Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ .TET.rM Fimmtudagur 23. janúar 1986 Alþýöublaðiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 81866 Dauðarefsing dregur ekki úr afbrotum Margir frœðimenn telja að ekki sé samband milli dauðarefsingar og tíðni afbrota. Hin síðari árin hafa komið fram fleiri og fleiri gögn sem benda til þess að dauðarefsing dragi ekki úr morðum og öðrum alvarlegum af- brotum. Þrátt fyrir það er aftökum ennþá beitt í refsingarskyni í mörg- um löndum. Nú er komin út skýrsla, unnin af amerískum sér- fræðingum, sem gæti haft áhrif í þessum efnum. Þar er sýnt fram á mörg hundruð dæmi um að sak- lausir hafi hlotið dóm og margir þeirra verið teknir af lífi. Tveir vísindamenn, prófessorarn- ir Hugo A. Bedu frá háskólanum í Tufts og Michael L. Radelet frá há- skólanum í Flórida hafa í þrjú ár unnið að þessum rannsóknum á vegum samtaka um rétt borgaranna (American Civil Liberties Union). Þeir hafa kannað dauðadóma og aftökur í Bandaríkjunum síðan um aldamót og aflað heimilda úr dómsskjölum, ritum um dómsmál, dagblöðum og með viðtölum við lögmenn. Saklausir Niðurstöður þeirra sýndu að a.m.k. 343 saklausir höfðu verið dæmdir til dauða og 25 af þeim teknir af lífi. í þessum tölum eru ekki meðtalin þau tilfelli þar sem dómi var riftað vegna formgalla. Það gerðist í 147 málum, oftast vegna þess að ný sönnunargögn komu fram, en í 39 tilvikum tókst að fá fram játningu þess brotlega. í sumum þessara tilvika má telja víst að frestun eða frávísun málsins hafi orðið til að bjarga saklausum mönnum úr klóm réttvisinnar, oft- ast fyrir tilverknað atorkusamra verjenda, en stundum að því er virð- ist fyrir hreina hendingu. Skýrslan var gerð heyrinkunn á þingi rannsóknarnefndar um saka- mál í nóv. sl. Hún var lögð fram þar sem sönnunargagn um að réttarfari væri ábótavant í Bandaríkjunum. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins taldi það hins vegar ekki vera og sagði að dauðarefsingu yrði áfram beitt í alvarlegum málum, s.s. vegna landráða, hryðjuverka og barna- morða. 1.600 dauðadómar Dauðadómumog aftökum hefur fjölgað í Bandarikjunum á undan- förnum árum. Eins og er sitja u.þ.b. 1.600 manns, sem hafa hlotið dauðadóm, í fangelsum. Komið hefur fyrir að fangelsisyfirvöld hafa farið fram á að fá aftöku frest- að vegna þess að starfið hefur verið of annasamt. Rök gegn dauðarefsingu eru einkum tvenns konar: Annars vegar er hættan á að menn séu teknir af lífi saklausir; hins vegar samþykktir Amnesty International og Samein- uðu þjóðanna um þetta efni, sem eru í aðalatriðum þessar: 1. Rétturinn til lífs er grundvallar- mannréttindi og það er hlutverk Sameinuðu þjóðanna að verja þann rétt. 2. Það er siðferðislega rangt að rík- ið skuli refsa fyrir ómannúðlega hegðun með því að auka enn á ómannúðlegar aðgerðir. 3. Dauðarefsing stuðlar ekki að fækkun afbrota. Þar að auki er vafasamt hvort beita eigi dauða- refsingu til að hafa áhrif á atferli borgaranna. 'Engin aukning Oftar en einu sinni hefur verið sýnt fram á að lítið samhengi er milli dauðarefsingar og afbrota- hneigðar. Árið 1962 var gefin út á vegum Sameinuðu þjóðanna skýrsla, unnin af franska lögfræð- ingnum Marc Ancel. Niðurstöður hennar sýndu að afbrot höfðu ekki aukist í löndum sem höfðu afnum- ið dauðarefsingu og þau höfðu heldur ekki minnkað í þeim lönd- um sem höfðu tekið hana upp. Stöðugt er unnið að rannsóknum á þessum vettvangi á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Ein þeirra er um- fangsmikil, félagsleg athugun, byggð á 250 skýrslum um rann- sóknir á afbrotum víðs vegar um heiminn. Þar kemur fram að mikill meiri- hluti fræðimanna telur ekki vera samband milli dauðarefsingar og tíðni afbrota. Sumir töldu að ekkert samband væri þar á milli og réttara væri að einbeita sér að félagslegum og efnahagslegum vandamálum til að fyrirbyggja afbrot. Sums staðar hefur dregið úr afbrotum jafnframt því sem dregið hefur verið úr refs- ingum með lífláti. Leynd Síðasta skýrsla um dauðarefs- ingu frá Sameinuðu þjóðunum tek- ur til áranna 1979—1983. Þá voru a.m.k. 7.940 einstaklingar teknir af lífi víðs vegar um heiminn. Amnesty International gefur upp töluna 1.513 í 40 löndum fyrir árið 1984. Sennilega eru þessar tölur þó mun hærri. Margar ríkisstjórnir halda vandlega leyndum skýrslum um aftökur og gefa einungis ófull- nægjandi upplýsingar. Það eru einungis 29 ríki í heimin- um sem hafa algerlega afnumið dauðarefsingu, þ.á.m. Norðurlönd- in fimm. Auk þess eru 13 lönd sem hafa ákvæði um að dauðarefsingu megi beita á stríðstímum. Hins veg- ar er dauðarefsingu beitt lögum samkvæmt í 118 löndum og þar að auki í sumum fylkjum Bandaríkj- anna. Afnám dauðarefsingar Þratt fyrir allt virðist þó vera vax- andi tilhneiging til afnáms dauða- refsingar. Samkvæmt upplýsingum Amnesty og SÞ fer dauðadómum fækkandi og aftökum einnig. Frá árinu 1975 hefur eitt land af- numið dauðarefsingu á ári að með- altali. Nýjasta dæmið er Ástralía, sem afnam dauðarefsingu í vestur- hluta landsins, en áður hafði hún verið numin úr gildi í öðrum hlut- um landsins. Holland, Belgía og Frakkland hafa einnig nýlega aflagt þennan sið. í Bretlandi kom til tals fyrir nokkrum árum að taka upp dauðarefsingu á ný, en hugmynd- inni var hafnað með miklum meiri- hluta í þinginu. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að þrjú atriði hafa ráð- ið mestu um afnám dauðarefsing- ar: í fyrsta lagi er sú staðreynd að refsingin hefur lítil áhrif á afbrota- tíðni. Þá er það þungt á metum að réttur manna til lífs sé virtur og í þriðja lagi hefur verið þrýstingur á stjórnvöld frá almenningsálitinu. Hvort nýja, ameríska skýrslan hefur enn áhrif í þessa veru er enn ekki komið í ljós. Menningarþjóðir leitast við að gæta grundvallar- mannréttinda við lagasetningu, en dauðarefsingin sem enn er víða beitt virðist helst grundvallast á frumstæðri hefndarþörf, sem hlítir engum rökum. Molar Olís auglýsti fyrsta dag- inn Við íslendingar erum víst hættir við að verða heimsmeistarar í handbolta að þessu sinni. Alla vega eru horfur á því að bæði Austur—Þjóðverjar og Sovét- menn séu betri en við í þessari þjóðaríþrótt okkar. Að vísu búa báðar þessar þjóðir við sósíalískt hagkerfi sem auðvit- að veitir þeim nokkurt forskot fram yfir okkur sem erum enn að burðast með kapítalismann, en engu að síður er það óhjákvæmi- lega töluvert áfall fyrir okkur, þegar Sovétmenn setja B, C, eða jafnvel D—Iiðið sitt inn á í síðari hálfleik til að hlæja að stórskytt- unum okkar, sem við vissum ekki betur en væru á heimsmæli- kvarða. Svo virðist sem OLÍS—styrkur- inn hafi ekki dugað jafnvel og vonir stóðu til. Við byrjuðum reyndar vel í Baltic—mótinu og erkifjendurnir, Danir, lágu í því fyrsta kvöldið, alveg nákvæmlega eftir uppskriftinni. Daginn eftir auglýsti OLÍS mikið í útvarpinu, hvert þeir peningar færu sem menn verðu til bensínkaupa á bensinstöðvum félagsins. Svo fórum við að tapa og eitt- hvað mun auglýsingum frá Olís líka hafa fækkað síðan. • Hnútur fljúga um borð Lengi að undanförnu hefur verið fremur grunnt á því góða milli þeirra Geirs Hallgrimssonar, ut- anríkisráðherra (ennþá!) og Al- berts Guðmundssonar, iðnaðar- ráðherra og fyrrverandi fjármála- ráðherra. Eftir að hinir Iöglærðu menn sem fengnir voru til að komast að niðurstöðu í kjötmálinu, höfðu komist að þeirri niðurstöðu sem til stóð að þeir kæmust að, lýsti Albert því yfir að þessi niðurstaða jafngilti því að Keflavikurflug- völlur væri fylki í Bandaríkjun- um. Þetta kallaði Geir vera hin örg- ustu landráðabrigsl bæði við sig og alla hina utanríkisráðherrana frá því að kjötinnflutningur hófst með tilkomu herstöðvarsamn- ingsins og taldi Geir upp allmarga menn í því sambandi, ýmist lif- andi eða dauða. Albert varð náttúrlega ekki svarafátt, fremur en fyrri daginn og segir nú að ekkert mark sé tak- andi á Geir og það sé augljóslega Iítið „balanseraður“ maður sem tali svona. Gleymdist afleysingin? Þegar stólaskiptin frægu urðu í Sjálfstæðisparti ríkisstjórnarinn- ar í haust, var Matthías Á. Matthiesen sem kunnugt er gerð- ur að fríherra fram til áramóta, en þá átti hann samkvæmt yfirlýs- ingu sem út var gefin um ráð- herraskiptin að taka við embætti utanríkisráðherra af Geir Hall- grímssyni. Nú er komið langt fram í janú- ar og því sem næst kominn Þorri, en Geir er ennþá utanríkisráð- herra og Matthías enn fríherra. Gárungar eru nú farnir að gera því skóna að Matthías hafi hreint og klárt gleymt að leysa Geir af. Hins vegar er ekki vitað með fullri vissu hversu óþreyjufullur Geir muni vera orðinn að bíða eftir því að komast á frívakt. Það skyldi þó aldrei vera að hér sé komin skýringin á þeim ummælum Al- berts sem greint var frá hér að of- an, um að Geir væri ekki „balanseraður“ um þessar mund- ir. Eldvarnaumræðan á fullu Til er gamalt máltæki sem heldur því fram að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann, en þetta virðist þó oft vera sú aðferð sem við íslendingar beitum í ýmsum öryggismálum. Þannig er nú ekki öllu meir um annað rætt og ritað þessa dagana en eldvarnir sjúkrastofnana, eftir brunann sem varð á Kópavogs- hælinu á dögunum. Á vegum Kiwanismanna fer nú fram mikil söfnun til að kaupa eldvarnar- búnað handa stofnuninni, en auk þess hafa fjölmiðlar farið á stúf- ana og komist að raun um að við- vörunarkerfum á stofnunum af þessu tagi er víða mjög ábótavant og mörg mannslíf í stórri hættu ef eldur kviknaði. Dagblaðið Dagur á Akureyri kannaði ástandið í þessum málum nyrðra og kom í ljós að á Akureyri og þar í grennd er brunaöryggi víða mjög ófullkomið. Þannig er ástandið sagt mjög slæmt á vist- heimilinu Sólborg, en þar er við- vörunarkerfi einungis að finna í einu húsi. Fleiri stofnanir nefnir Dagur til sögunnar og bætir því við að ófullnægjandi kerfi sé t.d. í húsi Menntaskólans, sem er gamalt og ákaflega virðuiegt timburhús, sem óneitanlega væri mikill skaði að ef það brynni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.