Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 7 Oráínn Bertelsson ArÍKrtstinsson ión Hermannsson ADALHLUTVERK Eoaert Porleltsson KarlAgústOltwon i -=sæs Dalalíf mönnum, sem lætur tjóðra sig vtð- færibandið. Honum er líkt farið og brauðgerðarmönnunum, að úr sama korninu reynir hann að gera mismunandi brauðhleyfa. „Dala- líf“ nýjasta afurðin, sem frá honum hefur komið, er byggð upp kringum sömu persónurnar og gerðu garð- inn frægan í „Nýju lífi“. Það eru þeir félagar Þór og Daníel, leiknir af Eggerti Þorleifssyni og Karli Agústi Úlfssyni. í deigið er svo hnoðað ýmsum nýjum tegundum af mjöli sem ekki voru í fyrri blönd- unni og útkoman verður Dalalíf í stað Nýs lífs. Eins og fyrri daginn fær ákveðin atvinnugrein landsmanna útreið í þessari kvikmynd. Það er hin hei- laga kýr landbúnaðurinn, sem verð- ur fyrir barðinu á þeim félögum. Þeir Þór og Danni ráða sig sem af- leysingabændur í Kjósina, á meðan bóndi og búalið skreppur til Noregs í bændaferð. Að vonum gengur á ýmsu hjá þeim félögum. Þeim til trausts og halds er Katrín frænka bóndans af næsta bæ. Hlutverk það er í höndunt Hrafnhildar Val- björnsdóttur, vaxtaræktarkonu, og verður að segja sem er að henni er sennilega flest betur til lista lagt en Frh. á bls. 23 Ekkierallt sem sýnist Sparifjáreigendur eiga nó fleiri kosti en nokkru sinni fyrrtil að ávaxta pening- ana. Og um leið verður allur samanburður á innlánsformum flóknari og erfiðari. Gylliboðin með lýsingarorðum í hástigi birtast úr öllum áttum, en beoar að er gáð þá er ekki allt sem sýnist. Hvað þarf til að ná hœstu ávöxtun? Hvaða áhrif hefur úttekt? Boð okkar er hœkkun vaxta á ó mánaða reikningum. Þannig fœst 27,2°/o ársávöxtun sem er sambœrileg við hámarksávöxtun hjá peningastofnunum almennt. Einfalt mál. Fáið samanburðinn í Sparisjóðnum. Heilög kýr í spéspegli Nýja bíó: Dalalíf, 1984. Leikstjórn: Þráinn Bertelsson. Handrit: Þráinn Bertelsson og Ari Kristinsson. v Kvikmyndun: Ari Kristinsson. Framleiðandi: Jón Hermannsson fyrir Nýtt líf. Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Guðmundur Ingi Krist- jánsson o.fl. Eitt sunnudagssíðdegi nú síðla sumars varð mér á að kveikja á rík- isútvarpinu í bílnum mínum, án þess að ég gerði mér neinar gylli- vonir um annað en þungmelta mið- aldatónlist úr miðlinum. Sá ótti reyndist þó ástæðulaus, því úr há- tölurunum hljómaði kunnugleg rödd. Þetta var þægileg rödd, ekki ósvipuð rödd presta, þó var sá mun- ur á að hún var ekki laus við gáska, sem prestsraddir eru því miður yfir- leitt gersneyddar. Annar munur var þar líka á, en hann var sá að rödd- inni var beitt þannig að hlustandinn varð strax fangi hennar. Þetta var maður sem kunni að segja frá og notaði framsögn sína til hins ýtrasta án þess að yfirleika, sem oft'vill bregða við, sérstaklega hjá radd- skóluðu fólki. Þetta var Þráinn Bertelsson kvik- myndagerðarmaður og rithöfund- ur með þátt sinn „Það var og..“ Þátturinn fjallaði að þessu sinni um stóriðju. Skoðanir Þráins á því fyr- irbæri þóttu mér svo heilbrigðar að ég ók út á hafnargarð, drap á bíln- um og hlustaði á erindi hans til enda. Sjórinn var spegilsléttur og Fjörðurinn skartaði sínu fegursta eins og yfirleitt er logið á bókum, þó svo hafi ekki verið nú. Megininntakið í boðskap Þráins var það að stóriðjan væri hið mesta böl og þá ekki bara vegna mengun- arhættunnar út á við, ekki síður þeirrar hættu, sem felst í mengun hugarfars þeirra, sem verða að framkvæma þessa óskemmtilegu vinnu, en þessu atriði hafa verið gerð alltof lítil skil þegar rætt er um stóriðjuna. Hvers eiga þeir að gjalda, sem árum saman verða að standa í kerjaskálum eða öðrum líkhúsum stóriðjuveranna? Um- hverfið getur varla kallast örvandi og vinnan alls ekki skemmtileg. Að mati Þráins eru það sjálfsögð mannréttindi að vinnan sé eitt af tvennu og helst hvorutveggja, skemmtileg og skapandi, og eitt er grundvallarskilyrði allrar vinnu, að maðurinn viti til hvers hann fram- kvæmi handverk sitt; að hann hafi yfirsýn yfir framleiðsluna, annars er hætta á að hlutverk hans verði svipað og hjá meistara Chaplin í „Nútímanum“. Að íslendingar breyttust í slík vinnudýr fannst Þráni hin mesta ósvinna og fannst það réttilega illa varið góðum starfskrafti. Máli sínu til sönnunar tók hann eina stétt manna fyrir, en það eru brauðgerðarmenn okkar. Hann benti á hvílík sköpunargleði hefði allt í einu hlaupið í þá stétt. Hér áður fyrr var til tvennslags rúg- brauð seytt og óseytt, fransbrauð, normalbrauð og sumstaðar heil- hveitibrauð. Nú er slíkt óhemjuúr- val af brauðtegundum að kaupand- inn á í stökustu vandræðum með að gera upp huga sinn hverslags brauðs hann vilji neyta í þetta og hitt skipt- ið. Sköpunargleði landans eru eng- in takmörk sett fái hún notið sín en hún mun veslast upp verði hún lok- uð inn í kerjaskálum. Þráinn er ekki einn af þeim 5PARI5JDÐUR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Heiðraði viðskiptavinur. Nýja bókin okkar heitir á einföldu íslenzku máli SPÆJBÓK meö séruöxhm Hún á að fullnægja þörfum þeirra, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta er bók sem hentar þeim, sem ætla að spara til langs tíma, en vilja þó hafa aðgang að fé sínu fyrirvaralaust. Þessi bók gefur hærri ávöxtun því lengur sem innstæðan er óhreyfð eða allt að 28?ó á ári. I bókina er skráð innstæða oq vextir, hér þarf ekki stofnskírteini eða vfirlit. Hún kemur samt ekki í stað gömlu góðu almennu sparisjóðs- bókarinnar, en sameinar ýmsa kosti hennar annars vegar og bundinna reikninga hins vegar. Þetta er einfalt kerfi og vel skiljanlegt og þarfnast ekki upphrópana. Verið velkomin í afgreiðslustaði bankans til að kynna ykkur þessa nýju sparibók og aðrar sparnaðarleiðir Búnaðarbankans. Við teljum, að bankinn geti nú sinnt hinum margvíslegu þörfum viðskiptamanna með beztu ávöxtun sparifjár. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.