það pirraði undirritaðan að Hallbjörn var út úr fókus en kannski var það ætlunin hjá að- standendum kvikmyndarinnar. Frh. á bls. 22 I SOLBAÐSSTOFAN GRETTISGÖTU 57, ©6214 40 OPNUNARTÍMI Mánud. - Föstud. 09.00—25.00 Laugardaga 10.00-25.00 Sunnudaga 13.00-23.00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.