Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 13 til formanns Alþýðu- Dinginu um helgina s verður haldið um nœstu lltrúar flokksins koma saman -a, auk þess sem kosin verður fara fram um formannssœtið óhlutbundnar, þannig að allir ir hafa tveir menn sérstaklega rs vegar núverandi formaður lannsson og hins vegar, Jón ður flokksins í Reykjavík. ■ spurningar fyrir Kjartan og — Hvers vegna býður þú þig fram til formanns Alþýðuflokksins? — Framboð mitt er svar við ákveðinni kröfu jafnaðarmanna — flokksbundinna sem annarra — um róttækar breytingar: Á Alþýðu- flokknum, á núverandi flokka- kerfi, á íslensku þjóðfélagi. Þjóðfélagið er á tímamótum. Alþýðuflokkurinn er á tímamót- um. Nú er að hrökkva eða stökkva. Framundan eru einstæðir um- brotatímar í íslenskri pólitík. Það eru þúsundir kjósenda þarna úti, sem eru að leita að nýjum svörum við gömlum spurningum: nýjum leiðum út úr augljósum ógöngum. Þjóðfélagið er að gliðna í sundur vegna óstjórnar og himinhrópandi misréttis. Hvert sem litið er í þjóð- félaginu kalla vandamálin á lausnir, sem jafnaðarmenn einir eru færir um að finna. Ég sætti mig hreinlega ekki við það, á sama tíma og þörfin fyrir stríðandi Alþýðuflokk hefur sjald- an verið meiri, þá skuli menn sætta sig við fylgis- og áhrifaleysi. Mig ragar það ekki, hvort flokkurinn fær 4.5 eða 8% í skoðanakönnun- um. Þess konar flokkur getur verið pólitískt ráðgjafarfyrirtæki, en hann er ónýtur sem baráttutæki vinnandi fólks. Ég sætti mig ekki við svo smáan hlut. Alveg eins og við berum fram vantraust á ónýta ríkisstjórn og ger- um strangar kröfur til aðila í at- vinnulífinu — eins vil ég að við ger- um meiri kröfur til okkar sjálfra en annarra. Ég þekki engan Alþýðuflokks- mann, sem mætir til flokksþings, þegar flokkurinn hefur tapað 2 af hverjum 3 kjósendum, með því hugarfari að leggja blessun sína yfir óbreytt ástand. Allir hugsandi Alþýðuflokks- menn eru sammála um nauðsyn róttækra breytinga: Á stefnumið- um flokksins, innra starfi, vinnu- brögðum, útbreiðslustarfi, uppeld- isstarfi, áróðurslínu, o.s.frv. Spurningin er: Hvort má sín meira: Krafan um breytingu eða óttinn við breytingar? Vogun vinnur — vogun tapar. Það er reyndar allt að vinna en engu að tapa. Þess vegna er engu að kvíða — þetta er ekkert mál. — Hverja telur þú framtíð Al- þýðuflokksins í íslenskri pólitík? Að óbreyttu hjakkar flokkurinn í sama farinu. Hann liggur þá við stjóra — leitar vars. Því að það lifir enginn til lengdar á fornri frægð. Framtíð Alþýðuflokksins er fólg- in í því, að krafan um róttækar breytingar nái fram að ganga. Þörf- in fyrir róttækan, stefnufastan og ____Jón Baldyin Hannibalssqjv Alþýðuflokkurinn er á tímamótum áræðinn Alþýðuflokk blasir hvar- vetna við. Tækifærið til að snúa vörn í sókn bíður þeirra sem þora að grípa það. Eigi það að takast má það aldrei henda, að flokkurinn læðist með veggjum, forðist átök, þori ekki að standa í sviðsljósinu, þori ekki að flekka hendur sínar í pólitík. Fyrst og síðast verður flokkurinn að hafa pólitíska „hernaðaráætl- un“. Hann verður að vita, hvar hann vill hasla sér völl, hverja hann velur að vinum og samstarfsmönnum og hverjir eru óvinir hans. Hann má ekki kinoka sér við að varpa því fyr- ir róða, sem úrelt er úr hugmynda- kerfi hans, (t.d. ríkisforsjárkredd- unni); né heldur neita staðreyndum um nauðsyn samkeppni einstakl- inga, hugmynda og vöru á markaði, til þess að knýja menn til þess að leggja sig fram, sækjast eftir því af kappsemi sem eftirsóknarvert er í lífinu. Aldrei að forðast deilur, ágrein- ing og stríð — fyrir málstaðinn. Það á að vera okkar líf og yndi. Við eigum heldur ekki að semja við aðra út af hræðslu; þaðan af síður hræðast að semja — þ. á m. um aðild að ríkisstjórnum. — Hvar telur þú að flokkur- inn eigi að marka sér bás í hinu póli- tíska litrófi hér á landi? Flokkurinn á hvergi að standa mýldur á bás; hann á að hasla sér völl, til varnar og sóknar. Mitt svar er afdráttarlaust: Alþýðuflokkur- inn á ekki að þykjast vera annað en hann er: Róttækur umbótaflokkur vinstra megin við miðju stjórnmál- anna. Jíann á hvorki að hallast til vinstri né til hægri, né heldur hlaupa út undan sér út og suður um víðan völl, eftir því sem vindar blása. „Vinstramegin“ við okkur eru tveir flokkar: Kvennalistinn, sem er lengst til vinstri (hann er í reynd stjórnleysingjasamtök vinstrameg- in við Alþýðubandalagið). Alþýðu- bandalagið er næstlengst til vinstri. Það á hins vegar eftir að gliðna í sundur á næstu árum: Róttækl- ingahópar eiga eftir að hrökklast út um vinstri dyrnar, en verkalýðs- sinnar og raunsæismenn munu um síðir koma til okkar. Hægra megin við okkur er Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann er í svip- inn margir flokkar. Harkalið frjáls- hyggjusafnaðarins, hagsmunaverð- ir stórfyrirtækja, sem sækjast eftir endurtryggingu ríkisvaldsins, (pils- faldakapítalistar), framsóknar- menn, sem leiðist í Framsókn, og frjálslyndir sósíaldemókratar úr röðum launþega. Valdataka frjálshyggjudrengj- anna á eftir að splundra Sjálfstæð- isflokknum og smækka hann. Sósíaldemókratarnir koma til okk- ar, ef við höldum rétt á málum. Vinstramegin við miðju: Það ei sóknarformúla jafnaðarmanna: Og þýðir að lokum að Alþýðuflokkur- inn, Bandalag jafnaðarmanna og sósíaldemókratísk öfl úr Sjálfstæð- isflokknum munu mynda eina fylk- ingu, sem getur orðið ráðandi afl í ríkisstjórn íslands á næstu áratug- um. Gleymdi ég Framsókn? Hún er hvort eð er tímaskekkja og passar ekki inn í mynstrið. í reynd er hún bara atvinnurekendahagsmunir eins auðhrings, sem gerir Fram- sóknarflokkinn út á ríkissjóð. Til þess að þessi formúla gangi upp verður að gera þá kröfu til Al- þýðuflokksins að hann reynist stað- fastur í þeirri utanríkispólitík, sem meiri hluti þjóðarinnar hefur náð samstöðu um. Undir minni forystu verður hann það. — Hefur hlutverk Alþýðu- flokksins breyst í tímans rás? — Þó nú væri. Kjarninn í þjóð- félagsskilningi jafnaðarmanna er hugmyndin um hægfara umbætur; það sem heilbrigðisstéttir nú til dags kalla „fyrirbyggjandi aðgerð- ir“ — til þess að koma í veg fyrir, að þjóðfélagið leysist upp í borgara- styrjöld í hagsmunaárekstrum (byltingu). Svar jafnaðarmanna við krepp- unni milli 1930-1940 var áætlunar- búskapur, sem þýddi að lokum ríkisforsjá. Þá var þetta róttækt sjónarmið. Núna er þetta erki- íhaldssemi. Á íslandi hefur þetta endað í „velferðarkerfi fyrirtækj- anna“, sem er einhvers konar fram- sóknarheimspeki og hefur kostað þetta þjóðfélag tugi milljarða sl. hálfan annan áratug. Þess vegna segi ég í stefnuyfirlýs- ingu minni: „Undir minni forystu mun Alþýðuflokkurinn taka af tvímæli um, að við erum ekki gamaldags kerfisflokkur, heldur róttækur umbótaflokkur, sem vill breyta þjóðfélaginu í átt til vald- dreifingar og virkara lýðræðis — gegn miðstjórnarvaldi og ríkisfor- sjá!‘ — Hver er þín afstaða til hugs- anlegra samstarfsaðila flokksins (annarra flokka) hvað varðar ríkis- stjórnarsamstarf og á fleiri svið- um? Svarið leiðir af spurningu nr. 3, þar sem ég svaraði því, hvar hið „eðlilega“ fylgi frjálslynds jafnað- armannaflokks er að finna: Vinstra megin við miðju, Við eigum að leita samstarfs með þeim, sem hafa svip- aðar grundvallarforsendur og af- stöðu og við. Þetta þýðir að við eig- um fyrst og fremst samleiö með Bandalagi jafnaðarmanna og hin- um frjálslyndari öflum í Sjálfstæð- isflokknum. Markmiðið er að sam- eina þessi öfl til að styrkja stöðu þeirra í stjórnarsainstarfi við aðra, sem eru þá ýmist: Sjálfstæðisflokk- urinn eða Alþýðubandalagið. Það fer á hverjum tíma eftir þvi, hvor þessara aðila er lengra kominn á þroskabrautinni. Tökum dæmi: Viðreisnin var framan af mjög góð stjórn, vegna þess að hún var róttæk umbóta- stjórn (nýjar og skynsamlegar hug- myndir i efnahagsmálum). Stiórn- arandstaðan þá, Allaballar og Framsóknr voru íhaldssöm öfl. Hvers vegna höfum við svo hörmulega reynslu af svokölluðum „vinstri stjórnum“, þ.e. stjórnum með Framsókn og Allaböllum? Það er af því að Framsókn er íhaldssam- ur íhaldsflokkur en Alþýðubanda- lagið er íhaldssamur hentistefnu- flokkur. Framsókn er erkikerfis- flokkur, sem róttækur jafnaðar- mannaflokkur á nánast enga sam- leið með. Allaballarnir geta lagast ‘(sérstaklega ef við neyðum þá til þess); en þeir eiga ótrúlega mikið ólært. Það dapurlegasta við forystu Al- þýðuflokksins á undanförnum ár- um er að hún hefur ekki haft neina „herstjórnarlist“. Það er fínt orð yfir það, að vita hvað maður vill gera. Sumir segja að Alþýðuflokk- urinn hafi gert stærstu mistökin þegar hann fór út úr ríkisstjórninni 1979. Það er rangt. Stærstu mistök- in voru óumdeilanlega að álpast inn í ríkisstjórn undir forsæti erkikerf- isflokks 1978. Það var pólitískt um- ferðarslys. Og Alþýðuflokkurinn hefur enn ekki beðið þess bætur. Til þess voru vonbrigði þess unga og róttæka fólks, sem flykkti sér um flokkinn og vænti breytinga, of sár. — Hver verða höfuðmálin á flokksþingi Alþýðuflokksins um nœstu helgi? — Þjóðfélagið vœntir aðeins einna tíðinda af þessu flokksþingi Alþýðuflokksins: Þorir hann — eða þorir hann ekki? Mun hann þekkja sinn vitjunartíma — eða láta tækifærið sér úr greipum ganga? Hvort verður ofan á: Kvíð- inn fyrir breytingum (þær valda oft sársauka um sinn) eða krafan um breytingar. Þar sem ekki er við neitt að stríða er ei sigur neinn að fá. Ef þú ert að spyrja um einstök mál, þá er ég ekki í nokkrum vafa um það. Það er ítarleg stefnuyfir- lýsing, sem unnin hefur verið á veg- um Félagsmiðstöðvar jafnaðar- manna í Reykjavík um mál mál- anna í þjóðfélaginu. Hún heitir: „Hverjir eiga ísland?“ og undir- titillinn er : „Fámenn stétt fjár- magnseigenda — eða hinn vinnandi fjöldi?“ Þetta eru drög að stefnu- yfirlýsingu Alþýðuflokksins um „leiðir til að jafna eigna- og tekju- Framh. á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.