Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. mars 1985 3 Laxveiðin 1984 Laxveidin 1984 var alls 41.089 laxar, að heildarþunga 159.770 kíló, samkvæmt upplýsingum Veiði- Nemendur 1 málastofnunar. Það er um þriðj- ungi lakari veiði en árlegt meðaltal 10 ára þar áður og fimmtungi lakari en árlegt meðaltal seinustu 20 ára. Árið 1984 er 15. í röð bestu veiðiára hér á landi. Meðalþungi laxins var 3,9 kíló sem er vel yfir meðallagi. snerti. Þetta tengist góðum árs- fiskagöngum sumarið 1983 þegar góður bati kom í veiðina í ám á Suður- og Vesturlandi. Um hinar slakari veiðiár, hvað fjölda laxa snertir, sem þekktar eru af vænum laxi, má nefna stóru árnar á Norð- urlandi vestra, auk fleiri áa á Norð- urlandi eystra. Þó gildir þetta ekki fyrir Laxá í Aðaldal, sem var þriðja hæsta laxveiðiáin sumarið 1984. Auk villta laxins voru framleidd 107.000 kíló af eldislaxi. Laxgengd var góð í upphafi veiðitímans 1984 enda gekk laxinn óvenju snemma og vænn lax setti mark sitt á laxveiði í mörgum ám og létti veiðimönnum Jund. En því miður reyndust þetta tálvonir fyrir sumarið í heild um mikla veiði, því þegar leið á hinn venjulega göngu- tíma laxins minnkaði laxgengd og ársfiskurinn (smálax) reyndist óvenju smár. Aldrei kom neinn kraftur í smálaxagönguna. Flóð í ánum trufluðu veiðina, sérstaklega netaveiði. Laxveiði var 1 heild um þriðjungi lakari en árið áður, en þá hafði veiðin lyft sér nokkuð upp úr lægð- inni sem verið hafði í veiði 1980, 1981 og 1982, sem kunnugt er. Sveiflan var minni milli ára í stang- veiði en netaveiði. Óvenjumikið af vænum laxi var í ánum sumarið 1984. Tveggja ára og eldri lax setti nú ríkulegri svip en oftast áður á veiðiskap í ýmsum ám. Þetta gerðist meðan aðrar ár, sem eru að jafnaði með að tiltölu meira af eldri laxi, komu verr út hvað fjölda laxa. Halldór E. Starfsmaður Fram- sóknarfél. Rvík. Framsóknarfélag Reykjavíkur hefur ráðið Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, sem starfs- mann félagsins. Mun Halldór hafa aðsetur á skrifstofu Framsóknarfélags Reykjavíkur að Rauðarárstíg 18, og verður til viðtals fyrst um sinn kl. 13.10—16.00 virka daga. Þarna kemur óhagstætt veðurfar seinustu árin vafalaust sterkt inn í þessa mynd. Hins vegar voraði snemma 1984 og veðurfar var hlýtt. Hlutur stangveiði í heildarveiði var 57%, netaveiðin gaf 27% og hafbeitarlaxinn gerði 16%. Hæsta stangveiðiáin 1984 var Laxá í Kjós ásamt Bugðu með 1.734 laxa, númer tvo voru Elliðaár, en þar veiddust 1.331 lax, þriðja var Laxá 1 Aðaldal með 1.256 laxa, fjórða Þverá í Borgarfirði, en þar fengust 1.082 laxar. Fimmta í röð- inni var Grímsá ásamt Tunguá með 1.061 Iax, sjötta var Hvítá í Árnes- sýslu en þar veiddist 941 Iax, sjö- unda var Laxá í Dölum með 903 laxa, áttunda Norðurá í Borgar- firði, en þar fengust alls 856 laxar, níunda í röðinni var Laxá í Leirár- sveit með 742 laxa og tíunda Stóra- Laxá í Hreppum með 707 laxa. Á vatnasvæði Hvítár í Borgar- firði veiddust alls 7.311 laxar, þar af 3.465 í net, en 3.846 á stöng. Er þetta 43% lakari veiði en meðaltal 10 seinustu árin þar á undan. Á vatnasvæði Ölfus-Hvítár veiddust alls 7.887 laxar þar af 5.405 í net, en 2.482 á stöng. Er þetta um þriðjungi lakari veiði en meðaltal seinustu 10 ára. í Þjórsá veiddust alls í net tæp- Iega 1.300 laxar og er það nokkuð undir meðallagi. Hafbeitarstöðvarnar áttu 16% í heildarveiði og voru það um 6.600 laxar. Flestir laxar komu í Kolla- fjarðarstöðina eða tæplega 2.100 laxar, 1100 laxar hjá Pólarlaxi og Lárósi, hvorum stað, og tæplega 1100 laxar hjá hafbeitarstöð Fjár- festingarfélags íslands 1 Vogum. Aðrar stöðvar fengu færri fiska. Framleiðsla á eldislaxi var 107 lestir, þar af 92 lestir hjá ísnó. Hvernig má túlka þessi við- brögð menntamálaráðherra? Tel- urðu að hún sé á móti söfnuninni? ,,Ég get ekki ímyndað mér að menntamálaráðherra á íslandi sé á móti söfnuninni og þar með á móti stuðningi við réttindabar- áttu svartra í S-Afríku. Það er alltof ljótt að hugsa þá hugsun til enda“ Hver er þáttur Hjálparstofnun- ar kirkjunnar í þessari söfnun framhaldsskólanema? „Þetta er samstarfsverkefni allra framhaldsskólanema á Norðurlöndunum og höfuð verk- efni unglinganna á þessu ári æsk- unnar. Það voru framhaldsskóla- nemendurnir sem leituðu til hjálparstofnana kirknanna á Norðurlöndum, með það í huga að við yrðum samstarfsaðilar þeirra í söfnuninni.. Hjá okkur hefur einn maður starfað á fullu að þessu verkefni frá því í haustí* Éitthvað að lokum Guðmund- ur? „Ég vona bara að málin þróist þannig að þau skilaboð berist ekki til Suður-Afríku að hér velk- ist menn í vafa um réttindi svartra og að okkar stuðningur sé ótví- . ræður" Ármúla 38 — Sími 81866 Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bækur o.m.fl. Armúla 38 Sími 81866 Hvaö er aö gerast í Alþýðuflokknum? Hvaö vilja jafnaðarmenn? Allt um það í Alþýðublaðinu L Fylgstu meö þróuninni frá fyrstu hendi. Vertu áskrifandi aö Alþýðublaðinu. Áskriftarsíminn er 81866. þar sem „frjálsri samkeppni“ er ætlað heilbrigt hagstjórnarhlut- verk“. Og enn fremur segir: „Því vaknar sú spurning hvort vátrygg- ingafélögin hafi ekki brugðist því trausti, sem í viðskiptafrelsi er fólg- ið og þá hvort núgildandi fyrir- komulag á iðgjaldsákvörðunum fyrir lögboðnar ábyrgðatryggiiigar ökutækja sé nothæft í okkar þjóð- félagi, þar sem engu raunverulegu verðlagseftirliti er til að dreifa á þessu sviði“ FÍB fer fram á ný lög sem banna hringamyndun og einokunarsam- stöðu, en strangt verðlagseftirlit ella, með strangri kröfum um bók- hald og annan rekstur vátrygginga- félaganna, í nánu sambandi við Tryggingaeftirlit ríkisins. „Eins og nú er háttað er komið aftan að fólki. Bifreiðaeigendur eru bundnir í þessu.máli. 1972—1982 var ákvörðun um "þetta í höndum ráðherra og hún því pólitísk. Við erum ekkert að mæla með slíku fyrirkomulagi, en það stendur þó eftir að þá voru hækkanir á milli ára engu þessu líkar. Og það er mjög klaufalegt af tryggingafélög- unum að rökstyðja ekki einu sinni þessa hækkun nú. Það verður fylgst með þessum málum áfram, t. d. þegar kemur að hækkun hústrygg- inga nú í maíþ sagði Jónas Bjarna- son. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Fundur verður haldinn 1 Félagsmiðstöð jafnaðarmanna næstkomandi laugardag 30. mars kl. 13. Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús H. Magnússon ræða ástand og horfur. Dagskrá: 1. Húsnæðismálin. 2. Stjórnmálaviðhorfið. 3. Önnur mál. Formaður Árshátíð Alþýðuflokksfélaga á Austurlandi verður haldin í Félagsheimilinu Valhöll, Eskifirði laugardag 30. mars og hefst hún kl. 19. Heiðursgestur árshátíöarinnar er Arnþór Jenssen. Matseðill: Forréttur; blómkálssúpa Aðalréttur; léttreyktur svínahamborgara- hryggur með rjómasveppasósu. Eftirréttur: Stóra hryllingsbúðin. Veislustjóri er Guðmundur Oddsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins. Dagskrá: T. Avarp formanns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar. 2: Þjóölagatríóið Hálft í hvoru. 3.: Avarp heiðursgests, Arnþórs Jenssen. 4: Óvænt uppákoma? 5: Grínistinn Magnús Ólafsson 6: Hljómsveitin Bumburnar, Noröfirði, leika fyrirdansi til kl. þrjú að morgni. Aðgangseyrirer 1200 kr. ogerhægt að nálgast miða hjá eftirtöldum aðilum: Konráð Pálmasyni, síma6261 Eski- firði, Hallsteini Friðþjófssyni, síma 2115 Seyðisfirði, Sigfúsi Guðlaugssyni, síma 4179 Reyðarfirði, Grétari Jónssyni, síma 5865 Stöðvarfirði, Agli Guölaugssyni, Egilsstöðum, sima 1618, Veitingahúsinu Snekkjan, Fáskrúösfirði, slma 5298, Einari Jenssyni, Hornafirði, slma 8428 og Jóni Svanbjörnssyni, Neskaupstað, síma 7621. Allir jafnaðarmenn velkomnir Alþýðuflokkurinn Tryggingar 1 sínum í hóf,“ sagði Jónas Bjarna- son hjá FÍB meðal annars í samtali við Alþýðublaðið, en um þessar mundir eru bifreiðaeigendur að fá frá tryggingafélögunum reikninga um iðgjöld, sem hækkað hafa um 68% frá síðasta ári og alls um 206% á þremur árum, eða frá því ákvörðunarvaldið var fært frá ráð- herra til tryggingafélaganna sjálfra eftir umsögn Tryggingaeftirlits ríkisins. „Vátryggingafélögin eru ekki í frjálsri samkeppni, heldur mynda þétta samstöðu og ákveða sam- eiginlega gjöldin. Slík samstaða er bönnuð með lögum í þjóðlöndum, Sýning í Ásmundarsal Filip W. Franksson opnar mál- verkasýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu laugardaginn 30. mars. Þar sýnir Filip olíu- og acrylmynd- ir. Þetta er fyrsta sýning Filips hér heima, en hann hefur áður haldið tvær einkasýningar í Danmörku. Sýningin verður opin frá 30. mars til 8. apríl frá kl. 14—19. Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8—10 er opin dag- lega frá kl. 1—5. Sími 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.