Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 4
Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Kitstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guömundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hseð. Simi:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Fimmtudagur 28. mars 1985 Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. alþýöu Áskriftarsíminn er 81866 Karvel Pálmason: Gífurlegt óöryggi fiskvinnslufólks Nú í vikunni var tekið fyrir á Alþingi frumvarp Sighvats Björgvinssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar um 10% skattalækkun fiskvinnslufólks, sem komi þegar til framkvæmda. Guðmundur J. Guðmundsson hafði frumsögu með máiinu, þar eð Sighvatur var ekki lengur á þingi, en Karvel Pálmason tók til máls í þeim umræð- um sem urðu um málið. Karvel sagði, að þetta frumvarp væri vissulega skref í rétta átt, en spurning væri hvort þetta væri rétt- asta skrefið eða hvort þetta væri nógu stórt skref til þess að fá fólk til þess að vinna í þessari grundvallar- atvinnugrein landsmanna. Síðan sagði Karvel: „Það fer auðvitað ekkert á milli mála og það er öllum ljóst eins og hér kom fram hjá framsögumanni, að kjaraskerðing undangenginna mánaða hefur bitnað hvað harðast á sjómönnum og fiskvinnslufólki. Og nú er svo komið og þarf raunar ekki og ætti ekki að þurfa að ítreka það hér í umræðum á Alþingi að víða í sjávarplássum þar sem fisk- vinnsla og fiskveiðar eru meginat- vinnuvegir á hverjum stað, yfir- gnæfandi meirihluti launafólks vinnur við þær greinar, flykkist nú fólk úr þessum undirstöðuatvinnu- vegi, sjómennirnir fara af bátun- um, fiskvinnslufólkið yfirgefur frystihúsin. Og frammi fyrir slíkri staðreynd er það spurning í mínum huga, hvort menn eru hér nægilega róttækir í breytingum til þess að hægt sé að leiða að því líkur, að við getum snúið þessu dæmi við. Trekk í trekk Ég minni á í þessu sambandi margfluttar og að hluta til að nokkru leyti samþykktar tillögur Alþýðuflokksins hér á Alþingi um að afnema með öllu tekjuskatt á al- mennum launatekjum. Það er auð- vitað hlutur, sem löngu ætti að vera búið að framkvæma og 10% skatta- lækkun hjá fiskvinnslufólki er ekki í mínum huga eina rétta leiðin til þess að létta byrðum, bæta kjör, eða auka öryggi þessa fólks. Þar þurfa trúlega fleiri leiðir að koma til, ef við ætlum að gera okkur von- ir um að við höldum þessu hæfa fólki, sem í gegnum árin og áratug- ina hefur starfað í þessari atvinnu- grein, en hefur borið hvað skarðast- an hlut frá borði. Það er auðvitað alveg rétt, sem Guðmundur J. Guðmundsson sagði hér áðan, það er alltaf verið að mismuna í þjóðfélaginu. Og meirihluti Alþingis, ekki bara þess, sem nú situr heldur og oft áður, hef- ur ekki vílað fyrir sér að skerða hlut þessa fólks trekk í trekk, breyta samningum og kjaraákvæðum hjá þessu fólki eins og svo mörgum öðr- um launþegum á þann veg að skerða verulega áunnin réttindi og launakjör þessa fólks. Þetta er ekk- ert að gerast bara í dag, þó að nú hafi í tíð núverandi ríkisstjórnar verið gengið miklum mun lengra í þessum efnum heldur en oft áður. En fordæmin eru mörg. Og það verður fróðlegt í ljósi þess að heyra, þegar forsætisráðherra svarar hér fyrirspurnum væntanlega á næstu dögum um það, hversu stjórnvöld hafi oft og með hvaða hætti gripið inn í gerða kjarasamninga á undan- gengnum 15 árum. Það hygg ég að kunni að verða fróðleg lesning, ekki bara fyrir fiskvinnslufólk, heldur og almennt fyrir launafólk í land- inu og kannski fleiri. Fleira þarf til Að sjálfsögðu tek ég undir það frumvarp sem hér er nú til umræðu. En ég ítreka, að ég hef ekki alltof mikla trú á því að það nægi eitt og sér til þess að tryggja það með ein- hverjum hætti, að þetta hæfa fólk, sem hefur verið í fiskvinnslunni og frystihúsunum undangengin ár. haldi áfram að vera þar eða skili sér aftur, fólkið sem er búið að yfirgefa þessa vinnustaði. Ég held að það þurfi að gera meira. Það þarf að leita fleiri leiða til þess að bæta að- stöðuna, tryggja atvinnuöryggi þessa fólks. Framsögumaður vék hér áðan að þeim þætti, sem er hið gífurlega óöryggi fiskvinnslufólks í þessu landi, sem fær uppsögn næst- um því svo tugum skiptir kannski á sama árinu. Slíkt er auðvitað ekki sæmandi þjóð, sem byggir um eða yfir 70°/o af útflutningsverðmætum sínum á sjávarfangi. Það er ekki sæmandi og það er með ólíkindum hversu augu og eyru þeirra forystu- manna þessarar þjóðar, sem leitt hafa hana undangengin nokkuð mörg ár eða áratugi, hversu augu og eyru þessara stjórnmálaforingja svokölluðu virðast hafa verið lokuð fyrir þeirri nauðsyn að hlú að þess- um þætti, sem er meginþátturinn í okkar atvinnulífi og sem allt annað byggist á. Það minnkaði fljótt í buddunum hjá öðrum, ef þetta fólk skilaði ekki þeim afrakstri og ár- angri, sem það hefur gert í gegnum árin. Það tæmdust þá fljótt budd- urnar hér t. d. á þessu svæði og menn keyptu ekki mikið frá degi til dags, ef þetta fólk yrði hrakið úr Framh. á bls. 2 MOLAR Heilsufar risanna Undanfarin ár hefur ómælt blek farið í að skrifa um heilsufar nú- tímakeisaranna í Sovét og það svo sem ekki að ástæðulausu. Þar hafa nefnilega gamlir og lúnir menn valist til forystu og endingin eftir því. Minna hefur verið fjallað um heilsufar Bandaríkjaforseta, ef frá er talin skotárásin á Reagan 1981. En Reagan fór sem sagt í ár- lega yfirhalningu til lækna sinna um daginn og viti menn: Ef eitt- hvað er er hann enn sprækari en fyrir einu ári. Blóðþrýstingurinn hefur minnkað og sömuleiðis kólesterólmagnið í blóðinu og í heild mætti hver maður 10—15 árum yngri vera hæstánægður með ástandið. Þó kom í ljós eitthvert pínulítið æxli inn af sitjandanum og hefur krabbi ekki verið útilokaður, en þó svo væri er ekki um neina hættu að ræða. Sömuleiðis á gamli maðurinn eitthvað í erfið- leikum með vöðva vinstri handar, en þá aðeins þegar hann „sveiflar byssu sinni og stingur henni í hulstrið" eins og haft er eftir blaðafulltrúa forsetans . . . • ' Sýrusnjór Snjórinn, sem fallið hefur á Noreg í vetur, hefur víða verið grár og óeðlilegur. Stafar það af æ al- gengari orsök: Mengun frá suðri, sýrublönduð úrkoma. Undir venjulegum kringum- stæðum ætti svo kallað PH gildi í úrkomu að vera 6—6 Zi stig, en í Noregi mældist víða gildið vera 4—4 Vi stig og við bæinn Drammen var ástandið sýnu verst, þar mældist sýruinnihaldið 3,4 stig. Náttúruverndarsamtök í Noregi þrýsta nú á stjórnvöld í Noregi að þrýsta á Breta og fleiri um að herða á skilyrðum um mengunarvarnir fyrirtækja og bregðast til varnar með öðrum hætti. Mál þetta kom meðal annars til umræðu á Norður- landaráðsþingi lýstu forsætisráð- herrar Norðurlanda yfir von- brigðum sínum með afstöðu Breta, sem ekki hafa brugðist við vandanum sem skyldi. • " Makk Góðkunningi okkar mola á heima í götu sem heitir Brúnaland og er í Fossvogshverfi. Laugardaginn síðasta varð honum litið út á götu og sá hann hvar sjálfur utanríkis- ráðherrann Geir Hallgrímsson keyrði á sínum fína bíl inn götuna. „Hann er að fara að heimsækja arftaka sinný hugsaði okkar mað- ur með sér, því Þorsteinn Pálsson á einmitt heima í sömu götu. „Hvað skyldu þeir nú ætla að fara að bralla?“ Og viti menn, um kvöldið kem- ur Þorsteinn fram i sjónvarpi og lýsir því yfir að Framsóknarmenn séu leiðinlegir og vilji bara vera í stjórn til að passa upp á hagsmuni SIS. Nú er það spurningin, fór Geir til Þorsteins til að hvetja hann eða letja í þessu máli???

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.