Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 23. janúar 1986 'RITSTJORNARGREIN1 Hin nýja stétt skjólstæð- inga Sjálfstæðisflokksins Eitt verstaverk, sem núverandi ríkisstjórn hef- ur unnið, er að treysta í sessi þá efnalegu stéttaskiptingu, sem hefur verið að þróast hér á landi á undanförnum árum. Hún hefur með margvislegum aðgerðum, og þó oftar með að- gerðaleysi, eflt hag fjármagnseigenda langt út fyrir öll skynsamleg mörk. Æ meira fjármagn safnast nú á fárra manna hendur, nýrrar stéttar, sem lætur sig einu varða þróun efnahagsmála og hag almennings á meðan hún hefur allt sitt á hreinu. Þessi stétt hefur ekki orðiö vör við þær þrengingar, sem stór hluti launafólks veröur að kljást við á hverj- um degi. Því meir, sem harðnar á dalnum hjá stórum hluta almennings, því auðugri verður hún. Þessi nýja stétt leggur til fjármagn í þá starf- semi, sem nefnd hefur verið okur og brask og leggur net sín fyrir örvæntingarfulla skuldara. Þaðan koma tekjur hennar að hluta. Þessi stétt notfærir sér hið fáránlega ástand, sem vaxta- samkeppni peningastofnana hefur skapaö. Þessi stétt borgar ekki skatta I samræmi við tekjur og eignir. Þessi stétt dafnar og vex I skjóli þeirrarmarkaðshyggju, sem rikisstjórnin hefur átölulaust látið ríða húsum síðustu ár. Þessi nýja stétt fjármagnseigenda sækir auð sinn I afrakstur þeirrar glfurlegu vinnu, sem al- mennir launþegar leggja af mörkum. Hún mergsígur þjóðfélagið I anda þess frelsis, sem kennt ervið auðmagn og markaðshyggju. Hún hefur komið sér vel fyrir með dyggri aðstoð frjálshyggjuaflanna I Sjálfstæðisfiokknum. Þar er samtryggingarkerfið I þann mund að ná fullkomnun. Þar segir maður við mann: ég styð þig, ef þú styöur mig. Þessi nýja stétt á sér eitt sameiningartákn; hún líturniðurástritandi almúgann, sem ávart lengur fyrir sínu daglega brauði. í hennar aug- um er það heimska, a.m.k. fákænska, að vera ekki efnaður eða rlkur. Dagiegt llf þessa fólks er I hróplegu ósamræmi við staðreyndir hins Islenska efnahagsllfs og kjör mikils meirihluta þjóðarinnar. Þetta er hin íslenska nomenklat- ura, yfirstéttin, sem hefurbúið vel um sig innan múra valdakerfis, er peningarnir hafa mótað. Þessi stétt er Sjáifstæðisflokknum ómiss- andi og hann henni. Meir og dyggilegar en nokkur annar (slenskur stjórnmálaflokkur, hef- urSjálfstæðisflokkurinn stutt að þróun og efl- ingu hinnar nýju stéttar. Hann hefur eflt hag hennar með ráðum og dáð, hvatt hana áfram I nafni frelsis auðhyggjunnar, látið henni I té skattahlunnindi og horft framhjá þvi neöan- jarðarhagkerfi, sem hún hefur þróað með sér. Þessi hollustu Sjálfstæðisflokksins við fjár- magnseigendur hefur bitnað harkaiegar en nokkru sinni fyrr á almennum launamönnum. Peninga- og vaxtastefnan, sem hefur verið mótuð með tilliti til hagsmuna hinnar nýju stéttar, hefur gert lif lágiaunafólks og hús- byggjenda að sllkri þrautagöngu að leita verð- ur langt aftur I tímann að sambærilegum dæm- um. H in efnalega stéttaskipting er orðin svo gall- haröur raunveruleiki að hún er á hvers manns vörum og blasir hvarvetna við. Yfirstéttin leynir sér ekki. Hún klæðist auönum I öllu sínu líf- erni. Og hún verður æ meira áberandi eftir því sem hagur hinna, sem eru efnalega minnimátt- ar, versnar. w Islendingar hafa lengi státað af stéttlausu þjóðfélagi. Sú tíð er liðin. Núverandi ríkisstjórn rekur endahnútinn á það tímabil I sögu þjóðar- innar. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft for- ystu, en Framsókn fylgt á eftir, þvert á allar hugsjónir þeirra manna, er gáfu flokknum stefnuskrá. H ið undarlegasta við þessa þróun er sú stað- reynd, að stór hóþur þess fólks, sem verður að axla þungar byrðar svo hin nýja stétt fái notið sín, styðurSjálfstæðisflokkinn I þeirri baráttu að koma á efnalega stéttskiptu þjóðfélagi. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Miklar sviptingar í stjórn Alusuisse: Mönnum sparkað og aðrir ráðnir Endurskoðaður listi Neytendasamtakanna: Þau selja brauð undir 30 krónum Að undanförnu hefur verið mikil ólga innan stjórnar Alusuisse sam- steypunnar. Stafar hún af ýmsum erfiðleikum í rekstri fyrirtækisins, og hefur Emanuel R. Meyer, stjórn- arformaður, sem mjög kom við sögu Álversins í Straumsvík, sagt af sér. Það hefur formaður fram- Kvennalist í Gerðubergi Nú stendur yfir í Gerðubergi annar hluti sýningarinnar „Listakonur — verk í eigu Reykjavíkurborgar“. Á fyrsta hluta sýningarinnar sem haldinn var í nóvember sl. voru sýnd verk látinna listakvenna. Nú á öðrum hluta sýningarinnar verða sýnd verk eftir núlifandi listakonur fæddar 1945 og fyrr. Þær sem eiga verk á sýningu þessari eru: Ása Ólafsdóttir, Ásgerður Búa- dóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Guð- munda Ándrésdóttir, Ingunn Ey- dal, Jóhanna Bogadóttir, Karen Agnete Þórðarson, Karolína Lárus- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Louisa Matthíasdóttir, Margrét Jóelsdótt- ir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer, Sigrún Guðjónsdóttir, Sólveig Eggerts Pétursdóttir, Svala Þórisdóttir og Þorbjörg Höskulds- dóttir. Og eru þetta málverk, vefnaður, grafík og fleira. Gerðuberg stendur fyrir sýningu þessari í samráði við stjórn Kjar- valsstaða og er tilgangurinn sá að kynna almenningi þau verk er Reykjavíkurborg á. Verk þessi er alla jafna á hinum mismunandi stofnunum borgarinnar þar sem þau prýða veggi. Þau verk sem eru á sýningu þessari eru fengin að láni frá nítján borgarstofnunum. Sýningin stendur til 15. febrúar. — Aðgangur er ókeypis. kvæmdastjórnar fyrirtækisins einnig gert. Vegna þessara atburða hefur stjórn Alusuisse sent fyrirtækjum samsteypunnar umburðarbréf þar sem á kurteislegu embættismanna- máli er skýrt frá þessum breyting- um. Bréfið fer hér á eftir í íslenskri þýðingu íslenska álfélagsins. Stjórn Swiss Aluminium Limited (ALUSUISSE) hefur tekið til greina afsögn Emanuel R. Meyer sem formanns og stjórnarmanns til þess að hægt verði að útnefna nýja yfirstjórn fyrirtækisins. Uppruna- lega var gert ráð fyrir, að nýir stjórnendur tækju við vorið 1988. Hinar viðvarandi erfiðu aðstæður í áliðnaðinum um heim allan gera það æskilegt að finna lausn á því núna hverjir taki við stjórn fyrir- tækisins. Af þessum sökum hefur dr. Bruno F. Sorato lýst sig reiðubúinn til þess að biðjast lausnar sem for- maður framkvæmdastjórnar. Stjórnin kann vel að meta jákvæða afstöðu hr. Meyer og dr. Sorato og þakkar þeim áratuga þjónustu við fyrirtækið. í Neytendablaðinu, desember 1985, birtist listi yfir fyrirtæki, sem Neyt- endasamtökin telja sig ekki geta mælt með viðskiptum við. Eins og fram kemur í Neytendablaðinu, er ástæðan m.a. sú, að sum þeirra svöruðu ekki bréfum Neytenda- samtakanna, þar sem þau eru beðin um að skýra sjónarmið sitt í tiltekn- um kvörtunarmálum. Birting þessa lista í Neytendablað- inu og öðrum fjölmiðlum hefur haft þau áhrif, að flest fyrirtækj- anna hafa haft samband við Neyt- Stjórnin hefur útnefnt dr. Hans Jucker, sem til þessa hefur verið að- alforstjóri Lonza hf. og í fram- kvæmdastjórn Alusuisse, formann framkvæmdastjórnar Alusuisse. Dr. Nello Celio, fyrrverandi ráð- herra í svissnesku ríkisstjórninni, tekur við sem stjórnarformaður til hluthafafundar 1987, en þá hefur hann náð eftirlaunaaldri. Dr. Celio var stjórnarformaður Alusuisse áð- ur en hann varð útnefndur ráð- herra. Þessar breytingar í æðstu stjórn Alusuisse taka þegar gildi. Enn- fremur verða dr. Max D. Amstutz, aðalforstjóri „Holderbank“ fjár- málafyrirtækisins Glarus hf. og Pierre Arnold, fyrrverandi stjórn- arformaður og aðalforstjóri Migrossamvinnusambandsins og núverandi aðalforstjóri SMH, Svissneska microtölvu- og úrafyrir- tækisins hf., svo og dr. Jucker í kjöri til stjórnarsetu á hluthafa- fundi 23. apríl 1986. Eftir að hann hefur verið kosinn stjórnarmaður verður dr. Jucker útnefndur aðal- forstjóri. Frá og með deginum í dag mun dr. Sorato verða sérstakur ráðgjafi stjórnarformanns og aðalforstjóra á nokkrum sérsviðum svo sem al- þjóðasamtökum, en einnig með þátttöku í stjórn ákveðinna dóttur- fyrirtækja. Hann mun einnig hafa með höndum samskipti við ríkis- stjórnir og sinna ákveðnum málum í tilgreindum heimshlutum. endasamtökin og fulltrúar fyrir- tækjanna komið á skrifstofu Neyt- endasamtakanna til viðræðna, gert grein fyrir sínum málum og gefið yfirlýsingar um að framvegis myndu þau virða milli göngu Neyt- endasamtakanna í kvörtunarmál- um. Af listanum falla því öll fyrirtæki, nema þessi þrjú: Guðmundur Andrésson, gullsmið- ur, Laugavegi 50, Reykjavík. Quadro, Laugavegi 54, Reykjavík. Verslunin First, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði. Fyrir skömmu sendu Neytendasam- tökin frá sér lista yfir bakarí, sem selja heilhveitibrauð undir 30 krón- um. Því miður kom í ljós að þrjú bakaríanna höfðu gefið upp heild- söluverð, án þess að taka það sér- staklega fram Þetta varð til þess að eitt þeirra fór yfir 30 króna markið og fellur því brott af listanum. Til þess að finna verð til neytenda áætlum við 19% álagningu á hin, en álagning á brauð er algeng 17—19%. Tvö bakarí bætast á listann. Annað vegna þess að símanúmeri hafði verið breytt en hitt bakaríið var það nýtt, að það var ekki á skrá hjá okk- ur. Hér fylgir listinn að þessum leið- réttingum gerðum. Fyrirtæki, sem ekki er mælt með viðskiptum við AB Bakaríið Dalbraut 1 Heilhv.br. 24 Franskbr. 24 Árbæjarbakarí Rofabæ 9 24 24 Bakarí G.J. Lóuhólum 2—6 28 28 Bernhöftsbakarí Bergst.str. 14 25 25 Björnsbakarí Efstalandi 26 29 28 Björnsbakarí Hringbraut 35 21 21 Brauðgerð MS (Samsölubrauð) Laugavegi 162 24.55 Grensásbakarí Lyngási 2, G. 22.60 22.60 Gullkornið Iðnbúð 2, G. 28 30 Kökubankinn Miðvangi 41, H. 28 33 Smárabakarí Kleppsvegi 152 28 28 Snorrabakarí Hverfisgt. 61, H. 28 28 Sveinn bakari Grensásv. 48 28 28 Þórsbakarí Borgarh.br. 19, K. 24 24 Nýja kökuhúsið við Austurvöll 26 Bjarnaborg Tilboð óskast I húsið Hverfisgata 83, Bjarnaborg, ásamt leigulóðarrétti. Húsið er auglýst til endurbyggingar eða niðurrifs og skulu tilboðin gerð í samræmi við sérstaka skilmála sem afhentir verða á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Húsið verður til sýnis fyrir væntanlega bjóðendur, föstudaginn 24. janúarog fimmtudaginn 30. janúar n.k. kl. 13. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 5. feb. n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.