Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 16
alþýðu- blaöió Miövikudagur 2. júlí 1986 Rannsóknir benta til að: Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvaemdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Bændur fái lungnaþembu án þess að hafa reykt I hópi bænda sem lagöir voru inn á Vífilstöðum á árun- um 1975—1984 meö lungnaþembu á háu stigi haföi aðeins helmingur þeirra reykt. Lungnaþemba er flokkur sjúk- dóma þar sem útvíkkun verður á loftveginum í lungunum, þannig stækkar loftvegurinn og veggir í honum eyðileggjast. Eftir meina- fræði sjúkdómsins eru til að minnsta kosti fjórir flokkar, en þeir eru allir jafn slæmir. Flokkunin byggir á af hvaða tilefni útvíkkun verður. Orsakir hafa um tima verið taldar reykingar og er það rækilega sannað í marg endurteknum rann- sóknum. Nýleg kenning, sem ekki er fullsönnuð, byggir á að lungun séu stöðugt útsett fyrir árásarþætti, sem heilbrigðir verjast auðveldlega með varnarþætti. Reykingar skerða hins vegar talsvert áhrif varnarþátt- anna þannig að árásarþátturinn vegur meira á vogaskálinni. Ein- kenni sjúkdómsins er fyrst og fremst mæði og á lokastigi sjúk- dómsins verða sjúklingar móðir í hvíld. Sjúkdómurinn greinist oftast um sextíu ára aldur og 3—5 sinnum algengari hjá körlum heldur en konum. Nánast allir sjúklingar sem hafa greinst með þennan sjúkdóm hafa reykt einn pakka af sígarettum á dag í 15—20 ár. Öndun verður erf- ið og sjúklingur andar hraðar en aðrir, oft um tuttugu sinnum á mín- útu. Lungun þenjast smám saman út og sjúklingurinn verður lystar- laus, megrast og hefur því oft á lokastigi sjúkdómsins lést um 10— 15 kg. Röntgenmynd er notuð til að staðfesta sjúkdómsgreiningu og sýnatöku eða aðrar rannsóknir koma að takmörkuðu gagni við mismunagreiningu. Meðferð við sjúkdómnum er fyrst og fremst að hætta að reykja og það dregur veru- lega úr gangi sjúkdómsins og stopp- ar þróunina hjá sumum. Talsvert er gert að því að nota súrefni sem er tengt við sjúklinginn í 16—20 klst. á sólarhring og það virðist bæta lífslíkur og líðan. Horfur á bata með bestu mögulegri meðferð, ef fólk hættir að reykja, er að annar hver sjúklingur lifir í fimm ár, en fjórði hver í tíu ár þá við sæmilega líðan. Gangur sjúkdómsins er venjulega tröppugangur þannig að fólki fer stöðugt versnandi, en hef- ur góð og slæm tímabil inn á milli. Nýlega hafa komið í ljós tveir hópar sem hafa aukna tíðni lungna- þembu. Þar ber fyrst að nefna þann hóp sem hefur meðfæddan skort á varnarþætti og fær þannig sjúk- dóminn án þess að hafa reykt. Þetta hefur ekki enn fundist hér á landi. Hinn hópurinn eru bændur. Lækn- arnir Sigurður Heiðdal, Tryggvi Ás- mundsson og Hrafnkell Helgason hafa kannað þetta hér á landi á öll- um sjúklingum sem lögðust inn á Vífilsstaðaspítala á árunum 1975 —1984. Könnunin leiddi í ljós að af þeim sem stunduðu búskap og greindust með lungnaþembu, reykti aðeins u. þ. b. helmingur. Hins veg- ar reyktu nær allir eða u. þ. b. 95% af þeim sem ekki stunda búskap en höfðu lungnaþembu. Augljóst er að einhver annar þáttur en reyking- ar eru að gera bændum óleik og þegar haft er í huga að 10% lands- manna stunda búskap sést að full ástæða er til að athuga þetta mál nánar. Ef viðskiptavinur greiðir fyrir vöru eða þjónustu með tékka skal hann útfylla tékkann í þinni viðurvist og framvísa bankakortinu ásamt tékkanum. SPARIBANKINN BEIKNINGS AO'l.Ar" NÚMER ____ -ÆBFinin ílFriN —C. - SPARIBANKINN k KR %/ö~OQ- CrO d&i~jfííÍrw/y$T^- 111b 0000 0034 1352 BANKI NAFNNÚMER FÆÐINP^HUMéR 1176 5155-5635 I50t(26 J0I J0RS30* 3^ 9-3S2_________________ )g áriðandl að hér fyrir neðan sjáist hvorki skrift né stimplun. GILDIR ÚT 02/88 --------c Banki-Hb Roikn.nr. Upphæð ■ ---------------—-f -- Þú athugar: O hvort bankakortið sé frá sama banka og tékkinn © að gildistími kortsins sé ekki útrunninn © fæðingarár með tilliti til aldurs korthafa o hvort undirskrift á tékka sé í samræmi við rithandarsýnishorn á bankakorti. Séu ofangreind atriði í lagi © skráir þú númer bankakortsins (6 síðustu tölurnar) neðan við undirskrift útgefanda tékkans. Þetta gildir um alla tékka, óháð upphæðinni. / * Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti Alþ ýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir AIIK hf X2.d/<;ÍA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.