Alþýðublaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 1
alþýóu Föstudagur 29. ágúst1986 164. tbl. 67. árg. Svíþjóð: Morðinginn er fundinn Þorskurinn látinn síga t veðurbltðunni. Þrátt fyrir þá staðreynd að matarvenjur okkar íslendinga hafi breyst talsvert á undanförnum árum og áratugum, höldum við um margt fast ífornar hefðir. Siginn fiskur með hamsa- tólg þykir mörgum enn í dag ómissandi matur. Pukur í bankakerfinu Bankarnir rœða nú vaxtamálin hver í sínu horni — fullyrðir sœnska Aftonbladet í gœr. Morðhótanir hafa borist til forsœtisráð- herra og fjármálaráð- herra landsins. Aftonbladet í Svíþjóð greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum blaðsins væri nú fullljóst að sænska lögreglan vissi nákvæmlega bverjir hefðu staðið á bak við morðið á Olof Palme í vetur, en verið væri að afla frekari sannana, áður en hand- tökur hæfust. ’ Á skrifstofum Aftonbladets mátti skilja að útlendir hryðju- verkamenn hefðu verið þarna að verki í samvinnu við innlend öfga- „Þau eru hörmulega lág. — Það má auðveldlega sýna fram á það með línuriti, að ef framlög rikisins til flugmála verða áfram ineð sama hætti og verið hafa, verða þau í núlli árið 1990“, sagði Pétur Einars- son flugmálastjóri aðspurður í samtali við Alþýðublaðið í gær. En sem kunnugt er hcfur Pétur gagn- rýnt opinberlega hve seint uppbygg- ing flugvaila i landinu hefur gengið, og þá aðallega tregðu fjárveitinga- valdsins í þeim efnum. Einar Helgason forstöðumaður öfl, og þá e.t.v. EAP, en þau samtök voru á allra vörum fyrstu vikurnar eftir morðið og maðurinn sem handtekinn var á sínum tíma, var, eða hafði verið meðlimur í þeint samtökum. Morðhótanir hafa að undan- förnu borist ýmsum háttsettum Sví- um og eru margir þeirra í mjög ör- uggri gæslu lífvarða um þessar mundir. Meðal þessara má nefna Ingvar Carlsson, forsætisráðherra, og Kjell Olof Feldt, fjármálaráð- herra, en þeim hefur báðum verið hótað lífláti. Lisbet Palme ekkja Olofs Palme og sænska konungs- fjölskyldan eru líka meðal þeirra sem lífverðir vaka nú yfir bæði dag og nótt. Járntorget í Gautaborg var í gær skýrt upp og gefið nafnið Olof Palmes Plats, í minningu hins látna leiðtoga. innanlandsflugs Flugleiða sagði í samtali við Alþýðublaðið á dögun- um: „Það fer ekki á milli mála, og það er stundum kvartað undan því, að vélarnar hér bili mikið. Því er oft kennt um að þær séu gamlar. Ástæðan er ekki siður sú að vellir eru ófullkomnir. Við erum að lenda hér á völlum sem hvergi þekkjast annars staðar. Það eykur kostnað- inn að reka flugvél við þessar að- stæður“. Einar sagði að með þessu væri hann ekki að gagnrýna flugmálayf- Sem kunnugt er hefur fjárntála- ráðherra ákveðið að hætta sölu spariskirteina ríkisins og jafnfrantt ákveðið að eigendur spariskirteina, sem unnt er að leysa inn í haust og bera 3,7 til 4,2% vexti, geti skipt þeim og nýjum skírteinum sem beri 6,5% vexti. Munu vextir þeir er líf- við Alþýðublaðið irvöld, það væri i mörg horn að líta varðandi fjármagn. Pétur sagði að það væri ýmislegt í santbandi við flugvellina sem vteri ábótavant. Aðeins einn Hugvöllur utan Reykjavíkur og Keflavíkur væri nú malbikaður, Akureyrar- völlur. Auk þess væru ekki allar brautirnar byggðar samkvæmt al- þjóðlegum stöðluin, sumar of stutt- ar, aðflugbúnaður ófullkominn svo lengi mætti telja. Um flugkennslu í landinu sagði Framh. á bls. 3 eyrissjóðirnir fá frá Byggingarsjóði ríkisins vegna fjármögnunar hús- næðiskerfisins miðast við þá sömu vexti. Hafa nú lífeyrissjóðirnir gengið að þeim samningum nteðal annars á þeint forsendum að að- gerðin muni leiða til almennrar lækkunar vaxta. Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við Davíð Björnsson hjá Kaupþingi og spurði liann hvers mætti vænta í kjölfar þessarar Iækkunar vaxta á spariskírteinum. Davíð sagði að fyrst og fremst bæri að líta til þess að vextir á öðrum skuldabréfum en ríkissjóðs væru ávallt miðaðir við þau síðarnefndu. Vextir á spariskírteinum ríkissjóðs hefðu alltaf verið sá línupunktur sem miðað væri við og þegar þessir vextir lækkuðu fylgdi öll línan á eftir. Davíð sagði að nú þegar hætt væri að selja spariskirteini ríkis- sjóðs vildu sparifjáreigendur fá þá ávöxtun annars staðar sem þarna var i boði. í því sambandi væri um að ræða bankabréf, eða bréf ávöxt- unarsjóðanna, einingabréfin eða kjarabréfin. Þessi aukna eftirspurn þýddi síðan lækkun ávöxtunar á markaðnum e.t.v. til jafns við lækk- unina á spariskírteinunum. Breytingar á vöxtun eru leyfðar I., 11. og 22. dag mánaðar. Má reikna nteð að vextir breytist ekki t'yrr en 11. september. En 15. sept- ember ntunu bankarnir og ávöxtun- arfélögin þurfa að berjast um 450 milljónir króna sem gusast á mark- aðinn vegna lokainnlausnar spari- skírteina ríkissjóðs i 2. ffokki frá 1972. Eftir 1. nóvember mun síðan aft- ur draga verulega til tiðinda er bankarnir fá frelsi til að ákveða vexti sjálfir. Er því mikið pukur í bankakerfinu þessa dagana og ef- laust gott að hafa flugumenn hér og hvar. Þeir bankamenn sem Alþýðu- blaðið talaði við og vildi spyrja um breytingar á vöxtum á næstu vikum vörðust allra fregna og sögðu að nú væri hver banki að skoða sín mál i sínu horni. Þó voi u menn almennt til í að tjá sig um að helstu breyting- arnar sem augljóslega lægju fyrir væru varðandi sérkjarareikning- ana, þetta mundi leiða til lækkunar vaxta á þeim. Sent kunnugt er bera þeir reikningar allt að 8 til 9% vexti. Hins vegar töldu menn ólíklegt að um lækkun yrði að ræða á verð- tryggðum bréfum sem bera nú 4 til 5% vexti. Framlög ríkisins til flugmála: „Hörmulega lág — segir Pétur Einarsson flugmálastjóri ísamtali Hrafninn flýgur og flýgur Reykjavíkurmynd Hrafns Gunnlaugssonar hefur verið nokkuó til umfjöllunar aó undan- förnu og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar sein vonlegt er. Það sem myndinni er einkum fundið til foráttu er sú flokkspólitíska slagsiða sem vissulega einkennir myndina sterklega. Svo áberandi er þessi slagsíða að fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hafa lagt fram fyr- irspurn um það hvort verið geti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi falið Hrafni að gera fyrir sig áróðurs- mynd og þessi tvö verkefni hafi ruglast, þannig að Reykjavíkur- mynd sú sem Hrafni var falið að gera, hafi enn ekki komið fram. Davíð Oddsson, borgarstjóri, afgreiðir þessa fyrirspurn nánast með axlayppingu og segir að and- stæðingar sínir í borgarmálefnum séu einfaldlega svo öfundsjúkir vegna þess hve afmælishátíð borgarinnar hafi tekist vel að þeir nái ekki upp í nefið á sér. Því verður nú samt ekki á móti mælt að hvað sem segja má um mynd Hrafns að öðru leyti — og það reyndar margt gott — þá má ekki á milli sjá hvort sennilegra er að myndin hafi verið pöntuð af meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn, eða Sjálfstæðis- flokknum sem slíkum. Hvorugt er þó sannleikanum samkvæmt. Það var nefnilega vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sem á sínum tíma, nánar tiltekið haustið 1981, fól Hrafni að gera þessa mynd. Hrafni var falið að gera myndina, þótt borgarstjórnarfulltrúunum hafi væntanlega verið fullkunn- ugt um stjórnmálaskoðanir hans. Væntanlega hefur þetta verið gert í trausti þess að Hrafn væri manna færastur um að gera slíka mynd. Það er auðvitað viss heiðarleiki fólginn í því að vinstri meirihlut- inn skyldi fela þetta verk þeim manni sem álitinn var hæfastur, án þess að taka minnsta tillit til þess hvaða skoðanir hann kynni að aðhyllast í pólitik. Þetta myndi t.d. núverandi meirihluta í borgar- stjórninni seint gera sig sekan um. Það er svo auðvitað viss kald- hæðni örlaganna að árangur þessa verkefnis skuli þegar upp er staðið, verða að stórum hluta áróðursmynd fyrir höfuðand- stæðing þess er verkefninu úthlut- aði. Það þarf auðvitað talsverða ósvífni til þess að misnota þannig það traust sem auðsýnt er. í hugum þeirra vinstri manna sem jafnan hafametið Hrafn fyrir verk sín og borið fulla virðingu fyrir þeim listaverkum sem hann hefur skapað, setur hann auðvit- að nokkuð niður við þessa síðustu atburði. Hrafn Gunnlaugsson verður heldur ekki afsakaður með því að verið geti að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að veruleg slag- síða yrði á myndinni. Til þess er ásetningurinn í myndinni allt of greinilegur. Hitt er svo annað mál að það er kannski ekki ástæða til að gera stórkostlegt veður út af því þótt stráksskapurinn fljúgi stundum full langt með Hrafninn. Það var t.d. miklu alvarlegra þegar hann var nærri búinn að kveikja í stjórnarráðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.