Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. janúar 1986 3 Amnesty International: Fangar mánaðarins — janúar 1986 Lesendabréf: Einföld og villandi — á köflum, skrifar „Laumukrati“ um bók Jóns Orms Halldórssonar um Vilmund Gylfa- son Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi sam- viskufanga i janúar. Jafnframt vonast samtökin tii að fólk sjá sér fært að skrifa bréf til hjálpar þess- um föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannrétt- indabrot eru framin. Júgóslavía: Radomir Veljkovic er fyrrverandi foringi í hernum sex- tugur að aldri. A árunum 1969— 1972 gaf hann út nokkrar stefnur á hendur Tító, fyrrverandi forseta, þar sem hann dró Tító til ábyrgðar á meintri brotlegri hegðun öryggis- lögreglunnar. I kjölfar þess var hann í marz 1973 dæmdur sekur um að „rýra álit ríkisins" og flytja „fjandsamlegan áróður“, en talinn ósakhæfur og „hættulegur um- hverfi sínu“, og var því dæmdur til að flytjast á geðveikrahæli. Þetta stingur mjög í stúf við niðurstöður 5 eldri geðrannsókna sem hann gekkst undir að eigin vilja þegar at- vinnuleysi beið hans eftir að hann hafði verið látinn hætta í hernum árið 1967. í öllum tilvikum var nið- urstaðan sú að hann væri heill á geðsmunum og fullfær um vinnu. Veljkovic staðhæfir í áfrýjun dóms- ins að hvorki honum né þeim lög- fræðingum sem hann kaus sér hafi verið leyft að vera viðstaddir réttar- höldin. Líbýa: Tíu manns eru enn í fangelsi síðan yfirvöld Líbýu hófu menn- ingarbyltinguna í apríl 1973, en þá voru 3—400 manns handteknir. Opinber yfirlýsing frá þessum tíma hljóðar svo: „Við munum fangelsa þá sem eru pólitískt sjúkir, komm- únista, Marxista, guðleysingja, bræðrareglu Múhameðstrúar- manna sem stundar leynilegar að- gerðir, hvern sem flytur áróður fyrir vestræn ríki eða boðar kapítal- isma“. Þessir 10 fangar voru ákærð- ir í júní 1974 fyrir að skrifa gagn- rýni á stjórnina, og fyrir að eiga að- ild að ólöglegum samtökum (Frels- isflokki- Múhameðstrúarmanna), sem hefði það markmið að steypa stjórninni. Horfið var frá réttar- höldum síðar á árinu og föngunum sleppt, en þeir voru teknir aftur samdægurs. 19. feb. 1977 var einn þeirra dæmdur í 5 en hinir í 15 ára fangelsi, en ríkisstjórnin breytti öll- um dómum í ævilangt fangelsi. Samkvæmt heimildum AI var rétt- að aftur í máli 4 af föngunum í apríl 1983 og þeir dæmdir til dauða, og einn líflátinn. AI hefur leitað eftir staðfestingu líbýskra yfirvalda á þessu en án árangurs Filippseyjar: Fjórir menn eru enn í haldi síðan í maí—júní 1982 þegar a.m.k. 26 manns, flestir bændur, voru handteknir í héruðunum Bal- amba og Asturias og kærðir fyrir uppreisn, vegna meintrar aðildar að nýja þjóðarhernum (NPA), sem er vopnaði armurinn í kommúnista- flokki Filippseyja. Einn dó í haldi, en þrýst var á flesta hina að játa sekt sína til að vera sleppt. Alberto de la Cruz, 34 ára grasalæknir, og bænd- urnir Leopoldo Gonzales, 66 ára, Innocento Requiron, 44 ára, og Gregorio Algabre, 53 ára létu að sögn einnig undan hótunum og ját- uðu aðild að NPA, en breyttu síðan vitnisburði sínum og neita nú öllum sakargiftum. Gonzales sagði eitt sinn í bréfi til félaga í AI: „Við mun- um heldur tína lífinu en játa. Guð veit að við erum saklausir. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja- vík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16:00—18:00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Ég var að enda við bókina um Vilmund og tek það strax fram að mér þótti þetta sæmilegasta lesn- ing. Margt sem óljóst var í minning- unni rifjaðist upp og skýrðist, en á hinn bóginn hef ég ekki upplifað gang mála í Alþýðuflokknum svo heitið geti nema allra síðustu árin. Veit ég því lítið af eigin raun um rétta atburðarás, en það verður að segjast eins og er að þeir menn sem ég hef rætt við eru yfirleitt á því að bókin sé ekki nógu góð og á köflum • mjög einföld og villandi. Hún er að auki skrifuð mjög einhliða út frá sjónarhóli Vilmundar heitins, sem þyrfti ekki að vera svo slæmt, því þar var á ferðinni yfirburðamaður og örlagavaldur. Við lestur bókar- innar rennur upp fyrir manni hversu mikið maður hefur tileinkað sér af málflutningi hans. Bókin er unnin í flýti Fyrstu viðbrögðin voru að nema staðar við bókarhöfundinn. Upp komu efasemdir um getu hans til að fjalla hlutlaust um gang mála, því þó hann hafi verið ágætis vinur Vil- mundar, þá stendur eftir að Jón Ormur var og er brennimerktur sjálfstæðismaður, var aðstoðar- maður forsætisráðherra flokksins og á ættir að rekja þar í raðir. Þetta þarf ekki fyrirfram að veikja stöðu hans, en við lesturinn kemur óneit- anlega í ljós að hann hefur rætt við takmarkaðan hóp manna sem ekki teljast beinlínis hafa verið stuðn- ingsmenn Vilmundar. Sýnist mér að öðru leyti mest hafa verið talað við Ólaf Ragnar Grímsson og Kjartan Jóhannsson, einnig Árna Gunnarsson og Benedikt Gröndal. Eðlilega hlýtur hann síðan að hafa rætt ítarlega við Gylfa Þ. Gíslason og Valgerði Bjarnadóttur, sem og vini Vilmundar Bjarna P. Magnús- son, Jóhannes Guðmundsson, Helga Má Arthúrsson og Garðar Sverrisson. Skilstmér að bókin hafi verið unnin í miklum flýti og ber hún þess enda merki. Bókarhöf- undur hefur sleppt því að ræða við þá menn sem töldust helstu pólit- ísku andstæðingar hans innan AI- þýðuflokksins og nefni ég t.d. Björgvin Guðmundsson, fyrrum borgarfulltrúa flokksins. Björgvin kemur vægast sagt afleitlega út í bókinni, en ég hef frétt, að Vil- mundur hafi síðar meir haft orð á því- að hann hafi verið óþarflega óvæginn í garð Björgvins og kallað hann „sólíd“ mann. Sem breytir því ekki að vissulega áttu þeir í miklum útistöðum. Að krydda mat sinn Ýmsar staðhæfingar Jóns Orms finnast mér ansi vafasamar. Hann segir t.d. að á umbreytingartímun- um í kringum 1978 að fleira hafi greint í sundur Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið en það sem tengdi þá saman og um leið segir Hugmyndaþing hjá félagshyggjufólki Málfundafélag félagshyggju- fólks gengst fyrir hugmyndaþingi laugardaginn 25. janúar, kl. 10—18 í Odda, húsi Háskóla íslands. Þing- ið er hluti af undirbúningi fyrir rit- gerðasafn um félagshyggju sem ætl- unin er að gefa út haustið 1986. Til- gangur þingsins er að gefa ritgerða- höfundum tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og jafnframt að gefa áhugasömu félagshyggjufólki færi á að leggja orð í belg. Á þing- inu verða flutt um 15 stutt fram- söguerindi. Meginefni þingsins eru siðferðilegur grundvöllur og hag- fræðilegar forsendur félagshyggju, félagshyggjusamtök og fram- kvæmd félagshyggju á ýmsum svið- um samfélagsins. Umræður verða á milli einstakra efnisflokka. hann að á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi menn (?) farið til skammrar eða langrar dval- ar „án þess að hafa sérstaklega orð á því eða finnast þeir vera að svíkja sína heimabyggð". Þetta eru auðvit- að ekki söguleg staðreynd heldur persónuleg skoðun sem ég get ómögulega tekið undir. Á blaðsíðu 310 segir höfundur að Vilmundur hafi stundum notað „sérstætt málfar til einfaldra lýs- inga“ og nefnir dæmi að þegar höf- undur hafi spurt Vilmund hvaða fólk kæmi til með að styðja Banda- lag jafnaðarmanna þá hafi Vil- mundur svarað: „Unga fólkið sem er farið að krydda matinn sinn hér uppi á íslandi". Þetta segir Jón Ormur „skýrari tilvísun en félags- fræðilegar eða stjórnmálafræðileg- ar skýringar“. Ef til vill beinist þetta að hinum málglöðu stjórnmála- fræðingum Ólafi Ragnari Gríms- syni og Hannesi H. Gissurarsyni, en að mínu mati er þessi fullyrðing mjög vafasöm og óþarflega ósann- gjörn gagnvart þessum fræðigrein- um. Mér finnst að túlka megi þetta svar á margan máta! Hverjir mega ræðast við í trúnaði? Ýmislegt mætti tiltaka fleira sem er bókinni miður til framdráttar. En í lokin læt ég nægja þá frásögn sem ég á erfiðast með að sætta mig við. Jón Ormur fjallar um það, að forystumenn í Alþýðuflokknum hafi látið það berast að Vilmundur væri sjúkur maður og sjálfsagt hafa þeir gert það einhverjir, því mót- mæli ég ekki. Á bls. 354 er hins veg- ar að finna mjög athyglisverða lýs- ingu sem má vera mönnum til um- hugsunar. Þar segir höfundur að í boði forseta íslands í desember 1981 hafi einn forystumanna Al- þýðuflokksins í einkasamtali við þáverandi forsætisráðherra (Gunn- ar Thoroddsen) sagt að ríkisstjórn- in skyldi ekki gera mikið með gagn- rýni Vilmundar, því hann væri sjúkur maður. Á hinn bóginn full- yrðir bókarhöfundur að samtal þetta væri ekki hægt „að skoða sem prívatsamtal þeirra sem það áttu vegna stöðu þeirra í þjóðfélaginu". Með öðrum orðum er hér fullyrt að ef menn eru í ákveðinni þjóðfélags- stöðu þá geti þeir ekki ræðst við í trúnaði. Aldeilis fráleit fullyrðing! Hvar á að draga mörkin? Hverjir mega ræðast við í trúnaði? Hvaða hugsanaháttur býr hér að baki? Hvað átti Ormurinn að athuga? Bókarhöfundur segir síðan: „Forsætisráðherra þótti þetta svo merkileg ummæli, að hann gekk rakleiðis til aðstoðarmanns síns, sem þarna var (innskot: bókarhöf- undur sjálfur), sagði honum ítar- lega af samtalinu og bað um athug- un og álit á því hvað þarna væri á ferðinni". Afar fróðlegt væri að fá að heyra hvað það var nánar tiltekið sem forsætisráðherra vildi láta „at- huga“ og í hvaða tilgangi. Vissulega vafasamt háttarlag hjá kratanum að segja Vilmund sjúkan, en sú full- yrðing að þetta hafi ekki getað túlk- ast sem prívatsamtal er út í hött — miðað við þá röksemdarfærslu sem boðið er upp á. Og er þá um leið lausmælgi ráðherrans og beiðni um ,,athugun“ vafasöm í meira lagi. Ég hef þetta þá ekki Iengra og þakka fyrirfram fyrir birtinguna. Laumukrati. Risaskeljar í Sædýrasafninu Nú stendur yfir sýning á sér- kennilegum kuðungum og skelj- um í Sædýrasafninu í Hafnar- firði. Hér er um að ræða skeljar af ýmsum tegundum sem ekki hafa sést áður hérlendis, svo sem risaskel sem er 85 cm á lengd og um 50 cm á hæð. Auk þess eru sýndir svokallaðir Drottningar- kuðungar og köngulóarkuð- ungar ásamt fleiri skeljategund- um. Sædýrasafnið hefur átt við rekstrarörðugleika að etja að undanförnu og að því er segir í frétt frá safninu, mun hafa orð- ið vart við þann misskilning í kjölfar fjölmiðlaumfjöliunar um þessa örðugleika, að fólk hafi haldið að safnið væri lok- að. Svo er þó alls ekki. Sædýra- safnið er opið almenningi dag- lega frá kl. tíu á morgnana til kl. sjö á kvöldin. FÉLAG3STARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Njarðvíkurverður hald- inn laugardaginn 25. jan. kl. 13.30 ( Stapa litla sal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Prófkjörog kosningar. 3. Bæjarmál, Ragnar Halldórsson og Eðvald Bóasson. 4. Önnur mál. Stjórnin. Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Fundur ( félagsmiðstöðinni í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 28. jan. kl. 17.15. Vinsamlegast mætið vel og stundvíslega. Formaður. Prófkjör í Kópavogi Ákveðið hefur verið að fram fari prófkjör um 5 efstu sætin á lista Alþýðuflokksins I Kópavogi, til bæjar- stjórnar. Kjörgengir eru Alþýðuflokksfélagar búsettir í Kópa- vogi, 20 ára og eldri. Frambjóðendur skulu bjóða sig fram í öll fimm sætin. Framboð skulu hafa borist skrifstofu Alþýðuflokksins í Kópavogi fyrir kl. 20.30 föstudaginn 7. febrúar 1986. Skal hvert framboð stutt 10 meðmælendum, flokks- bundnum í Alþýðuflokksfélögum Kópavogs. Kjörstjórn Alþýöuflokksfélaganna í Kópavogi. Jón H. Guðmundsson Jón Viöar Tryggvason Ólafur Guömundsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.