Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. júlí 1986 3 Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri: Landgræðsluverkefni mið- uð við eldfjallasvæðin Alþýðublaðið hafði samband við Svein Runólfsson, landgræðslu- stjóra í Gunnarsholti og innti hann eftir hvað væri á döfinni. „Verkefnin í sumar eru að mestu í samræmi við landgræðsluáætlun II, sem er í gildi fyrir árin 1982— 1986. Þar er gert ráð fyrir ýmsum landgræðsluverkefnum fyrst og fremst á eldfjallasvæðum landsins þ.e. í Þingeyjasýslunum báðum, suður- og suðvestur landi. í sumar eru tvö verkefni sem eru alveg ný af nálinni. Annað þeirra er á Horna- firði við Skógey, en þar hefur verið allmikið sandfok á undanförnum árum og er unnið að umfangsmikl- um aðgerðum sem felast í því að beisla og hemja Hornafjarðarfljót þannig að það flæði ekki um víð- áttumikla sanda. Síðan friðun þessa landsvæðis fyrir ágangi bú- fjár og uppgræðsla á þessum sönd- um. Með þessu er áætlað að koma í veg fyrir það sandfok sem hefur herjað á byggðina í Hornafirði. Þetta verkefni er framhald af öðr- um verkefnum sem í gangi hafa ver- ið við marga þéttbýlisstaði landsins. Hitt nýja verkefnið sem við tök- umst á við í sumar er við Krákár- botnasvæði. Það er sandfokssvæði sem er langt suðvestur af Mývatni. Þar hefur verið mikið sandfok og landeyðing á undanförnum áratug- um. Sandurinn hefur borist í Kráká og með henni i Laxá í Aðaldal. Sandburðurinn veldur miklum skaða á hverflum virkjunarinnar og skemmir uppeldis og hrygninga- staði laxsins í ánni. Þarna er um að ræða samvinnuverkefni þriggja að- ila þ.e. Landsvirkjun fyrir hönd Laxárvirkjunar, Landgræðslan og heimamenn. —Sú gagnrýni hefur heyrst að uppgræðsla svæðanna við Blöndu hafi verið mistök af hagfræðilegum ástæðum. Ert þú tilbúinn að tjá þig um það? „Búið er að sá og bera á um 1200 Áburðardreifing við Sandskeið. ins á sínum tíma, að freista þess að græða upp örfoka land í stað þess lands sem fer undir vatn þegar Blönduvirkjun fer í gang. Upp- græðslan hefur gengið framar öll- um vonum. Þó er ekki útséð með það hvernig hún mun standast það veðurálag sem ríkir á þessum heið- um, sem eru í yfir 500 m hæð. Það er ljóst að það hefði verið hag- kvæmara að græða þetta land í byggð. Nú er ekki örfoka land í byggð í Húnafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslum. Þess vegna var það ákvörðun samningsaðila að ráðast í þessa framkvæmd. Það er ljóst að uppgræðsla er þeim mun erfiðari og dýrari eftir því sem ráðist er í hana hærra yfir sjóí‘ — Hvar á að nýta lúpinuna? „Það fræmagn sem safnaðist á s.l. hausti af lúpinu var að veruleg- um hluta notað til að sá í akra bæði í Gunnarsholti og víðar á Rangár- völlunum. Það var tilraunastöðin á Sámsstöðum sem sá um þetta verk og er stefnt að því að koma upp ökrum þar sem hægt væri að vél- væða frætekjuna, þannig að í fram- tíðinni verði unnt að afla miklu meira fræmagns, en unnt er með sjálfboðaliðastarfi. Síðar er hug- myndin að sá lúpinunni á friðuðum svæðum, sérstaklega örfoka melum og grýttu landi þar sem lúpinan hentar vel til uppgræðslu." — Hvernig gengur með berings- puntinn? „Það gekk miög vel á s.l. hausti að afla fræs af beringspunti á ökr- um í Gunnarsholti og á Sámsstöð- um. Fyrirliggjandi er því töluvert magn af beringspunti. Það hefur sýnt sig að hann er harðgerður gras- stofn og uppskerumikill, og hefur staðið sig vel á kalsvæðunt á land- inu. Það hefur ekki verið meiri háttar kal á landinu s.l. 2 ár, því hef- ur áhugi bænda fyrir beringspunti eitthvað farið minnkandi. Þetta kemur einnig af því að fræið er mjög dýrt eða um 800 kr. kg. Til þess að við getum nýtt ber- ingspunt til uppgræðslu, þá þurf- um við að fá fræið húðað með kalki til að þyngja frækornin þannig að þau henti til dreifingar með flugvél. Þetta er tækni sem við höfum ekki ennþá yfir að ráða, en vilji er fyrir því að koma upp aðstöðu til að gera þetta. Beringspunturinn hefur sýnt sig í grasstofna tilraunum á Blöndu- svæðinu að hann hentar mjög vel til uppgræðslu!1 Örfoka land. hektara lands á Auðkúlu- og Ey- vindarstaðaheiðum. Það var niður- staða samningaumræðna milli heimaaðila og Rafmagnsveita ríkis- Hafnfirðingar Fastir viðtalstímar bæjarstjóra Guðmundar Arna Stefánssonar eru á þriðjudögum og miðvikudög- um frá kl. 10—12. Aðrir viðtalstímar eftir sam- komulagi. Bæjarstjórinn Hafnarfirði. Hvernig stendur gróðurreikningurinn? Gróðureyðing og gróðurrýrnun er því alvarlegra vandamál sem horft er lengra fram í tímann. Al- kunnugt er að heildar gróðurþekja landsins er talin hafa verið allt að helmingi meiri við landnám en nú. Ellefu aldar búsetu í landinu er að mestu kennt um. Þá hafa aðrir þættir, svo sem eldgos og versnandi tíðarfar, einnig lagst þar á sömu sveif. Ofbeitt land, ofnýtt fiskimið minnir okkur á að náttúrugæðum eru ákveðin takmörk sett og skiptir þess vegna miklu máli að vel og skynsamlega sé með þau farið. Á alþingi vorið ’84 var samþykkt tillaga til þingsályktunar um að hefja undirbúning að gerð Iandnýt- ingaráætlunar fyrir landið. Land- búnaðarráðuneytið lætur nú vinna að undirbúningi þessarar áætlunar, sem er geysimikið verk. Landgræðsla ríkisins var stofnuð með lögum frá 1907 og hét stofnun- in þá Sandgræðsla ríkisins. Verkefni Landgræðslunnar. Verkefni stofnunarinnar nú er í fyrsta lagi að stöðva hraðfara jarð- vegs og gróðureyðingu. í öðru lagi er það uppgræðsla örfoka lands og í þriðja lagi gróðureftirlit, sem stuðlar að betri og skynsamlegri nýtingu gróðurs á íslandi. Með tilkomu Douglasflugvélar- innar Páls Sveinssonar 1973 opnuð- ust nýir möguleikar til að auka gróður landsins og létta beit á viðkvæmustu svæðum með beitar- stjórnun. Allmargar sveitastjórnir hafa í samvinnu við Landgræðsl- una borið á afréttarlönd, einkum í Árnes-, Rangárvalla- og Þingeyjar- sýslum. Þetta hefur verið tiltölulega lítill hluti af heildar áburðardreif- ingu stofnunarinnar, en hefur þó haft mikið gildi sem beitarstjórnar- aðgerð. I samvinnu við sveitarstjórnir hefur einnig verið dreift á heima- lönd víðsvegar um landið, sérstak- lega þar sem unnið hefur verið að gróðurvernd. Bændur hafa alla tíð greitt áburðinn, en Landgræðslan styrkt aðgerðirnar með því að dreifa áburðinum, enda oftast ekki um aðra möguleika að ræða en að dreifa með flugvélum. Eyðing jarðvegs og gróðurs Hvernig gengur að stöðva eyð- ingu jarðvegs og gróðurs? Landgræðsluáætlun 1975—1979 markaði tvímælalaust tímamót í samskiptum okkar við landið. Með „Þjóðargjöfinni" var stefnt að því að stöðva alla hraðfara gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Full- yrða má að með þessu átaki hafi tekist að snúa vörn í sókn í upp- græðslumálum. Því miður hefur Hrossbeitarhólf. þessu stefnumarki ekki verið fylgt eftir. Landgræðsluáætlun II tók gildi 1982 en framkvæmdagildi hennar er aðeins um fjórðungur fyrri áætl- unar og hinn eiginlegi fjárlagaliður Landgræðslunnar hefur farið mjög illa á verðbólgubálinu. Tíðarfar hefur verið afar kalt og erfitt síðan árið 1979, þannig að hvert grasleys- isár hefur komið á eftir öðru, og þá einkum á hálendinu. Á síðasta ári var góðæri, gróðurfarslega séð. Gróðurfari á afréttum hefur samt sem áður^hnignað verulega á þess- umtíma.Aláglendinu hefurástand - íð hins vegar verið skárra, en þar ler mest af landgræðslustarfinu fram. Rannsóknir Um 8*% þjóðargjafarinnar runnu til rannsókna, sem gerðar hafa ver- ið á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Þar ber fyrst að nefna hinar um- fangsmiklu beitar- og landnýtingar- tilraunir, svonefndar „Stóru beitar- tilraunir“ sem einnig nutu UNDP/ FAO aðstoðar. Þessar tilraunir marka tímamót og munu síðar reynast hinn traustasti grunnur til að byggja á skipulega og skynsam- lega nýtingu láglendis og hálendis til beitar og búskapar yfirleitt. Fræ- ræktarverkefnið svonefnda hefur þegar gefið góðar vonir um, að hér megi á næstu árum rækta grasfræ af innlendum tegundum. Með því yrði stigið stórt framfaraspor, bæði í grasrækt og landgræðslu. Auk þess hefur verið unnið að vistfræði- rannsóknum, bæði í tengslum við framræslu og landgræðslu. Gróðurlendi landsins bera þess glögg merki hve tíðarfar hefur verið erfitt á síðustu sex árum. Sauðfé hefur fækkað verulega á þessu tímabili en beitaþol beitilanda minnkað mun meira en sem nemur beitarálagi. Sauðfé fækkar ekki að ráði þar sem helst væri þörf á mið- að við landgæði. Það bætir ekki úr skák að hrossum hefur fjölgað og beit þeirra skapar nú víða veruleg ofbeitarvandamál. Staða gróðurreikningsins Hvernig stendur gróðurreikning- ur landsmanna i dag? Talið er að við höfum aðeins vinninginn. Aðalatriðið er þó að við vitum að land er ennþá að eyð- ast á allmörgum stöðum á landinu og við það má ekki una. Sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum hlýtur að hvetja menn til nýrra dáða og stærri átaka í landgræðslu- og gróðurverndarmálum á næstu ár- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.