Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 28. mars 1985 'RITSTJORNARGREIN' Er Svavar alþjóðlegur Krati? Þjóöin varö undrandi um síðustu heigi. Svavar Gestsson, formaður Alþýöubandalagsins, talaöi á öldum Ijósvakans frá Tógó í Afrlku. Hann var spurður hvort uppi væru áform ( Al- þýðubandalaginu um aó ganga í Alþjóðasam- band jafnaðarmanna. Hinn ákveðni og stefnu- fasti formaður Alþýðubandalagsins hafði ekki skoðun á þv(. Allt er þetta mál hið neyðarlegasta fyrir for- ystu Alþýðubandalagsins. Formaðurinn hefur velt spurningunni fyrirsér í tæp tvö ár. Það hef- ur oft tekið formann Alþýðubandalagsins skemmri tímaað myndasérskoðun.Tiilagaum þetta efni hefur velkst f miðstjórn Alþýðu- bandalagsins frá síðasta landsfundi flokksins. Nú þegar spurningin kemur upp á yfirborðið af annarlegu tilefni á fréttadeild útvarps, vill eng- inn af frammámönnum flokksins tjá sig um málið. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalags- ins afgreiðir það með því að leita þurfi „ítar- legri upplýsinga um Alþjóðasamband jafnað- armanna". Hvar var Ólafur Ragnar? Hvað veld- ur? Stendur það eitthvað í Svavari Gestssyni aö viðurkenna, að hann vilji verða alþjóðlegur krati? Og hvað segja gömlu Sovétaðdáendurn- ir, þegar fréttist af alþjóölegum kratatilhneig- ingum formanns Alþýðubandalagsins? Einar Olgeirsson bregst ókvæða við og segir forystu flokksins ekki þekkja söguna. Hvað um ungu fylkingarfélagana, sem trúðu á nýtt rautt afl innan Alþýðubandalagsins, en fá nú boðskap um að Alþýðubandalagið sé að verða alþjóð- legur krataflokkur? Þannig varð lítil spurning, sem varpað var til Tógó í Afríku, til að hræra rækilega upp í póii- tískum hrærigraut Alþýðubandalagsins. Hvað með málgagn þjóöfrelsis og sósíalisma, Þjóð- viljann. Hefur hann skoðun? Þ.H. — „Samtrygging" Um þessar mundir hafa bifreiðaeigendur fengið reikning fyrir iðgjöldum lögboðinna ábyrgðartrygginga frá tryggingafélögunum. Það hefur komið eins og köld vatnsgusa fram- an í bifreiðaeigendur að iðgjöldin hafa nú hækkað um 68% frá fyrra ári og alls um 260% á þremur árum. Hækkunin nú er í engu sam- ræmi við verðlagsþróun síðasta árið og af tryggingafélaganna hálfu hafa engin rök verið færð fyrir þessari miklu hækkun. Enda hefur sfminn verið rauðglóandi hjá Fé- lagi íslenskra bifreiðaeigenda undanfarna daga og hefur félagið nú harðlega mótmælt handahófskenndum hækkunum iðgjaldanna. Féiagið krefst þess að meira aðhalds gæti við ákvörðun iðgjaldanna og telur brýnt að sett verði ný lög, sem banna hringamyndun og ein- okunarsamstöðu, en að iðgjaldsákvarðanir verði ella settar undir strangt verðlagseftirlit. Staðreynd er, aö engin þjónusta í iandinu hefur hækkað jafn mikið sfðustu árin. Félag Is- lenskra bifreiðaeigenda bendir á, að vátrygg- ingafélögin eru ekki í frjálsri samkeppni, held- ur mynda þétta samstöðu og ákveða sameigin- lega iðgjöldin. Slík samstaða er bönnuð að lögum í þjóðlöndum, þar sem „frjálsri sam- keppni“ erætlað heilbrigt hagstjórnarhlutverk. Gagnvart samtryggingu vátryggingafélag- anna stendur bifreiðaeigandinn varnarlaus. Hann verður að greiða þessi iðgjöld og það stoöar Iftt að skipta um tryggingafélag. Áður ríkti það fyrirkomulag að ráðherra hafði endan- legt ákvörðunarvald um þetta efni, en því var breytt og hafatryggingafélögin þakkaö fyrirsig með260% hækkun iðgjaldasiðan. Nú fóru þau fram á yfir 100% hækkun, en fengu 68%. Við höfum 8 vátryggingafélög. En hvar er sam- keppnin?? FÞG Framsóknarmenn hvetja ríkisstjórnina Greiðslubyrði lána miðist við þróun launa FUJ 1 þrot þeirra sem farið hafa af stað við húnsæðisöflun, en hinir sem ekki hafa farið af stað standa frammi fyrir verkefni, sem fyrir- fram má bóka að gangi ekki upp að óbreyttu. En unga fólkið á við Óeiri vandamál að glíma og má t. d. nefna menntamálin og atvinnumál- in, en á fundinum verður almennt leitast við að svara til um möguleika þess í framtíðinni og þá hvaða leiðir jafnaðarmenn vilja fara“ sagði Sigurður. Grunnt 1 ábyrgð á honum bera. Jón Helgason sagði þó í svari sínu að málið hefði verið kynnt á ríkisstjórnarfundi og í DV í gær lýs- ir Steingrímur Hermannsson því yfir að málið hafi ekki verið afgreitt af ríkisstjórn. Sé málflutningur sjálfstæðis- manna borinn saman við nýlegar yfirlýsingar þeirra Friðriks Sophus- sonar og Þorsteins Pálssonar, um að hlutverk Framsóknarflokksins sé það eitt að standa vörð um hags- muni SÍS, kemur í Ijós beint sam- hengi. Framkoma Jóns Helgasonar í þessu máli er ekkert annað en bein hagsmunavarsla fyrir Sambandið og Sjálfstæðisflokknum kærkomið dæmi um að orð formanns og vara- formanns flokksins séu rétt. En það brýtur á boðum á fleiri stöðum í stjórninni. Þrátt fyrir að Sverrir Hermannsson hafi lýst því yfir að hætta beri rekstri Sjóefna- vinnslunnar á Reykjanesi og að rík- ið muni ekki veita eina krónu í við- bót í það mislukkaða ævintýri, ger- ir Albert Guðmundsson sér lítið fyrir og veitir Sjóefnavinnslunni 15 milljónir króna. Og að lokum enn eitt dæmi um eininguna á stjórnarheimilinu má lesa á öðrum stað á forsíðunni, þar sem segir frá því að Ragnhildur menntamálaráðherra neitar að veita framhaldsskólanemendum leyfi til að standa að söfnun fyrir réttindabaráttu svartra í S-Afriku, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi skrifað undir ályktun þess efnis að hvetja almenning til að taka vel í þessa söfnun. Það er því grunnt á því góða i ríkisstjórninni nú. Hindrunarhlaup Flokks mannsins um KRON Eftirfarandi fréttatilkynning barst okkur frá Flokki mannsins: Gamalt vígi íhaldsamra smá- kónga varð fyrir óvæntu ónæði á mánudag. Er þar um að ræða 5. deild KRON, Breiðhoitsdeildina. Á aðalfundi deildarinnar.sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti á mánudagskvöld, lögðu áhugasamir félagar fram nýjan framboðslista í kosningum til aðal- fundar KRON, að tilstuðlan Flokks mannsins. Þrátt fyrir ólýðræðisleg vinnu- brögð af hálfu forráðamanna Kaupfélagsins, sem miðuðu að því að hefta framboðið á allan hátt, fékk nýi framboðslistinn 15'Vo at- kvæða í kosningunum. Framboðið í gær var fyrsta skref þessara aðila til þess að breyta sam- vinnuhreyfingunni allri í raunveru- lega samvinnuhreyfingu. Valið snýst um stöðugt meiri ráðsmennsku og smákóngaveldi innan hreyfingarinnar eða að hún vendi sínu kvæði í kross og beini sér að því að bæta þjónustu við félags- menn hækka laun starfsfólksins og auka þátttöku þess. Takmarkið er að þessi viðhorf komist sem fyrst til valda innan samvinnuhreyfingarinnar og ná- kvæmar aðgerðir til þess eru nú þegar hafnar í Reykjavík, Akureyri, Patreksfirði og í Vestmannaeyjum. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin í maraþonhlaupi, þar sem stöðugt fleiri munu leggja þessu verðuga málefni lið. Við skorum á alla raunverulega samvinnumenn að slást í för með okkur sem fyrst, því að margar hendur vinna létt verk. Á ráðstefnu Framsóknarflokks- ins um sveitarstjórnarmál sem haldin var 22—23. mars 1985 var eftirfarandi tillaga samþykkt: Ráðstefna Framsóknarflokksins um sveitarstjórnarmál haldin dag- ana 22. og 23. mars 1985 hvetur rík- isstjórnina til þess að breyta nú þeg- ar lánum íbúðakaupenda og hús- byggjenda þannig, að greiðslubyrði lánanna miðist framvegis við þróun launa. Fagnar ráðstefnan í þessu efni til- lögum og hugmyndum félagsmála- ráðherra sem fram hafa verið lagð- ar í ríkisstjórn og kynntar opinber- lega um svonefnda greiðslujöfnun fasteignalána einstaklinga. Minnt er á að tillögur félagsmála- ráðherra taka til opinberra lána- stofnana, lífeyrissjóða og innláns- stofnana og gera ráð fyrir aftur- virkni í það minnsta hvað opinberar lánastofnanir snertir þannig, að greiðslujöfnun komi til frá 1. janú- ar 1983. Er þetta atriði sérlega mik- ilvægt, þar sem gera má ráð fyrir að kaupgjald hækki nú á næstunni og munur kaupgjalds- og lánskjara- vísitölu minnkar. Vakin er og sérstök athygli á því að tillögur félagsmálaráðherra taki ekki aðeins til vísitölubundinna lána framangreindra lánastofnana (opinberra aðila, lífeyrissjóða, inn- lánsstofnana) heldur er einnig gert ráð fyrir að framvegis verði greiðslujöfnuður tekinn upp í frjálsum viðskiptum um fasteigna- kaup. Getur slíkt beint og óbeint stuðl- að að lækkun útborgunar í slíkum viðskiptum. Loks er minnt á að til- lögurnar gera ráð fyrir greiðslu- jöfnun á óverðtryggðum lánum íbúðakaupenda og fer því greiðslu- byrði þeirra aldrei uppfyrir þróun kaupgjalds hverju sinni. Er þetta einnig nýmæli. Tillögur félagsmálaráðherra eru mjög merkar og mikilvægur liður í lausn á vanda húsbyggjenda og íbúðakaupenda í dag. Ráðstefnan hvetur til þess að til- lögunum verði vel fylgt eftir og frumvarpið lagt fram á Alþingi sem fyrst svo orðið geti að lögum og veitt þá úrlausn sem það gerir ráð fyrir og fjöldi fólks bíður nú eftir. Karvel 4 þessari atvinnugrein vegna þess að misvitrir stjórnmálamenn hafa ekki hugað að því, annaðhvort vísvit- andi eða óafvitandi að bæta svo stöðu og kjör þessa fólks, að það fengist til þess að vera áfram í þess- ari atvinnugrein. Vá fyrir dyrum Ég vænti þess, að við fáum að heyra hér viðhorf þeirra, sem nú ráða ferðinni hér á Álþingi, stjórn- arliðsins, til þessa máls. Og ég á bágt með að trúa því að augu manna, ef þeir á annað borð hafa kynnt sér það, séu ekki farin að opnast fyrir því, hversu geigvæn- lega horfir nú einmitt í þessum mál- um hjá okkur íslendingum. Og því fyrr sem ráðandi menn gera sér það Ijóst, að það er vá fyrir dyrum, sums staðar þegar skollin á, því betra. Og ég vil trúa því, að menn geti sameinast um það hér, þótt ekki væri nema að stíga þetta skref, þó að ég telji, að það þurfi að gera meira heldur en þetta til þess að tryggja þessu fólki ekki bara mann- sæmandi laun og launakjör heldur mannsæmandi atvinnuöryggi á borð við aðra þjóðfélagsþegna vel- flesta.“ Nýr sendi- herra á Spáni Hinn 14. mars sl. afhenti Harald- ur Kröyer sendiherra, Juan Carlos konungi Spánar trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á Spáni með aðsetur í Frakklandi. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Klæöing á Norðurlandsveg 1985. (9,5 km). Verki skal lokið 31. ágúst 1985. Skagavegur1985. (30.000 m3, 4,8 km). Verki skal lokið 30. sept. 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Sauðárkróki frá og með 28. mars 1985. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þ. 15. apríl 1985. Vegamálastjóri. Á tímabilinu 1. apríl til 1. október 1985 verður afgreiðslutíminn frá kl. 8.20 til 16. Framkvæmdastofnun ríkisins og Þjóðhagsstofnun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.